Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 21 Krösos konungur Lydíu „Nafli heimsins“, Omfalos-steinninn, sem fannst undir Appollóhof- inu í Delfí. hann beið banahöggsins. Er mállaus sonurinn sér Persann ryðjast fram og reiða vopn sitt til höggs, losaði óttinn og skelf- ingin um tunguhaft hans og hann hrópaði: „Maður ætlarðu að drepa Krösos?" Þetta var það fyrsta sem hann sagði og upp frá því gat hann alltaf talað. Nú hafði það einnig ræst, sem véfréttin sagði fyrir, að stórveldi hryndi til grunna, er Krösos héldi yfír Halysfljót. Þetta var þó ekki á þann veg er konungur hafði vænst. Nú biðu hans grimmilegri örlög en banahögg- ið, sem sonur hans barg honum frá. sem hann vænti að kæmu hon- um til hjálpar. En þá var það að Kyros kom honum í opna skjöldu. Aður en Krösos uggði að sér var Kyros kominn að Sardis-borg. Lydíu- menn áttu hið ágætasta riddara- lið, sem allir óvinir þeirra óttuðust, en Kyros hafði í farar- broddi persneska hersins úlf- aldasveit. Var það vegna þéss að hestum stendur uggur af úlföldum. Þannig fór einnig fyr- ir Krösosi og mönnum hans. Hestamir vom ekki fyrr búnir að fínna þefínn af úlföldum Kyrosar en þeir ærðust, riddara- lið Lydíumanna kom að engu gagni, Krösos tapaði orrustunni og um leið ríki sínu. Kyros hafði lagt svo fyrir að Krösos skyldi ekki drepinn held- ur tekinn fangi. Nærri lá þó við, að hann yrði drepinn af persneskum hermanni, sem réð- ist að honum, án þess að vita hver hann var. Það var sonur Krösosar sem bjargaði föður sínum þama frá bráðum dauða, og á það að hafa gerst með þessum hætti: Sonurinn var mállaus, föður hans til mikils leiða. Hafði hann gjört margt til að fá hann lækn- aðan, meðal annars spurt véfréttina í Delfí. Hún hafði svarað á eftirfarandi hátt: „Lydíumaður, drottnari þjóð- ar þinnar, blindaði Krösos. Fall þú frá beiðni þinni um að fá að heyra rödd sonar þíns i sölum. Svo er komið fyrir þér að það væri betra. Dagur óhamingj- unnar nálgast, þá er hann má fyrst mæla.“ Þetta óljósa svar véfréttar- innar skyldi faðirinn fyrst, er II. þáttur ________Mynt___________ Ragnar Borg Áður en Krösos lagði út í stríð fóm sendimenn frá honum á fund véfréttarinnar í Delfí og færðu henni dýrmætar gjafír. Á móti skyldi svo koma að véfrétt- in segði fyrir um útkomu herferðarinnar gegn Persum. í innsta sal hofs véfréttarinn- ar sat Pyþia, hofgyðja guðsins Appoló, á þrífættum stól og þuldi upp úr sér, eins og væri hún í trans, alls konar sam- hengislaus orð, sem menn trúðu að guðinn legði henni í munn. Hofprestar rituðu svo niður það sem Pyþia sagði og túlkuðu svörin. Svarið við þeirri spum- ingu Krösosar hvort hann ætti að leggja í Persa var: „Þegar Krösos heldur yfír Halysfljót, hrynur stórveldi til grnrina." Konungur gladdist mjög yfír svari Pyþiu, varð reyndar svo glaður að hann lagði þá spum- ingu fyrir véfréttina, hve lengi myndi standa veldi hans og niðja. Þessu svaraði Pyþia þann- ig: „Ætt Krösosar missir þá fyrst völdin, er múldýr sest í hásæti ríkis Medea.“ Að fengnum þessum ágætu fréttum var nú Krösosi ekkert að vanbúnaði og hélt hann með her sinn yfir Halysfljót þrátt fyrir aðvaranir sumra. Tókst nú orrnsta með þeim Kyrosi og lyktaði henni á þann veg að Krösos dró lið sitt til baka til Sardis og beið þar liðs Egypta og Babylóníumanna, Svona halda menn að hafi verið umhorfs í Delfí forðum, Appolló- hofið hefur verið byggt yfir „nafla heimsins", — Omfalos-steininn. Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111 VJ S/wnsmi9f4Je6u!UuA>i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.