Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 27 Slátrað á Patreksfírði Sláturhúsið á Bíldudal hefur enn ekki fengið leyfi Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur leigt Sláturfélagi Vestur- Barðstrendinga sláturhúsið á Patreksfirði. Félagið hefur þeg- ar fengið sláturleyfi og hefst slátrun þar væntanlega eftir helgina. Sláturfélag Arnfirð- inga, sem rekur sláturhúsið á Bíldudal, hefur enn ekki fengið sláturleyfi, en í fyrra fór öll sauðfjárslátrun í sýslunni fram þar. Síðast var slátrað í sláturhúsinu á Patreksfirði fyrir tveimur árum. Húsið var síðan selt og þar var rekin rækjuvinnsla. Fyrr á þessu ári var húsið slegið Stofnlánadeild landbúnaðarins á uppboði. Bændur í Rauðasands- og Barðastrandar- hreppi hafa nú stofnað Sláturfélag Vestur-Barðstrendinga og tekið húsið á leigu og hefur þeim þegar verið veitt sláturleyfi. Að sögn Ará ívarssonar slátur- hússtjóra þurfti að gera nokkrar endurbætur á húsinu. Til dæmis hafði kjöt verið skilið eftir í frysti- geymslu hússins. Frostið var síðan tekið af geymslunni með þeim af- leiðingum að kjötið úldnaði og maðkaði. Ari sagði að byrjað hefði verið á því að hreinsa frystigeymsl- urnar og nú væri unnið að því að koma húsinu í það horf sem það var í áður en starfsemi rækjuvinnsl- unnar hófst, en félagið stefnir að því að kaupa húsið. Aðspurður um hvort grundvöllur væri fyrir að reka tvö sláturhús í sýslunni sagði hann að þetta væri ekki spurning um það, heldur um hvort bændur gæti slátrað búfé eða ekki. „Það er til dæmis ekki hægt að slátra stórgrip- um í sláturhúsinu á Bíldudal. En við erum ekki að vinna á móti Bílddælingum, ég vonast reyndar til að þeir fái sláturleyfi," sagði Ari. Gert er ráð fyrir að stórgripa- slátrun heíjist á Patreksfirði eftir helgi og verður slátrað 150 til 200 stórgripum. Þegar því er lokið byrj- ar sauðfjárslátrun og sagði Ari að ekki lægi fyrir hve mörgu fé yrði slátrað en áæltað er að það verði 2000 til 2700 fjár. Sláturfélag Amfirðinga vinnur nú að endurbótum á sláturhúsi sínu á Bíldudal samkvæmt kröfum sem fyrrverandi héraðsdýralæknir á staðnum gerði. Sigurður Guð- mundsson framkvæmdastjóri fé- lagsins sagði að þeim þætti þessar kröfur miklar „svona í einum bita“, eins og hann orðaði það. „Við höfum verið að endurbæta sláturhúsið svo til árlega og í fyrra voru engar kröfur um endurbætur settar fram. Þá var slátrað í húsinu athuga- semdalaust. Áður en hafist var handa við lagfæringar nú var húsið ekkert í verra standi en það var í fyrra.“ Sigurður sagði að endurbótum væri nú að Ijúka og þá yrði dýra- læknir fenginn til þess að skoða húsið með tilliti til væntanlegs slát- urleyfis. „Við höfum ekki fengið afsvar ennþá og verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. „Við ætlum ekki að láta eitthvert kerfí svínbeygja okkur. Það hefur reynt á það áður að við gefumst ekki upp baráttulaust." í fyrra var sláturhúsið á Bíldudal eina sláturhúsið í sýslunni og var þá slátrað þar 6450 fjár. Nú er gert ráð fyrir að slátra þar um 3000 fjár. • Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Kjartani Blöndal í landbúnaðarráðuneytinu er beðið eftir að lokið verði við að gera þær endurbætur á sláturhús- inu sem fyrrverandi héraðsdýra- læknir benti • á. Þá verður héraðsdýralæknirinn í Stykkishólmi beðinn um að gera úttekt á húsinu og verður umsóknin um sláturleyfi afgreidd samkvæmt umsögn hans. Valgarð Gunnarsson og Jón Axel Björnsson fundirbúa sýningu á Kjarvalsstöðum. Kjarvalsstaðir: Þrjár sýningar opnaðar ÞRJÁR SÝNINGAR verða opnað- ar á Kjarvalsstöðum í dag, laugar- dag, klukkan 14.00. Katrín H. Ágústsdóttir sýnir vatnslitamynd- ir í vestur forsal, þau Björg Orvar, Jón Axel Björnsson og Valgarður Gunnarsson sýna málverk og skúlptúr í vestursal og Rúrí sýnir umhverfisverk í austursal. Sýn- ingarnar standa til 11. október. Sýning Katrínar H. Agústsdóttur er fimmta einkasýning hennar. Á sýningunni eru vatnslitamyndir, áhersla er lögð á landslagsmyndir og myndefnið er aðallega frá Ströndum. Katrín stundaði nám við Myndlista og handíðaskólann, í Handavinnu- deild Kennaraskóla Islands og við Myndlistaskólann í Reykjavík. Auk þess hefur hún farið í námsferðir til Danmerkur og Finnlands. Katrín starfaði áður að textil ásamt Stefáni Halldórssyni, en þau reka textilverkstæði. Þar hafa þau unnið við fatnað, þjóðllfsmyndir og hökla. Katrín hefur haldið átta einka- sýningar á batikmyndum, haldið nokkrar kjólasýningar og tekið þátt í samsýningum. Björg Örvar, Jón Axel Bjömsson og Valgarður Gunnarsson stunduðu öll nám við Myndlista og handí- ðaskóla íslands árin 1975-79. Björg var í framhaldsnámi við Listadeild Kalífomíuháskóla í Davis í Banda- ríkjunum 1981-83, hefur haldið fjórar einkasýningar og nokkrar samsýn- ingar á Islandi, í Bandaríkjunum og Austur Þýskalandi. Jón Áxel hefur haldið fimm einkasýningar, auk sam- sýninga á íslandi, í Svíþjóð og í Frakklandi. Valgarður nam við Emp- ire State College í New York 1979-81, hefur haldið þijár einkasýn- ingar og nokkrar samsýningar á íslandi og í Svíþjóð, tók meðal ann- ars þátt í farandsýningunni „Miklat- ún-Manhattan“ á vegum Norrænu listamiðstöðvarinnar árið 1986. Á sýningu þessara þriggja listamanna í vestursal Kjarvalsstaða verða sýnd málverk og skúlptúrverk. Rúrí stundaði framhaldsnám í Hollandi að loknu námi við Myndlista og handíðaskólann. Hún hefur tekið þátt í yfir 50 samsýningum víða um heim og haldið sex einkasýningar. A sýningu hennar í austursal verða sýnd tvö umhverfisverk. Annað heitir Tími, en í því eru ljósmyndir framkall- aðar á stórar glerplötur, hitt heitir Safn og var unnið á þessu ári. Einn- ig verða sýndar „grafískar doku- mentasjónir" tengdar gríðarstórum útiskúlptúrum Rúríar í Malmö, Kaup- mannahöfn og Helsinki frá árunum 1984-86. Ekkert verkanna hefur ver- ið sýnt áður hér á landi. Morgunblaðið/RAX Unnið að uppsetningu listmunanna sem boðnir verða upp á sunnudag- inn. Þeir verða til sýnis i Galleri Borg í Austurstræti föstudag og laugardag. Gallerí Borg: Fyrsta listmunaupp- boðið eftir niður- f ellingu söluskatts GALLERÍ Borg heldur klukkan 16.30 á sunnudaginn list- munauppboð að Hótel Borg. Þetta er eilefta listmunaupp- boðið sem Gallerí Borg heldur og jafnframt fyrsta listmunaupp- boðið sem fram fer eftir að Alþingi felldi niður söluskatt af málverkum og setti í staðinn á 10% gjald sem leggst ofan á inn- kaupsverð. Gjald þetta mun renna ýmist til handhafa höfund- arréttar eða í starfslaunasjóð myndlistarmanna. Að sögn Gísla B. Björnssonar hjá Gallerí Borg standa vonir til að þessi breyting muni auðvelda fólki að eignast listaverk. 25% söluskatt- urinn hafi verið þrándur í götu, menn myndu frekar sætta sig við 10% höfundagjaldið. Einnig sagði Gísli að nokkuð hefði verið um það að undanförnu að íslenskir safnarar hefðu leitað til útlanda til að kaupa málverk eftir íslenska meistara í söfn sín. Þeir hefðu þá oft á tíðum greitt mun hærra verð fyrir verkin en tíðkaðist hér á landi. Meðal verka sem boðin verða upp á sunnudaginn má nefna fimm verk eftir Kjarval, þijár myndir eftir Svavar Guðnason, æskuverk eftir Þorvald Skúlason, Þingvallamynd eftir Gunnlaug_ Blöndal, textílverk eftir Barböru Ámason og olíumál- verk eftir Jóhann Briem og Jón Stefánsson auk gifsafsteypu af „Fæðing sálar" eftir Einar Jónsson. Einnig verða boðin _upp Island- skort og myndir frá Islandi sem hingað hafa borist frá Þýskalandi. Kortin og myndirnar hafa ýmist birst í erlendum kortabókum, tíma- ritum eða dagblöðum frá 1522 til 1890. Flest öllum verkum á upp- boðinu fylgja láginarksverð svo og markaðsverð á mörgum þeirra. Myndirnar og þau verk sem verða boðin upp á sunnudaginn verða sýnd í Gallerí Borg, Austurstræti, klukkan 10-18 á laugardag. Þessi Þingvallamynd eftir Gunnlaug Blöndal er meðal þeirra verka sem boðin verða upp á Hótel Borg á sunnudaginn. Lágmarksverð myndarinnar er 250.000 krónur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.