Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 29 Mun hvíta lúpín- an velta soja- bauninni úr sessi? Rannsóknir á Alaska-lúpínunni gætu valdið byltingu í íslenskum landbúnaði MIKLAR vonir eru nú bundnar við ræktun nýrra tegunda hvítrar lúpínu og er talið, að hún geti komið að góðu gagni fyrir land- búnað Evrópurikjanna og ýmsar iðngreinar aðrar. Kemur þetta fram í fréttabréfi um vísindalegar rannsóknir í Vestur-Þýska- landi en þar segir, að menntaskólakennarinn Wolfgang Garditz og áhugamaður um j urtakynbætur hafi í samvinnu við vísinda- menn við háskólann í Bayreuth r einstaklega auðugar af olíum og Gárditz vann að rannsóknunum í garðinum heima hjá sér en lúpín- umar geta orðið hálfur annar metri á hæð og bera bláhvít blóm. Valdi hann úr til víxlftjóvgunar þær plöntur, sem höfðu mest olíuinni- hald, og er nú verið að kanna það á tilraunaakri í Bayreuth hvort hvíta lúpínan eða „evrópska soja- baunin" eins og sumir vilja kalla hana muni gefa nægilega mikið af sér til að vera ræktuð í stórum stíl. Lúpínan er gömul ræktunar- planta af belgjurtaætt en sú ijöl- skylda getur nýtt sér köfnunarefnið í andrúmsloftinu með hjálp gerla, sem lifa á rótunum. Fáar eða engar plöntur eru því betur til þess fallnar að bæta og auðga jarðveginn. Séreinkenni hvítu lúpínunnar er, að fræin era mjög rík af olíu og eggjahvítuefnum. Er olíuinnihaldið 18%, jafn mikið og í sojabaunum, og því ætti að vera unnt að nýta þau til matar- og smurolíufram- leiðslu. Auk þess era eggjahvítuefn- in betri en í sojabaunum að því leyti, að auðveldara er að vinna þau. Sem skepnufóður gætu tættir lúpínustönglar og blöð komið í stað mikils innflutnings á eggjahvíturíku fóðri, lúpínuna má nota við fram- leiðslu mjólkurafurða og ungir sprotar era hið ágætasta grænmeti og mjög fjörefnaríkir. Ekki skiptir minnstu máli, að í lúpínuræktuninni þarf lítið að óttast jurtasjúkdóma og skordýraplágur. í plöntunum era alkaloid-efni, beiskjuefni, sem sníkjudýranum líkar ekki, og þessi efni má nota í þágu lyfjaiðnaðarins. Rudolf Aldag, prófessor við há- skólann í Bayreuth, telur, að hvíta lúpínan geti orðið jafn mikilvæg evrópskum landbúnaði og sojabaun- in er nú fýrir ýmis lönd í Suðaust- ur-Asíu. Hér sé um að ræða jurt, sem muni ekki aðeins nýtast mat- vælaiðnaðinum, heldur einnig mörgum öðrum iðngreinum. æktað lúpínutegundir, sem séu eggjahvítuefnum. Boðar Alaska-lúpínan tímamót í íslenskum landbúnaði? Eins og kunnugt er hefur lúpínan verið að nema land hér á Islandi á síðustu áram og áratugum og er nú verið að kanna hvemig megi nýta hana sem fóðuijurt. Til að fræðast betur um þetta og með til- liti til þeirra tilrauna, sem nú fara fram í Vestur-Þýskalandi, hafði Morgunblaðið samband við Andrés Amalds, sem unnið hefur að þess- um rannsóknum hjá Landgræðslu ríkisins. Andrés sagði, að af lúpínunni væra til fjölmargar tegundir og hefðu einhveijar þeirra verið rækt- aðar frá ómunatíð, bæði til fóðurs og vegna fræjanna. Væri nú vax- andi áhugi á ræktun þeirra og einkum á einæram tegundum, sem þær era langflestar, en Alaska- lúpínan, sem hér vex, er hins vegar fjölær. Sagði Andrés, að komfram- leiðslan hefði fyrir um tveimur áram verið komin upp í 600.000 tonn á ári og sennilega í milljón tonn nú. Nokkrar einærar lúpínutegundir hafa verið reyndar hér á landi en Andrés sagði, að þær þyrftu fremur langan vaxtartíma og því hefði oft staðið í jámum um árangurinn. í góðum áram hefðu þær þó gefíð talsverða uppskera og ástæða til að prófa þær frekar. Olíklegt væri þó, að einæru tegundimar næðu að bera þroskað fræ hér á landi og því yrðu þær aðeins ræktaðar til fóðurframleiðslu. A vegum Landgræðslunnar er nú unnið að rannsóknum á Alaska- lúpínunni og er að því stefnt að losa hana við eiturefnin, sem gera hana næstum óhæfa til skepnufóð- urs. Sagði Andrés, að rannsóknim- ar væru enn skammt á veg komnar en færa þannig fram í meginatrið- um, að reynt væri að finna einstakl- inga, sem hefðu lítið eða ekkert af þessum efnum og framrækta þá. Ef það tækist, gæti það valdið bylt- ingu í íslenskum landbúnaði. Alaska lúpína i Heiðmörk. Keuter Kvikmyndahátíð í Tókíó Þetta feiknlega málverk af höfuðborgar Japan, til þess í gær. Alls verða 162 kvik- Marilyn Monroe heitinni var að auglýsa tíu daga kvik- myndir frá 31 landi sýndar á málað á turn í miðborg Tókíó, myndahátíð, sem sett var þar hátiðinni. Færeyjar: Nýjum brögðum beitt í hvalfrí ðu narmálu m Greenpeace-samtökin rógbera færeyska íþróttamenn Fœreyjum, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „FÆREYINGARNIR hegðuðu sér eins og skepnur. Brutu og brömluðu á hótelinu sem þeir dvöldu á. Færeyingar eru blóð- þyrstir villimenn sem drepa hvali.“ Þannig hljóðuðu fréttir breskra fjölmiðla af færeysku þátttakendunum á „Eyjaleikun- um“, sem haldnir voru á Guerns- ey á Ermarsundi fyrr í þessum mánuði. þátttakendumir á „Eyjaleikunum" svetja af sér þennan rógburð og vilja að leiðréttingum verði komið sem fyrst á framfæri vegna þess að næstu „Eyjaleikar" eiga að fara fram í Færeyjum eftir tvö ár. For- maður íþróttasambands Færeyja, Heðin Mortensen, hefur í hyggju að senda mótmælabréf til Guemsey og til allra þeirra sem standa að þessum leikum. „Færeyingarnir glöddust yfir góðum árangri en að þeir hafi hagað sér eins og skepnur er úr lausu lofti gripið," sagði Heð- in Mortensen. Enn tefst smíði brú- ar yf ir Eyrarsund Stokkhólmi, Reuter. Sama dag og flölmiðlar birtu þessar fréttir bárast mótmæli frá hótelstjóra og starfsfólki á „La Vill- ette Hotel“, þar sem færeyska íþróttafólkið dvaldi. Formaður ferðamálaráðs á Guemsey og form- aður íþróttahreyfingar eyjarinnar sögðust ekki hafa yfír neinu að kvarta í sambandi við Færeyingana. Þeir hafi staðið sig vel á leikunum og unnið til verðlauna í átta keppn- isgreinum. Þessi söguburður er talinn vera kominn frá meðlimum í Green- peace-samtökunum, sem telja það málstað sínum til framdráttar að sverta nafn Færeyinga. Færeysku Umhverfissinnar í röðum sæn- skra jafnaðarmanna neyddu Ingvar Carlsson forsætisráðherra í gær til að endurskoða áætlanir um brúarsmiði milli Svíþjóðar og Danmerkur. Forystu Jafnaðarmannaflokksins tókst ekki að fá stuðning við áætlan- ir um að reisa brú yfír Eyrarsund, milli Málmhauga og Kaupmanna- hafnar. Áhrifamikill hópur innan flokksins barðist gegn brúnni og krafðist frekari umræðna um hana. Danska stjómin hefur þegar sam- þykkt áætlunina í meginatriðum. Umhverfísvemdarmennimir segja að brúin muni aðeins gera illt verra í mengunarmálum á Eyrarsundi. Gert er ráð fýrir fjögurra akreina hrað- braut yfir sundið og einnig brú fyrir jámbraut. Carlsson sagði á þingi jafnaðar- manna að andstaðan við brúna væri slík að nauðsynlegt væri að endur- skoða áætlunina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.