Morgunblaðið - 26.09.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987
31
Ráðstefna Alþjóðasambands lýðræðissinna í Berlín:
Leiðtogar hægríflokk-
anna fagna árangrí
í afvopnunarmálum
RÁÐSTEFNA Alþjóðasam-
bands lýðræðissinna (IDU) hófst
í Vestur-Berlín í gær og sagði
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra að árangri í afvopnunar-
málum hefði verið fagnað.
Sagði Þorsteinn að bent hefði
verið á að það hlyti að vera
meginmarkmið með samning-
um risaveldanna um meðal-
drægar og skammdrægar
kjarnorkuflaugar að tryggja
meira öryggi og það frelsi, sem
við byggjum við.
„Umræðurnar snerust um sam-
skipti austurs og vesturs og var
fjallað um þá stöðu, sem sam-
komulag um fækkun kjamorku-
vopna hefur í för með sér,“ sagði
Þorsteinn. „Árangri í afvopnunar-
málum var fagnað, en tekið fram
að þetta væri fyrsta skrefíð.“
Áð sögn Þorsteins var rætt um
það að afstaða lýðræðisríkja í
vígbúnaðarmálum hefði leitt til
þess að Sovétmenn settust við
samningaborðið. „Svar Atlants-
hafsbandalagsins við uppsetningu
SS-20-flauga Sovétmanna færði
okkur þessa stöðu," sagði Þor-
steinn.
Leiðtogar um þijátíu hægri
flokka eru nú í Berlín. Margret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, og Jacques
Chirac, forsætisráðherra Frakk-
lands, og Þorsteinn Pálsson eru
meðal þeirra átta þjóðarleiðtoga,
sem komnir eru til Vestur-Berlín-
ar. Leiðtogarnir komu saman í
gamla þinghúsinu í Vestur-Berlín,
Reichstag, er stendur upp við
múrinn, sem Austur-Þjóðveijar
reistu árið 1961. Að sögn Reut-
ers-fréttastofunnar vildu leiðto-
gamir ekki ræða við blaðamenn
er þeir komu til þinghússins.
Thatcher og Kohl ávörpuðu
fundinn í gær og sögðu að væntan-
legt samkomulag risaveldanna um
kjamorkuflaugar mætti ekki vekja
falskar vonir um samskipti vest-
rænna ríkja við Sovétríkin. Reuter
hefur eftir kanslara Vestur-Þýska-
lands að afstaða vestrænna ríkja
tii Sovétríkjanna verði að ráðast
af „raunsæi, en ekki óskhyggju".
Reuter vitnaði í menn, sem sitja
ráðstefnuna, og kvað Thatcher
hafa sagt að ekki ætti að dæma
eftir umbúðum, heldur innihaldi:
„Ásetningur Sovétmanna og
markmið þeirra verða ráðin af
árangri í takmörkun vígbúnaðar."
Bætti Thatcher við að ekki væri
nokkur leið að veija Vestur-Evr-
ópu án kjamorkuvopna.
Að sögn Þorsteins Pálssonar var
einnig fjallað um hættu af hryðju-
verkum í lýðræðisrikjum. Rætt var
um þau skref, sem stigin hafa
verið í lýðræðisátt í ríkjum í Mið-
Ameríku og Karabíska hafinu, og
þær hættur, sem þar steðja að
lýðræði.
Káre Willoch, fyirum forsætis-
ráðherra Noregs, var einróma
kjörinn næsti formaður Alþjóða-
sambands lýðræðissinna. Föður-
landsflokki Turguts Özal,
forsætisráðherra Tyrklands, var
veitt aðganga að samtökunum.
Sagði Willoch að aðild Föðurlands-
flokksins myndi flýta fyrir því að,
lýðræði festist í sessi í Tyrklandi.
Er fundum Iauk lögðu leiðto-
gamir og flokksformennimir
blómsveig við múrinn, andspænis
Brandenborgarhliðinu í minningu
þeirra, sem skotnir hafa verið á
flótta til Vestur-Berlínar.
„Þær milljónir manna, sem við
erum fulltrúar fyrir, votta öllum
þeim, sem látið hafa lífíð við að
reyna að komast yfir þennan
skammarlega múr til þess að öðl-
ast frelsi, virðingu sína," sagði
Willoch. „Eigi frelsi og mannrétt-
indi að festast í sessi verður að
rífa þennan múr niður.“
Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins,
og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastj óri Sjálfstæðisflokksins, sitja
nú ráðstefnu hægri flokka í Vestur-Berlín. Þessi mynd af Kjartani og
Þorsteini var tekin i gamla þinghúsinu i Berlín, Reichstag, í gær.
/
BOBG
Listmunir- Sýningar-Uppboð
Pósthússtræti 9, Austurstræti 10,101 Reykjavík
Sími: 24211, P.O.Box 121-1566
Listmunauppbod
nr. 11
Haldið í samvinnu við
Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf.
að Hótel Borg
sunnudaginn 27. sept. 1987
kl. 16:30
Meöai þess, sem upp verður boðið eru 20 númer af gömlum
íslandskortum og teikningum frá íslandi, sem unnar voru á fyrri
öldum og birst hafa í erlendum blöðum og tímaritum.
Upp verða boðin verk eftir þessa núlifandi listamenn m.a.:
Hauk Dór, Pétur Friðrik, Einar G. Baldvinsson, Jóhannes Geir,
Gunnar Örn, Hring Jóhannesson, Leif Breiðfjörð, Jóhann
Briem, Magnús Kjartansson, Karl Kvaran, Tryggva Ólafsson,
Ágúst Petersen, Hafstein Austmann, Baltasar, Kristján
Davíðsson og Svavar Guðnason.
Af verkum eldri meistara má nefna myndir, vefnað og skúlp-
túr eftir Nínu Sæmundsson, Höskuld Björnsson, Jón Hró-
bjartsson, Jón Jónsson, Jón Engilberts, Guðmund frá Miðdal,
Gísla Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Einar Jónsson, mynd-
höggvara, Sverri Haraldsson, Svein Þórarinsson, Einar Jóns-
son frá Fossi, Emil Thoroddsen, Eyjólf J. Eyfells, Þórarin B.
Þorláksson, Jón Þorleifsson, Barböru Árnason, Þorvald Skúla-
son, Jón Stefánsson og Gunnlaug Blöndal.
ATH: Sú breyting hefur verið gerð á lögum, að söluskattur
leggst ekki lengur á verk, sem seld eru á uppboði. Þess í stað
hefur verið tekið upp 10% gjald, sem leggst ofan á uppboðs-
verðið og rennur í höfundasjóð og/eða starfslaunasjóð lista-
manna.
Dæmi úr uppboðsskrá:
A. Kort og gamlar íslandsmyndir B. Málverk o.fl.
1. Tréskurður, kort úr „Cosmographie" Sebastian S. Munsters.
Lýsing Norðurlanda: íslands, Svíþjóðar, Gotlands, Noregs,
Danmerkur og fl. Gefið út á tímabilinu 1522-1628.
Stærð31 x36,5. Lágmarksverð: 19.000.
2. Kort af Islandi. Koparstunga úr „Atlas Petrus Bertiusar
(1565-1629)“. Gefið út 1616. Stærð9,5x 13.
Lágmarksverð: 5.500.
3. Kort af (slandi „Tabula Islandiae Auctore Georgio Carolo Flandro
(1601 -1625)“. Gefið út af Willem Janszoon Blaeu um 1635.Texti
á bakhlið. 38 x 50. Lágmarksverð: 22.000.
Kort af íslandi „Islandia". Koparstunga úr „Mercator-Minor-
Atlas" gefiö út af Jan Janssonius um 1650 ásamt textablöðum.
Stærð 13,5 x 19,5. Lágmarksverð: 8.000.
Koparstunga af „Heklu með einum jökla sinna“ og Geysi. Grafin
af B. Howletteftirteikningu W.M. Craig, útg. 1820. Stærð22,5x
16,5. Lágmarksverð: 3.500.
4.
5.
67. SvavarGuðnason
68. Jóhannes S. Kjarval
69. Jóhannes S. Kjarval
70. Jón Stefánsson
71. Jóhannes S. Kjarval
72. GunnlaugurBlöndal
Abstraktion. Vatnsliturápappír.
Merkt 1955. Markaðsverð 70-80 þús.
Lágm.boð kr. 40.000,.-.
Blómaskrúð. Krít, vatnslitur. 49 x 67.
Merkt. Lágmarksboð kr. 50.000,-.
Sæll ersjávardauðinn. Ómerkt. Olíaá
striga., 20 x 26. Lágmarksboð kr. 80.000,-.
FráBorgundarhólmi. Olíaástriga.41 x46.
Merkt. Markaðsv. 250-280 þús.
Lágm.boð kr. 180.000.-.
Mosavaxnir steinar við bæinn Enniskot
í V-Húnavatnssýslu. Merkt. 65 x 75.
Olíaástriga. Markaðsverð ca 230 þús.
Lágm.boð. kr. 150.000,-.
Þingvellir. Olía á striga. Merkt 1944.
75 x 100. Markaðsv. 320-350 þús.
Lágm.boð kr. 250.000,-.
Verkin eru sýnd í Gallerí Borg, Austurstræti 10.
Álaugardag, i dag, verða verkin sýnd frá kl. 10:00 til kl. 18:00.
Á Hótel Borg á sunnudag veröur kaffi, kökur og tónlistarflutningur frá kl. 15:00.
UPPBOÐIÐ HEFST KL. 16:30, SUNNUDAG.