Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 26.09.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Minning: Sveinn Jóhanns son, Varmalæk Fæddur6.júní 1929 Dáinn 17. september 1987 Kveðjuorð frá Félagi hrossabænda Tólf ár eru liðin síðan allmargir hrossaeigendur í landinu bundust samtökum um hagsmunamál sín og stofnuðu Hagsmunafélag hrossa- bænda, sem síðan var svo breytt í Félag hrossabænda, en það nafn þótti látlausara og þægara í munni. Einn af forgöngumönnum að stofn- un þessa félagsskapar var Skagfirð- ingurinn Sveinn Jóhannsson, bóndi á Varmalæk, sem borinn er til graf- ar í dag frá sóknarkirkju sinni að Reykjum í Tungusveit. Sveinn Jóhannsson hafði við stofnun félagsins flestum öðrum hrossaeigendum meiri reynslu í hrossabúskap og hrossaviðskiptum. Var hann af því kunnur víða um land. Faðir Sveins, Jóhann Magnússon frá Mælifellsá, hafði þá um árabil stundað hrossaverslun víða um Norðurland og var í reynd mikil hjálparhella margra bænda við að koma afsláttarhrossum í verð. Var þá ekkert viðurkennt skráð verð, til á hrossaafurðum. Mikið orð fór af áreiðanleika og úrræðasemi Jó- hanns á Mælifellsá. Var minni hans svo frábært að aldrei þótti skeika. Þó svo að hann skrifaði aldrei staf um viðskipti sín við aðra. Sveinn Jóhannsson hélt áfram starfi föður síns er því lauk, þótt í nokkuð breyttri mynd yrði í sam- ræmi við þróun tímans. Varð Sveinn virkari í lífhrossasölu, enda fóru þá að opnast augu landsmanna fyrir verðmæti reiðhestsins, en hann hafði nær gleymst þjóðinni er vél- væðingin hóf innreið sína í landið, en hrossin að mestu verið notuð til kjötframleiðslu. Strax í upphafi starfstíma sam- taka hrossabænda var Sveinn á Varmalæk kjörinn til þess að vinna að afurða- og markaðsmálum fé- lagsskaparins. Þótti hann alltaf til þess sjálfsagður sökum fjölþættrar reynslu af hrossabúskap, hestversl- un og brautryðjendastarfi um ferðalög á hestum um landið. Kom þessi þekking Sveins félagsskapn- um að góðu haldi og var ekki dregin í efa eða hollusta um ráðgjöf. Er ómetanlegt að eiga slíka menn að í félagsmálum, ekki síst þegar starf- semin er í mótun. Sveinn Jóhannsson hafði þann hátt á að auglýsa ekki sjálfan sig, störf hans gerðu hann landskunnan. Vinsæll var hann umfram flesta menn sökum yfirlætisleysis og drengskapar. Ráðhollur var hann á málþingum og fann oft úrlausn er aðrir deildu og fundu ekki niður- stöðu. Var enginn málskrafsmaður, en hlustaði þeim mun betur og sagði svo er honum fannst tímabært: „Getum við ekki haft þetta svona?“ og á tillögu hans var fallist. Hann sagði líka stundum undir svipuðum kringumstæðum: „Þið kallið á mig piltar, ef ég get eitthvað gert.“ Og Sveinn virtist alltaf viðbúinn að miðla samfélaginu af vitsmunum sínum, mikilli reynslu og góðgirni. Frábært minni erfði hann frá föður sínum og létti það honum mikil umsvif í víðum verkahring. Orð hans voru talin jafngild, sem skrifuð voru. Gestrisni Sveins og þeirra Varmalækjarhjóna beggja er víðkunn og þarf ekki að lýsa. Til Varmalækjar lágu leiðir fólks úr öllum áttum og ýmissa erinda. Ekki sjaldan til þess að njóta hinnar frjálsu gestrisni hjónanna beggja er víðkunn og þarf ekki að lýsa. Katrín Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 7. október 1930 Dáin 18. september 1987 Laugardaginn 26. september 1987 verður lögð til hinstu hvfldar frá Hólmavíkurkirkju Katrín Sig- urðardóttir frá Klúku í Bjamarfirði, er lést á Borgarspítalanum eftir stutta legu 18. september sl. Katrín fæddist á Svanshóli í Bjamarfirði 7. október 1930, elst bama hjónanna Fríðu Ingimund- ardóttur og Sigurðar Amgrímsson- ar á Klúku sem bæði era látin. Systkini Katrínar era: Ingimunda Ólöf búsett á Akureyri, Baldur bóndi í Baldurshaga, Bjamarfírði, Hulda húsmóðir í Sandgerði, Alda Lilja húsmóðir á Kaldrananesi, Bjamarfírði, Jón búsettur á Siglu- fírði, Bragi tæknifræðingur á Akureyri, Pálmi bóndi á Klúku, Bjamarfírði og Kristinn málara- meistari í Reykjavík. Óhætt er að segja að systkinum hennar og Qölskyldum þeirra fínnist sem höfuð fjölskyldunnar sé fallið frá langt um aldur fram, því ein- hvem veginn var það svo að Katrín var eins og klettur í hafinu, búsett á Hólmavík og þangað lágu allra leiðir til og frá Bjamarfírði. Árið 1955 giftist Katrín Magnúsi Þ. Jóhannssyni er alinn var upp á Héraði. Attu þau heimili sitt lengst af á Höfðagötu 2 á Hólmavík. Eign- uðust þau 7 böm sem era: Svandís, búsett í Vogum, gift Lárasi Láras syni, Jóhann Sigurður, búsettur á Hólmavík, sambýliskona Bára Ben- ediktsdóttir, Þorbjörg, búsett á Hólmavík, gift Magnúsi Magnús- syni, Kristbjörg, búsett á Hólmavík, sambýlismaður Asmundur Ver- mundsson, Sigfríður, búsett á Stað, Reykjanesi, gift Eiríki Snæbjörns- syni, Jón Magnús, búsettur í Kópavogi, giftur Önnu Jónu Snorradóttur og Dagrún, nemi í Myndlistarskólanum. Bamabömin era orðin 19 og víst er að öll sakna þau sárlega móður, tengdamóður og ömmu. Katrín var mjög virk í öllu félags- starfí og var m.a. formaður Verkalýðsfélags Hólmavíkur, í stjóm Rauða kross deildar Stranda- sýslu og í stjómmálum var hún virk. Með leikfélaginu á staðnum lék hún oft og var um tíma formaður þess. Svo segja má að ýmislegt hafi hún haft fyrir stafni um dagana ásamt því að vinna mikið utan heimilis sem innan. Og allir sem til þekkja vita hver forkur hún var til allra starfa og munum við ætíð minnast hennar fullrar lífsorku, rétt eins og hress- andi gustur færi um þar sem hún var. Missir okkar allra er mikill en mestur þó hjá Magnúsi og bömun- um. En sagt er að tíminn lækni öll sár og vonum við að svo sé og biðj- um Guð að styrkja þau öll. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Br.) DJ Til Varmalækjar lágu leiðir fólks úr öllum áttum og ýmissa erinda. Ekki sjaldan til þess að njóta hinn- ar frjálsu gestrisni hjónanna beggja. Óumdeilt er að hlutur Herdísar, konu Sveins, hafi verið svo stór að ómögulegt hefði verið fyrir hann að hlýða kalli hæfíleika sinna á svo víðu sviði, sem raun var á, án hennar. Er Sveinn var víðsfjarri heimili sínu hélt Herdís öllu í horfínu heima. Sveinn Jóhannsson var góður hagyrðingur sem fleiri ættmenn hans, en flíkaði því mjög í hófí. Söngmaður var hann og bjó yfír mikilli kímnigáfu, en kunni að fara með þann hæfileika sinn svo að alla gladdi en engan særði. Sveinn Jóhannsson var einn af máttarstólpum hestamanna í Skagafírði, enda mjög kvaddur til ráða í þeim samtökum. Er trúlegt að um þann þátt í lífi Sveins verði skrifað sérstaklega, nú við leiðarlok hans. Hér skulu Sveini Jóhannssyni færðar þakkir fyrir störf hans í þágu hrossabænda landsins. Að þeim vann hann meðan starfskraft- ar entust. Síðast sat hann í stjómar- fund í Félagi hrossabænda þann 8. apríl sl. En nú er skarð fyrir skildi. Stjórnarmenn félagsins og aðrir samstarfsmenn biðja honum blessunar, nú er leiðir skiljast um óráðinn tíma. Eigjnkonu Sveins á Varmalæk, Herdísi Björnsdóttur, börnum þeirra og venslamönnum öllum fær- um við einlægar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Félags hrossabænda, Grímur Gíslason. Sveinn á Varmalæk andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 17. sept- ember sl. 58 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Lovísu Sveinsdóttur frá Mælifellsá og Jóhanns Péturs Magnússonar frá Gilhaga, sem bjuggu á Mælifellsá allan sinn bú- skap. Þau vora af kunnum ættum í innsveitum Skagafjarðar, sem margir merkir karlar og konur era út af komnir. Sveinn ólst upp á Mælifellsá til 17 ára aldurs er for- eldrar hans hættu búskap. Þá fór hann til eins vetrar undirbúnings- náms fýrir menntaskóla hjá séra Fáum hefur dottið í hug í júlíbyij- un í sumar er kvaðst var á Varmalandi í Borgarfirði eftir vel- heppnað niðjamót, að Katrín Sigurðardóttir yrði þá af flestum kvödd í hinsta sinn. Við áttum góða samvinnu ásamt fleira frændfólki við undirbúning og framkvæmd þriðja niðjamóts Svanshólsættarinnar. Strax að því loknu var tilhlökkun komin í hug- ann að hittast á ný á slíku móti að fímm árum liðnum. En enginn veit hvenær kallið kemur. Mánudaginn 14. sept. sl. brá hún sér í beijamó eins og títt er á þess- um árstíma — kenndi lasleika og fór heim. Nokkram klukkustundum síðar missti hún meðvitund og lést í Borgarspítalanum af völdum heila- blóðfalls 18. september. Katrín fæddist á Svanshóli 7. okt. 1930, dóttir hjónanna Fríðu Ingimundardóttur og Sigurðar Amgrímssonar, sem bæði era látin. Halldóri Kolbeins. Hann fór síðan í Menntaskólann á Akureyri og stundaði þar nám í einn vetur, en af frekara námi varð ekki. Á afmælisdaginn sinn, 6. júní 1950, giftist Sveinn eftirlifandi konu sinni, Herdísi Bjömsdóttur frá Stóra-Ökram í Blönduhlíð. Þau eignuðust saman 6 böm: Lovísu, Bjöm, Jóhann Pétur, Gísla, Sigríði og Ólaf Stefán. Sveinn á Varmalæk var umsvifa- mikill athafnamaður og kom víða við. Árið 1954 keypti hann jörðina Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi af Gunnari bróður sínum, þegar Gunn- ar og fjölskylda hans fluttu til Reykjavíkur. Á Varmalæk og Mæli- fellsá stundaði Sveinn hefðbundinn búskap með kindur og kýr, ásamt hrossabúskap, hrossarækt og um- fangsmikilli hrossaverslun; ein- hverri þeirri mestu sem um getur norðan heiða. Einnig seldi hann og keypti reiðhesta og allar tegundir hrossa til útflutnings og slátranar. Hann var af flestum talinn snjall sölumaður og vora fáir hans jafn- ingjar á því sviði. Hann var mikill fjáraflamaður og kunni vel að gæta fengins fjár. Varmilækur stendur við þjóð- braut og má segja að þeir bræður, Gunnar og Sveinn, hafí reist skála um þjóðbraut þvera. Þar er mikið um ferðamenn og mikill gestagang- Hún var elst 12 systkina og ólst upp ásamt þeim á Klúku í Bjarnar- firði. 11. júní 1955 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Magnúsi Þor- bergi Jóhannssyni, og áttu þau sjö mannvænleg börn, og ef ég man rétt era bamabörnin orðin 18 tals- ins. Þau bjuggu á Hólmavík megnið af sinni búskapartíð. Trúlega hefur Kata, eins og hún var jafnan kölluð af ættingjum og vinum, haft nóg að starfa á lífsleið sinni. Hún var elst i stóram systk- inahóp og vandist fljótt á að vinna öll hin algengustu sveitastörf. Seinna þurfti hún fyrir stóra heimili að sjá, en þar var oft gest- kvæmt. Þau hjónin voru hress og skemmtileg og fólk sótti til þeirra. Kata var dugnaðarkona, ósér- hlífin og framtakssöm, hvort heldur var í almennri vinnu eða í félags- störfum. Henni vora falin ýmis trúnaðarstörf á Hólmavík og tók virkan þátt í starfí margskonar fé- laga þar. Ekki er það ætlun mín að rekja æviferil Katrínar frænku minnar, aðeins þakka henni fyrir ánægju- legt samstarf og kveðja hana með fáeinum orðum, þar sem ég á ekki kost að fylgja henni síðasta spölinn. Það er sárt að sjá á bak konu á besta aldri, sem aldrei kendi sér meins og var með fulla starfsorku og vilja til að láta að sér kveða í starfí og félagsmálum. En þannig er tilveran. Enginn veit sitt skapadægur. Ég sendi Magga og börnunum innilegar samúðarkveðjur á sorgar- stundu og bið guð að styðja þau, tengdabörn og bamaböm í sorg þeirra. Veram minnug þess að þó Katrín Sigurðardóttir sé burtkölluð til æðri máttarvalda verður minningin um góða konu aldrei frá okkur tekin. Ingimundur Ingimundarson ur og hefur alltaf verið. Sumir dvelja nokkra daga, aðrir líta inn og fá sér kaffisopa, allir era vel- komnir og engum ofaukið. En eins og að líkum lætur hvfldi gestamót- takan inn á við á herðum eiginkonu hans, sem hún leysti af hendi með miklum myndarskap. Á Varmalæk er verslun og bensínsala og eykur það mjög á alla umferð. Þá höfðu þeir fegðar, Sveinn og Björn, hesta- leigu fyrir ferðamenn og vora fararstjórar í fyallaferðum um Ey- vindarstaðaheiði, Kjöl og Sprengi- sand um árabil. Sveinn tók virkan þátt í félags- málum sveitunga sinna, var í hreppsnefnd í 20 ár, varaoddviti í eitt kjörtímabil og í ýmsum nefnd- um og ráðum eins og algengt er með menn sem hafa traust almenn- ings. Auk þess að vera bóndi og kaup- maður á Varmalæk var Sveinn framkvæmdastjóri Slátursamlags Skagfírðinga og í forastusveit skagfirskra hestamanna og fór vel á því, því hvergi undi hann sér bet- ur en á hestbaki á góðum grip. Árið 1983 fékk Sveinn illkynja sjúkdóm sem hann þjáðist af meira og minna í fjögur ár, þó með hléum væri. í öllum þessum veikindum sýndi hann mikinn viljastyrk, enda lífskrafturinn mikill og lífslöngunin sterk. Hann virtist lengst af hafa þá trú að hann kæmist yfir þessi veikindi, en ef ekki, þyrfti hann ekki að kvarta. Hann hefði verið heilsuhraustur um dagana og lifað litríku lífí við störf sem heilluðu hann hveiju sinni. Þetta sagði Sveinn undirrituðum fyrir tveim áram og lifði lífinu samkvæmt því til hinstu stundar. En Sveinn stóð ekki einn, Herdís kona hans sá um það. Flestar ferð- ir sem hann fór til lækninga til Reykjavíkur eða annað fór hún með honum, honum til halds og trausts. Fórnfýsi hennar og umhyggja fyrir líðan bónda síns vöktu aðdáun allra sem til þekktu. Sveinn var vel á sig kominn bæði andlega og líkamlega, hægur í framkomu og umburðarlyndur við náungann, drengur góður og hjálp- samur ef með þurfti. Á gleðinnar stund var hann hrókur alls fagnað- ar og kunni vel að skemmta sér og öðram, hagmæltur var hann og orðheppinn eins og frændur hans margir. Sveinn var geðríkur maður en sjálfsagaður og prúður í ailri framkomu og mikill vinur vina sinna. Hann talaði aldrei illa um nokkurn mann og tók ekki þátt í slíkum umræðum. Ég hef þessar línur ekki öllu fleiri um frænda minn og fóstur- bróður. Við vorum meira og minna saman í 44 ár og alltaf fór vel á með okkur og ber engan skugga á minninguna. Á Mælifellsá slitum við báðir barnsskónum, þó það væri ekki á sama tíma, þar sem ég er 10 áram eldri og man því Svein allt frá fæðingu. Á Varmalæk og Ljósalandi voram við nágrannar um áratuga skeið. Þessara ára minnist ég með þakklátum huga. Innilegar samúðarkveðjur sendurh við hjónin og synir okkar Herdísi og hennar íjölskyldu. Guð blessi ykkur. Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi Hveiju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Vinur minn og frændi, Sveinn Jóhannsson frá Varmalæk í Skaga- fírði, lést á heimili sínu hinn 17. september síðastliðinn, 85 ára að aldri, því hann fæddist 6. júní 1929. Mig langar til að minnast þessa frænda míns fáeinum orðum. Sveinn á Varmalæk var föður- bróðir minn og um hann á ég margar ljúfar minningar. Bæði var maðurinn einstakur að allri gerð, auk þess sem hann hafði meiri per- sónuleika til að bera en aðrir þeir sem ég hefí kynnst á lífsleiðinni. Ég var 5 ára gamall þegar ég kom á heimili hans og þar var ég til 15 ára aldurs ng naut umönnun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.