Morgunblaðið - 26.09.1987, Side 62

Morgunblaðið - 26.09.1987, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 KNATTSPYRNA / 2. DEILD MorgunblaÖiÖ/Agnar Árnason Sigurlið Víkings Víkingshópurinn, sem lék síðasta leikinn gegn Selfossi í 2. deildinni og sigraði 3:2. Með sigrinum tryggði Víkingur sér gullverð- launin í 2. deild og sæti meðal þeirra sterkustu eftir tveggja ára fjarveru. Á myndinni eru frá vinstri í aftari röð: Sigurður Ingi Georgsson, formaður knatt- spymudeildar, Youri Sedov, þjálf- ari, Gunnar Öm Gunnarsson, Unnsteinn Kárason, Hannes Helgason, Bjöm Bjartmarz, Hall- dór Gíslason, Bjöm Einarsson, Einar Ásgeirsson, liðsstjóri, Har- aldur Stefánsson, Guðmundur Pétursson og Jóhann Óli Guð- mundsson, formaður Víkings. Fremri röð Sigurður Pétursson, Páll Guðmundsson , Trausti Óm- arsson, Lúðvík Bragason, Atli Einarsson, Jóhann Þorvarðarson, Jón Otti Jónsson, Þórður Marels- son, Sveinbjöm Jóhannesson og lengst til hægri sést í Einar Ein- arsson, sem Víkingar völdu mann þessa síðasta og mikilvæga leiks. íslandsmótið f handknattleik hefst á miðvikudaginn. Á myndinni er Kristján Sigmundsson sem kosinn var besti leikmað- ur síasta íslandsmóts. HANDKNATTLEIKUR Islandsmótið í handknattleik hefst á miðvikudaginn ÍSLANDSMÓTIÐ íhandknatt- leik hefst næstkomandi mið- vikudag, 30. september, með fimm leikjum í 1. deild karla en aðrar deildir hefjast svo föstu- daginn 2. október. Leikimir í fyrstu umferðinni em þessir KA-Stjaman ....íþróttahöll á Ak. kl. 20.00 Breiðablik-KR.............Digranes kl. 20.00 FH-Þór, Akureyri.Hafnarfirði ki. 20.00 Víkingur-ÍR...Laugardalshöll kl. 20.00 Fram-Valur....Laugardalshöll kl. 21.15 íslandsmótið verður að þessu sinni eitt umfangsmesta mót, sem haldið hefur verið á íslandi. Fram fara á milli 2.600 og 2.700 leikir, sem þýðir að leikið verður í um það bil 144.000 mínútur — eða 2.400 klukkustundir. Ef leikimir færu all- ir fram í einu og sama íþróttahúsinu má búast við að þetta tæki um 100 sólarhringa. Liðin sem taka þátt í mótinu í vet- ur verða um eða yfir 300 sem þýðir að þátttakendur verða hátt á sjötta þúsund. Fyrri umferð 1. deildar karla verður leikin frá 30. september til 18. nóv- ember — en síðan verður ekki leikið í deildinni fyrr en eftir miðjan jan- úar. Landsliðið verður á fullu við æfingar og keppni frá því seinni hluta nóvember mánaðar og fram í miðjan janúar. Bikarkeppni HSÍ hefst nú í fyrsta skipti fyrir ára- mót, og skal fyrsta umferðin leikin frá 15. nóvember til 15. desember. Dregið hefur verið í keppninni og mætast eftirtalin lið: ÍH-Stjaman, Grótta-KRb, ÍBV-Valurb, Fylkir- Þór Akureyri, Reynir Sandgerði- Haukar, _ UMFN-Fram, Valur-KA, ÍS-ÍR, Ármann-Ármannb, Hvera- gerði-Þróttur R., UMFA-Víkingur, IBK-UBK, ÍBVb-KR. Lið Selfoss, FH og HK sitja hjá í fyrstu umferð. Fyrsta umferð bikarkeppni kvenna fer fram á sama tíma. Þar sitja lið Stjömunnar og Þórs frá Akureyri hjá, en leikimir em sem hér segir: UMFA-ÍBK, ÍBV-UBK, Þróttur- FH, KR-Víkingur, Fram-Haukar og Grótta-Valur. mSXHR FOLK MJEAN-MARIE Pfaff, mark- vörður belgíska landsliðsins og Bayern MUnchen, getur ekki leikið með Bayern MUnchen næstu tvær vikumar vegna hnémeiðsa sem hann halut í Evrópuleik Belga og Búlgara á miðvikudagskvöld. Pfaff meiddist á hægra hnéi í fyrri hálfleik er hann lenti í samstuði við búlgarska framherjann, Bozhidar Iskrenov. MJOHN McEnroe,h'mn kjaftfori tennisleikari, og eiginkona hans Tatum O’Neal eignuðust á mið- vikudag sitt annað bam, dreng, sem hlaut nafnið Sean Tomoth McEnroe. Móður og bami heilsast ir Evrópuleikinn gegn Real Madrid á miðvikudag. ■ YAGO, menntaskólaliðið, sem Stjaman sló út úr Evrópukeppni bikarhafa í handbolta í gær, er ein- göngu skipað spænskum leikmönn- um, sem stunda nám í Dublin. Þeir hafa heldur meira á milli handanna en gengur og gerist í Dublin og em ekki vinsælir í borginni. Margir írar vonuðu fyrir leikina að Stjaman myndi rassskella spænsku strákana rækilega og sú varð raunin. Leik- mennimir spænsku tóku samt þátttöku sína í Evrópukeppninni alvarlega og vom í æfingabúðum á Spáni fyrir skömmu, þar sem Diego Maradona stendur nú samningaviðræðum við Napoli um að fram- lengja samning sinn til ársins 1993. vel eftir fæðinguna. Þetta var ann- að bam þeirra hjóna, en fyrir eiga þau dreng, Kevin John McEnroe, sem nú er 16 mánaða. MDIEGO Maradona sagðist í gær vonast til að geta undirritað nýjan samning við Napoli innan fárra daga. Samningurinn, ef af honum verður, mun tryggja að Maradona verði hjá ítölsku meistunum fram til ársins 1993. Mardaona, sem kom frá Barcelona 1984, vonast til að búið væri að skrifa undir fyr- spænska sjónvarpi’ fylgdist vel með þeim. Ekki er víst að umfjöllunin um leikina verði eins mikil! MNORÐMENN eru enn í sárum eftir tvö töp gegn íslandi í fótbolt- anum. Þeir ætla samt ekki að leggja knattspymuna niður, heldur reyna að ná móralnum upp aftur eftir dapurt haust. Til stendur að fara með liðið í æfinga- og keppnisferð í haust eða vetur til Asíu, Afríku eða Suður-Ameríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.