Morgunblaðið - 03.10.1987, Side 40

Morgunblaðið - 03.10.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Vetrarstarf Laugar- neskirkju að hefjast Í VETUR verður messað í Laug- arneskirkju á hverjum sunnu- degd eins og endranær. En sú breyting verður á að sunnudags- guðsþjónustan verður kl. 11 árdegis og verður það eina guðs- þjónusta dagsins. Þessi guðs- þjónusta verður sannkölluð fjölskylduguðsþjónusta, þvi hún er ætluð öilum aldurshópum. Sá háttur verður hafður á, að við upphafsliði guðsþjónustunnar verða allir viðstaddir, en þegar kemur að prédikun fara bömin í safnaðarheimilið með leiðbeinend- um og fá fræðslu við sitt hæfí. Guðfræðinemamir Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjami Karlsson verða aðalleiðbeinendumir, en þeim til aðstoðar verða ung hjón í söfn- uðinum, sem hafa gefíð kost á sér í þetta starf. Eftir guðsþjónustumar verður heitt á könnunni og getur fólk sest niður og spjallað saman áður en heim er haldið. Einnig er í ráði að bjóða upp á heita súpu og brauð annað slagið. Þetta form á guðsþjónustuhaldi er þekkt erlendis og hér á landi hefur þetta t.d. verið notað í Hall- grímskirkju við góðar undirtektir. Það er von okkar að þetta form verði kirkjustarfínu almennt til efl- ingar og að einstaklingar jafnt sem fjölskyldufólk geti átt gott sam- félag í kirkjunni. Safnaðarstarfið að öðru leyti verður með svipuðu sniði. Æsku- lýðsstarfíð verður á mánudögum 18.00. Kvenfélag kirkjunnar hefur sína fundi fyrsta mánudag hvers mánaðar, þann fyrsta 5. október kl. 20.00. Kirkjukórinn hóf vetrar- starf sitt í september en 25. október verða tónleikar í Laugameskirkju þar sem kórinn flytur Gloriu eftir A. Vivaldi og Kóralkantötu eftir D. Buxtehude: Jesús, heill míns hjarta. Tónleikamir hefjast kl. 17.00. Þá er ákveðið að bjóða upp á helgistundir kl. 17.00 á sunnudög- um að jafnaði einu sinni í mánuði með vandaðri tónlist, ritningarlestri og bænagjörð. Einnig verða fræðslukvöld, hjónanámskeið og samkomur sem auglýstar verða hveiju sinni. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur. Námskeið um fjör- efnaval FYRSTA námskeiðið af þremur sem Rannsóknastofnun vitund- arinnar fyrirhugar í vetur verður haldið í dag, laugardag, klukkan 13-18 í Hoíiday Inn. A námskeiðinu verður fjallað um einstaklingsbundnar næringar- þarfir og skynsamlegt fjör- efnaval. Asamt upplýsingum um helstu flörefni, stein- og snefílefni verður meðal annars fjallað um sérþarfir ákveðinna hópa, svo sem eldra fólks, sykursjúkra, fólks sem býr við streitu, neytir áfengis meira en í meðallagi, reykir eða er í megrun. Aðalleiðbeinandi verður Geir Viðar Vilhjálmsson. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar □ Gimli 59871057 - Fjhst. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Fundur verður í félagsheimilinu Baldursgötu 9, miðvikudaginn 7. október kl. 20.30. Rætt um vetrarstarfið og spiluð félagsvist. Stjórnin. Skíðadeild Fundur um vetrarstarfið nk. mánudag kl. 20.30 i vallarhúsi Í.R. í Mjóddinni. Fundarefni: 1. Utanlandsferð um áramótin. 2. Þjálfaramál. 3. Önnur mál. Félagar eru eindregið hvattir til að fjölmenna. Sjórnin. f dag kl. 15.00 - 18.00 er opið hús i Þribúðum, Hverfisgötu 42. Hulda Sigurbjörnsdóttir tekur á móti gestum vegna 70 ára af- mælis síns ásamt Jóhanni Pálssyni eiginmanni sínum. Jafn- framt býður Samhjálp til kveðju- hófs fyrir þau hjónin. Vinir og velunnarar eru hvattir til að koma. Allir eru velkomnir. Samhjálp. ÚtÍVÍSt, Gróflnni 1. Símar: 14606og 23732 Sunnudagsferðir 4. okt. Kl. 8.00 Þórsmörk, haustlitir. Stansað 3-4 klst. i Mörkinni. Verð 1.000,- kr. Kl. 10.30 Sandakravegur - Fagradalsfjall. Verð 700,- kr. Kl. 13.00 Seltangar - ísólfs- skáli. Létf ganga. Selatangar eru forn útróðrastaður milli Krísuvíkur og Grindavíkur. Margt að skoða, m.a. merkar forn- minjar, Nótahellirinn, sérkenni- legar klettamyndanir er minna á Dimmuborgir. Verð 700,- kr., frítt f. börn með fullorðunum. Landmannalaugar - Jökulgil. Spennandi helgarferð 9.-11. okt. Gist i húsi. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst! Útivistarfélgar vinsamlegst greiðið heimsenda gíróseðla fyr- ir árgjaldinu. Útivist, ferðafélag. 1927 60 ára 1987 FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 4. október: 1) Kl. 10.00. Stóri Hrútur - Vigdfsarvellir. Ekið um Móhálsdal aö Vigdísar- völlum, gengið yfir Vesturháls og Stóra Hrút (352 m) og þaöan niður á þjóðveg. Verð kr. 600.00. 2) Kl. 13.00. Húshólmi - gamla Krýsuvík. Ekin Krýsuvíkurleið og gengið frá Borgarhól að Húshólma I ög- mundarhrauni. Verð kr. 600.00 Brottför frá Umferöarmiðstöö- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. • Ferðafélag (slands. Krossinn .\ iiíSbiekku 2 — Kópavofr Almenn unglingasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. | raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar vSSV W ÚTBOÐ óskast i eftirtaldar bifreiöar og tæki sem veröa til sýnis þriöjudaginn 6. okt. 1987 kl. 13.00-16.00, í porti bak við skrifstofu vora, Borgar- túni 7, Reykavík og víðar. Tegundir Árg. 1 stk. Mitsubishi PajeroTurbo4x4 diesel 1984 1 stk. DaihatsuTaft4x4 diesel 1982 1 stk. GMC pick-up m/húsi 4x4 diesel 1977 1 stk. Toyota Land Cruiser 4x4 (skemmdur) diesel 1984 1 stk. Toyota Land Cruiser 4x4 diesel 1982 2 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1984 4 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1980-82 2 stk. Mitsubishi L-200 pick-up 4x4 bensin 1981-82 2 stk. Subaru 1800 pick-up 4x4 bensín 1981-83 1 stk. Peugeot 505 station bensín 1983 1 stk. Mazda 929 station bensín 1982 1 stk. Lada 1500 station bensín 1982 1 stk. VW Double Cab diesel 1983 2 stk. Toyota Hi Ace sendib. bensín 1982 2 stk. Ford Econoline E-150 sendib. bensín 1979-80 1 stk. Dodge Sportman B200 7 farþ. bensín 1979 1 stk. Chevy Van sendib. bensin 1979 1 stk. Moskvitch IJ 2715 sendib. bensin 1981 1 stk. Chevrolet Suburban 8 farþ. bensin 1979 1 stk. Volvo N 87 fólks- og vörub. 10 f. diesel 1966 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi 1 stk. veghefill Caterpillar 12-E (ógangfær) Til sýnis hjá Vegagerö ríkisins, Akureyri 1963 1 stk. vélskófla Bröyt X-2 1963 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS R' )PGAi' I UNI 7 ‘ ir.'.l V-.H44 ATDK HUÓMUR Kópavogur - spilakvöld Hin vinsælu spilakvöld hefjast að nýju þriðjudaginn 6. október kl. 20.30. í Sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1. Þriggja kvölda keppni. Góð kvöld- og heildarverölaun. Eddukonur sjá um veitingar. Sjáumst hress. Sjálfstæðisfélögin i Kópavogi. Sjálfstæðiskvennfélagið Vörð, Akureyri Sjálfstæöiskonur, Akureyri. Muniö félagsfundinn í Laxdalshúsi kl. 12.00 á hádegi laugardaginn 3. október. Dagskrá: 1. Undirbúningur vegna 50 ára afmæli félagsins. 2. Vetrarstarfið. Verið virkar og mætiö á laugardaginn kl. 12.00 á hádegi. Stjórnin. Reyðarfjörður Egill Jónsson alþingismaður mætir á rabb- fund á Hótel Búðareyri sunnudaginn 4. október og hefst fundurinn kl. 20.30. Þingmaðurinn verður einnig með viötals- tíma sama dag á Hótel Búöareyri kl. 17.00-18.00. Sjálfstæðisflokkurínn Austuríandi. Fáskrúðsfjörður Egill Jónsson, alþingismaður, mætir á rabb- fund i félagsheimilinu Skrúð þriöjudaginn 6. október og hefst fundurinn kl. 20.30. Þingmaðurinn verður einnig með viðtals- tíma sama dag i Skrúði kl. 17.30-18.30. Sjálfstæðisflokkurínn Austuríandi. Mývatn og nágrenni Þingmaöurinn ykkar Halldór Blöndal og Ólöf Hallgrirrisdóttir, hreppsnefndarmaður í Skútustaðahreppi, verða meö viðtalstfma mánudaginn 5. október nk. að Vogum 1, Mývatnssveit. Viðtalstiminn veröur kl. 16.00-18.00 e.h. Einnig er hægt að hringja i sima 44114. Seyðisfjörður Egill Jónsson alþingismaður mætir á rabb- fund í félagsheimilinu Heröubreiö, litla sal, mánudaginn 5. október og hefst fundurinn kl. 20.30. Þingmaöurinn verður einnig með viötalstíma sama dag í Heröubreiö kl. 17.30-18.30. Sjálfstæðisflokkurínn Austuríandi. Grenvíkingar og nágrannar Þingmaðurinn ykkar Halldór Blöndal og Skírnir Jónsson, hreppsnefndarmaöur í Grýtubakkahreppi, verða meö viðtalstima sunnudaginn 4. október nk. f gamla skóla- húsinu á Grenivík. Viðtalstíminn verður frá kl. 14.00-16.00 e.h. Einnig er hægt að hringja í síma 33259.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.