Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Sfmamynd/Emilfa Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Cossiga forseti ítalíu kanna heiðursvörðinn við Quirinale-höUina. Allar leiðir liggja til Rómar — sagði f orseti Islands, en opinber heimsókn hennar til ítalíu hóf st í gær Kóm. Frá Kristínu Gunnaradóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. TVEGGJA daga opinber heún- sókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta Islands til ítalíu hófst í gær. Andreotti utanrikisráð- herra ítalíu tók á móti forsetan- um og fyldarliði á flugvellinum í Róm. í gærkvöldi hélt Cossiga forseti ítalfu kvoldverðarboð til heiðurs forseta íslands i Quirina- le-höllinni, þar sem forseti íslands dvelur á meðan á heim- sókninni stendur. Lífverðir úr riddaraliði ítalska hersins mynduðu heiðursvörð við höllina þegar forseta íslands bar að garði. Eftir að þjóðsöngvar land- anna höfuðu verið leiknir var hleypt af 21 fallbyssuskoti. Cossiga for- seti ítalíu tók á móti Vigdísi í höllinni og að móttökuathöfninni lokinni tók forseti íslands á móti rúmlega 200 sendiherrum erlendra rfkja sem hafa aðsetur í Róm. Það vakti athygli viðstaddra að sendiherra írans tók ekki í hönd forseta íslands heldur hélt að sér höndum og hneigði höfuðið. Sneri Tillaga um að Blönduós verði bær Blönduósi. Á FUNÐI hreppsnefndar Blönduóss, sem haldinn verður í dag, verður borin upp sú tíllaga að Blðnduós verði bær 4. júlí 1988. Jafnframt er gert ráð fyr- ir að í f ramhaldi af þessu verði skipuð þriggja manna nefnd, sem í sitia hreppsnefndarmenn auk sveitarstjóra, sem annist undir- búning málsins. Blönduós byggðist á sínum tíma út úr tveimur hreppum, sinn hvoru megin við Blöndu, þ.e. Torfalækjar- hreppi að vestan og Engihlíðar- hreppi að austan. Blönduós er stærsta kauptúnið I Húnavatns- sýslu. Þar búa núna um 1115 manns og hefur verið fjölgun íbúa í sveitarfélaginu að undanfömu eft- ir töluverða fólksfækkun á síðast- liðnu ári. Megin atvinnustarfsemi á Blönduósi tengist verslun og þjón- ustu. Þá er þar vaxandi útgerð og iðnaður. 4. júlí 1988 er valinn til þessara tímamóta því þá eru 112 ár liðin frá upphafi byggðar á Blönduósi hann sér síðan að Steingrími Her- mannssyni utanríkisráðherra og Herði Helgasyni sendiherra, sem eru í fylgdarliði forsetans, og heils- aði þeim með handabandi. í gærkvöldi hélt Cossiga forseti ítalíu veislu til heiðurs forseta ís- lands. í ræðu sinni við það tækifærí sagði hann meðal annars að Vigdís væri fyrsti forseti fslenska lýðveld- isins sem kæmi f opinbera heimsókn til ítalíu. Hann rifjaði upp sögu landanna og minntist á Alþingi sem væri fyrirmynd þinga annarra lýð- ræðisríkja. „Þegar leiðtogafundurinn stóð yfir lést þú í ljós ósk um að stórveld- in mættu komast að jákvæðri niðurstöðu í viðræðum sínum, er tryggt gæti frið og öryggi. Þessi ósk sem við skilyrðislaust tökum undir er enn ofarlega í huga ít- alskra ráðamanna og ekki síst ítólsku þjóðarinnar." Hann lauk orðum sínum með ósk um að tengsl landanna styrktust enn frekar í náinni framtíð. Vigdís lýsti í ræðu sinni ánægju yfir að vera stödd í borginni eilífu og sagði að varla væri það tungu- mál sem ekki hefði orðatiltækið „allar leiðir liggja til Rómar''. Hún rifjaði siðan upp tengsl landanna f gegnum aldirnar og minntist pflagríma sem lögðu leið sína þang- að. „Einn þeirra stendur mér ofar- lega í huga og það ekki eingöngu vegna þeirrar staðreyndar að hún var kona. Hún hét Guðríður og var eiginkona norræns landkönnuðar sem hélt í Vesturveg. Þar fæddist henni sonur og er það fyrsta barn sem vitað er að fæðist í Ameríku. En það er fyrir aðrar sakir sem hún kemur upp í huga minn. Það er sú staðreynd að þessi kona — eigin- kona bónda norðan af íslandi — varð seinna víðförulasta konan í heimi á þeim tíma,". Vigdís rakti siðan sögu hennar og sagði að hún hefði meðal annars farið í pflagrímsferð til Rómar að manni sfnum látnum. í dag mun forsetinn leggja blóm- sveig á minnisvarða óþekkta hermannsins og heimsækja borgar- stjórann í Róm. Þá mun Steingrfm- ur Hermannsson utanríkisráðherra eiga fund með Andreotti utanríkis- ráðherra ítalíu. ÞAÐ vaktí athygli fréttamanna að þegar Vigdís Finnbogadóttir f orsetí íslands tók á móti erlend- um sendiherrum i Róm f gær heilsaði sendiherra íran henni ekki með handabandi. Hann hélt höndum saman og hneigði sig. Hins vegar heilsaði hann öllum karlmönnunum með handabandi. Morgunblaðið leitaði til Péturs Thorsteinssonar sendiherra og spurði hann hvers vegna íranski sendiherrann heilsaði forsetan- um á þennan hátt. „Fyrir nokkrum árum kom til- kynning til utanríkisráðuneytisins frá sendiráði írans. Með þessari til- kynningu vildu þeir minna okkur á að samkvæmt reglum Kóransins geta múhameðstrúarmenn ekki neytt áfengra drykkja og ekki þreif- að á konum ef þær eru ekki skyldar þeim. En samkvæmt skilgreiningu þeirra jafngildir það að taka í hönd einhvers að þreifa á viðkomandi," sagði Pétur. Hann sagði jafnframt að hegðun sendiherrans hefði örugglega ekki komið þeim á óvart sem þarna voru staddir og vanir eru að umgangast múhameðstrúarmenn. Alvarlegt slvs i Kopavogi KONA slasaðist mikið í árekstri sem varð í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Áreksturinn varð um kl. 4 um nóttina. Bifreið var ekið eftir Smiðjuvegi og í veg fyrir aðra bif- reið. Sú bifreið valt og konan, sem var farþegi f henni, slasaðist mikið. Hún mun meðal annars hafa hlotið áverka á hálsliðum. Aðrir sluppu ómeiddir úr árekstrinum. Árekstur við Skúlatorg MJÖG harður árekstur varð á Skúlagötu við Skúlatorg á sunnu- dagskvöld. Þar skuUu tvær bif reiðir saman og slasaðist ann- ar ökumannanna nokkuð. Áreksturinn varð um kl. 23. Bif- reið var ekið austur torgið og inn á Skúlagötu. Ökumaðurinn sveigði síðan yfir á öfugan vegarhelming ^ og skall bifreið hans framan á ann- OlafSVlk* arri, sem var ekið austur Skúlagötu.----------------------- Við áreksturinn klemmdist annar ökumaðurinn inni og þurfti járn- klippur til að losa hann. Maðurinn slasaðist nokkuð, en að sögn lög- reglu slapp hann þó furðulega vel. Fjöldi árekstra varð í höfðuborg- inni um helgina, en í flestum tilvik- um urðu ekki slys á fólki. Á föstudag voru árekstrarnir um 40, en færri á laugardag og sunnudag. fWorgunplapio i dag frWQjMgfK. ¦¦&.*, Am6rsk»a«S Ofieabítí ótui entfar ro«A &sböp»m BLAÐ B Björgvin vann Karl Þorsteins Ólafgvfk. BJÖRGVIN Jónsson virðist hafa fengð fljúgandi meðbyr á al- Sjóðlega skákmótinu hér í lafsvík. Ef svo fer sem horfir, að hann sigri í biðskák sinni við Jón L. Árnason úr fyrstu um- ferð, verður hann efstur með tvo vinninga. Hefur hann þá sigrað tvo stigahæstu menn mótsins, Jón L. Árnason og Karl Þor- steins. Úrslit f annarri umferð urðu: Björgvin Jónsson vann Karl Þor- steins, Sævar Bjarnason tapaði fyrir Þresti Þórhallssyni og Ingvar Asmundsson tapaði fyrir Jóni L. Arnasyni. Jafhtefli gerðu Tómas Björnsson og Lars Schandorff, Per Augli og Dan Hansson og Henrik Danielssen og Róbert Bator. Helgi Sjá frekari frétt frá skákmótinu á bls. 62 Tónleikar til heiðurs Stefáni í slandi SJÓNVARPIÐ efnir til hátíðar- tónleika í kvöld í íslensku óperunni til heiðurs Stefáni íslandi f tilefni af 80 ára af- mæli hans. Tónleikunum verður sjónvarpað beint. Kór íslensku óperunnar og Karlakór Reykjavíkur syngja á tónleikunum og einnig syngja ein- söngvararnir Hrönn Hafliðadóttir, Magnús JÓnsson, Kristinn Sig- mundsson, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Gunnar Guðbjartsson. Undirleikari er Christine Williams og kynnir er Atli Heimir Sveins- son. Meðal þess sem flutt verður eru aríur úr óperunum II Trovatore, Aidu og Carmen. Á milli atriða verður sýnd upp- taka þar sem rætt er við Stefán íslandi auk nokkurra samtíðar- manna hans um æviferil söngvar- ans og fleira. Tónleikarnir standa yfir í eina og hálfa klukkustund. Sjá grein á bls. 14 Stolið úr úraverslun RÚÐA var brotín í verslun Axels Eiríkssonar úrsmiðs f Banka- strætí 12 um helgina. Úr glugganum var stoUð úrum og klukkum að verðmæti um 50-60 þúsund krónur. 7,5% hækkun á smásöluverði kindakjöts tók gildi í gær: Lambakjöt komið yfir 300 kr. kílóið Kjötið hefur hækkað um 29% á einu ári KÍLÓ af kindakjöti í 1. verð- flokki og stjörnuflokki f heUum skrokkum er nú komið yfir 300 krónur í smásölu, samkvæmt nýrri verðskrá Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Kjöt af 1. verð- flokki (DI) sem keypt er f heUum skrokki, en skrokkurinn hlutað- til dæmis 306,80 kr. hjá afurða- sölunum og hefur hækkað um 37,80 krónur f haust. Kjðt f dýr- verðflokkunum hefur ari hækkað um 70 krónur, eða 29%, frá haustverðlagningu á síðasta ári. Sexmannanefnd hækkaði kinda- yfirnefndar f ágreiningsmálum full- trúa framleiðenda og neytenda í nefndinni, og tók nýja verðskráin gildi í gær. Almennt hækkaði út- söluverð kjötsins um 7,5% frá bráðabirgðaverðlagningunni sem gilt hefur síðastliðinn mánuð. Hefur kindakjötið þá hækkað um 14% í haust. Hámarkssmásöluverð kindakjöts — ur mtmr að 6sk-fcanpand«,-kostar—k^ið--4--f!^hakii--af--ÚF8taH*--.-saiiú^ ráðs er nú þannig: Úrvalsflokkur í ósundurteknum skrokkum 313,30 kr. kílóið en sund- urtekið 316,80 kr. (14%). 1. verðflokkur 303,40 kr. hvert kíló í ósundurteknum skrokkum og 306,80 kr. í heilum skrokkum skipt að ósk kaupanda. 2. verðflokkur 278,30 krónur kílóið í heilum skrokkum og 3. verð- flokkur 262,30 kr. kflóið. _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.