Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
225. tbl. 75. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
^ Sfmamynd/Emilfa
Forseti Islands á Ítalíu
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands kom í I Hér heilsar hún Cossiga forseta ítaliu í Quirinale
tveggja daga opinbera heimsókn tii Ítalíu í gær. I höllinni i Róm.
Noregur:
Reuter
Koivisto kemur til Moskvu
Mauno Koivisto, forseti Finnlands kom i gær i opinbera heim-
sókn til Sovétríkjanna. Andrei Gromyko forseti Sovétrikjanna
tók á móti Koivisto á flugvelli í Moskvu. I dag hittir Koivisto
Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna að máli. Búist er við
að efst á baugi verði tillögur Gorbachevs um minni hernaðarum-
svif í Norður-Evrópu.
Viðbúnaður lögreglu vegna 37 ára afmælis innrásar Kínveria
Lhasa, Reuter.
VOPNUÐ lögregla hefur tekið helgasta musteri Búddatrúarmunka
í Tíbet á sitt vald. Mikill viðbúnaður er nú i höfuðborginni Lhasa
vegna þess að á morgun eru 37 ár liðin frá því Kínverjar réðust inn
í landið og búist er við mótmælaaðgerðum vegna þessa.
Að sögn sjónarvotta tóku 20
borgaralega klæddir lögreglumenn
Persaflóastríðið:
írakar gera loftárás á
stærsta olíuskip heims
Dubai, New York, Reuter.
ÍRAKAR gerðu í gær loftárásir
á fjögur írönsk olíuskip á Persa-
flóa, þar á meðal stærsta olíuskip
heims sem er rúmlega fimm
hundruð þúsund lestir. Litlar
skemmdir urðu á skipinu sem
heitir Sewise Giant og siglir und-
ir flaggi Líberíu. Skipveijar á
öðru risaolíuskipi börðust f gær
við eld sem upp kom eftir árás
Iraka.
Að sögn japanskra embættis-
manna eru öll japönsk skip á
Persaflóa að yfírgefa svæðið sam-
kvæmt skipun yfirvalda. íranskir
eftirlitsbátar stöðvuðu japönsku
skipin en leyfðu þeim síðan að halda
áfram siglingu sinni út flóann. íran-
ir áttu einnig hvöss orðaskipti í
gegn um talstöð við skipveija á
dönsku skipi sem var á leið inn fló-
ann.
í gærkvöld gerðu íranir tvær eld-
flaugaárásir á Bagdad, höfuðborg
íraks. Nokkrir féllu af völdum
sprenginganna og endurómuðu þær
um borgina og sögðu borgarbúar
að hljóðið minnti á eldflaugaárásir
írana fyrr á árinu.
í gær hittust fímm fastafulltrúar
f Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
á leynilegum fundi. Samkvæmt
heimildum var rætt um aðgerðir til
að styðja friðarumleitanir Perez de
Cuellars aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna í Persaflóastríðinu. Einnig var
að sögn rætt um vopnasölubann til
stríðandi aðila ef ekki tekst að
semja um frið.
Jokhang musterið á sitt vald á
sunnudagskvöld og vopn voru flutt
þangað í gær. Kínversk lögregla
hefur einnig endurreist lögreglu-
stöðina í miðborg Lhasa sem brann
í óeirðunum á fímmtudag í síðustu
viku. Samkvæmt opinberum tölum
féllu sex manns í óeirðunum en
heimamenn segja að 18 menn hafí
látist.
Kínversk yfirvöld í Tíbet hafa
skipað ferðamönnum og erlendum
fréttamönnum í landinu að halda
sig frá „innanríkismálum" og skipta
sér ekki af atburðum í landinu.
Yfírvöld hafa einnig gefíð „tíbetsk-
um aðskilnaðarsinnum" frest til 15.
október til að gefast upp eða verða
ella refsað harðlega .
Á morgun eru liðin 37 ár síðan
kínverski alþýðuherinn réðst inn í
landið og er nú mikill viðbúnaður í
Lhasa til að koma í veg fyrir óeirð-
ir. Talið er að um hundrað þúsund
kínverskir hermenn séu nú í
landinu. Klaustur hafa verið um-
kringd og vegartálmum komið fyrir
á götum sem liggja að höfuðborg-
mm.
Talsmaður Dalai Lama trúarleið-
togans sem verið hefur í útlegð í
Indlandi í 28 ár vísaði í gær á bug
ásökunum Kínveija um að Lama
stæði á bak við óeirðimar nú.
Afkoma í 3. heiminum:
Ekkert unnist
á áratugnum
Sameinuðu þjóðirnar, Reuter.
LÍFSAFKOMA og þjóðartekjur f
þróunarlöndum munu standa f
stað það sem eftir lifir þessa ára-
tugar, segfir f skýrslu frá Samein-
uðu þjóðunum, sem birt var f gær.
í spánni sem gerð var af Efna-
hags- og félagsmálastofnun Samein-
uðu þjóðanna segir að þrátt fyrir að
þjóðarframleiðsla í þróunarlöndum
komi til með að vaxa á næstu árum
„nægi það ekki til að bæta afkomu
fólks. Líta má svo á að ekkert hafí
unnist í þessum efnum á 9. áratugn-
um.“ Horfumar eru ekki bjartar með
tilliti til þess að hagvöxtur fer minnk-
andi á Vesturlöndum og fólki þar
fækkar og því verður æ erfiðara fyr-
ir þjóðir Þriðja heimsins að koma
vörum sínum í verð á Vesturlöndum.
Statoil stendur af
ser fyrstu atlögn
Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgfunblaðains.
VIKA ER nú iiðin frá Statoil-hneykslinu og enn hefur engum verið
sagt að taka pokann sinn. Forstjóri Statoil, stjóm þess og olfu- og
orkumálaráðherrann hafa staðið af sér fyrstu hrinuna eftir að upp
komst, að kostnaðurinn við byggingu olfuhreinsunarstöðvar f Mong-
stad er kominn 3,8 milliarða nkr. (rúmlega 22 miUjarða ísl. kr.) fram
úr áætlun og ekki öll kurl komin
Á föstudag fékk iðnaðamefnd
Stórþingsins og formenn þingflokk-
anna fyrstu áreiðanlegu upplýsing-
amar um kostnaðaraukann og Ame
Öien orkumálaráðherra og Gro
Harlem Brundtland forsætisráð-
herra skýrðu frá málinu að svo
miklu leyti, sem þau þekkja það. Á
föstudag var einnig ákveðið að
kanna málið ofan í lq'ölinn og verð-
ur rannsóknin í höndum orkumála-
ráðuneytisins en óháðir sérfræðing-
ar kallaðir til. Verður ekkert til
sparað að flýta henni og á niður-
staðan að liggja fyrir í næsta
mánuði. Hafa fulltrúar borgara-
flokkanna fallist á þessa málsferð
til að byija með.
Statoil-hneykslið hefur orðið til
þess, að nokkuð hefur slegist upp
á vinskapinn milli Hægriflokksins
og Miðflokksins. Síðamefndi flokk-
urinn á formanninn í iðnaðamefnd-
til grafar.
inni, Reidar Due, og snemma í
september skýrði Ame Öien honum
frá hvemig komið væri. Due lét þó
undir höfuð leggjast að upplýsa iðn-
aðamefndina og ber það nú fyrir
sig, að um trúnaðarmál hafí verið
að ræða.
í norsku blöðunum er daglega
sagt frá olíuhreinsunarstöðinni í
Mongstad og eru fréttimar aðallega
um skipulagslaus vinnubrögð og
ringulreið. Þar koma við sögu teikn-,
ingar, sem ekki er hægt að vinna
eftir, alls kyns vamingur, sem þvæl-
ist um heim allan áður en hann
hafnar í Mongstad, og lítið eftirlit
af hálfu Statoil-stjómarinnar.
Statoil-stjómin hefur komið sam-
an til að ræða þetta mál og voru
menn sammála um að harma mis-
tökin en létu ógert að gagnrýna
forstjórann, Arve Johnsen, eða aðra
ábyrgðarmenn ríkisfyrirtækisins.
Tíbet:
Lögregla sest að í
helgn hofi Búdda