Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Reiðhj ólastuldir eftir Guðmund Hermannsson Upplýsingar frá lögreglunni vegna lesandabréfs í Morgunblað- inu þann 2. október sl. Þórður Kristinsson skrifar og segir frá viðskiptum sínum við lög- regluna. Hann er óánægður með svör lögreglumanns í síma og dæm- ir lögregluna eftir þeim. Ég lái honum það ekki. Ég harma að Þórður skyldi fá þá afgreiðslu hjá lögreglumanni sem hann lýsir í bréfi sínu og um leið og ég bið hann afsökunar ætla ég að bæta þar úr. Til skýringar tek ég hér kafla úr bréfi Þórðar en þar segir eftir að lýst hefir verið nýlegu reiðhjóli, sem stolið var frá Drápuhlíð 13 þann 13. september sl. „Eftir að hafa leitað að hjólinu í Hlíðunum fram undir kvöld þenn- an sunnudag hringdi ég til lögregl- unnar og tilkynnti stuldinn. Lögreglumaðurinn sem svaraði í símann sagði að þjófnaður á hjólum væri svo algengur að lögreglan gæti ekki sinnt eftirgrennslan. En ef ég hefði heimilistryggingu þá gæti ég komið á lögreglustöðina og gefíð skýrslu og fengi þá vænt- anlega bætur hjá tryggingarfélag- inu, í annan stað gæti ég komið á deild óskilamuna og athugað hvort hjólið væri þar.“ Tilvitnun lýkur. Lögreglumönnum ber að taka því fólki vel sem leitar ásjár. Þetta vita allir lögreglumenn, þeir hafa og skír og greinargóð fyrirmæli um hvemig beri að taka á málum sem tilkynnt er um til lögreglu. Til þess er langt nám í lögregluskóla og dagleg stjóm varðstjóra. Að lögreglan leiti ekki týndra muna eða stolinna er rangt. í óskilamunadeild lögreglu má sjá glögg dæmi þessa og það sanna ekki síst tugir eða hundruð reið- hjóla sem þar safnast upp. Uppboð lögreglunnar á reiðhjól- Reykjavík 1. október 1987. Til allra framkvœmdastjóra sem geta hugsað sér að athuga hvort sala á vörum geti aukist með góðum og vel skipulögðum vörukynningum. Ágæti framkvæmdastjóri. Trúir þú á mátt samkeppni og sérhæfingar? Ef svar þitt er nei, bið ég þig vinsamlegast að hætta lestrinum og afsaka ónæðið. Ef svar þitt er já, langar mig að kynna þér þá sérhæfðu þjónustu sem við höfum að bjóða: Ný markmið er kynningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í vörukynningum. Starfsfólkið er flest lausráðið, en hefur hlotið góða leiðsögn og er vel þjálfað og tilbúið að grípa inn í á hvaða stigi sem þú vilt. Við getum þannig jafnt séð um skipulag og samningsgerð við verslanir; sem dreifingu og kynninguna sjálfa. Viðerum tilbúin að leggja þér lið við vörukynningar. Ef þú vilt kynnast okkur af eigin raun hringir þú í síma 2 09 84. Með bestu kveðju og þökk fyrir lesturinn. VÖRUKYNNINGAR, AUGLÝSINGA OG MARKAÐSRÁÐGJÖF BRAUTARHOLTI8 105 REYKJAVÍK S. 2 09 84 Guðmundur Hermannsson um eru til vitnis um þetta. Skýringin á því að reiðhjól kom- ist ekki til skila eftir að lögreglan fær þau er sennilega sú, að þau eru oft illa farin og eigandi kærir sig ekki um að þekkja hólið sitt aftur ef bætur skyldu fást frá heimilis- tryggingu. Þegar tilkynnt er um stolið reið- hjól ber lögreglunni að taka niður allar upplýsingar sem málið varðar. Lýsa skal tegund, lit og gerð eftir því sem hægt er, hvaðan var hjólinu stolið og hvenær, var það læst, er það tryggt og er einhver grunaður um verknaðinn. Lögreglu- maður gerir síðan greinargóða skýrslu. Tjónþoli á að koma í óskila- munadeild og oftar en einu sinni. Lögreglan er alltaf á ferðinni og fer víða um. Á slíkum ferðum fínnast hjól í hirðuleysi. Okkur ber- ast oft tilkynningar um hjól á lóðum fólks og þessi hjól eru sótt að sjálf- sögðu. Algengast er að um nytjastuld eða hrekk sé að ræða og langoftast koma hjól í leitimar þó stundum líði langur tími frá því þau hverfa þangað til þau fínnast. Þegar um nytjastuld er að ræða fínnst sökudólgur sjaldan enda að- alatriðið að fínna hjólið áður en það skemmist. Hins vegar kemur fyrir að hjóli er stolið enda gerist það að lögreglan fínnur hjólaþjófa og þá oft eftir ábendingu. Ég hvet þá sem verða fyrir því að hjóli sé stol- ið að koma til lögreglu og gefa um það skýrslu og ganga úr skugga um hvort hjólið kemur í leitimar. Þá sem geta bið ég að gefa okkur upplýsingar um reiðhjól í hirðuleysi svo við megum hjálpa til að eigend- ur fínni sín hjól. Þetta á við um svo margt sem varðar samskipti lögreglu við borg- ara. Greinin hans Þórðar Kristinsson- ar var eðlileg afleiðing af röngum viðbrögðum lögreglumanns þegar leitað var eftir aðstoð. Þar er erfítt að bæta úr þegar mistök hafa átt sér stað en það má læra af þeim. Nú veit ég ekki hvort sonur Þórð- ar hefír fengið sitt hjól aftur en ef svo er ekki óska ég þess að sá sem valdur er að hvarfí þess hjálpi okk- ur við að svo megi verða. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur er yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fellahreppur: Fellaskóli settur í fyrsta skipti Egilsstöðum. NÝR SKÓLI, Fellaskóli í Fella- hreppi, var settur i fyrsta sinn sunnudaginn 27. september. í skólahúsinu sem er alit hið glæsi- legasta eru fjórar kennslustofur ásamt félagsaðstöðu fyrir íbúa hreppsins. í þessum nýja skóla verða 45 nemendur í vetur í forskóla og fyrstu sex bekkjum grunnskóla og er tveimur til þremur bekkjum kennt saman í kennslustofu. Eldri nemendur munu áfram stunda nám í Egilsstaðaskóla þar sem öll kennsla bama úr Fellahreppi fór fram þar til í fyrra að þetta nýja skólahús var tekið í notkun að hluta. Tilkoma þessa nýja húss leys- ir því að hluta úr miklum þrengslum sem verið hafa í Egilsstaðaskóla. Skólastjóri Fellaskóla er Sigurlaug Jónasdóttir. Auk hennar starfa við skólann tveir fastráðnir kennarar og tveir stundakennarar er annast Sigurlaug Jónasdóttir skólastjóri Fellaskóla. kennslu í heimilisfræðslu og íþrótt- um. Vel gekk að fá kennara til starfa við skólann. — Björn Fellaskóli í Fellahreppi. Morgunblaðið/Bjöm SveinBSon Uöra úr.. FÆÍlaskóla sungu við skólasetningunæ______________|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.