Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
27
Vegurmn við Holtsá i Fróðárhreppi gjöreyðilagðist á um 15-20 metra kafla.
Vegaskemmdir á Snæfellsnesi:
Mesttjónábrú
sem er í smíð-
um yfir Fróðá
ólafsvík.
ALLMIKIÐ tjón varð á vegum
og vegamannvirkj um á norðan-
verðu Snæfellsnesi í vatnsveðr-
inu sem gekk yfir um helgina.
Vindur stóð nálægt suðri en þá
getur úrfellið magnast mjög nið-
ur fjallaskörðin. Ekki varð mjög
hvasst, varla nema 10 til 11 vind-
stig en úrhelli því meira. Stóð
það í minnsta kosti 12 klukku-
stundir.
Mikið rann úr veginum í Holtsá
í Fróðárhreppi, þar urðu vamar-
garðar að lúta f lægra haldi. Einnig
rann úr við Hrísá í sömu sveit. A
báðum þessum ám eru nýjar brýr
sem smíðaðar voru 1978 en þá tók
eldri brýmar af í vatnsveðri sem
gerði um höfuðdaginn. Mest mun
tjónið hafa orðið þegar skemmdir
urðu á brú sem er í smíðum á
Fróðá, þar sem hún rennur út í
Klettakotsvaðal. Þar var búið að
steypa stöplana og leggja um það
bil 10 tonn af jámi í brúargólfið.
Staðið hafði til að steypa gólfið nú
eftir helgina en ljóst er að leggja
þarf það að nýju. Brúin er byggð
á þurru en áin mddi sér braut að
henni og gróf undan gólfinu með
þeim afleiðingum að það seig. Telja
brúarsmiðir að verkið teQist í u.þ.b.
2 vikur vegna þessa.
Tjón var einnig þegar vegavinnu-
skúrar flutu upp. 5 skúrar af 10
fóm á flakk og bámst með vindin-
um yfir Vaðalinn og niður á
Fróðárrif. Mest mun hafa skemmst
í eldhússkúmum. Skúrar þessir
hafa fengið fyrir ferðina áður, í
fyrra fuku þeir í óveðri f Gmndar-
firði og reyndar einn svo að hann
hefur ekki sést síðan. Það var lán
í óláni að brúarvinnumennimir vom
í helgarfríi. Þeir hefðu ömgglega
einangrast þama strax um nóttina
og átt hvimleiðan laugardag á
svæðinu þó allt hefði nú orðið án
slysa. Vom þeir kallaðir á staðinn
á sunnudag degi fyrr en áætlað
Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson
Skemmdir urðu á brú sem er f smíðum á Fróðá, þar sem hún rennur út í Klettakotsvaðal. Brúin er byggð
á þurru en áin ruddi sér braut að henni og gróf undan gólfinu með þeim afleiðingum að það seig.
var. Ungur brúarvinnumaður tjáði
fréttaritara að fyrir bragðið hefðu
þeir misst af stóðréttarballi í
Víðihlíð. Má það vissulega líka telja
til skaða fyrir unga menn.
Nýr vegur er í lagningu eftir
Fróðárrifi eftir brúnni en ekki varð
tjón á honum. Ummerki I Fróðár-
gljúfmm sýna hærra flóðmark en
sést hefur a.m.k. síðustu 15 árin.
Þá hafa stórar jarðtorfur hranið á
fimm stöðum úr hlíðum Fróðár-
múla. Víða hefur áin velt stómm
björgum í gljúfmnum á stöðum sem
staðist hafa stórfljót án minnsta
rasks til þessa. Greinilegt er að þó
oft hafi verið ýgur í ánni þá hefiir
sjaldan verið sem nú.
— Helgi.
5 vinnuskúrar af 10 fóru á flakk og bárust með vindinum yfir Vaðal-
inn og niður á Fróðárrif.
Miklar vegaskemmd-
ir í Vestur-Barða-
strandarsýslu
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
íbúðarhúsið að Vestra-Fiflholti er gjörónýtt.
fbúðarhús gjör-
eyðilagðist í eldi
Patreksfirði.
í MESTU úrkomu sem mælst
hefur á einum sólarhring í
Kvígindisdal, eða 121,1 milli-
metri, urðu miklar vegaskemmd-
ir í Vestur-Barðastrandarsýslu.
Frá kl. 18.00 sl. föstudag til kl.
18.00 á laugardag mældist 121,1
millimetri á veðurathugunarstöð-
inni í Kvígindisdal í Patreksfirði og
er það mesta úrkoma sem þar hefur
mælst á einum sólarhring. Þessari
úrkomu fylgdu mikil flóð og urðu
GAMALT ibúðarhús að Stóru-
hellu á Hellissandi brann til
kaldra kola aðfaranótt sunnu-
dagsins. Húsið hafði staðið autt
i eitt ár. Eldsupptök eru ókunn.
í húsinu var geymdur hluti af
búslóð, einangmnarplast og fleira.
af miklar vegaskemmdir víða í vest-
ursýslunni.
Orlygshafnarvegur fór í sundur
við gatnamótin í Osafírði í Patreks-
firði og lokaðist af þeim sökum.
Þá urðu talsverðar skemmdir á
nýlagðri klæðningu á veginum í
Ósafirði skammt frá þar sem vegur-
inn fór í sundur. Inn á Barðaströnd
urðu einnig miklar skemmdir, m.a.
gróf Haukabergsá frá brúnni á
ánni og lokaðist þar af leiðandi
vegurinn til Patreksfjarðar um
Skömmu eftir miðnætti varð vart
við eldinn, en ekki varð við neitt
ráðið og brann allt sem bmnnið
gat. Rafmagnstafla hússins hafði
verið Qarlægð og lá bara heimtaug
í húsið. Líklegt þykir að um íkveikju
hafi verið að ræða, en málið er í
rannsókn. Húsið var bmnatryggt.
Barðaströnd. Þegar vegagerðar-
menn vom svo að fara að flytja
efni að brúnni hrandi annar stöpull
hennar niður og brotnaði og gekk
annar endi brúarinnar niður um 90
sentimetra. Brúin er talin mikið
skemmd ef ekki ónýt.
Vegagerðarmenn unnu við að
lagfæra vað á Haukabergsá en það
er aðeins fært jeppum og stómm
bílum. Óvíst er um viðgerð á brúnni
og á meðan þurfa þeir sem til Pat-
reksfjarðar ætla að aka um Amar-
§örð. Þá urðu einnig vemlegar
skemmdir á veginum í Pennudal í
Vatnsfírði, þar sem mikið rann úr
veginum, og er aðgæslu þörf ef
menn aka þar um. A þjóðvegi nr.
60, Vestfjarðarvegi, urðu einnig
talsverðar skemmdir, víða rann úr
vegköntum. Við bæinn Klett í Kolla-
firði og á Kletthálsi var vegurinn
lokaður á laugardag. Vegagerðar-
menn vinna nú að viðgerð á
veginum og er óvíst hvað viðgerðin
tekur langan tíma.
— Fréttaritari
Selfossi.
ÍBÚÐARHÚSIÐ að Vestra-Fífl-
holti í Vestur-Landeyjum gjör-
eyðilagðist i eldi aðfaranótt
sunnudags. Enginn var í húsinu
þegar eldurinn kom upp.
Talið er að eldurinn hafi kviknað
í rafmagnstöflu hússins. Hans varð
vart seint um nóttina og slökkvilið
Hvolsvallar var komið á staðinn 15
mínútum eftir að tilkynnt var um
bmnann. Húsið, sem er gamalt
timburhús á steyptum kjallara og
einangrað með torfi, gjöreyðilagðist
í eldinum.
— Sig. Jóns.
Hellissandur:
Hús brann tíl kaldra kola