Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 41 Þorpið Marla er dæmigert eyðimerkurþorp þar sem aðeins nokkur hús eru og óralangt i næstu byggð. Það þarf varla mörg orð um hvað slík þjónusta, eins og „læknirinn fljúgandi“ getur veitt íbúum slíks þorps mikið öryggi þvi tæplega myndi læknir setjast að i svo litlu þorpi. Fljúgandi lækn- ir í Astralíu Hugsið ykkur óendanlega víðáttu rauðrar eyðimerkur, kyrk- ingslegar eyðimerkurplöntur á víð og dreif sem reyna að geyma vel þá fáu vatnsdropa sem fallið hafa. Moskítóflugur og ótal tegundir annarra skordýra. Snákur skríður hljóðlega milli plantnanna og get- ur allt í einu verið kominn upp að þér. Himinninn er orðinn blá- grár en við sjóndeildarhringinn ber endalausa rönd sem sýnist dökkappelsínurauð. AUt í einu er komið kolniðamyrkur og eina hugsanlega ljósið sem kann að sjást er flugvélarljós og þá helst hið frelsandi ljós hins fljúgandi læknis. Eitt af einkennum Ástralíu eru hinar víðáttumiklu óbyggðir, eyði- merkur og mikil svæði inni í landi. Þar eru einnig bújarðir og svæði frumbyggja. Þessi svæði eru mjög langt frá því sem við köllum „hið siðmenntaða" svæði svo fólk hefur orðið að búa yfír miklu æðruleysi I öryggisleysi engrar læknishjálp- ar né annarrar félagslegrar þjónustu til að geta búið á slíkum stöðum. Við upphaf þessarar aldar var uppi í Astralíu maður sem bæði var prestur og læknir og hét John Flynn. í starfí sínu í Oodnadatta sem er lítið þorp langt inni í landi, um það bil sjö hundruð kílómetra norðvestur af Adelaide, reyndi hann að þjóna þessu fólki sem best hann gat, en langaði til að geta komist í enn frekari snert- ingu við það, svo hann gæti hjálpað því betur í nauðum. Arið 1912 fékk hann kirkjuna til að stofna litla heilsugæslustöð i þorpinu í skóginum. Og árið 1926 hafði hann fengið talstöð til að komast í beint talsamband við fólkið í óbyggðum. Tveim árum síðar rættist síðan langþráður draumur hans þegar hann fékk litla flugvél frá Quantas, De Ha- villand. Þá hófst hið eiginlega starf „hins fljúgandi læknis“, hins sér- ástralska fyrirbæris sem nú er orðið viðamikið fyrirtæki og styðst við net bækistöðva um landið. En eins og vill verða með þjón- ustu, sem stofnuð er af hugsjón án þess að seilst hafí verið í vasa ríkisins, þiggja nú allir þessa þjón- ustu sem svo sjálfsagðan hlut, að þeir gleyma að hugleiða hvaðan þeir peningar koma sem gera hana mögulega. Ríkið hefur ekki tekið að sér reksturinn þrátt fyrir að þjónustan sé innan ramma þess sem því opinbera er almennt ætlað að annast. En aftur á móti hafa þeir, sem eiga líf sitt undir þjónustunni, fjármagnað fyrir- tækið á sama hátt og staðið er undir ýmsum góðgerðarmálum heima á íslandi, með kökusölu, bösurum og ýmsu samkomuhaldi. Einnig gerist það stundum að þakklátir þiggjendur ánafna læknaþjónustunni eigur sínar í Kort af Ástralíu. Punktamir og örvamar sýna hvar miðstöðvar. og starfssvæði þjónustunnar eru. erfðaskrá. En samt á fyrirtækið í fjárhagsörðugleikum. Nú eru það ekki eingöngu óbyggðabúar sem njóta þjón- ustunnar. Því til hennar er leitað við hinar ýmsu uppákomur eins og þegar bflslys verður, einhver hefur verið bitinn af snák eða fengið hjartaáfall. Þó að flestir geri sér grein fyr- ir gildi og mikilvægi þessarar þjónustu eru þeir einnig til, sem ekki hafa skilning á henni og sjá ofsjónum yfír að þessu fólki skuli hjálpað. Þeir sjá þessa þjónustu sem einhvers konar dekur við ófrí- skar bændakonur, en aðrir líta á það sem fjár- og tímasóun að bjarga lífi bama frumbyggja- kvenna sem ekki geta annast þau sjálfar. Á hveijum bæ og í flugvélunum eru sjúkrapakkar sem gengið er frá á sérstakan hátt. Það er pakki The OODNAMBA TRACK’ CHAWL£R(h«í)X> OÓPNM0TA »TO ADEUIDC^FLIMOERS Ra. < FUtt,MllttGES st SERVICES AVMLABLE EN ROUrE DETAíLED ONTtff BACK OF THIS SIGN l Skilti sem vísar veginn til Oodnadatta. Fram- og bakhlið þess sýna vel hve afskekkt þetta þorp er ef myndin prentast vel. Og einnig hvaða þjónustu er að fá i hverju þorpi eða borg. ÖJTsíMttA 242. • • > •••••• Aso "émc ?03 • • • »I ••*• LYNOMliWT 745 • ••■'«» • • UOHa-fb** »09 • • • • :«'•>• •:• 6H.T4N4 £»•••' • fMAOttLHA ■»*»•••* • * VIJ4LNA 941 • • • •' . ? hawkir 9?« •:••■• • •••■« fT.AUWSTA • ♦ • * * # J * ,mm '**•••••*•• • 6tR9SW.‘.t 1166 • • • TRAVLUERS PIEASE NOTE fyrir hvem hluta líkamans og allt er númerað. Úr Qarlægð getur læknir beðið fólk, sem leitar að- stoðar, að ná í pakka og nota hann í samræmi við sjúkdóms- greininguna. Þar sem þetta starf gerir mikl- ar kröfur er ekki úr vegi að athuga hvemig gangi að manna slíka þjónustu. Mun auðveldara er að fá hjúkmnarkonur til starfsins en lækna og stundum þarf að leita til annarra landa eftir þeim. Venjulegur starfstími hjúkmna- rkonu í þessari þjónustu er eitt og hálft ár, en þó em undantekn- ingar þar á. Systir Verona Keen er ein þeirra, sem hefur starfað við þetta í tvö ár, getur hún einn- ig notað menntun sína sem ljósmóðir. Vinsamlegt viðmót „outback“-fólksins, eins og þau kalla það, yljar henni um hjartar- ætur. Ástralíu er skipt í sjö hémð fljúgandi lækna. í Mið-Ástralíu em sex flugvélar, þijár em sendar frá Port Augusata sem er rétt hjá Flinders Rangers-þjóðgarðinum. Þrjár frá Alice Spring sem er inni í miðju landi. í Queensland em fímm en í Nýja Suður-Wales tvær sem fara frá Broken Hill. Fjórar fara frá Kalgoorlie. Aðrar tólf þjóna hinum hlutum Vestur-Ástr- alíu en §órar em í Victoríu og til nánari skýringa má geta þess að ekkert flug tekur minna en tvo tíma og þá I meðvindi. Á því fyrsta ári, sem draumur prestsins og læknisins rættist, var farið í fímmtíu flugferðir, flognir þijátfu og tvö þúsund kólímetrar, tvö hundmð tuttugu og fímm sjúkl- ingar skoðaðir og tuttugu og fímm mannslífum bjargað. Nú fljúga þeir 4,8 milljónir kflómetra á ári, skoða tuttugu og sex þúsund sjúklinga, sem búa í óbyggðum, en áttatíu þúsund í allt. Hafa tíu þúsundir verið fluttar á sjúkra- hús, og allt þetta er gert ókeypis. Vélamar verða að lenda við mjög frumstæðar aðstæður og læknamir þurfa jafnvel einnig að aka langan veg til að komast á slysstað. Þeir verða að sinna mik- ið særðum sjúklingum, jafnvel ná þeim út úr bílflökum í ryki og hita og síðan að fljúga með þá við frumstæðar aðstæður í litlum, þröngum flugvélum á sjúkrahús. Hugsjón prestsins og læknisins við upphaf þessarar aldar hefur valdið meiri straumhvörfum í lífi þessarar þjóðar en hann gat órað fyrir þegar draumurinn rættist í Oodnadatta. Bændur í óbyggðum, frumbyggjar og ferðafólk, eiga flugþjónustunni líf sitt að launa og eiga einnig allt undir henni ef eitthvað hendir á ferðum um vegi og óbyggðir landsins. TEXTI OG MYNDIR: Matthildur Björnsdóttir. (Lauslega þýtt og enduraagt úr grein eftir Alex Kennedy „Flying Doctnrs" i „The Adventiser" f Adelaide.) Með einu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu- kortareikning mánaðarlega. ■ tmtn ■ SÍMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.