Morgunblaðið - 06.10.1987, Side 21

Morgunblaðið - 06.10.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 21 Draga verður úr umframfram- leiðslu á landbúnaðarafurðum - segir forseti Alþjóðasambands búvöruframleiðenda GLENN Flaten, forseti Alþjóða- sambands búvöruframleiðenda, var staddur hér á landi, ásamt eig- inkonu sinni, Shirley Flaten, dagana 28. til 1. október sl., á veg- um Stéttarsambands bænda. Stéttarsambandið hefur verið aðili að Alþjóðasambandinu frá árinu 1949. I tilefni heimsóknarinnar hélt Stéttarsambandið blaða- mannafund sem Flatenhjónin voru viðstödd. Alþjóðasamband búvöruframleið- enda, Intemational Federation of Agricultural Producers (IFAP), voru stofnuð í London árið 1946. Samtök bænda í einstökum þjóðríkjum höfðu þá starfað áratugum saman en kreppuárir. og seinni heimsstyijöldin sannfærðu marga um nauðsyn þess að setja á laggimar alþjóðasamtök bænda. Glenn Flaten er kjúklinga-, svína- og komræktarbóndi í Regina í vestur- hluta Kanada. Hann lauk námi í búvisindum frá háskólanum í Saskatc- hewan. Hann var forseti Búnaðarsam- bands Saskatchewan árin 1973 til ’75, forseti Búnaðarsambands Kanada árin 1981 til ’85, varaforseti Alþjóðasam- bands búvöruframleiðenda frá 1984 til ’86 er hann varð forseti Alþjóða- sambandsins. f máli Glenn kom meðal annars fram að um þriðjungur bænda í Kanada ættu við fjárhagsörðugleika að stríða og margir þeirra hefðu orðið gjaldþrota undanfarin ár. Einnig væri hart í ári hjá þeim sem vinna í þjón- ustugreinum landbúnaðar í Kanada, svo og þeim sem vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða. Kanadískir bændur fá nú um 40% lægra verð fyrir komframleiðslu sína, heldur en fyrir tveimur árum síðan, vegna aukins framboðs á komi á heimsmarkaðinum. Á síðasta ári seldu Kanadamenn 32 milljónir tonna af komi til 55 landa, þó aðallega til Ráð- stjómarríkjanna, Kína og Japans. Bandaríkjamenn em helstu sam- keppnisaðilar Kanadamanna í sölu á komi en beinir styrkir stjómvalda til landbúnaðar eru einmitt hvergi hærri en í Bandaríkjunum. Reagan Banda- ríkjaforseti hefur þó boðað að styrkim- ir verði stórlega skomir niður á næstu árum og horfnir með öllu eftir tíu ár. í Kanada hefur verið kvóti á kjúkl- ingaframleiðslu allt frá árinu 1966. Hins vegar er þar enginn kvóti á nau- takjöti en kanadískir bændur fá hins vegar lágt verð fyrir það. Kanadamenn ætla sér að draga úr offramleiðslu sinni á landbúnaðaraf- urðum á næstu ámm, þannig að eftir tíu ár verði jafnvægi á milli framboðs og eftirspumar á kanadiskum land- búnaðarafurðum. Til samanburðar hefur verið áætlað að fimm ár taki að ná þessu jafnvægi hér á landi. „Það verður að vera samvinna á milli landa um að draga úr umfram- framleiðslu landbúnaðarafurða, þar sem ekki er mögulegt að selja um- framframleiðsluna til þeirra sem mest þurfa á henni þurfa að halda", sagði Glenn Flaten. Meðfylgjandi mynd er af Glenn Flat- en.forseta Alþjóðasambands búvöm- framleiðenda og eiginkonu hans, Shirley Flaten. Morgunblaðið/Þorkell '' 0 ;y* :--.y; Trésmíðaverkstæöi geta nú sparað tíma og fyrirhöfn við pantanir erlendis frá. Við eigum nægar birgðir af ofnþurrkuð- um viði, - á mjög hagstæðu verði! Furu, eik, beyki, oregon pine, ask, meranti, ramin, mahogny, tekk, poplar, iroko, pitch pine, og m.fl. Þar sem fagmennirnir versla erþéróhætt BYKO SKEMMUVEGI2 Kópavogi, timbur - stál-og plötuafgreiðsla, simar 41000,43040 og 41849 / FERÐASKRIFSTDFAN /ó\ POLARIS f POLARIS JrJJ Kirkjutorgi4 Sími622 011 •RIK/Sl/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.