Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 57 Kurigei og Matthías fluttu rússnesk þjóðlög fyrir matargesti. Morgunblaðið/BAR Morgunblaðið/BAR Það var greinilegt að fólki líkaði vel krásirnar þeirra Alevtínu og Lenu, enda ekki á hverjum degi sem boðið er upp á rússneska rauð- rófusúpu og kavíar og kampavín í Reykjavík. < Rússnesk stemmning í Reykjavík Alþjóðleg matargerðarlist hefur blómstrað í Reykjavík nú á síðustu árum, og geta borgarbúar nú gætt sér á ítölskum, indverskum, thailenskum, og mexíkönskum rétt- um, svo að dæmi séu nefnd. Veit- ingahúsið Ópera hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa gestakokka einstök kvöld, og á fimmtudags- kvöldið síðasta hélt Ópera Rúss- neskt kvöld, þar sem boðið var upp á hlaðborð með rússneskum réttum sem þær Alevtína Drúzína og Lena Bergmann áttu heiðurinn af. Til að ná rússneskri stemningu enn betur, söng Kurigei Alexandra rússnesk lög fyrir gesti við undir- leik Matthíasar Kristiansens. Kurigei söng fyrst þrælasöng frá 16. öld, en hún söng síðan nokkur lög sem hljómuðu kunnuglega í eyrum matargesta, sem klöppuðu með. A hlaðborðinu gat meðal annars að líta reyktan fisk, kjötsnúða, margskonar grænmeti og salöt, og svo auðvitað kavíar, svartan og rauðan, sem menn snæddu með pönnukökum og sýrðum ijóma. Þá má ekki gleyma súpunum, sem Rússar eru frægir fyrir, og var að sjálfsögðu boðið upp á rauðrófu- súpu, eða „borsh“, sem var alveg sérlega ljúffeng, og fallega eldrauð á litinn. Önnur gestakokkanna sagði að rússneskur matur væri mjög ein- faldur og hollur, hann væri lítið krvddaður, en þó væri mun meira i nann íagt en í isienskan mat. Pað ætti ekki síst við súpurnar, sem eru uppistaðan í hverri rússneskri máltíð - pakkasúpur væru óþekkt fyrirbæri í Sovétríkjunum. Blaðamaður þóttist sjá „alvöru" Rússa á einu borðanna, þar sem þeir sungu „Kalinka" með Kurigei, og settist hjá þeim og spjallaði við þá. Þeir sögðust vera mjög hrifnir af þessu framtaki hjá Operu, því það væri ýmislegt hægt að læra um menningu þjóða út frá matar- gerðarlist þeirra, og ekki spillti það fyrir að maturinn væri afbragðs- góður, og gott sýnishom af rúss- neskum réttum. Þeir sögðust vona til þess að svona rússneskt matar- kvöld yrði endurtekið, ef til vill í sambandi við Sovéska daga, sem haldnir verða um næstu mánaða- mót. Áhugi íslendinga á Sovétríkj- unum hefði aukist eftir leiðtoga- fundinn í fyrra, og þekking og skilningur manna á menningu landsins þá einnig. Þeir sögðu íslendinga hins vegar enn vaða í villu hvað vodkadrykkju snerti, það mætti alls ekki blanda þennan þjóðardrykk Rússa með kóki eða einhverju öðru, heldur ætti að drekka hann óblandaðan og vel kældan, aðeins þannig fengi bragðið af góðu vodka að njóta sín. Blaðamaður og ljósmyndari gátu þó ekki kynnt sér þennan þátt rúss- neskrar menningar í þetta skiptið, því þeir voru báðir í vinnunni. Notaðu FIRMAIfg& og fitan fer!(jjjffi| Fæst í anótekinu Getum bœtt við okkur góðum söngmönnum Haföu samband viÖ GuÖmund í síma 40911 eÖa Bjarna í síma 26102. Karlakór Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.