Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
49
ismálum miðað við aðrar norrænar
þjóðir. Danski þingmaðurinn, Aase
Olesen, sagði frá áfengismálaum-
ræðu í dönskum stjómmálum og
kallar hana „ljóta andarungann" í
stjómmálaumræðunni. Telur hún
hægt miða í þvisa landi og afstaða
almennings sé sú að „boða“ og
„banna“-stefna annarra Norður- <
landa sé af hinu illa og geti af sér
vandamál fremur en leysi þau. Þessi
afstaða speglist á þinginu og hamli
gegn breytingum. A.m.k. trúir Aase
Olesen því ekki að ljóti andarunginn
verði nokkum tíma að fögmm
hvítum svani.
Markaðsstefna eða
stjórnun
Sumir ráku upp stór augu við
að sjá nafn forstjóra Áfengisversl-
unarinnar sænsku á fyrirlesaraskrá
þingsins. Hvaða erindi á fulltrúi
áfengissala á bindindisþing? Gabriel
Romanus sýndi þó fram á í erindi
sínu að áfengisverslanir eru óhjá-
kvæmilega hluti áfengismálastefnu
hvers tíma. Hvort vilja menn frem-
ur áfengiseinkasölu undir stjóm
ríkisvalds (almennings) eða frjálsa
samkeppnis- og markaðssölu?
Hvort er vænlegra til árangurs t.d.
við að ná því markmiði að draga
úr áfengisneyslu?
Framtíðarsýn
Síðasta erindi ráðstefnunnar
flutti Guðrún Agnarsdóttir alþingis-
maður. Rakti hún í stórum dráttum
hvað gerst hefur í fíkniefnamálum
á Vesturlöndum síðustu áratugi og
líkti notkun þessara efna við smit-
sjúkdóm sem berst frá hörðum
kjama neytenda til annarra. Rakti
Guðrún ýmsar samfélagsbreytingar
sem orðið hafa síðustu árin og taldi
margar þeirra ýta undir neyslu
fíkniefna, s.s. aukið atvinnuleysi og
breytt hlutverk ungs fólks. Gerði
hún grein fýrir niðurstöðum könn-
unar á afstöðu ungs fólks er gerð
var í tengslum við framtíðarspá sem
unnin var af nefnd á vegum forsæt-
isráðuneytisins. í þeirri könnun
kemur m.a. fram að unga fólkið
telur að árið 2010 verði fíkniefna-
málin mesta vandamál þjóðarinnar.
Sérráðstefnur
Að þinginu loknu voru haldnir
fundir um ýmis afmörkuð mál, s.s.
áfengi og umferð, konur og áfengi,
áfengi og lífsvenjur kristinna
manna og möguleika sjónvarps til
að koma upplýsingum á framfæri
við fólk. Einnig hélt Norræna bind-
indisráðið aðalfund sinn og var
Valeri Surell frá Svíþjóð endurkjör-
inn formaður. Næsta Norrænt
bindindisþing verður haldið í Noregi
árið 1990.
Höfundur er ritari Samvinnu-
nefndar bindindismanna.
<rrO*
VELDU
^TDK
lÞEGARÞÚ VILT
HAFAALLTÁ
HREINU
Aá
Auói
t:
PYSKA TÆKNIUNDRID ER ENN AD GERAST
Meö sjálískiptingu eóa íimm gíra handskiptingu
BÍLL SEM BER AF ÖÐRUM
[hIhekiahf
IL J? Laugavegi 170-172 Simi 695500
Nýjungar
Ginseng (panax ginseng C.A.
Meyer) af hæsta gæðaflokki frá
Kóreu. Ginseng er m.a. notaðtil
að styrkja mótstöðuafl líkam-
ans gegn streitu og sjúkdóm-
um.
Þessir fjórir afoxarar, selen, E og
Cvítamln og /3-karótín (for-
veri A vítamíns) eyða óæskileg-
um sindurefnum í fæðu og
sígarettureyk og eru álitin góð
krabbameinsvörn. Margir nær-
ingarfræðingar telja þetta
heppilegustu bætiefnasam-
setningu á markaðinum í dag.
Hollar fjölómettaðar fitusýrur
fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert
annað lýsisþykkni á Islandi er
jafn ríkt af omega-3 fitusýrum,
þ.a 50% innihald af EPA og
DHA. Hylkin innihalda ekki A
og D vítamín.
Gerið verðsamanburð.
Jtfk TÓRÓ HF
Siöumúla 32. 108 Reykjavik, o 686964