Morgunblaðið - 06.10.1987, Síða 47

Morgunblaðið - 06.10.1987, Síða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Haustátak ’87: Norskur kvartett syngur á samkomum HAUSTÁTAK hefur verið fast- ur liður í starfi nokkurra leikmannahreyfinga innan islensku kirkjunnar i nokkur ár og nú stendur Haustátak ’87 fyrir dyrum. Hreyfingarnar sem að þvi standa eru KFUM og KFUK, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúd- entafélag. Haustátak ’87 er samkomuröð með níu almennum samkomum á tímabilinu 7. október til 1. nóvem- ber. Flutt verða ávörp og ræður, einsöngvarar og sönghópar syngja og almennur söngur verður. Það sem setur mestan svip á Haustátak að þessu sinni er heim- sókn frá Noregi. Hingað til lands kemur kvartett sem hefur sérhæft sig í að syngja negrasálma, Free- dom Quartett. Kvartett þessi hefur ferðast viða um lönd. Mun hann syngja á samkomum Haustátaks dagana 7.—10. október, auk þess sem fyrirhugaðir eru tónleikar í Bústaðakirkju kl. 17.00 laugar- daginn 10. október. Með kvartettinum kemur ræðu- maður, Geir Gundersen, sem þekktur er í heimalandi sínu og var hann m.a. erindreki Norska Biblíufélagsins á sl. ári þegar það stóð fyrir sérstakri útbreiðsluher- ferð. Aðrir ræðumenn, söngvarar og sönghópar sem taka þátt í Haustátaki ’87 eru íslenskir. Mál norðmannanna verður túlkað á íslensku. Samkomumar verða allar í húsi KFUM og KFUK við Amt- mannsstíg 2b í Reykjavík og hefjast kl. 20.30. Fyrst eru sam- komur á hverju kvöldi dagana. 7.—11. október en síðan vikulega á sunnudagskvöldum til 1. nóvem- ber. Auk þess er samkoma laugar- daginn 31. október. Samkomumar em öllum opnar. (Úr fréttatiikynningu ) Freedom Quartett sem kemur frá Noregi og syngur á samkomum hjá Haustátaki ’87. Fjórði frá vinstri er ræðumaðurinn Geir Gunders- en. GOODYEAR WRANGLER JEPPADEKK Þér eru allar leiðir færar á Wrangler jeppadekkjum. Dekk sem eru byggð til að endast. LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNAR HJÓLBARÐA GOOD&ÝEAR [HjH EKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Grautur með CTTTTT C_ l)1 lJvlLu 11170 TT m /i ijfJaj UÍVt °g KIWI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.