Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Kveðjuorð: Sigurður Eyvindsson, Austurhlíð Fæddur 14. janúar 1900 Dáinn 3. ágúst 1987 Það var vor, þegar þau Bjartur og Rósa fluttust að Sumarhúsum. „Hér má leggja í bleyti saltfisk," varð Bjarti að orði, þegar þau áðu við lækinn í mýrinni. Það var líka vor, þegar ungu hjónin, Lilja Þorláksdóttir, úr land- námi Helga magra, og Sigurður Eyvindsson, úr lándnámi Ingólfs, fluttust að eyðibýlinu Austurhlíð í Gnúpveijahreppi snemma á kreppu- árunum. Ýmislegt kann að hafa verið sam- eiginlegt með aðstæðum þeirra Bjarts og Sigurðar, en þess er ég fullviss, að þegar þau hjónin óðu Kálfá í fyrsta sinn, silfurtæra við túnfótinn í Austurhlíð á leið til sinna Sumarhúsa, hvarflaði ekki að þeim, að hér mætti leggja í bleyti saltflsk. Báðir áttu þeir sér hugsjónir, Bjartur og Sigurður, og voru heils- hugar og höfðu sigur, þótt þeir ættu í höggi við fjandann Kólum- killa og hans hyski. Vart gat þó ólíkari menn en þá Bjartog Sigurð. Ég var unglingur í Ásum þegar þau hjónin komu með böm sín frumvaxta, Kristínu og Eyvind, úr flarlægð. Ég veit það nú, að það var ekki auðvelt að öðlast þegnrétt í aldagömlu rótgrónu og þröngu samfélagi eins og þessi sveit var þá. Aðkomufólki var hafnað, ein- staka maður öðlaðist þegnrétt. Sigurður var einn af þeim. Ágúst faðir minn í Ásum var vandfýsinn á nágranna, en ég held, að Sigurður hafí átt hug hans og hjarta frá fyrstu kynnum. Sigurður var orðvar, fátalaður hversdagslega, en góður heim að sækja, bóngóður og greiðvikinn og leysti hvurs manns vandræði án þess að hugsa um eigin hag. Hann var til þess búinn að ræða við bænd- ur um kýr og jafnvel hrúta og feimnismál, svosem skáldskap og málarakúnst. Hann var spakur maður að viti og smiður svo góður, að af bar. Þetta átti bara að vera kveðja til Sigurðar frá mér, með þakklæti til hans, Lilju, Kristínar og Eyvind- ar fyrir áratuga grannskap, sem aldrei bar skugga á. Sveinn Ágústsson, Ásum. Agústa Þórðar- dóttir — Minning en dvaldi á Bakkanum hvert sumar meðan heilsan leyfði. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði fyrir hana að koma inn í stóra fjölskyldu þótt hún hafí haft litla íbúð út af fyrir sig í kjallaranum. Þau höfðu verið svo lengi tvö ein, en hér vorum við sjö systkinin á aldrinum eins árs til tvítugs. En hún kvartaði aldrei og virtist aðlagast breyttum að- stæðum fljótt og vel. Hún var sívinnandi og pijónaði mikið og saumaði út. Ef okkur vantaði vettl- inga eða sokka átti hún ávallt á lagemum það sem okkur vanhagaði um. Hún tók virkan þátt í starfí aldraðra í Kópavogi meðan hún treysti sér til og naut þess til hins ýtrasta enda hafði hún bæði gaman af ferðalögum og eins að hitta fólk og taka í spil. Oft leitaði hugurinn austur á Bakka og góðar fréttir þaðan voru henni yndisauki fram í það síðasta. Hún naut þess að fá kunningjana í heimsókn og var alla tíð þakklát því fólki sem sýndi henni ræktarsemi. Oft var glatt á hjalla um jólin í Vogatungunni, en þar höfum við systkinin komið saman á jóladag eftir að við fluttum að heiman. Þá var slegið í spil og spiluð vist fram undir morgun oft á þrem til fjórum borðum. Þar var amma ávallt hrók- ur alls fagnaðar og driffjöðurin í spilamennskunni. Hún gat vakað manna lengst og spilað af snilld þótt við ungmennin værum aðfram komin af svefnleysi. „Já, geiin mín, nú eruð þið ekki að spila við neina spýtu." Svo hló hún og horfði íbygg- in á spilin sín. Fyrstu árin eftir að amma kom til okkar höfðum við það fyrir sið að fara öll saman a.m.k. einu sinni á vetri í leikhús. Þetta voru hátíð- legar stundir sem allir nutu en þó sennilega enginn líkt og amma sem bauð jafnan öllum hópnum á eftir í kjallarann til kaffídrykkju. Hún naut þessa af lífí og sál. Hún var heilsugóð lengst af og hafði fótavist þar til í vor að hún veiktist og var rúmliggjandi meira og minna í sumar. Nú er amma búin að fá hvíldina; þá hvíld sem hún beið í æðruleysi sem oftar en ekki var blönduð vissri tilhlökkun. Hún var nefnilega þess fullviss að þegar kallið kæmi væri stutt í að hún fengi að hitta horfna ástvini. Þeir myndu bíða hennar og fagna henni. Kallið kom 13. september og hún var jarðsungin frá Eyrarbakka- kirlqu þann 19. s.m. Við þökkum ömmu samveruna og góðar stundir sem eru okkur ómetanlegar. Við biðjum henni guðsblessunar; fari elsku amma í friði. Systkinin Vogatungu 8. Munið að LANCIA THEMA er fluttur inn af Bílaborg h/f. Það tryggir örugga endursölu og 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum, sem til þekkja. Opið laugar- daga frá kl. 1-5. BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1. S. 68 12 99. Fædd 17. ágúst 1891 Dáin 13. september 1987 Amma var fædd 17. ágúst 1891 að Klausturhólum í Grímsnesi, dótt- ir Þóreyjar Hinriksdóttur og Þórðar Hróbjartssonar. Hún fór ásamt móður sinni að Syðri-Brú í Grímsnesi þegar hún var á flórða ári og þar ólst hún upp. Þegar amma kom að Syðri-Brú bjuggu þar hjónin Guðbjörg Loftsdóttir og Sigurður Halldórsson. Amma talaði oft um hvað þau hefðu verið sér góð og margar skemmtilegar sögur sagði hún okkur frá þeim árum. Til marks um umhyggju Guðbjargar fyrir henni má nefna hvemig hún hirti hár hennar. Amma hafði mikið þykkt og sítt hár, Guðbjörg særði neðan af því í hvert skipti sem tungl var fullt. Alla tíð var gott samband milli ömmu og afkomenda þeirra Brúarhjóna. A Brú kynntist hún afa, Þorleifi Halldórssyni, sem kom þangað fyrst sem smalastrákur 10 ára gamall, en seinna var hann þar í kaupavinnu. Þau giftu sig 1915 en dvöldu áfram á Brú og þar fædd- ust tveir elstu drengimir þeirra. Sá eldri hlaut nafnið Sigurbergur eftir þeim Brúarhjónum; hinn yngri var skírður Halldór Valgeir. Amma og afí fluttust niður á Eyrarbakka haustið 1916 og sett- ust þar að í Einkofa með drengina sína og Þóreyju langömmu sem fluttist með þeim frá Brú og var hjá þeim þar til hún lést í hárri elli 1944. Amma og afi höfðu lengst af nokkrar kýr, kindur og hest auk kartöflugarða eins og tíðkaðist á Bakkanum á þeim árum. Afí var margar vertíðir í Sandgerði og þá varð amma að annast búið. Elstu drengimir tveir dóu báðir ungir að árum með sviplegum hætti. Sigurbergur lést 13 ára á sóttarsæng og Halldór Valgeir dmkknaði 21 árs. Á lífi eru Kjart- an, Þórey og Sigurbjörg móðir okkar. Árið 1971 urðu enn þáttaskil í lífi ömmu; þá féll afí frá. Þá treysti hún sér ekki til að vera ein í bænum sínum að vetrinum og flutti því til okkar í Vogatungu 8 um haustið, Gengisskráning 30.6.82 í landi Benz og BMW, Þýskalandi, biðu menn upp í 6 mánuði eftir Lancia Thema og segir það sína sögu. Þú þarft þó ekki að bíða, því að við eigum nú nokkra af þessum úrvalsbílum til afgreiðslu STRAX á frábæru verði, eða frá kr. 729.000,-. LANCIA THEMA er rúmgóður, FRAMDRIFINN lúxusbíll, sem sameinar íburð, þægindi og tækni- lega fullkomnun og er viður- kenndur sem einn af heimsins bestu bílum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.