Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 I i D- Þú hlýtur að skilja að túm heilflaska er miklu tómari en tóm hálf- flaska____ Þetta g’etur þú sagt, mamma. Mér er spurn: Hvaða skilning hafið þið á ástinni, þú og pabbi____? HÖGNI HREKKVtSI Lánasjóður íslenskra námsmanna; Að fara með rétt mál þrátt fyrir nafnleynd Til Velvakanda. Þann 30. september birtist bréf ónafngreindrar konu í Velvakanda og bar hún sig illa vegna afgreiðslu námslána,frá LÍN. í fyrsta; lagi er erfitt að sjá hvaða tilgangi það þjónar að fara með mál eins og þessi í dagblöðin, nema ætl- unin sé að koma með þeim hætti af stað almennum umræðum um úthlut- unarreglur sjóðsins, og ætti þá að geta þess sérstaklega. í öðru lagi er útreikningur náms- manns á námsláni fyrir skólaárið 1987/88 byggður á misskilningi. Námslán til einstaklings í leigu- eða eigin húsnæði er 25.950 kr. á mán- uði. Fari sumartekjur námsmanns fram úr 24.390 kr. á mánuði, þá kemur helmingur umframtekna til lækkunar á hámarksláni (9 mánuðir x 25.950 kr./mán. = 233.550). Flestir námsmenn vinna þrjá mán- uði á sumri og eru níu mánuði í skóla. Gefum okkur 2 námsmenn. A með 30.000 kr. í tekjur á mánuði og B með 40.000 kr. í tekjur á mán- uði í þrjá mánuði. Bréfritari segist hafa haft 30—40 þús. kr. á mánuði. A og B fengju eftirfarandi af- greiðslu: Hámarkslán Tekjur í leyfi Framf. í leyfi Mismunur 12.000 kr. á mánuði í námslán eins og hún heldur fram. Hið rétta er að hún fær lán einhversstaðar á bilinu 23.346-25.015. Við þessa upphæð bætist lán til bókakaupa, sem er á bilinu 8.300— 28.000, eftir því hvaða nám er stundað f Háskóla íslands. Mat á bókakostnaði byggist á upplýsingum, sem LÍN fær frá hinum ýmsu deild- um háskólans og í flestum tilvikum er þessum upplýsingum safnað af deildarfélögum, skipuðum fulltrúum námsmanna. Sú aðferð er höfð við afgreiðslu lána til fyrsta árs nema að þeir fá lán fyrir fyrstu önn eftir á, þegar ljóst er að þeir hafi skilað þeim náms- afköstum, sem sett eru sem skilyrði fyrir láni. Eftir þessa fyrstu þolraun fá fyrsta árs nemar líkt og aðrir aðstoð afgreidda fyrir fram. í lokin vil ég taka það fram að LÍN hefur takmarkað ráðstöfunarfé á hverju ári og reynt er eftir bestu getu að skipta því sem réttlátast nið- ur á milli þeirra, sem rétt eiga á láni. Sjálfsagt finnst sumum ýmislegt athugavert við vinnulagið hjá LÍN, en ég held að leiðin til betri verka sé tæpast sú að skrifa um það í dag- blöðin. Ábendingar og aðfínnslur mætti í það minnsta senda fyrst til LÍN áður en lengra er haldið. G J. óska ég góðs gengis í námi. Þorbjörn Guðjónsson, Lánasjóði islenskra náms- Hvað á að gera við aflóga fatnað? A 233.550 90.000 73.170 16.830 B 233.550 120.000 73.170 46.830 Helmingurinn af þessum mismun kemur til lækkunar á hámarksláni. Námsmaður A fær lán = 233.550— 16.830x0.5 = 225.135 eða 25.015 kr. á mánuði. B fær lán 233.550-46.870x05 = 210.115 eða 23.346 kr. á mánuði. Það er því rangt að bréfritari fái Heimilistæknir skrifar: Vill Velvakandi vera svo vænn að koma á framfæri fyrirspum um leiðir til að losna við aflóga fatnað. Svo er mál með vexti að hér á heim- ilinu lætur fólk sér mjög annt um útlit sitt og það svo að eftir því sem tízkuflíkum fjölgar þrengist í fata- skápunum því að fötin sem þykja ekki lengur nógu fín til að ganga í eru þrátt fyrir allt of góð til að fleygja þeim í öskutunnuna. Lengi vel var maður að eltast við að gefa þennan fatnað einhverjum sem hefði not fyrir hann, en undantekn- ingarlítið endaði það með leiðindum af því að fólk langar víst ekkert til að ganga í fötum af öðrum. Daglega flytja fjölmiðlar fréttir af fátæku og klæðalitlu fólki út um allan heim. Eitthvað rámar mig í að hafa heyrt það á skotspónum að hér hafi verið safnað fatnaði sem síðan var sendur þurfandi fólki í Póllandi. Er enn verið að safna hér fötum handa Pólveijum? Ef svo er, hvert er þá hægt að snúa sér? Flóttamannavandamálið í veröld- inni er gífurlegt eins og allir vita. Eru einhveijir aðilar hér sem safna fötum handa flóttamönnum? Með fyrirfram þökk fyrir skýr svör. Víkverji skrifar eim fjölgar ört, sem hafa áhyggjur af þróun íslenzkrar tungu. Víkverji þekkir fólk, sem þolir vart að hlusta á hinar nýju útvarps- stöðvar, horfa á sjónvarp eða fletta dagblöðum, vegna þess að hvarvetna blasir við, að íslenzkan er á undanhaldi. Til marks um þetta er m.a. lítið bréf, sem annar ritstjóri Morg- unblaðsins fékk sent í síðustu viku. Þetta var einkabréf, en bréfritari, Atli Heimir Sveins- son, tónskáld, hefur gefíð leyfi til, að það birtist hér á þessum stað. Bréfíð er svohljóðandi:,, Hvers konar blaði ritstýrir þú? Enskumælandi eða íslenzku - ? Allir titlar á kvikmyndum eru á ensku. T.d. laugardaginn 26. september í Mbl. bls 2 eru myndir Polanskís nefndar enskum nöfnum. Raunar grunar mig, að það hafí gilt um allar kvikmyndir á góðri hátið. Við eigum að segja Hnífur í vatni en ekki Knife in the water og Dans blóðsug- anna en ekki Dance of the Wampire. Þetta fjölmiðla-lið er að verða óþolandi t.d. vegna ótímabærra enskuslettna, sem væntanlega á að bera vott um menntun og heimsmennsku. Kipptu þessu samstundis í lag fyrir okkur öll. Fyrirgefðu fljótaskriftina. Þinn Atli Heim- ir.“ xxx etta bréf Atla Heimis Sveinssonar er eitt dæmi af mörgum um ótta góðra manna um það, að við séum að glata tungu okkar. Af sömu ástæðum gerði Víkverji at- hugasemdir við hrognamál í golfþætti Stöðvar 2 fyrir skömmu. Björgúlfur Lúðvíks- son, sem hefur umsjón með þeim þáttum svaraði hraust- lega fyrir sig í bréfí til Víkveija, sem birt var sl. föstu- dag. Sum rök hans eru góð og gild eins og t.d. þau, að menn þurfi að hafa einhveija þekkingu á viðkomandi íþrótt til þess að skilja það, sem fram fer. Aðrar röksemdir duga ekki. Björgúlfur segir t.d.:„Til að sýna lesendum Morgun- blaðsins fram á, að hér fer Víkveiji með rangt mál, skal nú telja upp þau erlendu orð, sem ég notaði í viðkomandi lýsingu í umræddum golf- þætti: Birdie, eagle, par, put og putter. Þetta eru alls 5 er- lend orð.“ En það er líka nóg! Þessi 5 erlendu orð voru notuð svo oft í golfþættinum, að úr því varð hrognamál. xxx Athugasemdir Víkveija snúa ekki að Björgúlfí Lúðvíkssyni persónulega. í stað þess að veitast að Víkveija og saka hann um hroka ætti Björgúlfur að leggja áherzlu á að flytja golf- þætti sína á íslenzku máli og fá til þess aðstoð góðra íslenzkumanna. Eins og bréf Atla Heimis Sveinssonar sýnir er meðferð íslenzks máls sam- eiginlegt vandamál fjölmiðl- anna. Þótt Víkveiji hafi gert golfþátt Stöðvar 2 að umtals- efni er eins hægt að taka Morgunblaðið á hveijum degi til umfjöllunar. Við snúum ekki vörn í sókn nema með sameiginlegu átaki - hver á sínum vettvangi. 1 IV) -K V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.