Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 35 Útboð á framkvæmdum við Egilsstaðaflugvöll: „Matthías átti að semja við heima- menn“ - segirHall- dór Asgríms- son sjávarút- vegsráðherra „AFSTAÐA þingmanna Austurlands liggur ljós fyrir. Við erum sammála um að leggja á það áherslu að verk- ið verði unnið af heimamönn- um,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra og 1. þingmaður Austurlands. „Það eru nógu mörg og slæm dæmi um að verktakar komi austur og skilji eftir sig skuldaslóð. Ég fæ ekki séð að það þjóni hagsmunum rikisins að menn standi í vanskilum og óreiðu við heimamenn." Halldór kvað það sína skoðun að Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra hefði átt að ganga til samninga við Sam- starfsfélag véla og tækjaeig- enda. „Samningar stóðu yfir og fyrri samgönguráðherra hafði ákveðið að það ætti að semja við þetta félag. Ég legg ekkert mat á það fyrir hvaða upphæð hafí átt að semja né á hvaða nótum. Miðað við það hvemig staðið var að málinu frá upphafí átti að Ijúka því. Nú hefur skapast órói sem er slæmur fyrir alla hlutaðeig- andi,“ sagði ráðherra. Halldór sagði að þótt viss samkeppni væri æskileg hlyti það að vera hagsmunamál að í hveijum landshluta störfuðu öflugir verktakar. Ef fótunum væri kippt undan starfsemi þeirra yrðu engir til að sinna viðhaldi og smærri verkefnum. „Það er samgönguráðherra að leysa þetta mál og ég sé ekki að aðrir muni blanda sér í það, þing eða ríkisstjóm," sagði Halldór aðspurður. Bæjarstjórn Egilsstaða fundar um flugvallarmálið Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson „Teljum að samningaleiðin hafi ekki verið fullreynd“ - segir forseti bæjarstjórnar. Viðræður án skuldbindinga sem lauk án niðurstöðu, segir aðstoðarmaður samgönguráðherra „VIÐ TELJUM að samningaleið- in hafi ekki verið fullreynd. Svo virðist sem ákvörðun ráðherra að efna tíl útboðs hafi verið byggð á röngum forsendum. Þvi vildum við skýra hvað að baki tilboði heimamanna liggur, enda teljum við að nyög lítið beri í milli þess og kostnaðaráætlun- ar,“ sagði Helgi HaUdórsson forseti bæjarstjórnar á Egils- stöðum á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði i gær. Þangað kom Helgi við þriðja mann til að ná fundum Matthiasar Á. Mathiesen samgönguráðherra út af deilu þeirri er spunnist hefur vegna útboðs á framkvæmdum við Eg- ilsstaðaflugvöll. Ráðherrann hefur legið á spítalanum undan- farnar vikur eftir uppskurð. Þeir sem vitjuðu ráðherra á sjúkrabeðnum voru auk Helga, Sig- urður Öm Símonarsson bæjarstjóri og Einar Rafn Haraldsson formaður atvinnumálanefndar. Sögðust þeir reka erindi sveitarfélagsins því það væri ótvírætt hagsmunamál íbúa á Fljótsdalshéraði að framkvæmdir við flugvöllinn væra á hendi heima- manna. Eins og greint hefur verið frá í blaðinu ákvað samgönguráðherra að bjóða út framkvæmdir við Egils- staðaflugvöll þar sem ekki hefðu náðst samningar við heimamenn. Sendinefndin hafði meðferðis mót- mælabréf bæjarstjómar Egilsstaða þar sem þess er krafíst að „full- reynt verði hvort samningar náist áður en verkið verður boðið út á landsvísu." Að sögn Hreins Loftssonar að- stoðarmanns samgönguráðherra verður bréfi bæjarstjómar svarað í dag og vildi hann ekki tjá sig um efni þess að svo stöddu. Engin meinar heima- mönnum þátttöku „Heimamönnum var gefínn kost- ur á því að koma með lokatilboð eftir að þeir höfðu lækkað fyrsta boð sitt úr 59 milljónum króna í 54 milljónir. Það kom ekkert afger- andi frá þeim og því var viðræðum slitið. Þeir fengu sitt tækifæri en notuðu það illa. En þótt til útboðs komi meinar að sjálfsögðu enginn heimamönnum að bjóða í verkið," sagði Hreinn. Fríðarþing 1 Reykjavík: Friðarskeyti send til leiðtoga risaveldanna Á SUNNUDAG lauk hringborðs- umræðum á hótelinu Holiday Inn, sem „Alþjóðleg samtök frið- arhreyfinga" stóðu fyrir, en þær fóru fram undir fyrirsögninni „Ári efdr Reykjavíkurfundinn — vonir og vandamál" og stóðu 3.-4. október. Þessum samræðum lauk með þvi að þeim Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev, Sovétleiðtoga, voru send skeyti þar sem þátttakendur fögnuðu væntanlegu samkomu- lagi um upprætingu meðal- drægra kjamorkuflauga. Á blaðamannafundi, sem haldinn var eftir ráðstefnuna, kom fram að þátttakendur hefðu verið á einu máli um mikilvægi Reykjavíkur- fundarins í þágu þess samkomu- lags, sem nú er á döfínni. Við setningu ráðstefnunnar ávarpaði Steingrímur Hermannson, utanrfkisráðherra, samkunduna og sagði almenningsálit og þrýsting þess hafa skipt meginmáli ( þvf að risaveldin hefðu náð þeim árangri í afvopnunarmálum, sem raun bæri vitni um. í fyrmefndu skeyti, sem leiðtogum risaveldanna var sent, var þessum merka áfanga fagnað og leiðtogamir hvattir til frekari dáða. Á fundinum var áhersla lögð á að efla bæri friðarappeldi, en í fréttatilkynningu var ekki kveðið nánar á um með hvaða hætti slíkt uppeldi ætti að fara fram. íslenskir þátttakendur sögðu þó að ljóst væri að slíkt uppeldi þyrfti að hefj- ast hið fyrsta og bentu á að á dagheimilum hefðu fóstrar gengist fyrir sérstakri „friðarkeðju" þar sem bömum hefði verið kennd nauðsyn hluta eins og samvinnu, nærgætni í umgengni við náttúruna o.s.frv. til þess að efla friðarvilja. Nokkur umræða varð um ráð- stefnuna áður en hún var haldin og gerðu sumir því skóna að hún væri haldin að undirlagi Heims- friðarráðsins, sem ekki væri annað en leppur Sovétmanna. Þegar fund- armenn vora spurðir um hvemig ráðstefnan hefði verið fjármögnuð vora svör loðin, en einn fundar- manna, Bandaríkjamaðurinn Irving Stolberg sagðist ekki í nokkram vafa um að framlag Sovétmanna til hennar hefði verið rausnarlegt. Hann sagði það ekki skipta sig miklu máli, það sem máli skipti væri að fólk hittist og ræddi saman um friðarmál. Auk þeirrar friðarhreyfínga íslenskra, sem fulltrúa sendu á ráð- stefnuna, vora eftirfarandi fulltrúar stjómmálaflokka og samtaka þar: Ásgeir Hannes Eiríksson frá Borg- araflokknum, Friðrik Einarsson og Sigrún G. Baldvinsdóttir frá Flokki mannsins, Guðríður Elíasdóttir frá ASÍ, Guðrún Agnarsdóttir frá Kvennaframboðinu, Jón Kristjáns- son frá Framsóknarflokknum, Methúsalem Þórisson fyrir hönd íslenskra græningja, Ólafur Ragnar Grímsson frá Alþýðubandalaginu og Þingmannasamtökum fyrir hnattrænu átaki, og Ragna Ólafs- dóttir frá Kennarasambandinu. Stjóm Verktakasambands ís- lands sendi í gær frá sér ályktun þar sem hörmuð era „skammsýnis- sjónarmið að loka beri ákveðnum landssvæðum fyrir samkeppni." Telur stjómin þjóðhagslega hag- kvæmt að þekking og tæki séu flutt milli landshluta. Staðsetning í heimabyggð sé enda nægt forskot fyrir heimamenn f samkeppni. Stjómin segist treysta ríkisstjóm íslands til að fara að lögum um opinberar framkvæmdir. „Við leggjumst ekki gegn útboði almennt en teljum að það eigi að fullreyna samninga áður en til þess kemur. Það sem við geram einng athugasemd við er hvemig tilboð era metin. Það era mýmörg dæmi um að utanaðkomandi verktakar hafí með undirboðum fengið verk- efni, en síðan farið á hausinn eða langt fram úr kostnaðaráætlun. Eftir þá liggja skuldaslóðar og skaði sem heimamönnum verður aldrei bættur," sagði Einar Rafn Haralds- son. Ráðuneytið gaf ein hliða mynd af málinu „Það verður að taka alla þætti inn í reikninginn. Ef samið er við marga litla aðila f stað eins stórs veitir það fleiram vinnu, eykur skatttekjur og útsvar og getur því verið baeði ríkinu og sveitarfélaginu hagstæðara." Þeir félagar sögðu að ráðuneytið hefði gefíð einhliða mynd af mál- inu. Það væri rangt að slitnað hefði upp úr samningaviðræðum, því flugmálastjóri hefði aldrei fengið umboð til að ganga frá samningum. Kostnaðaráætlun Almennu verk- fræðistofunnar sem lögð hefði verið til grandvallar væri einnig villandi. Þar væri til dæmis ekki reiknuð með Iaunahækkun 1. október og kostnaður við vegagerð frá mal- arnámi að flugvelli væri vanmetinn. Heimamenn hefðu auk þess gert ráð fyrir meiri framkvæmdahraða og dagsektum en verkfræðistofan ekki. Almenna verkfræðistofan taldi að á markaðsverði mætti vinna verkið fyrir 42-45 milljónir króna. Á taxta Vegagerðar ríkisins kostar verkið 48 milljónir króna en sfðasta tilboð Samstarfsfélag bíla og véla- eigenda á Fljótsdalshéraði áður en flugmálastjóm sleit viðræðum hljóðaði upp á 45-50 milljónir króna. „í bréfi Flugmálastjómar til sam- starfsfélagsins á sínum tíma var gefínn kostur á öllum upplýsingum um verkið til að gera þeim kleyft að leggja fram raunhæft tilboð. Eftir að áætlun Almennu verk- fræðistofunnar var lögð fram lækkuðu heimamenn tilboð sitt úr 54 milljónum króna og lýstu sig tilbúna að vinna verkið fyrir 45-50 milljónir króna. Ráðuneytið heimil- aði viðræður án skuldbinga og þeim lauk án niðurstöðu," sagði Hreinn Loftsson. „Ráðherra gerir rétt“ - segirSverrir Hermannsson „ÉG TEL að samgönguráð- herra geri rétt og hafi raunar ekki átt annarra kosta völ eins og staðan var f málinu,“ sagði Sverrir Her- mannsson, 4. þingmaður Austurlands, aðspurður um deiluna vegna framkvæmda við Egilsstaðaflugvöll. „Þarna er um stórar upp- hæðir að ræða. Óskhyggja má ekki ráða. Þegar ráðist er f slíkar framkvæmdir verða allar ákvarðanir að standast smásjárskoðun,“ sagði Sverrir. „Fyrrverandi samgönguráð- herra heimilaði viðræður við austanmenn og þeim samn- ingaviðræðum lauk þegar fram var komið tilboð sem var 15-17 milljónum króna hærra en áætl- un gerði ráð fyrir. Allt laust tal nú um að lækka þá upphæð þjónar engum tiígangi. Að sögn flugmálasljóra lá ljóst fyrir að viðræðunum væri lokið. Hann hafði gert allt til að samningar næðust." Sverrir sagði að' útboð á framkvæmdunum væri í sam- ræmi við stefnu Sjálfstæðis- flokksins og viðleitni til að lækka útgjöld rfkisins. „Það er þó mikilvægt að vélaeigendur á Austurlandi nái saman um verkið og ég hef trú á því að svo megi verða," sagði hann. Gólfflísar SIEMENS GLÆSILEG ELDAVÉL i MEÐBAKSTURSVAGNI handa HL6602 Yfir-og undirhiti, blást- ur, blástursgrill og keramíkhelluborð. SMITH& NORLAND Nóatúni 4. S. 28300. jttgygmrftfaftifr Mslsölubbðá hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.