Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 48
?oor a'rrcrA,rvr> a airr» *rniTaTCTrr maA TtTT/rTTrrar>M 48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Norrænt bindindis- þing á Akureyri Stiklur að loknu þingi Alþjóða heilbrigðismálastofnunin leggur til að dregið verði úr áfeng- isneyslu um 25% til næstu aldamóta. eftirÁrna Einarsson Á meðan regnský byrgðu frænd- um okkar annars staðar á Norður- löndum sólarsýn og hindruðu komu vorsins lék veðrið við hina tæplega 200 þátttakendur á 30. Norræna bindindisþinginu, sem að þessu sinni var haldið á Akureyri dagana 22.-26. júní sl. Þótt veðrið hefði sitt að segja um ánægju manna á þessu þingi vógu móttökur heima- manna þungt, bæði ráðamanna og allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við þinghald og afþreyingu. Bæjar- stjóm Akureyrar sýndi hlýhug sinn með því að bjóða öllum gestum þingsins til kvöldverðar. Norræn bindindisþing eru haldin 3. hvert ár til skiptis á Norðurlönd- unum en fyrir þeim stendur Norræna bindindisráðið. Samvinnu- nefnd bindindismanna, sem að standa níu íslensk bindindissamtök, stofnanir og fyrirtæki, hafði með höndum framkvæmd þingsins að þessu sinni en það var hið 30. í röðinni. Allt frá því að fyrsta bindindis- þingið var haldið í Gautaborg árið 1899 hafa þau verið vettvangur upplýsinga og skoðanaskipta um það sem er á döfinni í áfengismálum og bindindisstarfi hveiju sinni. í stuttu máli er ómögulegt að gera tæmandi grein fyrir öllum fyr- irlestrum sem fluttir voru; svo víða var komið við. Með einum eða öðr- um hætti báru þó flestir þeirra merki þeirra viðhorfa sem runnin eru frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni og setja æ meiri svip á umræðu um áfengismál, þ.e. að til að stuðla að bættu heilsufari þurfi þjóðir að draga úr áfengisneyslu sinni. Ríkis- stjómir flestra Norðurlandanna hafa samþykkt áætlun WHO um bætt heilsufar fram til ársins 2000. En orð eru eitt og athafnir annað. Ljóst er að til að það markmið WHO að draga úr áfengisneyslu um fjórð- ung fram að næstu aldamótum náist, þarf samstillt átak stjóm- valda, félagasamtaka og einstakl- inga. Sá vilji er til staðar eins og kom fram i máli Jóns Helgasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Sigfúsar Jónssonar bæjarstjóra á Akureyri sem fluttu báðir ávörp við setningu þingsins í Akureyrar- kirkju. Lifa lífinu án vímuefna Leiðir að þessu marki kunna að vera margar. Dr. Tómas Helgason sagði m.a. í lokaorðum fyrirlestrar síns um rannsóknir á áfengismálum á íslandi: „Það má ljóst vera að það er erfítt að koma á vímuefnalausu samfélagi. Að því verður þó að keppa að flestir lifi lífi sínu sem mest án vímuefna með því að draga úr áfengisneyslu sinni. Nauðsynlegt er í þessu samhengi að engir hafi einkahagsmuna að gæta í fram- leiðslu og sölu áfengis og annarra vímuefna; að draga úr framboði; að draga úr eftirspum með upplýs- ingastarfi og viðhorfsmótun; að finna með rannsóknum orsakir notkunar og misnotkunar svo að hafa megi áhrif þar á og finna möguleika á nýjum lífsvenjum; að leggja áherslu á að greina áhættu- hópa meðal bama og unglinga." Fjórtán milljónir í bindindisfélög Sovétmenn leggja þessa þætti til grundvallar átaks í áfengismálum eins og fram kom í erindi Igors Astaphievs varaformanns samtaka um bindindisstarf í Sovétríkjunum. Ýmsar hömlur hafa verið settar á sölu áfengis. Áfengir drykkir eru ekki lengur seldir fólki undir 21 árs aldri. Opnunartími áfengisverslana hefur verið styttur og þeim fækk- að. Einnig hefur verið dregið úr framleiðslu áfengis og aukin áhersla lögð á framleiðslu og sölu óáfengra drykkja af ýmsu tæi. Sem lið í baráttunni gegn áfeng- isneyslu voru stofnuð samtök þau sem Astaphiev er fulltrúi fyrir. Inn vébanda þeirra eru nú um fjórtán milljónir manna, 18 ára og eldra, sem hafnar neyslu áfengis alfarið. Aðgerðir Sovétmanna eru þegar farnar að skila árangri. Áfengissala hefur minnkað um helming á tveim- ur árum, dregið hefur úr aðsókn á afvötnunarstöðvar, áfengistengd- um glæpum fækkað um 25% og — í fyrsta sinn í langan tíma — lækk- ar dánartíðni úr 10,6 í 9,7 af hverju þúsundi íbúa og í fyrsta skipti á 10 árum hækkar meðalaldur þjóð- arinnar. Heildarneysla mæli- kvarði á Ijónið Tillögur Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar byggja á rannsóknum sem sýna að tjón af völdum áfengis- neyslu fer eftir heildameyslu þess í viðkomandi samfélagi. Esa Öster- berg (Finnlandi) greindi frá því að rannsóknir á Norðurlöndunum styddu niðurstöður WHO. Fylgni einstakra þátta við heildameysluna kynni að vera mismunandi eftir löndum og nefndi lága tíðni skorpu- lifrar hér á landi í því sambandi. í heild væri hins vegar fylgni. Því þyrfti, ef ætlunin væri að draga úr tjóninu, að beina aðgerðum að þjóð- um í heild en ekki einungis áhættu- hópum. Neysluvenjur áhættuhópa eigi sér uppmna í venjum samfé- lagsins. Möguleikar á að breyta háttum áhættuhópanna em undir því komnir hvort tekst að breyta venjum samfélagsins í heild. Tjón vegna áfengis ákvarðast af mörgum þáttum m.a. heildameyslu, fjölda stórdrykkjumanna, fjölda þeirra sem drekka sig ölvaða, tíðni ölvun- ar og þeim aðstæðum sem áfengis er neytt við, svo og ýmsum sam- félagsþáttum, sumum tímabundn- um. Því fylgja ýmis tæknileg vandamál að nota einfalda mæliein- ingu eða stuðul til að lýsa hinum margvíslegu hliðum áfengisvanda- mála. Áfengisneysluvenjur og fjölmiðlar Áætlanir um minni neyslu og/eða breytta neysluhætti hafa leitt til þess að farið er að gefa gaum fleiri þáttum áfengismála en fyrr. Einn slíkur er þáttur fjölmiðla. Lilian Nowak (Svíþjóð) skýrði frá könnun sem gerð var í Svíþjóð árin 1983 og 1984 og náði til 102 sjónvarps- mynda (100 klst. útsendingartíma) og átti að leiða í ljós hvaða mynd dregin er upp af áfengi og áhrifum neyslu þess í kvikmyndum sem sýndar eru þar í landi. Af ýmsum áhugaverðum niður- stöðum má nefna að um 3000 manns eru sýndar við drykkju og í aðeins 27 skipti neitar einhver áfengum drykk sem honum er boð- inn. Oftast er um að ræða einstakl- inga sem í öðrum tilvikum neyta áfengis. í heild gáfu kvikmyndimar litla vísbendingu um að áfengi er mikið samfélagsvandamál. Nær aldrei var ýjað að tengslum áfengisneyslu og afbrota, slysa, sjúkdóma og dauðs- falla. í tengslum við flest drykkjutil- vik komu hins vegar fram jákvæð ummæli um áfengi og áhrif neyslu þess. Hvaða áhrif þetta hefur á áhorf- andann er ekkert fullyrt um í þessari könnun en ætla má að áhrif- in verði þau að smám saman verði til væntingar eða forskrift að hegð- un/háttum sem talin eru jákvæð og eftirsóknarverð. Ekkert áfengi í umferðinni Á ári hverju láta margir lífið í umferðinni hér á landi sem annars staðar. Dauða margra þeirra má rekja til áfengisneyslu, eigin eða annarra. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir þeirri hættu sem fylgir því að stjórna ökutæki undir áhrifum áfengis. Krafa um svonefnd 0,0 mörk hefur því fengið byr undir vængi eins og Lars-Gunnar Tanner- fors frá Bindindisfélagi ökumanna í Svíþjóð sagði frá. Með 0,0 mörkun- um er átt við að óleyfilegt verði að stjórna ökutæki með nokkurt áfengismagn í blóði. Mörkin, sem miðað er við hér á landi, eru 0,5 prómill. Möguleikar bind- indissamtaka Helge Kolstad framkvæmdastjóri Samvinnunefndar bindindismanna í Noregi ræddi um ýmsar leiðir til að draga úr neyslu áfengis: Bann, takmörkun aðgengis, upplýsingar, vímulausa valkosti, greiningu vandamála og meðferð. Helge fjall- aði einnig um möguleika og þátt bindindissamtaka. Fordæmi hinna fullorðnu Böm og unglingar em sá hópur sem oftast er nefndur þegar rætt er um forvamastarf í fíkniefnamál- um. Þennan hóp gerði Kjell E. Johanson formaður IOGT í Svíþjóð að umtalsefni: Staða ungs fólks í áfengissinnuðu samfélagi. Fjallaði hann m.a. um afstöðu fólks til ungl- inga og það að verða fullorðinn. Lagði Kjell mikla áherslu á mikil- vægi fordæmis hinna fullorðnu og þess „hlutverks" sem þeir gefa áfengi í lífí sínu. „Núna emm við að leggja gmnninn að áfengis- vandamálunum sem við munum kljást við árið 1995 sagði hann að lokum.“ Áfengismálastef na sveitarstjórna Sú sjálfsagða krafa er gerð til stjómvalda að þau fylgi einhverri stefnu í áfengismálum. Alls staðar á Norðurlöndum em í gildi áfengis- lög þar sem m.a. kemur fram sú stefna sem fylgt er á landsvísu. Sveitar- og bæjarstjómir hafa hins vegar síður sett sér leikreglur á þessu sviði. Jan Linde (Svíþjóð) gerði grein fyrir verkefni í Svíþjóð þar sem reynt er að vekja áhuga sveitarstjóma á að koma sér saman um staðbundna áfengismálastefnu. Aukinn áhugi er í þessa vem hér á landi og hafa ýmsar sveitar- og bæjarstjómir gert samþykktir um fíkniefnamál (þ.á m. áfengi). Oft er þeim þó lítið fylgt eftir. Bindindisstarf í endurskoðun Á það er oft bent að bindindis- samtök eigi erfitt með að færa sér í nyt ríkjandi aðstæður í samfélag- inu. Bent er að kjaminn í þeim samtökum sé aldrað fólk sem taki lítinn þátt í þeim samfélagsbreyt- ingum sem eigi sér stað. Ábending- ar sem þessar eiga nokkum rétt á sér og því er hugað að þróun í bind- indisstarfi. Erkki Kaikkonen sagði frá endurskoðun bindindisstarfs í Finnlandi. Gerði hann að umtalsefni álit nefndar sem skipuð var til að endurskoða ýmsar hugmyndir og skilgreiningar bindindissamtaka. Þar á meðal skilgreiningu á hugtak- inu bindindi. Venjulegast er að tala um bindindi sem lífsstíl eða lífsvenju. Finnska nefndin telur þá skilgreiningu full takmarkaða (passífa) þar sem m.a. kannanir (SIFO) á þeim sem ekki neyta áfengis leiði í Ijós að þeir eiga ýmislegt fleira sameiginlegt en bindindi á áfengi og önnur vímu- efni, s.s. að bindindismenn em í heild virkari þátttakendur í sam- félaginu, umhverfisvemdarsinnaðri og er umhugaðra um heilsu sína en almennt er. Nefndin telur þetta sýna að bindindi velji fólk ekki fyr- ir tilviljun heldur sé það hluti heildarlífssýnar eða lífsstjómunar. Áfengismálalumræðan í Danmörku Danir standa nokkuð sér í áfeng- I upphafí ska/ endingu skoða... Miele heimilistækin frá Vestur-Þýskalandi. Heimsþekkt fyrir tæknilega fullkomnun, hönnun og afburða endingu. Veldu Miele — annað er málamiðlun. o JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF Sundaborg 13 — sími (91)688588 Miele þvottavélar. Þvo og vinda vel. Þvottavélar með níu líf. Miele þurrkarar. Nákvæm rakastilling. Miele uppþvottavélar. Hljóðlátar. Skila skínandi hreinu. Miele ryksugur. Vandaðar og vinna vel. Settu gæðin á qddjn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.