Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 31 Mexicó: Eftirmaður for- setans útnefndur Mexicó City, Reuter. STJÓRNARFLOKKURINN í Mexicó hefur útncfnt Carlos Sa- linas de Gortari sem forsetaefní flokksins i konsíngum sem fram fara i júlí á nœsta ári. Tekur hann við af Míguel de la Madrid f orseta og hef ur de Gortari heit- ið að vinna áfram að endurakipu- lagiiingu efnahagslifs landsins. Fullvíst er talið að de Gortari verði næsti forseti landsins en stjómarflokkurinn hefur ekki tapað forsetakosningum frá því hann var stpfhaður árið 1929. Carlos Salinas de Gortari hefur átt drjúgan þátt í að skipuleggja efnahagsstefhu stjórnar de la Madrid, sem hefur einkennst af aðhaldsaðgerðum auk þess sem leitað hefur verið leiða til að draga úr skuldasöfhun erlendis. í rœðu sem hann hélt eftir að hafa hlotið útnefningu flokksins sagði de Gorteri að hann myndi vinna í anda de la Madrid hlyti hann til þess umboð kjósenda. Hafði hann á orði að ekki væri verjandi að kasta því á glæ sem áunnist hefði en að sögn hagfræðinga hefur efnahagsstefhan skilað nokkrum árangri á þessu ári. Stjórnmála- skýrendur kváðust búast við að de Gorteri myndi fylgja stefnu stjórnar de la Madrid en bentu jafnframt á að hefð væri fyrir því í Mexicó að Zambía: Sontir Kaunda dó úr alnæmi Lunaka, Reuter. KENNETH Kaunda, forseti Zambfu, skýrði frá því á sunnu- dag, að souur hans hefði látist úr alnæmi og skoraði hann jaf n- framt á alþjóðastofnanir og heim allan að sameinast i baráttunni við þennan banvæna sjúkdóm. Masuzyo, sonur Kaunda, lést ( desember í fyrra og á blaðamanna- fundi á sunnudag var Kaunda spurður hvort rétt væri, að hann hefði látist úr alnæmi. „Þaö er ekk- ert að fela," sagði Kaunda. „Ég veit ekki hvemig sonur minn smitaðist en það þarf ekki dauða hans til svo ég skori á alþjóðastofnanir að takast á við þennan vágest, sem ógnar allri heimsbyggðinni," sagði Kaunda og fór hörðum orðum um þá, sem telja alnæmið upprunnið f Afrfku. í Zambíu hefur verið skýrt frá 395 alnæmistilfellum en margir læknar telja þá tölu vera út í hött, hún sé f raun margfalt hærri. í Zambfu er læknum bannað að birta upplýsingar varðandi starf sitt nema með leyfi yfirvaldanna. verðandi forsetar lýstu yfir stuðn- ingi við forvera sína þar til þeir t.ækju við völdum. Sagan sýndi að eftir það gæti allt gerst. Salinas de Gorteri hefur beitt sér fyrir þvi að tekin verði upp aukin harka f samskiptum við erlenda lánadrottna landsmanna. Þannig tókst stjórninni að semja um hag- stæðari kjör á endurgreiðslum lána á þessu ári. Hann hefur einnig hvatt til þess að átak verði gert á sviði iðnframleiðslu í því skyni að gera landsmenn sfður háða tekjum af olíuútflutningi. Carlos Salinas de Gorteri er 39 ára gamall og lauk hann námi f hagfræði árið 1969. Hann hefur verið við nám í Harvard-háskóla ' Bandaríkjunum og lauk þaðan dokt- orsprófi f hagfræði og stjórnmála- fraeði. Interpolis- skákmótið: Timman heldur forystu HOLLENSKI skákmaðurinn Jan Timmau heldur enn for- ystu sinni á Interpolis skákmót- inu í Hollandi. Hann gerði jafntefli við sœnska skákmann- inn Ulf Anderson i þrettándu umferð og hefur nú 8 vinninga. Vestur-þýski skákmaðurinn Ro- bert Hiibner og Júgóslavinn Nikolic eru í 2. og 3. sæti með 7Va vinning. Hiibner gerði jafh- tefli við Júgóslavann Ljubojevic í þrettándu umferð. Aðrar skákir í umferðinni fóm sem hér segir: Nikolic gerði jafntefli við Sovét- manninn Sokolov og Viktor Korchnoi lagði Sovétmanninn Yu- supov að velli. Korchnoi og Yusupov em í 4. og 5. sæti með 6Vs vinning, And- ersson er í 6. sæti með 6 vinninga, Sokolov hefur 5Ví vinning og Ljubojevic 4V« vinning. f tólftu umferð bar Nikolic sig- urorð af Húbner. Ljubojevic tefldi við Andersson, Yusupov við Tim- man og Korchnoi við Sokolov og lyktaði skákum þeirra öllum með jafntefli. ð og reglul- ^sauskattu, Sorntalskr Duni er ódýrasti barinn í bœnunrv Verðfrá kr. 9.850. Hinir heimsþekktu sturtuklefarog baðhurðir Stapahrauni 2, Hafnarfírði, s: 651550 Utsölustaðir: Vald. Poulsen, Rvik B.B. byggingavörur, Rvik Húsið, Rvík Pensillinn, isafirði Byggirsf., Patreksfirði Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Þ. Skagfjörð, Sauðárttróki KEA byggingavörur, Akureyri Skaptihf., Akureyri Kaupf. Þingeyinga, Húsavik Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupf. Fram, Neskaupstað Kaupf. A.-Skaftfellinga, Höfn Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfélagið Þór. Hellu GÁ Böðvarsson, Selfossi Kaupfélag Vestmannaeyja, byggingavd. Járn og skip, Keflavík Hvíldar, hressingar og heilsubótarferð eldri borgara á luxushótelið Sandansky 3.9. 3ja vikna hressingardvöl á luxus heilsubótarhóteli. íslensk hjúkrunarkona með í ferðinni. 5000 kr. afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. Hægt er að fara sérferðir til Saloniki í Grikklandi og ýmissa staða í Búlgaríu. Mögulegt er að dvelja nokkra daga í Kaupmannahöfn í upphafi og lok- um ferðar. ERUM FLUTT'I MIÐBORGINA FERDA&WAL hf Hafnarstræti 18 sími14480 - 12534 <¦ »#»¦! i. * I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.