Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Morgunblaðið/Þorkell Frá fundi Útvarpsréttarnefndar. Ingvar Gíslason, varaformaður nefndarinnar, Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Kjartan Gunnarsson, formaður nefndarinnar. Honum á vinstri hönd situr Þórunn Hafstein, lögfræðingur menntamálaráðuneytisins. Útvarpsréttarnefnd og fijálsu ljósvakamiðlarnir: Gagnrýni á starf- semi menningarsjóðs Aherzla lögð á bætt málfar Útvarpsréttarnefnd hélt um helgina fund með þeim, sem fengið hafa leyfi til útvarps- eða sjónvarpsrekstrar síðan núgild- andi lög þar að lútandi tóku gildi. A fundinum kom fram, að eig- endur þessara stöðva ætla að stofna með sér hagsmunasam- tök. Ennfremur kom fram óánægja með starfsemi menning- arsjóðs, en honum er ætlað að styrkja innlenda dagskrárgerð. Kjartan Gunnarsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta hefði verið góður fundur og skoðanaskipti um framkvæmd laganna jákvæð. Fund- urinn hefði staðið í heilan dag og ávörp hefðu flutt Ingvar Gíslason, varaformaður nefndarinnar, Ámi Gunnarsson, einn nefndarmanna, Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2 og Einar Sigurðs- son, útvarpsstjóri Bylgjunnar. Til fundarins hefðu verið mættir allir fulltrúar þeirra, sem hafið hefðu rekstur og nokkrir frá þeim, sem væru að hefja hann. Kjartan gat þess ennfremur að talsverð gangrýni hefði komið fram á Menningarsjóð, sem ætlað væri að styrkja innlenda dagskrárgerð. Menn segðu að hann væri tilgangs- lítið vandræðabam og milliliður, sem ekki þjónaði tilgangi sínum nægilega vel. Honum væri ætlað að styrkja innlenda dagskrárgerð, en svo virtist sem allt fé hans færi í rekstur Sinfóníunnar. Þá hefði einnig komið fram að útvarpsstöðv- amar og Stöð 2 hygðust stofna með sér hagsmunafélag. Loks gat hann þess, að af hálfu útvarpsrétt- amefndar hefði verið lögð áherzla á bætt málfar starfsmanna fijálsu stöðvanna og hefðu stjómendur þeirra tekið því vel. Óskar Hallgrímsson félagsmálaráðuneyti: Frystíhús mikið tíl búin að ráða erlent verkafólk VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 05.10.87 YFIRLIT á hádegi í gnr: Hæð er yfir Græniandi en lægö austur af Jan Mayen. Líklega myndast lægð á Grænlandshafi á fimmtudag og mun hún fara suðaustur. SPÁ: f dag verður norðan- og norðaustanátt á landinu, víða hvöss vestanlands en eitthvað hægari austanlands. Él eða slydduél verða að heita má um allt land, Þó er von til að úrkomulaust eða úrkomu- lítið verði suðaustanlands. Frost 2—4 stig vestan- og norðanlands en 1 til 4 stiga hiti suöaustan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR: Norðanátt, viða nokkuð hvöss. Hiti nálægt frost- marki að deginum og bjart veður sunnanlands, en eljagangur og frost um norðanvert landið. FIMMTUDAGUR: Enn veröur norðlæg átt á landinu, en orðin mun hægari vestanlands. Él verða á Noröur- og Norðausturlandi en ef til vill einnig suðvestanlands, en bjart á Suðausturlandi. Kalt verð- ur áfram. VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 ígar aö ísl. tíma Akurayri Reykjavik hlti 6 2 veður tkflað Bergen 12 rlgnlng Heltlnki 13 Iðttakýjaó JanMayen 6 rigning Kaupmannah. 13 léttakýjað Naraaaraauaq 0 helðaklrt Nuuk + 2 lóttakýjað Oaló 8 þokumóða Stokkhólmur 13 akýjað Þórahðfn 10 aúld ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Algarve Amsterdam Aþena Barcelona Berifn Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg LaePalmae London Los Angeles Lúxemborg Madrfd Malaga Mallorca Montreal NewYoric Parfi Róm Vín Washington Winnlpeg 23 léttskýjað 18 mittur vantar 22 •kýjoð 16 akýjað 11 vantar 17 þokumóða 18 akýjað 14 rignlng 16 mlstur 24 akýjað 18 akýjað 18 helðakírt 16 akýjað 16 akúr 23 hálfakýjað 26 akýjað vantar 8 heiðaklrt 17 rigning 26 moldrok 16 lóttskýjað 7 heiðakírt 7 aúld TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10q Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiöskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * Skúrir <£ Léttskýjaö r r r r r r r Rigning V Él Þoka Hátfskýjaö / / / * / * 5 5 Þokumóða Súld ^^Skýjað ' * r * Slydda ' * r oo Mistur # # # Skafrenningur Jg. Alskýjaö # * * * Snjókoma # * # K Þrumuveður FRYSTIHÚS eru mikið til búin að ráða erlent starfsfólk til starfa í fiskvinnslunni fyrir vet- urinn og áskorun Verkamanna- sambands íslands til aðildarfé- laganna um að þau leggist gegn ráðningum útlendinga kemur þvi ekki til með að breyta miklu næstu mánuðina. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið hjá Óskari Hallgrímssyni, deildarstjóra vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Hann sagði að frystihúsin réðu einkum til sín eflent verkafólk á tímabilinu júní til október og frá því á miðtju ári væri vinnumálaskrifstofan búin að veita um 200 fyrirframleyfí til fískvinnslunnar. Auk þess hefðu atvinnuleyfi verið framlengd, þann- ig að gera mætti ráð fyrir að alls væru þetta um 300-350 manns. Hópurinn hefði fjölgað um 100-150 manns, því undanfarin ár hefðu um 200 útlendingar unnið í fiskvinnsl- unni að staðaldri. Stærð þessa hóps takmarkaðist af húsnæðisástandinu og hann hefði ekki trú að hægt væri að útvega fleira fólki húsnæði en þegar væri búið að veita atvinnu- leyfí. Óskar sagði að reiknað væri með að alls 10-11 þúsund manns ynnu í fiskvinnslu hérlendis. „Erlent verkafólk er með meira móti í ár og staðimir, sem eru með útlend- inga, eru_ fleiri en við eigum að venjast. Ég hygg að þetta sé að mestu ieyti gengið yfír. Það kann að vera að örfáir staðir séu ennþá að athuga með ráðningar, en þeir em ábyggilega ekki margir," sagði Óskar. Hann sagði að talið væri að 10-11 þúsund manns ynnu alls í físk- vinnslu hérlendis. Mest væri um erlent verkafólk á Hellissandi, Ól- afsvík, Gmndarfírði, Bíldudal, Flateyri, Bolungarvík, Seyðisfírði, Neskaupstað, Djúpavogi, Breið- dalsvík, Höfn í Homafírði og Þorlákshöfn. Lítið sem ekkert væri um erlent verkafólk á Norðurlandi, en nú væm byggðarlög á Suður- nesjum í fyrsta skipti um margra ára skeið að ráða fólk Grindavíkur og Njarðvíkur. Hert gæsla við bústað f orsetans „TILEFNIÐ var lítilvægt, en þó var talin ástæða tíl að herða eft- irlit við bústað forseta íslands við Aragötu," sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri i Reykjavík. I nokkra daga hefur verið hert gæsla við bústað forsetans, sem í gær hélt í opinbera heimsókn til ltalíu. Böðvar sagði, að lögreglan hefði haft af því spumir að ákveðn- ar persónur, sem forseti taldi ekki ástæðu til að hitta, myndu leita á hans fund. „Fólk fær ýmsar skringi- legar hugmyndir og því vom tveir lögreglumenn settir í að fylgjast með mannaferðum við húsið," sagði Böðvar. „Þetta var ekki herútboð af neinu tagi, okkur barst engin hótun. Við vonumst til að málin verði komin í eðlilegt horf þegar forsetinn snýr aftur heirn." Úr umferðinni í Reykjavík sunnudaginn 4. október 1987 Árekstrar bifreiða: 9. Ökumaður var fluttur á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur á Skúla- torgi kl. 21.43. Þar til gerð tækjabifreið var fengin á vettvang svo losa mætti um ökumanninn. Samtals 40 kæmr fyrir brot á umferðarlögum á sunnudag. ökumenn vom kærðir fyrir að aka með 101 km/klst hraða um Ártúns- brekku. 92 og 93 km/klst hraða um Kringlumýrarbraut. 72 til 93 km/klst hraða um Kleppsveg. 83 og 91 km/klst hraða um Sætún. Klippt vom númer af 18 bifreiðum vegna vanrækslu á að færa til aðalskoðunar. Gmnur féll á 2 ökumenn um ölvun við akstur á sunnudagskvöld. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.