Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 46
46 MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Jón Þ. Arnason Lífríki og lífshættir CXXI. Spurníngin er: Síðan hvenær hefír stýrt góðri lukku að gef ast upp án baráttu til hins ítrasta? Vegna rökstudds ótta við að jörð og jarðarbörn stefni hraðbyri fram á ætternisstapa, gera mikilhæf- ustu vísindamenn sífellt ákveðnari kröfur til samtíðar sinnar um að hún brjóti af sér hlekki ríkjandi fordóma, og manni sig loksins upp f að viðurkenna á ný, það sem líffræði, mannfræði og heilbrigð skynsemi ávallt hafa staðfest: Að engar manneskjur eru skapaðar jafnar, að í mannheimi ráðast líf og lífshættir af náttúru- bundnum hæfnismismun til sálar og líkama. Ágreiningur getur því naumast rist mjög djúpt um að leiðsögn og forysta hinna hæfustu hljóti að verða bjartasta von og sterkasta vopn í baráttu gegn heimsslita- ógnum nútiðar og framtíðar. Til þess að þannig megi skipast sýn- ist brýnast að hrinda ágengni staðalverunnar, meðaiheimskunn- ar, og uppræta hina sálarlausu áráttu til að þóknast almenningsá- litinu, dómgreindarleysinu, sem alltaf leitar skjóls í að hugsa og gera „eins og allir aðrir". Snúast ber því gegn útþynningu persónu- leikans, sljóvgun einstaklingseig- inda og hefta múgmengun hugarfarsins — ogtaka heils hug- ar undir herópið:„í nafni réttlæt- isins: Vive la différence!" Fordómar eru frávinstri Sköpunarverkinu sjálfu, í allri tign sinni og veldi, eiga börn jarð- ar þá dýrðarskikkan að þakka, að allir menn eru skapaðir ójafnir, öðru vísi en allir aðrir, mismun- andi og sérstæðir. Sama lögmál gildir og um allt annað, smátt og stórt, í gjörvöllu náttúruríkinu, og er því algilt. Elztu goðsagnir bera þessu skilmerkilegan vitnisburð, og náttúruvfsindin hafa fyrir löngu fært okkur fræðilegar skýringar á, hvers vegna þannig hljóti að vera og verða. Skýringin er í sem stytztu máli sú að því er lífverur varðar, að með sérhverri lifandi kynslóð vaknar til lífs órafjölbreytt sam- þætti arfgengisstofna eða erfða- eiginda sundurleitra lífvera, sem skapast í litna- sveiflumog -svipt- ingum verðandi lífs. í þessum óendanlega ójöfnuði er fegurð og göfgi lffsins einmitt fólgin. Viður- kenningu þessara staðreynda kallar vinstrafólk fordóma. Það gefur að skilja, að þessi ójöfnuður stendur ekki í neinni mótsögn við þá staðreynd, að allar manneskjur eiga sér í ýmsum veigamiklum dráttum margt sam- eiginlegt, svo og stærri eða smærri heildir út af fyrir sig í meiri eða minni mæli. Af þeim ástæðum greinist Adamsætt í ólíka kyn- stofna, kynstofnarnir í kynþætti, kynþættirnir í kynkvíslir, kyn- kvíslirnar í þjóðir, þjóðirnar í ættbálka, ættbálkarnir í ættir, ættirnar í fjölskyldur og að síðustu fjölskyldurnar í einstaklinga. Af sjálfu sér leiðir því, að í heimi hinna þúsund þjóða, getur aldrei ríkt kyrrð og sárasjaldan friður. Ég hefi jafnvel heyrt ávæning af, að illindi komi fyrir í heimahúsum. Saga mannkyns hefir af þeim sök- um ætíð verið saga ófriðar, baráttu og stríða að sterkum þræði. Þó að flestir segist þrá frið og ró, gengur lífið út á að búast til baráttu, hefja og há stríð. Eða vígbúast til að varðveita friðinn með stríði. Þetta er mannlegt eðli, sem getur ekki breytzt nema í draum- um, og er því fjarskalega erfitt að hugsa sér að unnt muni reyn- ast að tryggja frið í mannlegum heimi til frambúðar. Einu gildir raunar í því efni. Okkur er skyld- ugt að halda friðarhugsjónina í heiðri. Hún er í eðli sínu unaðslega kvenleg og þegar af þeirri ástæðu allrar elskusemi verð. Auk þess hefir hún — ásamt stríðsgleðinni — það fram yfir flestar aðrar hug- sjónir að eiga eilífðina fyrir sér. Frægur sigur Um aldir hafa bæði „góðir" menn og „vondir" lagt á sig öld- ungis hemjulaust erfiði og þrot- lausar þjáningar til að tryggja friðinn. „Góðu" mennirnir til að tryggja náunga sínum frið. staðreynd, að til sigurs yfir Þýzk- alandi Hitlers (að flatarmáli 137.820 km2minna en Texas, hrá- efnasnautt og verst sett hernaðar- landfræðilega allra hervelda heims) dugði varla samanlagt og miðmagnað djöflæði Bandaríkja- manna, Breta og Sovétmanna. Að leikslokum komst Zacharias flotadeildarforingi, þáverandi yfir- maður gagnnjósnaþjónustu Bandaríkjanna, þannig að orði í endurminningum sfnum: „Stríð Hitlers í febrúar: 1945 var hreint ekki orðin nein fásinna því að það, sem við uppgötvuðum í Þýzkalandi, hefði leitt til þess að baráttunni hefði lokið nokkrum mánuðum síðar á annan hátt en varð, ef tími hefði unnizt til." Reyndar! En því verður ekki breytt, friðarsigurinn var skilyrð- islaus og endanlegur. Og hann var frægur. Næstum vel að „slátra réttu svíni", sem kannski reynist hafa verið „rangt svín" við nánari athugun, og fyrir þvi verði að hefjast handa á ný o. áfr. ad infmitum. Útlit er því fyrir, að sá grunur kunni að reyn- ast réttur, að svínalýðræðið muni ekki rata í kvíðvænlegan háska á næstunni og hafi þess vegna frá- bær skilyrði til að geta þróazt eðlilega á breiðum grundvelli. Stríðið gegn náttúruríkinu fengi þá að sjálfsögðu að vera í friði. A hrakhólum Þegar árið 1929 hafði hinn gagnmerki spænski heimspeking- ur, Ortega y Gasset (1883-1955), komizt að þessari niðurstöðu og birt í bók sinni um uppsteyt lýðs- ins („La rebelión de las masas"): „Manngerð, sem lætur sig engu skipta frumreglur og und- irstöður menningar, hefir Stríð fyrir friði Von og vopn Mammon yfir menningu 200.000 manns og 20.000 km2 „Vondu" mennirnir til að tryggja sjálfum sér frið. Ógleymanlegast dæma um frið- arást eru stríðsósköpin, sem hófust með Evrópustríðinu í sept- ember 1939, urðu heimsstyrjöld í desember 1941 eftir að Roosevelt hafði tekizt að ljúga þjóð sína til þátttöku af dæmafárri snilld, og lauk vorið og sumarið 1945 með algerum sigri hins „góða í heimin- um" (Churchill), sem hét „friði um alla framtíð". Ekki er alveg víst að allir vilji enn muna, að Bandamenn, eða „góðu öflin", undir forystu Banda- ríkjanna, Stóra-Bretlands og Sovétríkjanna stóðu við áform sín um að gjörsigra Möndulveldin, eða „illu öflin", Þjóðverja, ítali og Jap- ani til að "tryggja lýðræðinu heiminn" („tomake the worldsafe for democracy") — öðru sinni á sama aldarfjórðungi. Það tókst með óhemjufórnum og óslökkvandi friðarást, og mátti þó naumast tæpar standa þótt „illu öflin" ættu allan leikinn við margf- alt ofurefli mannafla og stríðsbún- aðar að etja. Þó að víst megi telja, að Bretar einir hefðu sigrað Itali eina, og nær fullvíst að Bandaríkjamenn (og Kínverjar) hefðu um síðir bo- rið sigurorð af Japönum, þá verður aldrei deilt um þá stórfenglegu því eins frægur og sigur Englend- inga og Austurríkismanna á sínum tíma yfir óviðbúnum Frökkum og Bæjurum hinn 13. ágúst 1704 við Blenheim (nú Blindheim) á bökk- um Dónár, um 20 km fyrir vestan Donauwörth (nú í Vestur-Þýzkal- andi), sem enska skáldið og rithöfundurinnn Robert Southey (1774-1843) gerir góðlátleg skil í hinu alkunna kvæði sínu, „After Blenheim", með þessum ljóðlínum: „And every body praised the Duke Who this great fight did win But what good came of it at last? Quoth little Peterkin: Why that I cannot tell, said he, But 'twas a famous victory." Allir friðelskandi fögnuðu einn- ig sigri árið 1945. Sigurvíman rann þó af fyrr en varði og um- turnaðist í sigurgremju, sem hlaut — mannlegu múgeðli samkvæmt — að leita útrásar í takmarkalausu hatri. Það var því engin furða að allir yrðu klumsa, þegar spurt var, hvað hinn frægi sigur hefði eiginlega leitt gott af sér. Ekkert fannst. Hins vegar fannst ástæð- an: „Við höfum slátrað röngu svíni." (Churchill.) But it was a famous victory. Síðan hafa allir friðarsinnar verið bærilega sammála um, að í næstu sláturtíð verði að gæta þess hrifsað til sín forystu i þjóð- félaginu. Hún fyrirlítur ekki neina sérstaka menningu, held- ur — að því er bezt verður séð — menningu yfir höfuð. Það, sem þessari manngerð liggur næst við hjarta, eru augljóslega bílar, deyfilyf og annað smá- legt. En það staðfestir hið algera tómlæti hennar um menningu." Ekki sízt í trúmálum eru pen- ingaplebeiar auðvitað áhugalausir. Það er að vísu ekki í hámælum haft, en samt sem áður hefir upp- hrópun Nietzsche, „Guð er dauður!", hlotið almenna blessun á götum og torgum Vesturlanda. Hann er dauður, líka í hjörtum margra þeirra, sem þykjast mæla fyrir munn hans. Hið marglofaða og umsvifamikla „upplýsingaþjóð- félag" hefir sannarlega leikið bæði trú og trúarbrögð grátt. Það hefir látið rótleysingjum hvort tveggja eftir til samfélagslegrar umönnun- ar. Ósködduð siðmenning er, eins og að líkum lætur, ekki sérlega hátt skrifuð. Rúmensk/franska skáldið og höfundur fjölda heims- þekktra leikrita, Eugen Ionesco (f. 1912), gerði því máli rækileg skil í ræðu, sem hann flutti árið 1979 og nefndi „Með menningu, gegn pólitík", og birt var í „Söddeutsche Zeitung", Munchen, hinn 11. ágúst 1979. Honum fórust m.a. orð á þessa leið: „Listirnar, heimspekin, há- spekin, truarbrögðin og aðrir þættir hins andlega lífs eru megininntak menningar. Menn- ing er í raun og veru heild arftekinna hegðunarreglna, sem hópur einstaklinga með sameiginlega erfðasiði og hefð- bundnar erfðavenjur lætur börnum sinum i té ... ekki ein- ungis listræn, visindaleg, trúarleg og heimspekileg arf- leifð, heldur lika svigrúm i lífsbaráttunni, hinn pólitíski at- hafnavettvangur og hinar þúsund umgengnisvenjur, sem einkenna hið daglega líf." Hlutverk stjórnmála, segir Ion- esco ennfremur, ætti að felast í að samhæfa þjóðlífið hinum fornu, arfþegnu menningardyggðum. „Því að," heldur hann áfram, „mannkynið fær aðeins lifað fyrir kraft menningar sinnar. Hún er trygging mannlegrar tilvistar á jörðinni." Hvert einasta orð gullvæg sann- leiksperla — og þess vegna andstyggð í eyrum allra atvinnu- lýðræðismanna. Tómir pokar, f ullar hendur Sú tíð er liðin, þegar vald yfir verkefnum var meginmarkmið stjórnmála á Vesturlöndum. Nú viðurkenna „stjórnmálamenn" v ekkert æðra atkvæðaseðlinum, kjörklefanum og stéttarfélaginu. Einasta mark þeirra og mið er efnahagslegt. Til þjónustu við Mammon eru allar stefnuskrár samdar, allir samningar gerðir. Sömuleiðis lög, reglugerðir og til- skipanir. Dómstólar láta sig peningasjónarmið meira varða en heiður og sóma málsaðila. Hjóna- bandið hefir verið lægt niður á þjónustu- og peningaskiptapall í stað þess að vera það, sem því í helgi sinni var ætlað að vera: ævilangt samkomulag tveggja ein- staklinga, konu og karls, um að varðveita frelsi sitt undan sálaroki hlutaskipta að fullu og öllu. Stjórnmálalíf á Vesturlöndum er fyrir löngu orðið endalaust þjark um peninga og bitlinga, inni- haldslausar umbúðir eins og vinstraríkið sjálft, hið illræmda pappírskerfi, þar sem fyrir- greiðsluverzlun er aðalatvinnu- vegur. Þar sem heimspeki og hugmyndir þær, sem flokkamoðið enn þykist eiga rætur f, eru líka orðnar að vísitölum, geta þær ekki blásið hugsun eða þrótti í stjórn- málastarf, sem — eins og Ionesco einnig heldur fram — „hefir beygt sig undir vald fyrirlitlegustu, hreinræktuðustu efnahagsvill- inga". Rússar líta allt öðrum augum á hlutverk stjórnmála í ríki og þjóð- félagi heldur en fyrirgreiðslusalar á Vesturlöndum. Leiðtogar þeirra halda enn sem áður tryggð við hin keisaralegu sjónarmið sín. Þeir ætla aldrei að gleyma, að hlutverk stjórnmála er fyrst og síðast að styrkja og efla völd og yfirdrottn- un, ekki sízt á samningatfmum. Árangurinn hefir enda ekki orð- ið neitt aðhlátursefni: Á árunum 1974-1984 hafa Rússar tryggt og treyst yfirráð sín yfir nálægt 200.000 manns og um 20.000 km2 landsvæðis að meðaltali á viku. Á þessum árum rifjaðist upp fyrir þjóðum Afganistan, Angóía, Eþíópíu, Kambodíu, Kapverdieyja, Laos, Mosambik, Sao Tome/ Principe, Suður-Jemen og Suður- Víetnam að enn eru til hvítir menn. I þessum 10 ríkjum, samanlagt röskar 11.700.000 km2 að flatar- máli, búa nú alls um 155.000.000 manna. Þetta segir a.m.k. í ný- birtri skýrslu „Schweizerisches Ost-Institut". Það virðist því vera orðið var- hugavert að leggja trúnað á, að friðargöngur beri ekki árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.