Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 14
14 t MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Athugasemdir við opið bréf um skipulag Þingvalla eftirEinatE. Sæmundsen og Reyni Vilhjálmsson Þorleifur Einarsson jarðfræði- prófessor ritar Þingvallanefnd opið bréf í Morgunblaðinu síðast- liðinn fimmtudag. Tilefni bréfaskrifta Þorleifs er að á undanförnum 8 vikum hafa verið kynnt drög að skipulagi þjóðgarðsins á ÞingvöIIum og jafnframt leitað umsagnar al- mennings um þau. Drög þessi að skipulagi hafa undirritaðir unnið fyrir Þingvalla- nefnd og í samráði við hana. Ástæða þess að við sjáum okk- ur knúna til að gera athugasemd- ir við skrif Þorleifs er sú að við álítum hann túlka skipulags- drögin á þann veg, að valdið gæti misskilningi, verði það ekki leiðrétt. Við lítum svo á að hér sé um misskilning að ræða hjá Þorleifi, því við ætlum ekki jafnvirtum vísindamanni og hann er, að snúa út úr, á opinberum vettvangi, því sem hægt er að lesa í umræddri greinargerð og uppdráttum. Athugasemdir okkar snerta tvær tilvitnanir hans í greinar- gerð okkar með drögum að skipulagi. Fyrra atriðið snertir umferð almennings um þjóðgarð- inn og síðara atriðið um aðstöðu fyrir almenning í þjóðgarðinum. Þorleifur segir í bréfi sínu að sér sýnist allt benda til þess að tilgangur skipulagsins sé að „ ... takmarka umgang almenn- ings um Þingvelli sjálfa". Hið rétta er og má lesa það í greinargerðinni og úr uppdrátt- um að gert er ráð fyrir þvf að allir vegir innan þjóðgarðsins verði óbreyttir að undanskildum vegi að Skógarhólum og Kaldad- al. Við leggjum til að hann verði færður vestur fyrir Hvannagjá Frá Þingvöllum. þannig að umferð til norðurs sem ekki á erindi inn í þjóðgarðinn sé utan hans. Markmiðið með þessari breytingu er að bæta aðstæður gesta þjóðgarðsins sem dvelja á tjaldsvæðunum á Leirum. Einnig er lagt til að vegakerfi þjóðgarðsins verði aukið með til- lögu að nýjum vegi til norðurs vestan Hrafnagjár í þeim tilgangi að opna bakland þjóðgarðsins. -Auk þessa er gert ráð fyrir að fjölga verulega bílastæðum með vegum í þjóðgarðinum og í nám- unda við þá. Núna sækist mikill fjöldi þjóðgarðsgesta eftir því á góðviðrisdögum að komast ur alfaraleið út í náttúruna með nesti eða til að njóta náttúrufeg- urðar staðarins. Bflastæði eru hins vegar af skornum skammti og skapar þetta ástand slysa- hættu og órtröð á landi. Á öðrum stað segir Þorleifur að „... aðstöðu fyrir almenning er ætlað að vera í 2—4 km fjar- lægð frá Þingvöllum sjálfum". Hér er um mikinn misskilning að ræða. í skipulagsdrögunum er gert ráð fyrir að miðpunktur allrar aðstöðu fyrir almnenning, þjónusta við gesti þjóðgarðsins, verði nánast nákvæmlega þar sem sá miðpunktur er í dag. Við Hakið þar sem útsýnisskífan stendur. Það er óumdeilanlega sá stað- ur þar sem flestir koma fyrst að með ferðamenn, og í hugum flestra sá staður sem er upphafið að nánari kynnum af Þingvöllum. í skipulagsdrögunum er mið- stöð fræðslu og þjónustu við hinn almenna ferðamann ætlað að rísa rétt vestan núverandi bílastæða við útsýnisskífuna. Gestir kæmu þannig fyrst að miðstöðinni og skoðuðu hana og fengju upplýs- ingar og engju síðan þaðan út á Hakið eða niður að Lögbergi, rétt eins og við gerum í dag og höfum gert um áratugi. Við töldum það afar mikilvægt að viðhalda þessari hefðbundnu aðkomu að Þingvöllum með útsý- nið af Hakinu og göngu um Kárastaðastíg á Lögberg og gera þá gönguleið betur úr garði en nú er. Eins og Þorleifur getur rétti- lega í bréfi sínu þá heimsækja þjóðgarðinn hundruð þúsunda gesta árlega. Því er freistandi að rifja upp nokkrar staðreyndir í því sam- bandi. Á síðasta ári er talið að um 110 þúsund erlendir ferða- menn hafi komið til íslands, að mati þeirra sem best þekkja til „Erum við ávallt reiðu- búnir til þess að ræða skipulagstillögurnar jafnt við Þorleif sem og aðra, sem þess ósk- uðu að koma á fram- færi ábendingum um hvaðeina sem til fram- fara horf ði fyrir almenning í þjóðgarðin- um á Þingvöllum." ferðamála er talið að lang flestir þessara ferðamanna komi til Þingvalla meðan á dvöl þeirra stendur. Skráning tjaldgesta á tjald- svæðum þjóðgarðsins bendir til þess að um 20 þúsund gestir dvelji þar 1—3 daga þann tíma sem þau eru opin, langflestir um helgar. Nálægðin við höfuðborgar- svæðið veldur því að þeim fer fjölgandi sem Ieggja leið sína austur á Þingvöll sér til hressing- ar. Til að njóta náttúrufegurðar, njóta veitinga í Valhöll eða til þess að veiða í Þingvallavatni. Tíminn sem það tekur að aka á milli styttist um leið og vegur- inn hefur batnað. Vor og haust koma skólar með nemendur sína í sí auknum mæli til þess að kynna þeim sögustað- inn og náttúru Þingvalla. Til þess að þjóna þörfum þessa fjölbreyti- lega hóps gesta þjóðgarðsins er lítil aðstaða í dag. Skipulagsdrögin gera hins vegar ráð fyrir því að á þessu verði breyting með tilkomu mið- stöðvarinnar vestan við Al- mannagjá. Það er von okkar að í framtíðinni verði hægt að sinna þörfum þessa mikla fjölda gesta á menningarlegri hátt. Að lokum þá erum við ávallt reiðubúnir til þess að ræða skipu- lagstillögurnar jafnt við Þorleif sem og aðra, sem þess óskuðu að koma á framfæri ábendingum um hvaðeina sem til framfara horfði fyrir almenning í þjóðgarð- inum á Þingvöllum. Uafundar eru laadslagaarkitekt- ar. Drífa hf. á Hvammstanga: Moss-ullarpeysunum vel tekið HvamniHtanffa. UNNIÐ hefur verið að miklnm skipulagsbreytingum á síðasta ári hjá prjónastofunni Ðrífu hf. á Hvammstanga. Á síðasta ári hóf Dríf a hf. hönnun og sölu á tfskupeysum úr fslensku ullar- bandi og hafa þær verið fram- leiddar undir vörumerkinu Moss. Að sögTi Björn Valdimarssonar f ramkvæmdaíttjóra fyrirtækisins voru móttökurnar vonum f ramar og eru Moss-peysur nú til sölu í tískuverslunum jafnt innanlands sem utan. Fýrirtæki í ullariðnaði hafa átt í talsverðum rekstrarerfiðleikum undanfarið sem kunnugt er af frétt- um. Nokkrum fyrirtækjum hefur verið lokað og í öðum hafa menn leitast við að mæta yfirstandandi þrengingum með verulegum breyt- ingum á starfseminni. Hjá Drífu hf. á Hvammstanga hefur verið unnið að miklum skipu- lagsbreytingum síðasta árið hvað varðar framleiðslu, hönnun og markaðsmál. Að sögn Björns Valdi- marssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins hefur megin breyting- in í framleiðslumálum verið sú að stórauka framleiðslugetu prjóna- stofunnar. Framleiðslugetan hefur Prufuprjón, Þorsteinn Gunnarsson annast þann þátt starfseminnar. þrefaldast á skömmum tíma og er nú um þrjú tonn af prjónavoð á mánuði. A saumastofu hefur jakka- saumi alveg verið hætt og þýddi það umtalsverða fækkun starfs- fólks, því að þó peysuframleiðsla stóraukist og verði að öllum líkind- um um 35.000 peysur á næsta ári fer mun minni tími í saumaskap á peysum en jðkkum þannig að veru- Ieg starfsmannafækkun í sauma- deild var óhjákvæmileg. Heilsdags- störf verða þar 10, en alls starfa um_ 18 manns í fyrirtækinu. Á síðasta ári hóf Drífa hf. hönn- un og sölu á tískupeysum úr íslensku ullarbandi og hafa þær verið framleiddar undir vörumerk- inu Moss. Að sögn Björns voru móttökurnar vonum framar og eru Moss-peysur nú til sölu í tískuversl- unum jafnt innanlands sem utan. Salan hér innanlands hefur verið töluvert meiri en spáð var og við- tökur erlendis mjögjákvæðar. Mest hefur selst til Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Þýskalands og Bret- lands. Álafoss hf. hefur að mestu séð um sölu erlendis en Drífa hf. hefur einnig selt beint til nokkurra verslana. Innanlands sér fyrirtækið sjálft alfarið um dreifinguna. Björn kvaðst vera ánægður með móttökur á Moss-peysunum og jafnframt telja að þessi hluti starf- seminnar ætti eftir að styrkja Morgunblaöið/Kari Á. Sigurgeirsson Þórdís Kristleifsd6ttir hönnuður og Björn Valdimarsson fram- kvæmdastjóri ræða um ný snið. fyrirtækið verulega í náinni framtíð. Hann sagðist reikna með því að selja um 6.000 Moss-peysur á næsta ári, en það er fimmtungur af áætlaðri ársframleiðslu. Moss-peysurnar eru hannaðar af Þórdfsi Kristleifsdóttur fatahönn- uði. Hún sagðist vera ákaflega ánægð með að hafa fengið tæki- færi til að vinna við framleiðslu á peysum úr íslensku ullarbandi fyrir annan markað en hinn hefðbundna. Ýmsir hafa til skamms tíma haldið því fram að ekki þýði að bjóða ís- lendingum fatnað úr þessu hráefni og að fslensk hönnun sé ekki sam- keppnisfær við erlenda en í ljós hefur komið að íslendingar eru já- kvæðir í garð ullarinnar ef útíit fatnaðarins höfðar til þeirra. Þórdís sagði að nú væru reglubundin munstur mjög áberandi og tengdist það mjög norrænni hefð í prjóni, en að t.d. litir og snið breyttust stöðugt og að ekki þýddi annað en að fylgjast vel með smekk kaupenda því að íslendingar væru almennt fljótir að tileinka sér nýjungar, þeir væru líka vandlátir og vildu vand- aða vóru. Þrátt fýrir undangengna erfið- leika gera því aðstandendur Drífu hf. sér vonir um að bratt fari að rofa til og að þær breytingar sem unnið hefur verið að beri tilætlaðan árangur. -Karl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.