Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
51
Minning:
Karl Guðmundsson,
Vestmannaeyjum
Fæddur 17. júlí 1922
Dáinn 25. ágfúst 1987
Laugardaginn 5. september var
útför Kalla á Hafliða eins og hann
var kallaður hér í Eyjum, en hann
lést í Landspítalanum í Reykjavík
25. ágúst, eftir erfíð veikindi frá í
mars sl.
Kalli var fæddur í Vestmannaeyj-
um 17. júlí 1922, sonur hjónanna
Mörtu Þorleifsdóttur og Guðmund-
' ar Gíslasonar verslunarmanns. Ólst
hann upp í foreldrahúsum að Breka-
stíg 25, ásamt systur sinni Svölu,
sem er húsfreyja að Selsundi á
Rangárvöllum.
Komungur byrjaði hann til sjós
— fyrst á Höfrungi með Guðlaugi
Halldórssyni skipstjóra, þekktum
aflamanni hér um árabil. Næst lá
leiðin til Óskars Eyjólfssonar skip-
stjóra í Laugardal á Tjald og svo
Guðrúnu. Á þeim bátum var hann
vélstjóri, en hann hafði á þessum
ámm tekið hið meira vélstjómar-
próf hjá Fiskifélagi íslands í
Reykjavík.
Óskar var frábær aflamaður og
Kalli afburða vélstjóri, enda var
árangurinn eftir því. Á Guðrúnu
urðu þeir aflakóngar hér 3 vetrar-
vertíðir í röð.
Árið 1954 byijaði Kalli skipstjóm
á Gottu, og starfaði sem slíkur þar
til í mars sl. er hann veiktist. Hann
hafði tekið hið minna fískimanna-
próf hér í Eyjum.
1962 keypti hann ásamt Ár-
manni Böðvarssyni vélstjóra vélbát-
inn Hafliða VE-13. Frá þeim tíma
vom þeir samskipa þar. Að sögn
kunnugra hefur aldrei fallið skuggi
á samstarf þeirra og lýsir það þeim
félögum best.
Hafliði reyndist þeim happafley.
Alltaf góð aflabrögð, án mikils til-
kostnaðar. Engin teljandi óhöpp.
Alltaf allt í góðu lagi og umgengni
til fyrirmyndar. Ég veit af frásögn
skipsmanna þeirra að þama voru
samtaka fyrirmyndarmenn. Ár-
mann í vélinni og Kalli á stjómpalli.
Þaulkunnugur skipstjóri á Eyjamið-
um, þar sem allt gekk ljúft og vel,
þrátt fyrir stormasamt og erfítt
hafsvæði.
Og gæfan fylgdi þeim, þegar
þeir vom að koma úr róðri fyrir
nokkmm ámm og björguðu lítilli
stúlku, sem hafði dottið í sjóinn af
syðri hafnargarðinum. Það var mik-
ið lán.
Kalli starfaði mikið í félagsmál-
um stéttar sinnar. Hann var í stjóm
Vélstjórafélags Vestmannaeyja og
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins
Verðandi á sínum tíma, og síðustu
árin var hann í stjóm Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja. Hann
var tillögugóður. Alltaf prúður og
orðvar, þótt skoðanir væm skiptar,
en ákveðinn í sínu máli.
Árið 1943 giftist hann Símoníu
Pálsdóttur, sem var héðan úr Eyj-
um. Það var báðum gæfuspor.
Símonía lést langt um aldur fram
1978. Þau eignuðust 3 böm, Inga
Pál stýrimann, sem er kvæntur
Svönu Högnadóttur, Mörtu, sem er
gift Helga Sigurlássyni, og Áróm,
sem býr hjá systur sinni.
Þau hófu búskap á Þrúðvangi
við Skólaveg, síðar þegar foreldrar
hans fluttu til Reykjavíkur, keyptu
þau æskuheimili Kalla, Brekastíg
25, og síðar keyptu þau einbýlishús
í smíðum, Sóleyjargötu 4, luku við
það, og þar bjuggu þau til dauða-
dags.
Menn eins og Karl Guðmundsson
hafa reynst þjóðarbúinu vel. Starf
þeirra hefur skilað miklum verð-
mætum. Það ber að þakka. Margir
munu sakna hans, félagamir á sjón-
um og aðrir samstarfsmenn, en
mestur er söknuður bama, tengda-
bama og bamabama, sem svo oft
sáust í bílnum hjá honum þegar hlé
var á sjósókninni.
Þeim öllum em sendar dýpstu
samúðarkveðjur.
Friðrik Ásmundsson
NÁMSSKEIÐ
HÆFILEIKAR
STARFSFRAMI
Einstaklingar — félagasamtök — fyrirtæki
Tilgangur námsskeiðsins er að gefa þátttakendum
tækifæri til að skipuleggja starfsframa og ráða við flókin
samskipti í félags- og stjórnunarstörfum.
Á námskeiðinu færðu:
• Hæfileikamat/Prófí! línurit
• Þekkingu á mikilvægum eiginleikum í starfi
• Markvissa samskiptatækni
(Transactional Analysis)
• Hvaða jákvæða þætti þú átt að styrkja
• Aðferðir til að ná árangri í starfi
Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir — Guðfinna Eydal
Nánari upplýsingar og tilkynning þátttöku
í síma 623075 kl. 10—12.
Sálfræðistöðin
Brynhildur Ólafs
dóttir — Minning
Fædd 23. mars 1909
Dáin 13. september 1987
Þegar ég hugsa til ömmu minnar
fyllist hjarta mitt söknuði. Aldrei
hef ég kynnst eins merkilegum og
góðum manneskjum og ömmu og
afa. Mér er ljúft að minnast
bemskuára okkar systkinanna með
þeim. Þegar amma settist á rúm-
stokkinn hjá okkur á kvöldin, söng,
klappaði okkur og kenndi okkur að
fara með bænimar.
Ást og kærleikur ríktu alltaf á
heimili þeirra, fundu það allir sem
til þeirra komu. Amma var mikil
hannyrðakona og prýddi hún heim-
ili sitt með fallegum útsaum, er
mér minnistætt þegar hún kenndi
mér og systur minni að sauma
fyrstu myndimar okkar. Einnig var
amma mikil bamamanneskja, var
yndislegt að sjá hvað böm hændust
að henni. Á hún þakklæti mitt fyr-
ir þá ást og þann kærleik er hún
gaf syni mínum. Veit ég að hann
mun minnast hennar með hlýju í
náinni framtíð.
Amma var glaðlynd að eðlisfari
og gat alltaf komið öðmm til að
kætast. Ég bið góðan Guð að veita
afa styrk á þessari stundu og af-
komendum þeirra. Þega ég hugsa
til allra samvemstunda okkar með
ömmu kemur upp í huga minn vers
sem hún söng alltaf fyrir mig þegar
ég var lítil.
Guð blessi minningu ömmu
minnar.
„Sjá himins opnast hlið
heilagt engialið
fylking sú hin fríða
úr fagnaðarins sal
fer með boðun blíða
og blessun lýsa skal
yfir eymdadal
yfir eymdadal."
Brynhildur Sigmundsdóttir
ESTEOU 730
SPORT FISKIBATUR
Getum boðið þennan vinsæla
sport fiskibát af lager á afar
hagstæðu verði.
Bátarnir eru full búnir.
■Vélar stærðir frá 124-185 hp.
Ganghraði allt að 25 sjómílur.
Verðfrákr. 1.750*000
með söluskatti.
Góðir greiðsluskilmálar.
BENCOu.
Láamúla 7. sími 91-84077.
STADIA
Gæða skór á hreint ótrúlegu verði
Ný sending af STADIA skóm í verslan-
irí vikunni.
Uppháir og lágir inni íþróttaskór.
Kynnið ykkur STADIA gæði.
Sportbúð Kópavogs, Kópavogi
Verslun Sig. Pálma. Hvammstanga
Borgarsport, Borgamesi
Sportbúð Selfoss, Selfossi
Hagkaupum Kringlunni, Reykjavik
Verslunin Bára, Grindavtk
Einari Guðfinnssyni, Bolungarvik
STADIA fæst í eftirtöldum verslunum:
Sportbúð Óskars, Keflavík
KEA,Akureyri
Sportvfk, Dahrík
Skagfirðingabúð, Sauðárkróki
H-Búðin,Garðabæ
Akrasport, Akranesi
AF-Heildverslun hf.,
Lágmúla 5, Reykjavík,
sími68 99 11.