Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
Gerðardómur vegna Rainbow Warrior:
Frökkum gert að greiða
Grænfriðungum skaðabætur
Genf. Reuter.
ALÞJÓÐLEGUR gerðardómur
hefur kveðið upp þann úrskurð,
að Frökkum beri að greiða
Grænfriðungasamtökunum yfir
átta miiljónir dollara í bætur
vegna skips þeirra, Rainbow
Warrior, sem franskir útsendar-
ar sökktu í Aucklandhöfn á
Nýja-Sjálandi í júlí 1985.
Þriggja manna gerðardómur
kvað upp 'úrskurðinn og var hann
birtur í síðustu viku, að sögn
Christu Deewiler, talsmanns Græn-
friðungasamtakanna.
Skipinu var sökkt skömmu áður
en það átti að halda inn á kjam-
orkutilraunasvæði Frakka á Suð-
ur-Kyrrahafi, og lét einn úr áhöfn
þess, ljósmyndarinn Femando
Pereira, lífið.
í gerðardóminum sátu þrír
lögvísindamenn, einn frá Sviss, einn
frá Nýja-Sjálandi og einn frá
Frakklandi. í niðurstöðum dómsins
er kveðið á um, að Frakkar greiði
Grænfriðungum fímm milljónir doll-
ara vegna skipstapans og 1,2
milljónir dollara í miskabætur, auk
ýmislegs útlagðs kostnaðar.
Forseti Grænfriðungasamtak-
anna, David Mctaggart, sagði í
yfirlýsingu, eftir að gerðardómur-
inn lá fyrir, að hann vonaðist til
þess, að Frakkar reiddu fram pen-
ingana. „En peningar geta aldrei
bætt fyrir mannslíf, sem grandað
hefur verið," sagði hann.
Frönskum stjómvöldum var á
sínum tíma brugðið við þennan at-
burð, og neituðu þau fyrst að hafa
átt nokkra aðild að verknaðinum.
En þegar nýsjálenskir öryggisverðir
handtóku frönsku útsendarana,
samþykktu Frakkar, að gerðardóm-
urinn yrði skipaður.
Að sögn Grænfriðungasamtak-
anna gerðu Frakkar einnig sérstakt
samkomulag við Qölskyldu Pereira.
Þó að Frakkar hafi viðurkennt,
að útsendarar þeirra hafi komið
sprengjum fyrir í Rainbow Warrior,
hefur enginn franskur embættis-
maður játað að hafa gefið skipun
þess efnis.
Vamarmálaráðherrann, Charles
Hemu, og yfirmaður gagnnjósna-
þjónustunnar voru neyddir til að
segja af sér, þegar í ljós kom, að
franskir froskmenn höfðu unnið
skemmdarverkið.
Mathias Rust kann
brátt að verða náðaður
- segir Hans-Dietrich Genscher
Reuter
Skjálftamir snemma á sunnudagsmorgni urðu til þess, að margir
flýðu út úr húsunum og höfðust við utan dyra, m.a. Sandoval-fjöl-
skyldan, sem hér sést. Það væsti heldur ekki um fólkið því að um
helgina var hitinn í Los Angeles á bilinu 38-42 stig á selsíus.
Mtlnchen, Reuter.
HANS-Dietrich Genscher, ut-
anrikisráðherra Vestur-Þýska-
lands, segir i viðtali við tímaritið
Bild und Funk, sem birt verður
síðar í þessari viku, að svo virð-
ist sem ráðamenn i Sovétríkjun-
um séu reiðubúnir til að náða
flugkappann Mathias Rust.
í viðtalinu kemur fram að Rust
hefur enn ekki verið fluttur í vinnu-
búðir sem hann var dæmdur í eftir
að hafa lent lítilli einkaflugvél á
Rauða torginu í Moskvu í maímán-
uði. Segir Genscher að Rust, sem
er aðeins 19 ára gamall, sé enn í
haldi í fangelsi í Moskvu og njóti
þar sama aðbúnaðar og áður en
dómurinn var kveðinn upp yfír hon-
um.
Genscher kveðst hafa rætt mál
Rusts við Eduard Shevardnadze,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
Hafi hann tjáð honum að „bama-
skapur" hafi ráðið gerðum Rusts
og hafí því ekki verið um að ræða
„þaulhugsaða aðgerð til að lítil-
lækka Sovétríkin". „Ég sagði
Shevardnadze að vinnubúðavist
gæti eyðilagt líf Rusts," segir
Genscher í viðtalinu.
Breska blaðið Sunday Express
skýrði frá því á sunnudag að Rust
yrði náðaður þann 7. nóvember
næstkomandi en þá verða 70 ár lið-
in frá því kommúnistar gerðu
byltingu í Rússlandi. Blaðið hafði
eftir ótilgreindum sovéskum heim-
ildarmanni að Mikhail S. Gorbachev
Sovétleiðtogi teldi ástæðulaust með
öllu að halda Rust innan fangelsis-
múra.
Los Angeles:
Nokkurt Ijón í öfl-
ugum eftirskjálftum
Skaðarnir metnir á 75 milljónir dollara
Los Angeles, Reuter.
ÖFLUGIR eftirskjálftar urðu í
Los Angeles snemma á sunnudag
og slösuðust þá 50 manns. Eldar
komu upp á nokkrum stöðum í
borginni og meira hrundi úr
þeim húsum, sem skemmdust í
fyrsta jarðskjálftanum. Áætlað
er, að jarðskjálftarnir hafi valdið
STORUTSLA
A MOKKA- oa
LBÐURFA TfílAÐI
OPNARÁ HALL VEIGARSTÍG1
þriðjudaginn 6, októberkl. 12.00
Þetta er óborganlegt tækifæri til að skinna
sig upp fyrir veturinn!
SEm
SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR Á AKUREYRI
skaða, sem metinn er til 75 millj-
óna dollara.
Lítið var um, að fólk meiddist
alvarlega í skjálftunum á sunnudag'
en kona nokkur, sem fékk hjarta-
slag, lést síðar á sjúkrahúsi. Skjálft-
amir voru 5,5 stig á Richter-kvarða
en fyrsti ogöflugasti skjálftinn, sem
varð á fímmtudag, var 6,1 stig. Það
voru þó ekki aðeins jarðskjálftar,
sem gerðu borgarbúum lífið leitt,
því að á laugardag og sunnudag
var hitinn meiri þar en áður hefur
mælst í október. Var hann 42 gráð-
ur á selsíus fyrri daginn en fór niður
í 38 þann síðari.
í skjálftunum síðustu daga hafa
sex manns farist, 20 byggingar
hrunið til grunna og mörg hundruð
skemmst. Auk þess hefur 60 stór-
byggingum og 200 skólum verið
lokað þar til húsin hafa verið skoð-
uð nánar. Er áætlað, að tjónið nemi
nú um 75 milljónum dollara.
Danmörk:
Svend Auken
nýr formaður
jafnaðarmanna
Kaupmannahöfn, frá Nils Jargen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðains.
DANSKIR jafnðarmenn kusu á
laugardag nýjan leiðtoga. Svend
Auken, fyrrum varaformaður
Jafnaðarmannaflokksins, tók við
af Anker Jergensen, fyrrum for-
sætásráðherra, eftir atkvæða-
greiðslu á sérstökum flokksfundi.
Jnrgensen sagði af sér i september
eftir að hafa verið formaður
flokksins f 15 ár.
578 gengu til atkvæða um form-
anninn og veittu 567 Auken stuðning
sinn. Einn mótframbjóðandi var,
Amo Norske, og fékk hann eitt at-
kvæði. Átta menn skiluðu auðu.
Svend Auken sagði við danska
útvarpið eftir að úrslit voru kunn í
formannskjörinu að nú væru kyn-
slóðaskipti f Jafnaðarmannaflokkn-
um.
Auken er til vinstri við miðju og
er hann fulltrúi nýrra manna í flokkn-
um, sem er enn sá stærsti á danska
þinginu. Hann hefur kennt stjóm-
málavfsindi við háskóla og í fimm ár
var hann atvinnumálaráðherra f
minnihlutastjóm Jafnaðarmanna-
flokksins milli 1977 og 1982.
Hann varð talsmaður flokksins á
þingi árið 1983, ári eftir að jafnaðar-
menn fóra í stjómarandstöðu eftir
að hafa setið í stjóm í átta ár.