Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Gerðardómur vegna Rainbow Warrior: Frökkum gert að greiða Grænfriðungum skaðabætur Genf. Reuter. ALÞJÓÐLEGUR gerðardómur hefur kveðið upp þann úrskurð, að Frökkum beri að greiða Grænfriðungasamtökunum yfir átta miiljónir dollara í bætur vegna skips þeirra, Rainbow Warrior, sem franskir útsendar- ar sökktu í Aucklandhöfn á Nýja-Sjálandi í júlí 1985. Þriggja manna gerðardómur kvað upp 'úrskurðinn og var hann birtur í síðustu viku, að sögn Christu Deewiler, talsmanns Græn- friðungasamtakanna. Skipinu var sökkt skömmu áður en það átti að halda inn á kjam- orkutilraunasvæði Frakka á Suð- ur-Kyrrahafi, og lét einn úr áhöfn þess, ljósmyndarinn Femando Pereira, lífið. í gerðardóminum sátu þrír lögvísindamenn, einn frá Sviss, einn frá Nýja-Sjálandi og einn frá Frakklandi. í niðurstöðum dómsins er kveðið á um, að Frakkar greiði Grænfriðungum fímm milljónir doll- ara vegna skipstapans og 1,2 milljónir dollara í miskabætur, auk ýmislegs útlagðs kostnaðar. Forseti Grænfriðungasamtak- anna, David Mctaggart, sagði í yfirlýsingu, eftir að gerðardómur- inn lá fyrir, að hann vonaðist til þess, að Frakkar reiddu fram pen- ingana. „En peningar geta aldrei bætt fyrir mannslíf, sem grandað hefur verið," sagði hann. Frönskum stjómvöldum var á sínum tíma brugðið við þennan at- burð, og neituðu þau fyrst að hafa átt nokkra aðild að verknaðinum. En þegar nýsjálenskir öryggisverðir handtóku frönsku útsendarana, samþykktu Frakkar, að gerðardóm- urinn yrði skipaður. Að sögn Grænfriðungasamtak- anna gerðu Frakkar einnig sérstakt samkomulag við Qölskyldu Pereira. Þó að Frakkar hafi viðurkennt, að útsendarar þeirra hafi komið sprengjum fyrir í Rainbow Warrior, hefur enginn franskur embættis- maður játað að hafa gefið skipun þess efnis. Vamarmálaráðherrann, Charles Hemu, og yfirmaður gagnnjósna- þjónustunnar voru neyddir til að segja af sér, þegar í ljós kom, að franskir froskmenn höfðu unnið skemmdarverkið. Mathias Rust kann brátt að verða náðaður - segir Hans-Dietrich Genscher Reuter Skjálftamir snemma á sunnudagsmorgni urðu til þess, að margir flýðu út úr húsunum og höfðust við utan dyra, m.a. Sandoval-fjöl- skyldan, sem hér sést. Það væsti heldur ekki um fólkið því að um helgina var hitinn í Los Angeles á bilinu 38-42 stig á selsíus. Mtlnchen, Reuter. HANS-Dietrich Genscher, ut- anrikisráðherra Vestur-Þýska- lands, segir i viðtali við tímaritið Bild und Funk, sem birt verður síðar í þessari viku, að svo virð- ist sem ráðamenn i Sovétríkjun- um séu reiðubúnir til að náða flugkappann Mathias Rust. í viðtalinu kemur fram að Rust hefur enn ekki verið fluttur í vinnu- búðir sem hann var dæmdur í eftir að hafa lent lítilli einkaflugvél á Rauða torginu í Moskvu í maímán- uði. Segir Genscher að Rust, sem er aðeins 19 ára gamall, sé enn í haldi í fangelsi í Moskvu og njóti þar sama aðbúnaðar og áður en dómurinn var kveðinn upp yfír hon- um. Genscher kveðst hafa rætt mál Rusts við Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Hafi hann tjáð honum að „bama- skapur" hafi ráðið gerðum Rusts og hafí því ekki verið um að ræða „þaulhugsaða aðgerð til að lítil- lækka Sovétríkin". „Ég sagði Shevardnadze að vinnubúðavist gæti eyðilagt líf Rusts," segir Genscher í viðtalinu. Breska blaðið Sunday Express skýrði frá því á sunnudag að Rust yrði náðaður þann 7. nóvember næstkomandi en þá verða 70 ár lið- in frá því kommúnistar gerðu byltingu í Rússlandi. Blaðið hafði eftir ótilgreindum sovéskum heim- ildarmanni að Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi teldi ástæðulaust með öllu að halda Rust innan fangelsis- múra. Los Angeles: Nokkurt Ijón í öfl- ugum eftirskjálftum Skaðarnir metnir á 75 milljónir dollara Los Angeles, Reuter. ÖFLUGIR eftirskjálftar urðu í Los Angeles snemma á sunnudag og slösuðust þá 50 manns. Eldar komu upp á nokkrum stöðum í borginni og meira hrundi úr þeim húsum, sem skemmdust í fyrsta jarðskjálftanum. Áætlað er, að jarðskjálftarnir hafi valdið STORUTSLA A MOKKA- oa LBÐURFA TfílAÐI OPNARÁ HALL VEIGARSTÍG1 þriðjudaginn 6, októberkl. 12.00 Þetta er óborganlegt tækifæri til að skinna sig upp fyrir veturinn! SEm SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR Á AKUREYRI skaða, sem metinn er til 75 millj- óna dollara. Lítið var um, að fólk meiddist alvarlega í skjálftunum á sunnudag' en kona nokkur, sem fékk hjarta- slag, lést síðar á sjúkrahúsi. Skjálft- amir voru 5,5 stig á Richter-kvarða en fyrsti ogöflugasti skjálftinn, sem varð á fímmtudag, var 6,1 stig. Það voru þó ekki aðeins jarðskjálftar, sem gerðu borgarbúum lífið leitt, því að á laugardag og sunnudag var hitinn meiri þar en áður hefur mælst í október. Var hann 42 gráð- ur á selsíus fyrri daginn en fór niður í 38 þann síðari. í skjálftunum síðustu daga hafa sex manns farist, 20 byggingar hrunið til grunna og mörg hundruð skemmst. Auk þess hefur 60 stór- byggingum og 200 skólum verið lokað þar til húsin hafa verið skoð- uð nánar. Er áætlað, að tjónið nemi nú um 75 milljónum dollara. Danmörk: Svend Auken nýr formaður jafnaðarmanna Kaupmannahöfn, frá Nils Jargen Bruun, fréttaritara Morgunblaðains. DANSKIR jafnðarmenn kusu á laugardag nýjan leiðtoga. Svend Auken, fyrrum varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, tók við af Anker Jergensen, fyrrum for- sætásráðherra, eftir atkvæða- greiðslu á sérstökum flokksfundi. Jnrgensen sagði af sér i september eftir að hafa verið formaður flokksins f 15 ár. 578 gengu til atkvæða um form- anninn og veittu 567 Auken stuðning sinn. Einn mótframbjóðandi var, Amo Norske, og fékk hann eitt at- kvæði. Átta menn skiluðu auðu. Svend Auken sagði við danska útvarpið eftir að úrslit voru kunn í formannskjörinu að nú væru kyn- slóðaskipti f Jafnaðarmannaflokkn- um. Auken er til vinstri við miðju og er hann fulltrúi nýrra manna í flokkn- um, sem er enn sá stærsti á danska þinginu. Hann hefur kennt stjóm- málavfsindi við háskóla og í fimm ár var hann atvinnumálaráðherra f minnihlutastjóm Jafnaðarmanna- flokksins milli 1977 og 1982. Hann varð talsmaður flokksins á þingi árið 1983, ári eftir að jafnaðar- menn fóra í stjómarandstöðu eftir að hafa setið í stjóm í átta ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.