Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 ii AF INNLENDUM VETTVANGI eftir BENEDIKT STEFÁNSSON Neyðarbíllinn f imm ára: Læknar standa neyðarvakt þótt útköllum sé ekki sinnt FIMM ÁR eru liðin frá því að neyðarbíllinn í Reykjavík var tekinn í notkun. Á daginn er billinn mannaður lækni og- hjúkr- unarfræðingi, en á nóttunni fara sjúkraflutningamenn einir í neyðarköll á bflnum. Þjónusta við þá sem þarfnast neyðarhjálp- ar er því skert allar nætur, sunnudaga og helgidaga þótt Tryggingastofnun hafi undan- farið ár borgað laun lækna á neyðarvakt allan sólarhringinn. Samkvæmt kostnaðaráætlun sem slökkviliðið vann fyrir borgar- stjórn i vor hlytist 1-2 milljóna króna aukakostnaður af þvi að manna bílinn á Borgarspitalan- um allan sólarhringinn. Ekki reyndist meirihluti fyrir slíkri fjárveitingu. Þótt flestir séu sammála um að nauðsynlegt sé að veita fulla neyð- arþjónustu 24 tíma á dag, 365 daga á ári, hefur ekki náðst sátt um lausn vandans. Hugmyndin sem lögð var til grundvallar við umræður í borg- arstjórn í vor var sú að fjölgað yrði um tvo menn á vakt slökkviliðsins nætur og helgidaga. Þeir yrðu til taks á Borgarspítalanum og færi neyðarbíllinn fullskipaður í útköll allan sólarhringinn. Stjórnendur slökkviliðsins eru ekki fylgjandi þessu fyrirkomulagi. Þeir vilja held- ur veita sjúkraflutningamönnum aukin réttindi í meðhöndlun sjúkra og slasaðra. Þá yrði hægt að senda neyðarbílinn á undan lækninum á vettvang, eins og lýst verður nánar hér á eftir. Þarf að breyta heildarskípulagi Hrólfur Jónsson aðstoðarslökkvi- liðsstjóri bendir á að til þess að manna neyðarbílinn allan sólar- hringinn þurfi tveir sjúkraflutn- ingamenn að vera til taks á Borgarspítalanum að næturlagi. Bíllinn væri aðeins sendur í neyðar- útköll sem eru innan við fimmtung- ur allra sjúkraflutninga og sjaldgæf á nóttunni. Þetta væri ekki góð nýting á mannafla. „Ef neyðarkall berst á nóttunni þegar bíllinn er úti getum við ekki veitt viðkomandi sjúklingum jafn góða þjónustu og þeim sem fyrstur bað um aðstoð. Við gætum því eft- ir sem áður aðeins sinnt hluta neyðarkalla. Það leysir ekki vandamálið að láta sjúkraflutningamenn standa vaktir á Borgarspítalanum allan sólarhringinn. Við þurfum að breyta heildarskipulagi sjúkraflutninga til þess að geta mannað allar vaktir þjálfuðum mönnum. Þannigjnunu allir sem þurfa þessa þjónustu sitja við sama borð," sagði Hrólfur. Slökkviliðið rekur tvo sjúkrabíla auk neyðarbílsins. Vakt á neyð- arbílnum lýkur kl. 23.30 og eftir það er einn bíll hafður til taks við slökkvistöðina. Sé hann upptekinn þegar beiðni um aðstoð berst er hægt að senda sjúkrabílinn í Ár- túnsstöð á staðinn. Honum aka slökkviliðsmenn á vakt. Neyðarbíll- inn er betur búinn en venjulegir sjúkrabílar og læknar og hjúkrunar- fræðingar fara með honum. Þarf ekki að fjölga í sjúkraflutningum Gunnar Sigurðsson yfirlæknir á lyfjadeild Borgarspítalans dregur í efa að slökkviliðið þurfi að fjölga í starfsliði sínu til þess að manna bílinn allan sólarhringinn. „Mér vitanlega eru þessir menn á vakt á slökkviliðsstöðinni á þess- um tíma og fara í sjúkraflutninga þaðan. Þegar vaktinni lýkur á Borg- arspítalanum klukkan hálf tólf á kvöldin taka aðrir menn við á slökkvistöðinni," sagði hann. „Við höfum stefnt að því að bíllinn verði notaður allan sólar- hringinn og teljum mjög brýnt að svo verði. A Borgarspítalanum hafa verið gerðar þær ráðstafanir sem þarf til að sinna þessari þjónustu. Samvinna við slökkviliðið hefur ver- ið góð og ég sé enga meinbugi á að hún geti aukist." Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að málið sé mun flóknara en margir vilji vera að láta. „Málið snýst ekki um það hvort neyðarbíllinn er til taks eða ekki. Við þurfum að skoða það í samhengi, hvernig hægt er að veita fullnægjandi þjónustu á óllum tímum dagsins," sagði hann. Komið á stefnumóti læknis og sjúkrabíls Ein ábendinga Hrólfs er að koma á „stefnumóti" neyðarlæknis og sjúkrabíls. Þegar neyðarkall kæmi færi læknir af Borgarspítalanum til móts við sjúkrabílinn af slökkviliðs- stöðinni. Neyðarbflnum ækju sjúkraflutningamenn á vakt slökkvistöðvarinnar. Hugmynd Hrólfs er að hópur slökkviliðsmanna verði sérþjálfaður í því að fást við neyðartilvik og öðlist aukin réttindi til þess að veita sjúklingum aðstoð þar til læknir kemur á staðinn. Með góðri skipu- lagningu ætti læknirinn að vera laus í næsta útkall mun fyrr en nú er, að mati hans. Aðstoðarslökkviliðstjóri taldi einnig mögulegt að sameina bak- vakt lækna vegna þyrlu Landhelgis- gæslunnar og neyðarvaktina í Reykjavík. Þyrluvaktin hefði byggst á frumkvæði og sjálfboða- vinnu ungra lækna og væri ekki um framtíðarlausn að ræða. Með betra skipulagi og nýtingu fjár mætti sennilega veita betri þjónustu á öllum sviðum. „Stefnummótin" eiga hljóm- grunn meðal þeirra lækna sem starfa við neyðarþjónustuna. í Kaupmannahöfn er komin löng reynsla á þessa aðferð og þykir hún hafa gefið góða raun. Aðferðin myndi ekki borga sig Gunnar Sigurðsson sagði að stefnumótin gætu vissulega átt rétt á sér, en hér hefði einfaldlega verið þróað annað kerfi. „Stefnumótaað- A>\:W. HAÞRÝSTIDÆLA Vandað, sérlega handhægt vestur-þýskt tæki fyrír atvinnumenn. HEFUR: • þrískiptan stút • handfang meö snúanlegri slöngu • 10 metra háþrýstislöngu Vinnuvistfræðileg hönnun, góð ending, tímasparnaður. RAFVERHF SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117 CO Góðan daginn! Morgunblaðifl/Bjöm Blöndal Frá undirritun samningsins í Glóðinni i Keflavík í vikunni. Það er Skúli Skúlason, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBK sitjandi lengst til hægri, sem er að skrifa undir, en honum á hsegri hönd er Árni Þór Arnason, forstjóri, Austurbakka. Siljandi Icngst til vinstri er Stefán Kristjánsson í stjórn ÍBK og fyrir aftan þá má sjá tvo leik- menn ÍBK i nýju búningunum. Keflavík: Körfuboltamenn með 2ja ára auglýsingasamning Kenavlk. KÖRFUBOLTAMENN í ÍBK hafa gert auglýsingasamning við Austurbakka í Reykjavik um að auglýsa Nike-fyrirtækið á keppnisbúningum félagsins. Samkomulagið er til 2ja ára. Skúli Skúlason formaður körfu- knattleiksdeildarinnar sagði að menn væru ákaflega ánægðir með þennan samning. Ekki væru bein- harðir peningar í spilinu, en Austurbakki leggði úrvalsdeildar- liðinu til allan keppnisbúnað auk þess sem aðrir flokkar fengju álit- legan afslátt af Nike-vörum. Þá mætti nefna að ákvæði um sér- stakan bónus ef liðið ynni bikar eða íslandsmeistara titil. - BB. bnifalið: Flug, gisting á Hotel Owl í2ja manna herbergjum og morgunverður. Hótelið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.