Morgunblaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
19
Ævintýri í gríni
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Madeleine Brent: Villkatt
Norsk þýðing: Jorunn Carlsen
Útg. Norsk Gyldendal 1987
Stúlkan Mitji elst _upp hjá frum-
byggjum í auðnum Ástralíu, en er
þó varla ein þeirra. Hún er rauð-
hærð og bláeygð og ljós á hörund
og hún sýnir ung, að hún hefur
ýmsa eiginleika, sem ekki þekkjast
meðal frumbyggjanna. En lífíð með
frumbyggjunum er sjálfsagt og eðli-
legt og trúlega hefur einhver
skrítinn andi og öllu ófullkomnari
frumbyggjununum búið hana til.
Svo kemst hún að því einn góðan
veðurdag, að til er langt í burtu
fólk sem er líkara henni og þar sem
erfiðleikamir hjá frumbyggjunum
verða meiri eftir því sem hún vex
úr grasi, ákveður hún að leggja
land undir fót og leita að hvíta
manninum.
Uppvöxtur hennar hefur gert það
að verkum, að hún er svo lyktnæm
að hún fínnur vatn og mat og hún
er veiðimanneskja þvílík, að hún
þarf ekki að óttast að hún svelti í
Kápusfða
hel. Á leiðinni fínnur hún hvltan
mann Luke, sem er nær dauða en
lífi af þorsta og hún dröslar honum
heim til sín, þar sem eiginkonan
Rosemary tekur Mitji þakklát og
fagnandi. Og nú tekur við að kenna
henni að lifa í heimi hvíta manns-
ins. Og skilja hann, sem er snöggt-
um flóknara.
Rosemary reynist henni betri en
engin, en hún er heilsulítil og gefur
loks upp öndina og hvað á að verða
um Mitji nú? Og hver er hún? Hvað-
an bar hana að á sínum tíma? Hvar
höfðu frumbyggjamir upp á henni?
Getur verið að hún sé af tignum
ættum í gamla landinu, Bretlandi?
Einhver sækist eftir lífí hennar og
annar reynir að vemda hana með
því að senda hana á stúlknaskóla í
Sviss? Nema þetta sé allt einhvem
veginn öðmvísi. Og hvemig stendur
á því að Luke forðast hana og vill
ekki að hún haldi loforðið við Ro-
semary á banabeði
Það er ágæt afþreying að þess-
ari bók. Sérstaklega fyrri hlutanum,
þar sem Mitji er að reyna að kom-
ast inh í nýjan heim. Þegar er verið
að kenna henni siði og hugsunar-
hátt, henni náttúmbami auðnanna,
svo framandi.
Mitji er bara skemmtileg persóna
og sama máli gegnir um þau Rose-
maiy og Luke. Þegar það gerist
löngu síðar í sögunni, að Mitji sem
hefur fyrir löngu aðlagast siðmenn-
ingunni, afklæðist þeim búningi til
að koma vinum sínum til bjargar
úr mikilli hættu og hún og engin
annar ræður við það - þá fer nú
aldeilis að færast einum of ótrúleg-
ur hasarbragur í frásögnina. En
hvað. Því ekki að láta hugarflugið
leika sér og það gerir höfundurinn
sannarlega.
í upphafi var orðið
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Jost Herbig: Im Anfang war
das Wort. Deutscher Taschenbuch
Verlag 1986.
Höfundurinn Jost Herbig er
blaðamaður og fæst einkum við
efni sem teljast til vísindarann-
sókna. Hann hefur skrifað nokkrar
bækur, þ.m. „Die Gen-Ingenieure“
1978, „Der Bio-Boom“ 1982 og
„Das Ende der Burgerlichen
Vemuft" 1974.
Nokkrar kynslóðir vísinda-
manna hafa haldið fram þeirri
kenningu, að maðurinn hafi orðið
að manni, homo sapiens, vegna
meðfæddrar árásarhneigðar. Mikill
fjöldi bóka hefur birst um svokall-
að grunneðli mannsins í þessum
dúr. Þessum kenningum var
hmndið af stað með darwinisman-
um og þó einkum með socio-
darwinismanum, síðan kemur
atferlisfræðin til sögunnar og þar
áður hundar Pavlovs. Genafræðin
er það nýjasta af nálinni. Allar
þessar kenningar telja sig „sanna"
innsta eðli mannsins sem dýrs, sem
berst fyrir lífi sínu við dýr sömu
tegundar.
Á síðustu ámm hafa komið fram
kenningar sem líta á þróun manns-
ins frá öðm sjónarhorni og að ekki
sé raunhæft að miða eðli mannsins
við eðli tilraunadýra Pavlovs og
Skinners. Heimur mannsins er ekki
sambærilegur við dýrheima. Sam-
kvæmt kenningum Herbigs er
eðlismunur á dýrheimum og mann-
heimum. Hafí „Nakti apinn" og
einkenni hans verið einkenni
manna, þá væri maðurinn enn á
sama stigi og apaheimar. Herbig
telur að „orðið“ hafí mótað sögu
mannanna, upphafíð að „homi
sapiens" var orðið. Málið aðskilur
mannheima og dýrheima og í þess-
ari bók segir höfundur þróunar-
sögu mannanna samkvæmt
nýjustu rannsóknum mannfræð-
innar, fomleifafræðinnar og stein-
aldarfræða. Hann styðst við
frekari kenningar annara fræði-
greina og útlístar síðan hugmyndir
sínar um þróun samfélaga, sem
eiga ekki að kveikju árásarhneigð
og græðgi, ekki heldur stöðugar
styijaldir og átök, heldur gagn-
kvæman skilning, ögun, ósérhlífni
og friðsamleg samskipti og
bræðralag. Höfundurinn styðst við
ótal dæmi úr frumsögu mannkyns-
ins til að styðja kenningar sínar.
Hann telur kenningu Darwins um
þá stöðugu baráttu og sigur hins
hæfasta vera vísindalega fabúlu
og telur upp mýmörg dæmi um
samskipti og viðskipti mennskra
hópa, sem afsanni þessa kenningu.
Hugrenningar höfundar og
framsetning þeirra og öll rökfærsla
hans til stuðnings þessum hug-
myndum er skýr og augljós.
DULUX' S
FRÁ f
OSRAM
- Ljóslifandi orku-
sparnaður
- 80% lœgri lýsingar-
kostnaður miðað við
glóperu.
- Fimmföld ending ó
við venjulega peru.
- Þjónusta í öllum
helstu raftœkja-
verslunum og
kaupféiögum.
K::í ........... ■,
I € OSRAM
OULU*.
LGEHMANV
JÚHANN ÚLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588
þolir álagið!
mhI % ÉEy
Þúgetur boðið MITA nánast hvað sem er. Hún tekur því eins og þolinmóður
kennari. Engin furðaað MITA varvalin Ijósritunarvél ársins* i Bretlandi þar
sem ending og áreiðanleiki var einn af lykilþáttunum ( valinu. Hún veldur
ekki vonbrigðum. Veldu MITA Ijósritunarvél.
★ Tímaritið “What to Buy” valdi MITA-llnuna Ijósritunarvélar ársins 1986.
FJÖLVAL HF.
Ármúla 23 Sími 688650
Söluumboð: Hallarmula 2