Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 225. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins ^ Sfmamynd/Emilfa Forseti Islands á Ítalíu Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands kom í I Hér heilsar hún Cossiga forseta ítaliu í Quirinale tveggja daga opinbera heimsókn tii Ítalíu í gær. I höllinni i Róm. Noregur: Reuter Koivisto kemur til Moskvu Mauno Koivisto, forseti Finnlands kom i gær i opinbera heim- sókn til Sovétríkjanna. Andrei Gromyko forseti Sovétrikjanna tók á móti Koivisto á flugvelli í Moskvu. I dag hittir Koivisto Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna að máli. Búist er við að efst á baugi verði tillögur Gorbachevs um minni hernaðarum- svif í Norður-Evrópu. Viðbúnaður lögreglu vegna 37 ára afmælis innrásar Kínveria Lhasa, Reuter. VOPNUÐ lögregla hefur tekið helgasta musteri Búddatrúarmunka í Tíbet á sitt vald. Mikill viðbúnaður er nú i höfuðborginni Lhasa vegna þess að á morgun eru 37 ár liðin frá því Kínverjar réðust inn í landið og búist er við mótmælaaðgerðum vegna þessa. Að sögn sjónarvotta tóku 20 borgaralega klæddir lögreglumenn Persaflóastríðið: írakar gera loftárás á stærsta olíuskip heims Dubai, New York, Reuter. ÍRAKAR gerðu í gær loftárásir á fjögur írönsk olíuskip á Persa- flóa, þar á meðal stærsta olíuskip heims sem er rúmlega fimm hundruð þúsund lestir. Litlar skemmdir urðu á skipinu sem heitir Sewise Giant og siglir und- ir flaggi Líberíu. Skipveijar á öðru risaolíuskipi börðust f gær við eld sem upp kom eftir árás Iraka. Að sögn japanskra embættis- manna eru öll japönsk skip á Persaflóa að yfírgefa svæðið sam- kvæmt skipun yfirvalda. íranskir eftirlitsbátar stöðvuðu japönsku skipin en leyfðu þeim síðan að halda áfram siglingu sinni út flóann. íran- ir áttu einnig hvöss orðaskipti í gegn um talstöð við skipveija á dönsku skipi sem var á leið inn fló- ann. í gærkvöld gerðu íranir tvær eld- flaugaárásir á Bagdad, höfuðborg íraks. Nokkrir féllu af völdum sprenginganna og endurómuðu þær um borgina og sögðu borgarbúar að hljóðið minnti á eldflaugaárásir írana fyrr á árinu. í gær hittust fímm fastafulltrúar f Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á leynilegum fundi. Samkvæmt heimildum var rætt um aðgerðir til að styðja friðarumleitanir Perez de Cuellars aðalritara Sameinuðu þjóð- anna í Persaflóastríðinu. Einnig var að sögn rætt um vopnasölubann til stríðandi aðila ef ekki tekst að semja um frið. Jokhang musterið á sitt vald á sunnudagskvöld og vopn voru flutt þangað í gær. Kínversk lögregla hefur einnig endurreist lögreglu- stöðina í miðborg Lhasa sem brann í óeirðunum á fímmtudag í síðustu viku. Samkvæmt opinberum tölum féllu sex manns í óeirðunum en heimamenn segja að 18 menn hafí látist. Kínversk yfirvöld í Tíbet hafa skipað ferðamönnum og erlendum fréttamönnum í landinu að halda sig frá „innanríkismálum" og skipta sér ekki af atburðum í landinu. Yfírvöld hafa einnig gefíð „tíbetsk- um aðskilnaðarsinnum" frest til 15. október til að gefast upp eða verða ella refsað harðlega . Á morgun eru liðin 37 ár síðan kínverski alþýðuherinn réðst inn í landið og er nú mikill viðbúnaður í Lhasa til að koma í veg fyrir óeirð- ir. Talið er að um hundrað þúsund kínverskir hermenn séu nú í landinu. Klaustur hafa verið um- kringd og vegartálmum komið fyrir á götum sem liggja að höfuðborg- mm. Talsmaður Dalai Lama trúarleið- togans sem verið hefur í útlegð í Indlandi í 28 ár vísaði í gær á bug ásökunum Kínveija um að Lama stæði á bak við óeirðimar nú. Afkoma í 3. heiminum: Ekkert unnist á áratugnum Sameinuðu þjóðirnar, Reuter. LÍFSAFKOMA og þjóðartekjur f þróunarlöndum munu standa f stað það sem eftir lifir þessa ára- tugar, segfir f skýrslu frá Samein- uðu þjóðunum, sem birt var f gær. í spánni sem gerð var af Efna- hags- og félagsmálastofnun Samein- uðu þjóðanna segir að þrátt fyrir að þjóðarframleiðsla í þróunarlöndum komi til með að vaxa á næstu árum „nægi það ekki til að bæta afkomu fólks. Líta má svo á að ekkert hafí unnist í þessum efnum á 9. áratugn- um.“ Horfumar eru ekki bjartar með tilliti til þess að hagvöxtur fer minnk- andi á Vesturlöndum og fólki þar fækkar og því verður æ erfiðara fyr- ir þjóðir Þriðja heimsins að koma vörum sínum í verð á Vesturlöndum. Statoil stendur af ser fyrstu atlögn Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgfunblaðains. VIKA ER nú iiðin frá Statoil-hneykslinu og enn hefur engum verið sagt að taka pokann sinn. Forstjóri Statoil, stjóm þess og olfu- og orkumálaráðherrann hafa staðið af sér fyrstu hrinuna eftir að upp komst, að kostnaðurinn við byggingu olfuhreinsunarstöðvar f Mong- stad er kominn 3,8 milliarða nkr. (rúmlega 22 miUjarða ísl. kr.) fram úr áætlun og ekki öll kurl komin Á föstudag fékk iðnaðamefnd Stórþingsins og formenn þingflokk- anna fyrstu áreiðanlegu upplýsing- amar um kostnaðaraukann og Ame Öien orkumálaráðherra og Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra skýrðu frá málinu að svo miklu leyti, sem þau þekkja það. Á föstudag var einnig ákveðið að kanna málið ofan í lq'ölinn og verð- ur rannsóknin í höndum orkumála- ráðuneytisins en óháðir sérfræðing- ar kallaðir til. Verður ekkert til sparað að flýta henni og á niður- staðan að liggja fyrir í næsta mánuði. Hafa fulltrúar borgara- flokkanna fallist á þessa málsferð til að byija með. Statoil-hneykslið hefur orðið til þess, að nokkuð hefur slegist upp á vinskapinn milli Hægriflokksins og Miðflokksins. Síðamefndi flokk- urinn á formanninn í iðnaðamefnd- til grafar. inni, Reidar Due, og snemma í september skýrði Ame Öien honum frá hvemig komið væri. Due lét þó undir höfuð leggjast að upplýsa iðn- aðamefndina og ber það nú fyrir sig, að um trúnaðarmál hafí verið að ræða. í norsku blöðunum er daglega sagt frá olíuhreinsunarstöðinni í Mongstad og eru fréttimar aðallega um skipulagslaus vinnubrögð og ringulreið. Þar koma við sögu teikn-, ingar, sem ekki er hægt að vinna eftir, alls kyns vamingur, sem þvæl- ist um heim allan áður en hann hafnar í Mongstad, og lítið eftirlit af hálfu Statoil-stjómarinnar. Statoil-stjómin hefur komið sam- an til að ræða þetta mál og voru menn sammála um að harma mis- tökin en létu ógert að gagnrýna forstjórann, Arve Johnsen, eða aðra ábyrgðarmenn ríkisfyrirtækisins. Tíbet: Lögregla sest að í helgn hofi Búdda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.