Morgunblaðið - 09.10.1987, Side 16

Morgunblaðið - 09.10.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 ISLENSKUR ULLARIÐNAÐUR íslenskur ullarfatnaður á sýningu i París. eftir Yngva Guðmundsson Umræður um stöðu íslensks ull- ariðnaðar síðustu mánuði ásamt framtíðarhorfum er brennandi spuming hjá þeim sem að greininni standa. Frá árinu 1970 hafa orðið miklar framfarir í jgerð fatnaðar úr íslenskri ull. I stað hinnar hefð- bundnu lopapeysu komu á markað- inn jakkar, peysur og ýmsar smávörur. Þessi fatnaður var vél- pijónaður í stað handpijónaðs fatnaðar sem var uppistaðan í fatn- aði úr ull. í upphafí var framleiðslan frekar fábrotin hvað varðar mynst- ur, liti, snið og hönnun, en þessi fatnaður líkaði vel og jók strax hlut- deild sína á þeim mörkuðum sem fyrir voru, ásamt því að opna nýja markaði. Bandframleiðendur lögðu sitt af mörkum til vöruþróunar og til varð svokallað loðband sem í senn var bæði áferðarfallegt og endingar- gott. Mikil vinna var lögð í meðferð á voðinni þ.e. þvott, ýfíngu og frá- gang. Þessi þáttur í efnavinnslunni átti eflaust sinn þátt í hve skjótum vinsældum og fótfestu fatnaður úr íslenskri ull náði. Framleiðendum fjölgaði og með þarfir markaðarins í huga var fjárfest í nýjum og full- komnari sauma- og pijónavélum ásamt hjálpartækjum. Innflytjend- ur pijóna- og saumavéla aðstoðuðu við val á tækjum sem hentuðu okk- ar framleiðslu og keyptar voru nýjar tölvustýrðar pijónavélar sem ein- falda alla mynsturgerð til muna. Þó ber að hafa í huga, að vegna „Á síðastliðnum 5 árum hafa orðið ótrúleg'ar framfarir í greininni, nýir litir, mynstur og hönnun hafa gert fram- leiðsluna mun fjöl- breyttari.“ sérstöðu bandsins og efnavinnsl- unnar er bæði mynsturgerð og hönnun takmörk sett. Ráðnir voru hönnuðir með nýjar hugmyndir, starfsfólk fyrirtækja sótti námskeið erlendis og segja má að stöðug vöruþróun hafí átt sér stað. A síðastliðnum 5 árum hafa orðið ótrúlegar framfarir í greininni, nýir litir, mynstur og hönnun hafa gert framleiðsluna mun fjölbreyttari. Á kynningarfundi sem Álafoss boðaði til nýverið var ný tilrauna- verksmiðja til bandframleiðslu kynnt framleiðendum ásamt öðrum sem að greininni standa. Eins má geta þess að hafín er kónalitun á bandi sem gerir framleiðanda mögulegt að sérlita band í litlu magni, sem er nýjung fyrir ullariðn- aðinn. Iðnaðardeild Sambandsins hefur verið með vöruþróun á bandi svo- nefnda Superwash-ull, einnig pastel-liti sem víðast henta okkar ullaráferð vel. Nefna má vöruþróun- arverkefni Sauma- og pijónastof- unnar Drífu á Hvammstanga, fallega peysulínu undir nafninu „Moss". Fínull er ullarverksmiðja, nýtekin til starfa, sem sérhæfir sig í gerð smávöru úr angórubandi, þar skapast möguleikar á nýjum band- tegundum til viðbótar þeim sem fyrir eru. Starfsfólk pijóna- og saumastofa víðs vegar um land hefur öðlast reynslu og þekkingu við framleiðslu á pijónlesi og víst er að ekki vilja allir né geta unnið við fískvinnslu eða þjónustu. Kynning ýmissa sýningarhópa á ullarvöru víða um heim hefur verið góð landkynning og ullariðnaði til sóma. Framleiðsla og sala á ódýrum fatnaði úr ull í magni hentar okkar framleiðslu ekki. Hönnun á vönduðum og dýrum gæðafatnaði með íslenskum sérein- kennum er góður kostur. Vonandi sjá framleiðendur bjartari tíð fram- undan. Það væri miður fyrir ulla- riðnaðinn í landinu að sjá eftir þeirri fjárfestingu, þekkingu og reynslu sem skapast hefur. Hæðir og lægðir þekkja allir, smálægð er á leiðinni yfír landið en bjart fram- undan. Vöruþróun og markaðssókn er lykilorð að velgengni íslensks iðnað- ar. Höfundur er atarfamaður trefja - deildar Iðntækniatofnunar ía- landa. Smáörk gefin út í tilefni dags frímerkisins Veitt úr Frímerlqa- og póstsögnsjóðnum í fyrst sinn DAGUR frímerkisins og dagur Alþjóðapóstsambandsins er í dag, en sambandið var stofnað fyrir eitt hundrað og þrettán árum. í tilefni af degi frímerkisins gefur Póst- og símamálastofnunin út smáörk með einu frimerki, auk þess sem í dag kemur út frímerki helgað tannvernd og hefti með 12 frímerkjum. Einnig verður í dag veitt í fyrsta skipti úr Frímerkja- og póstsögusjóðnum, sem stofnaður var 29. október 1986. Myndefni smáarkarinnar sem gef- in er út í dag er eftir Auguste Meyer og tekið úr ferðabók Paul Gaimards. Söluverð hennar er 45 krónur en verðgildið 30 krónur og rennur and- virði yfirverðsins, 15 krónur, í Frímerkja- og póstsögusjóðinn, sem veitt verður úr í dag í fyrsta sinn. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póstsögu og hvers konar kynningar- og fræðslustarf- semi til örvunar á frímerkjasöfnun. Formaður sjóðsins er Halldór S. Kristjánsson, skrifstofustjóri sam- gönguráðuneytisins. Á degi frímerkisins kemur einnig út frímerki helgað tannvemd og hefti með 12 frímerkjum og er verðgildi hvers þeirra 13 krónur. Heftið er nýjung í frímerkjaútgáfu stofnunar- innar. Kjörorð dags Alþjóðapóstsam- bandsins er: Pósturinn, fjarlægðir minnsti vandinn. Sambandið hefur lagt á það áherslu að stuðla að góðum og auknum samskiptum milli þjóða. Höfuðstöðvar þess eru í Bem og I því em 168 þjóðir. SÉRTILBOÐ ÞESSA HELGI Blómstrandi Begoniur. Aðeins Kr. 170,-. stL,tturafn 0r* k°mr,ir Ge^ZÍslulre^ 9q 7nGm fyrst, Ráðgjöt og leiðbeiningar Garöyrkjuiræðingarnir Hafsteinn Hafliðason og Por S*sso„lelöbe,na«;Um ,„eaietöogtæWun„»Js®utó' laugardagog sunnudagki. 13:00-19:00. Ath.: Fáið litprentaöan leiðbeiningarbækling. Magntilboð Geriö hagstæð kaup. 50 stk. túlípanar..^'490. 50 stk. krókusar .. 25stk.páskalil|ur ....kr.490, Rauöurjólatúlipani (Brilliant star) lOstk. kr. 229,- Bleik jólahýasinta (Anne Marie) 4 stk. kr. 199,- Dökkblár jólakrókus (Rememberance) 10stk.kr. 169,- Riddarastjarna (Amaryllis) 1 stk. kr. 295^ Hvítar jólaliljur 10 stk^k'295 EmtöldogþægtlegræktumHenta t.d.ískólumog barnaheimilum. h

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.