Morgunblaðið - 09.10.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987
19
að fá nokkra velþóknun á þeirri
tilhugsun, að við höfum þó altént
eitthvað að skrifa um — eins og
okkar aðstæður væru gjörsamlega
aðrar en þær sem gerast annars
staðar í heiminum. Hvað mig
snertir er ég Roth sammála: Við
erum ekki svo frábrugðin ykkur
hinum.
Ég veit ekki hvort ég get fallizt
á þetta að öllu leyti — það er til
að mynda staðreynd að austur-
og miðevrópskar, og þá ekki hvað
sízt tékkneskar, bókmenntir hafa
á síðastliðnum 30 árum leitt fram
á sjónarsviðið fjölmarga mikilhæfa
rithöfunda, og fjöldi þeirra er á
engan hátt í réttu hlutfalli við
fjölda íbúa þessara landa.
— Já, en hversu mikilhæfír eru
þeir svo eiginlega — hversu þungt
eiga öll þessi viðurkenndu nöfn
eftir að vega? Líttu á Albert Ca-
mus — hjá honum var fyrir hendi
algjör eining og samruni persónu-
leika og rithöfundar. Það er sem
sagt til heilmikið af bókmenntum,
sem samdar eru út frá allt ann-
arri viðmiðun og hvíla á öðrum
grunni; það eru þess háttar bók-
menntir, lifandi raunhæfar
bókmenntir, sem ég hef mun meira
dálæti á.
Ef menn fara að glugga í ævi-
sögur rithöfunda frá 19. öld,
komast menn að raun um, að
Dostojévskij var einn í þessum
hópi, en það voru á hinn bóginn
enskir rithöfundar þess tíma ekki,
því að þeir skrifuðu sín verk í
anda gervimennsku — þeir voru
dugmiklir og færir handverks-
menn, en þeir sömdu ekki skáld-
verk með sínu eigin lífí.
Heilmikið af því sem birtist af
veigamiklum tékkneskum bók-
menntum nú á dögum, kemur út
sem samizdat — fjölrit — það er
að segja að verkin eru skrifuð á
ritvél með kalkipappír og dreift frá
manni til manns á ólöglegan hátt.
Geturðu útskýrt þetta kerfi svolí-
tið betur?
Samizdat-ritverk eru fyrst og
fremst afar dýr. Líttu á þetta rit
hérna með gagnrýnar greinar —
það kemur út þrisvar á ári, og
hvert hefti kostar 50 tékkneskar
krónur. Ég gaf út allmargar grein-
ar í þykku samizdat-hefti fyrir
nokkru — það kostaði 370 tékkne-
skar krónur og samt seldist það
upp á skömmum tíma, öll 50 ein-
tökin. Óinnvígðir hafa oft á tíðum
grunsemdir um, að samizdat-ritin
njóti sérstaks fjárstuðnings frá
einhveijum vafasömum skugga-
öflum hér í Tékkóslóvakíu eða í
útlöndum. Það er alveg rangt,
þótt Charta 77 takist að útvega
og leggja fram einhveijar tiltölu-
lega óverulegar fjárupphæðir.
Hvað kostar venjuleg skáldsaga
í opinberri útgáfu, þegar hún er
komin í bókaverzlanir?
Eitthvað á bilinu 25—30 tékkn-
eskar krónur (ein tékknesk króna
samsvarar eitthvað á milli einnar
og 3,75 íslenskrar krónu allt eftir
því hver hin opinbera gengisskrán-
ing er).
Hvemig geturjafn fámenn þjóð
og Tékkar og Slóvakar, og jafn
Iítil borg og Prag verður þó að
teljast á alþjóðamælikvarða, haldið
uppi jafn þróttmikilli og lifandi
menningar- og bókmenntastarf-
semi?
Hún var nú samt allt önnur og
fjölbreyttari hér áður fyrr, eða
allt fram til áranna milli heims-
styijaldanna; á þeim tímum átti
slík fjölskrúðug menningariðja
rætur sínar að rekja til sambúðar
ailra hinna mismunandi þjóðahópa
hérlendis: Tékka, Slóvaka, Þjóð-
veija, þýzkumælandi gyðinga,
tékkneskumælandi gyðinga, rétt-
trúaðra gyðinga og landflótta
Rússa...
SKÝRR:
Lagasafnið kom-
ið mn í
LAGASAFN íslands er nú kom-
ið inn í tölvu Skýrsluvéla
ríkisins. Öflun upplýsinga úr
safninu er því auðveldari en
áður og ný lög eða breytingar
á lögum verða færðar jafnóð-
um inn. Þá verður útgáfa
lagasafns á bók auðveldari og
ódýrari en áður.
Frá þessu er sagt í nýjasta tölu-
blaði SKÝRR-frétta. Þar kemur
fram, að vorið 1986 var texti lag-
anna frá 1983 kominn inn í
textaleitarsafn og forrit tilbúin.
Þá átti eftir að færa breytingar á
lögum inn í textann og nú hefur
textinn allur verið samræmdur
gildandi lögum í ársbyijun 1986.
í viðtali við Sigurð Líndal, pró-
fessor, kemur fram að þessi
tölvuvæðing auðveldaði alla upp-
lýsingaöflun, því gott leitarkerfi í
lagasafni flýtti fyrir leit að margví-
slegum atriðum í lögum. Til
dæmis væri í einu vetfangi hægt
að fá skrá yfír alla lagastaði þar
sem orðið þjófnaður kæmi fyrir.
Þó yrði iðulega að þrengja skil-
tölvu
greininguna til að fá ekki yfír sig
alltof langa lista með óþörfum
upplýsingum. Sigurður sagði, að
nú verði auðveldara að fá heildar-
yfírsýn yfír löggjöf á ýmsum
sviðum, þannig að auðveldara
verði að hreinsa til, fella niður það
sem úrelt er og hefur ekki gildi
lengur ef Alþingi ákveður svo og
við setningu nýrra laga verði bet-
ur hægt að forðast skörun laga
og ýmislegt ósamræmi sem óneit-
anlega hafi ágerst í seinni tíð.
Þeir, sem þegar eru tengdir
SKÝRR geta fengið aðgang að
lagasafninu með því að biðja skrif-
lega um það. Aðrir, sem eiga til
dæmis einkatölvu, geta tengst
SKÝRR með upphringisambandi
um talsímanetið, en allar nánari
upplýsngar veita starfsmenn not-
endaráðgjafarsviðs SKÝRR. Þrír
starfsmenn SKÝRR hafa unnið
mest að tölvuvæðingu lagasafns-
ins, þau Einar Jónasson, yfírkerf-
isfræðingur, Lilja Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri notendaráð-
gjafarsviðs og Jón Sigurgeirsson,
lögfræðingur.
Flúðavegur:
Vélgrafan með lægsta tilboð
VÉLGRAFAN sf Selfossi átti
lægsta tilboð í tæplega 750
metra kafla á Skeiða- og
Hrunamannavegi, frá Hellis-
holti að Flúðum. Tilboð fyrir-
tækisins var 1.418 þúsund
krónur, sem er 78% af kostn-
aðaráætlun Vegagerðarinnar.
Kostnaðaráætlun var 1.814 þús-
und krónur. Níu verktakar buðu í
veginn, þar af voru sjö með tilboð
um eða undir kostnaðaráætlun-
inni. Tilboðin voru öll frá verktök-
um á Suðurlandi.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Kúba:
Castro hefur ekki þörf
fyrir sovéskt „glasnost“
Snýr við blaðinu í ef nahagsmálum
Á SAMA tíma og „glasnost“, stefna Gorbachevs og stjórnar hans,
auka frelsi og boða komu félagslegra umbóta í Sovétríkjunum
stefnir Kúba, sem er háð velvilja og samstarfi við Sovétríkin, í
allt aðra átt, mörgum kúbönskum borgurum til mikillar ar-
mæðu. Castro, sem haldið hefur um stjórnartaumana og hvergi
slakað á klónni siðan 1959, virðist ekki telja að kúbönsk alþýða
hafi gott af sovéskri þíðu.
Hingað til hefur sovéska
fréttatímaritið Novedades
du Moscu“ fengið að liggja
óhreyft í Havana en upp á síðkas-
tið hefur það verið rifið út.
Kúbanskir borgarar vilja ekki
missa af nýjustu fréttum af
„glasnostinu" í Sovétríkjunum,
sem þeir hafa ekki fengið að kynn-
ast heima fyrir, þó þeir gjarnan
vildu.
Á Kúbu hefur Fidel Castro snú-
ið þróuninni við og hert miðstýr-
inguna. Fyrir fímmtán mánuðum
hætti Castro við sex ára efna-
hagstilraunir og lýsti yfír að hann
hefði áhyggjur af „ný-kapítalísk-
um“ áhrifum sem væru farin að
skjóta upp kollinum. Þær breyt-
ingar sem koma sér verst fyrir
almenning á Kúbu er að Castro
ákvað að loka fyrir markaði
bænda, sem hafa séð fólki fyrir
nauðþurftum í endalausum vöru-
skorti í verslunum í borgum
landsins. Markaðimir hafa gert
það að verkum að fólk hefur get-
að keypt matvæli sem áður höfðu
aldrei borist til borganna og
bændur hafa náð að eignast meira
fé en áður.
Fjölmiðlar á Kúbu hafa að und-
anfömu verið fámálir um atburði
og gang mála í Sovétríkjunum.
Dagblöð greindu frá því í fáeinum
línum að lög hefðu verið sett í
Sovétríkjunum sem heimiluðu og
hvettu fyrirtæki til að verða sjálf-
um sér nóg í rekstri og fjármögn-
un. Castro sjálfur hefur ekki farið
mörgum orðum um Sovétríkin eða
Gorbachev. Hann hefur hins vegar
gefíð í skyn að hann sé ekki sátt-
ur við hina nýju stefnu Sovétleið-
togans. Á þingi ungliða í
kommúnistaflokki landsins sagði
Castro í ávarpi að Kúbanir ættu
sjálfír að ákveða á hvem hátt
þeir þróuðu og nýttu hugmyndir
fræðinganna Marx og Lenins.
Gagnrýndi hann í ávarpinu gróða-
sjónarmið í viðskiptum og verslun.
Nýjustu áætlanir Castros til að
auka framleiðslu í landinu fela í
sér að hann mun sjálfur stöðugt
hvetja menn til dáða. Nú eru til-
vitnanir í orð hans á skiltum
meðfram vegum landsins: „Eina
leiðin til að binda enda á óreiðu
og litla framleiðni er að hver
maður beri ábyrgð á eigin verki"
segir meðal annars í hvatningar-
orðum hans. Hann hefur reynt
þessa hvatningarherferð áður með
misjöfnum árangri.
Til eru þeir sem em sammála
Castro um að bændamarkaðimir
hafi alið af sér græðgi og að eina
von Kúbu felist í meiri vinnu.
„Við getum ekki öll lifað á
braski," segir ung kennslukona.
En flestir Kúbanir skella skolla-
eymm við hvatningarorðum
Castros og segja að bændamark-
aðimir hafi verið til mikilla bóta
fyrir alla aðila, bæði bændur og
borgara. Verslanir á Kúbu geta
ekki státað af miklu vömúrvali
og ef ekki er eitthvað að vömnni
þá er eitthvað að tækjum eða
búnaði verslana þannig að þær
geta ekki boðið uppá ákveðnar
vömr. Þessir samverkandi þættir,
skortur á hraéfni og skortur á
vinnslu, em að ganga af efna-
hagskerfí Kúbu dauðu.
Það að Castro hefur á ný feng-
ið áhuga á efnahagskerfínu er
mikið áhyggjuefni fyrir kúbanska
hagfræðinga, sem margir hveijir
hafa hlotið menntun sína á Vest-
urlöndum. „Að Castro skipti sér
af efnahagsmálum er dauðadóm-
ur,“ segir ungur hagfrasðingur
sem vinnur fyrir stjómina. Síðasta
ár varð mikill halli á fíárlögum.
Samkvæmt opinbera dagblaði á
Kúbu féll verðmæti þjóðarfram-
leiðslu um 50%. Stjómin kennir
um lélegu árferði sem leiddi af
sér lélega uppskem, lækkun
Bandarílq'adollars og lækkun olíu-
verðs. Þetta ár verður verra en
árið í fyrra, segja hagfræðingar.
Gorbachev er dijúgur með sig
í Suður-Ameríku, en er hann
of fijálslyndur fyrir vinaríkin?
Kúbanir þurfa árlega að þiggja 4
billjónir dollara af Sovétstjóm-
inni. Nýjustu aðgerðir Castros,
sem em þvert á við stefnu Sovét-
manna hafa komið af stað
vangaveltum um áframhald á lán-
veitingum frá Sovétríkjunum.
Ólíkt því sem áður var nefndi
Castro ekki hagtölur og tölur yfir
framleiðni og eyðslu í langri ræðu
sem hann flutti á 26 ára byltingar-
Fidel Castro
afmælinu. Og í ræðu sem hann
hélt nú nýlega sagði hann að töl-
ur skiptu ekki öllu máli. Ekki
ætti að einblína á tölur heldur
horfa á mannlegar hliðar. Þykir
þetta augljóst merki þess að efna-
hagsástandið sé afar bágborið.
Hagfræðingurinn ungi spáir því
að efnahagskerfíð muni hrynja og
segir að raunvemlegar breytingar
geti ekki átt sér stað meðan kyn-
slóð Castros sé við völd en, bætir
hann við: „Castro verður að víkja
og þá mun efnahagskerfi Kúbu
batna og við verða Ungveijaland
Kyrrahafsins."
Hagfræðingar telja að stefna
Castros geti gert samskipti Kúbu
og Sovétríkjanna erfíðari, sem er
afar slæmt fyrir Kúbani nú þegar
hallar undan fæti í efnahagsmál-
um. Prófessor Wayne Smith,
fyrmrn yfírmaður „American Int-
erests Section" í Havana, segir
að það sé óhjá-
kvæmilegt að
misræmið leiði til
árekstra í sam-
skiptum þjóð-
anna. Kúbansk-
ur hagfræðingur
við Harvard-
háskóla segir að
nú þegar séu
hagfræðingar á
Kúbu famir að
kvarta yfír því
að Sovétríkin
eigi of sterk ítök í markaðsmálum
Kúbu.
Samskipti ríkjanna em ekki
einhliða því að Sovétmenn eru
háðir hemaðaraðstoð Kúbana. í
Angólu er kúbanskt herlið sam-
tals 20.000 hermenn. í Eþíópíu
em kúbanskir hermenn eitthvað
færri. í báðum þessum löndum
em Sovétmenn með herlið til að
styðja við bakið á kommúnista-
stjómum sem em þar við völd og
hafa þegið aðstoð Kúbu við gæsl-
una.
Þó að Kúba sé háð fjárveiting-
um frá Sovétríkjunum veitir það
Kúbönum frelsi að vita að Sov-
étríkin háð aðstoð þeirra. Castro
telur sig greinilega ekki þurfa
ekki að hlíta í einu og öllu stefnu
sovéskra stjómvalda, eins og að-
gerðir hans í efnahagsmálum
sýna glöggt. Og hvað sem segja
má um samskipti Kúbu við Sov-
etríkin þá er eitt víst: Af áralöng-
um samskiptum við Sovétmenn
vita Kúbanir hversu langt þeir
mega ganga og Sovétmenn vita
hvað þeir geta boðið Kúbönum.
(Heimildir: The Wall Street
Journal og The Economist.)