Morgunblaðið - 09.10.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.10.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Saga afNauti Ég hitti um daginn vin minn sem er í Nautsmerkinu og áttum við tal saman. „Veistu hverju ég var að taka eftir í fari mínu?" sagði hann við mig. „Nei, það veit ég ekki,“ sagði ég, enda varla von að ég vissi hvað hann væri að hugsa. Þrjóskur „Ég hef tekið eftir því að ég get verið mjög þrjóskur," sagði vinur minn. „Hefur þú tekið eftir því að þú getur verið hvað, — þijóskur?" sagði ég og lagði áherslu á hvert orð. Enda varð ég hissa á þessari yfirlýsingu. „Þú, Nautið, þijóskur," bætti ég við. Satt að segja fannst mér þetta verulega fyndið. Það er alltaf eilítið sérstakt þegar manni er sagt í fréttum það sem alkunna hefur verið und- anfama áratugi. Aö reka á eftir „Já, og ég hef tekið eftir því hvenær hún birtist helst,“ bætti hann við án þess að taka eftir viðbrögðum mínum. „Það er helst þegar einhver ætlar að reka á eftir mér, að þá tek ég eftir því að ég á til að verða rólegri og rólegri. Ég þoli ekki að það sé rekið á eftir mér.“ Síðustu orð hans voru mælt af þunga. Réttskref „Eins og þú veist," hélt vinur minn áfram, þá erum við Nautin oft frekar róleg í tíðinni. Við erum ekki löt en við viljum fara varlega. Við viljum hafa fætuma á jörð- inni og vera viss um að hvert skref sem við tökum sé rétta skrefið. Skilur þú hvað ég er að meina?" Hann leit þungum augum á mig, eins og til að gefa orðum sínum aukna áherslu. „Já, já,“ sagði ég, „ég skil þig ágætlega, enda er ég sjálfur f Nautinu." 100% viss „Já auðvitað, þú ert Naut,“ sagði hann og leit á mig. Ég sá að augnsteinar hans þönd- ust eilftið út. Hann var greinilega að endurmeta mig. „Það sem ég var raunveru- lega að uppgötva,“ hélt hann áfram, „er að ég verð óörugg- ur þegar ég er ekki 100% viss um að næstu skref f hveiju máli séu örugg. Þegar einhver er síðan að reka á eftir því að ég taki ákvörðun, þá truflast ég og þarf að fara enn hægar en áður. Þeim mun meira sem ýtt er á mig, þeim mun hægar fer ég, þangað til ég stoppa jafnvel aiveg.“ Hcettir viö „Það fyndna við þetta allt- saman er að utanaðkomandi þrýstingur getur jafnvel feng- ið mig til að hætta við mál sem ég hef annars áhuga á.“ Hann hafði horft niður f göt- una þegar hann sagði síðustu orðin en leit nú á mig og ég sá að áhyggjuhrukkur höfðu myndast á ennið. „Þér finnst þetta ekkert skrítið, eða hvað?“ Flýta sér hcegt „Nei, nei, blessaður vertu,“ flýtti ég mér að segja. „Þú ert bara Naut. Þetta er eðli- legt. Þú ert að segja að það borgi sig ekki fyrir fólk að ýta á þig. Ég skil það vel, enda er ég sjálfur í Nautinu: Við viljum fá að þramma í gegnum lífið, skref fyrir skref, með fast land undir fótum. Þú veist hvemig fólk er. Alltaf að ijúka vanhugsað út í einhver mál. Og svo ætl- ar það að reka á eftir okkur, bara til þess að láta okkur gera sömu glappaskotin. En við vitum betur. Það er best að flýta sér hægt.“ GARPUR <5 ARPUR. B '/ÐUK EKK) BO&4HNA AÐ &EKJA TÖFfZA - SLÓE> OBRA-../ GRETTIR PALÍTtP SO&A- LEGUFt POLLUfZ, J.KK.I SATT,GKETT\R?) / OF PJÚFTJP FVRjR \ / 5VONA UITIMN hÍA- \ l UMöA EIN6 OQ ÞlQ J / pú ÆTTire AP \ [ S1AMPA 'A HEKPUM \ V TÓMS ) ©1986 United Feature Syndicate.lnc. . -u— TOMMI OG JENNI DRATTHAGI BLYANTURINN FERDINAND HA \ \!/,//' HAjM v/ / ' ' cate.inc SMÁFÓLK HI.MVNAME 15 LINU5.. I 5IT HERE IN THE PE5K IN FKONT OF YOU. I VE BEEN 5ITTIN6 HEKE ALL VEAR_ AREN T vou kinp .OF OLP FOR ME? . ftAUGH! Sæl, ég heiti Lalli.. .Ég sit Ég er búinn að sitja hérna Ertu ekki einum og gam- hérna við borðið fyrir allan veturinn. framan þig. all fyrir mig? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út tfgulníu, topp af engu, gegn fjórum hjörtum suðurs. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KDG102 VDG7 ♦ 86 ♦ ÁDG Austur ♦ Á75 ♦ 32 ♦ ÁDG1042 ♦ 76 Vestur Norður Austur Suður — — — Pass Paas 1 spaði 2 tíglar 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Austur drepur á tígulás og suður fylgir með sjöunni. Hveiju á austur að spila í öðrum slag og hvaða fjóra slagi vonast hann til að vömin taki? Eitt er víst: vömin fær ekki fleiri slagi á tígul eða lauf. Spaðaásinn stendur fyrir sínu, en þeir tveir sem á vantar verða að koma á tromp. Vonandi á makker annaðhvort ásinn eða kónginn í hjarta, en því til við- bótar verður hann að vera með tvílit í spaða. Vestur Norður ♦ KDG102 ♦ DG7 ♦ 86 ♦ ÁDG Austur ♦ 83 ♦ Á75 ♦ K54 ♦ 32 ♦ 953 ♦ ÁDG1042 ♦ 98542 ♦ 76 Besta Suður ♦ ♦ 964 ♦ Á10986 ♦ K7 K103 vömin er því að spila smáum spaða í öðrum slag. Þannig helst samgangurinn til að taka stunguna þegar vestur kemst inn á trompkóng. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í San Bemardino í Sviss í september kom þessi staða upp í skák sstórmeistarans VlastimUs Hort, sem nú teflir fyrir V-Þýzkaland og hinnar 13 ára gömlu Judit Polgar, einnar af hinum frægu Polgar-systrum frá Ungveijalandi. 20. Bxh6! - Bxh6, 21. Hxe5 - dxe5, 22. Dxg6+ - Bg7, 23. Rf5 - Df8, 24. Rh6+ - Kh8, 25. Bd3 og svartur gafst upp, þvf máti verður ekki forðað. Þrátt fyrir þetta náði Judit 5*/2 v. úr 9 skákum og varð jöfn ýmsum þekktum skákmönnum. Hún féll þó nokkuð í skuggann af litlu systur sinni, Sofíu, sem hlaut jafn- marga vinninga, en er aðeins ellefu ára gömul.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.