Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987
ísland - Bretland á Evrópumótinu í bríds:
Bretár kræktu í silfrið
í síðasta spili mótsins
Brids
GuðmundurSv. Hermannsson
Andrúmsloftið var hlaðið
spennu þegar síðasta umferð
Evrópumótsins í Brighton hófst.
Þótt flestir byggjust við að bar-
áttunni um Evrópumeistaratitil-
inn væri lokið, gátu enn fimm
þjóðir náð öðru sæti og þar með
tryggt sér farseðil á Heimsmeist-
aramótið í Jamaica í október.
Tvær þjóðir i viðbót áttu einnig
raunhæfan möguleika á að ná
þriðja sæti. Og siðan voru Svíar
ekkert öruggir með að vinna;
þeir höfðu 409,5 stig og áttu að
spila við Frakka sem voru i 5.
sæti með 382 stig. Norðmenn
voru i 2. sæti með 393 stig og
áttu að spila við Hollendinga sem
hafði gengið illa á mótinu, og
Bretar oglslendingar, sem voru
í 3. og 4. sæti með 388 og 386
stig, áttust einnig við í lokaum-
ferðinni.
Töfluleikur umferðarinnar var auð-
vitað milli Breta og íslendinga og
töflusalurinn var fullur af fólki sem
hvatti sína heimamenn óspart. Það
gerðu skýrendumir einnig og þeir
voru svo hlutdrægir í skýringum
sfnum að sumum þótti nóg um. ísland-
svinurinn Zia Mahmood tók sig þá til
og lagði sitt lóð á hina vogarskálina
í skýringunum.
Hjalti Elíasson sétti Guðlaug R.
Jóhannsson og Öm Amþórsson í sýn-
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
Kirby SSv Armst. Jón
1 tígull 1 spaði pass 2 hjörtu *
2grönd pass ölauf dobl
a. pass
Kirby byijaði á precisiontígli og
Sigurður fann einhversstaðar spaða-
strögl. Kirby sýndi síðan láglitina með
2 gröndum og Armstrong fór þá beint
i 5 lauf.
Jón byijaði á að taka spaðaás og
síðan hjartaás og spilaði svo hjarta á
kóng og tromp. Armstrong spilaði
tíguldrottningu en þegar Jón lét lítið
stakk hann upp ás og reyndi síðan
að trompa niður tígulinn. En sú leið
gekk ekki upp og á endanum varð
Armstrong að gefa slag til viðbótar
svo spilið fór einn niður við lítinn fögn-
uð breskra áhorfenda. Ef Armstrong
hefði hleypt tíguldrottningu var eftir-
leikurinn auðveldur en sennilega
hefur hann reiknað Sigurði fleiri há-
spil en hann átti.
Opinn salur:
Vestur Norður Austur Suður
ÖA Forrester GRJ Brock
1 tígull pass 2 spaðar 3 hjörtu
pass 4 hjörtu a.pass
Sagnir þróuðust óheppilega fyrir
Öm og Guðlaug. Forrester sleppti
spaðaströglinu og þá gat Guðlaugur
sagt frá sínum spaðalit. 2 spaða sögn-
in hans er umdeilanleg þar sem hún
Suður
♦ Á
V Á109763
♦ K762
ingarherbergið í fyrri hálfleik, gegn
Raymond Brock og Tony Forrester,
akkerispari Bretanna. Jón Baldursson
og Sigurður Sverrisson spiluðu gegn
Graham Kirby og John Armstrong
sem aldrei náðu sér reglulega á strik
í þessu móti.
ísland byijaði vel. Sigurður opnaði
á 2ja laufa „flöldjöbbblaopnun" í
fyrsta spili sem varð til þess að Bret-
amir fóru í óvinnandi 3 grönd, meðan
Guðlaugur og Öm sögðu og unnu 2
grönd við hitt borðið, 5 impar inn. Og
í öðru spili urðu Armstrong á ótrúleg
vamarmistök þegar hann gaf Sigurði
3 grönd á hættunni sem Öm og Guð-
laugur tóku léttilega tvo niður við
hitt borðið, 13 impar inn. En síðan
dofnaði yfir leiknum og í næstu 9
spilum skiptust liðin aðeins á 7 imp-
um, Bretar fengu 4 impa, íslendingar
3.
Áhorfendur vöknuðu þó upp þegar
spil 12 kom á sýningartjaldið:
Vestur gefur/NS á hættu.
Norður
♦ G10974
VKG82
♦ G3
♦ 84
Vestur
♦ 54
♦ Á109854
♦ ÁD63
Austur
♦ K86532
♦ D
♦ D
♦ G10972
átti að sýna einlita hendi með geim-
áhuga, en það hafa svosem sést
margar ljótari sagnir en þetta við
bridsborðið. Hún varð þó til þess að
AV fundu aldrei laufasamleguna og
síðan spilaði Öm eðlilega út spaða-
drottningunni gegn 4 hjörtum.
Þarmeð var samningurinn unninn og
raunar vann Brock 5 hjörtu með því
að trompsvina fyrir spaðakóng aust-
urs. 11 impar til Breta og bresku
áhorfendumir tóku gleði sína aftur.
Og nú fóm Bretamir I gang. í
næsta spili fengu þeir 7 impa I búta-
spili og síðan fylgdu tvisvar siimum
6 impar I kjölfarið þegar bæði íslensku
pörin reyndu hörð geim meðan Bret-
amir spiluðu bút.
íslendingar áttu þó slðasta orðið í
hálfleiknum þegar Öm opnaði á 1
spaða með:
S. G1053 H. K3 T. ÁD L. D10985
Andstæðingamir áttu afganginn
af spöðunum, 8 hjörtu og 25 punkta
saman, svo öll geim stóðu. Spaðaopn-
unin gerði þeim þó erfitt fyrir og
þeir enduðu I 2 hjörtum. Við hitt borð-
ið opnaði vestur á 1 tígii og Jón og
Sigurður vom fljótir I 4 hjörtu svo
fsland fékk 6 impa. Bretar vom þó
aðeins yfir í hálfleik, 34-27. Svíar
vom einnig yfir gegn Frökkum, 37-25
en Norðmenn höfðu lent I hollenskri
hakkavél, vom undir 3-40.
Eins og staðan var í hálfleik vom
Bretar komnir í annað sætið og Norð-
menn í það þriðja en íslendingar vom
enn í fjórða sæti. Hægt var að fylgj-
ast með stöðunni ! leik Norðmanna
og Hollendinga I sýningarsalnum því
hann var spilaður í sérstöku herbergi
og spilin borin saman jafnóðum og
þau vom spiluð.
Hjalti setti Ásgeir og Aðalstein í
lokaða salinn í senni hálfleik, gegn
„gömlu mönnunum" Jeremy Flint og
Rob Sheehan, en Jón og Sigurður
komu í opna salinn gegn Brock og
Forrester.
Bretamir fengu strax 4 impa I
fyrsta spili þegar Brock vann 3 tígia
á skemmtilegan hátt, sem Ásgeir tap-
aði. Og I 3. spili fengu íslendingar
skell. Jón átti I vestur, á hættu gegn
utan:
S. KG1062 H. 653 T. Á765 L. 3
Brock I suður opnaði á eðlilegu
laufi, Jón sagði 1 spaða, Forrester 1
grand, Sigurður 3 spaða og Brock 3
grönd.
3ja spaða sögnin var veik I eðli sínu
en lofaði samt góðum spaðastuðning
og einspili einhversstaðar, sérstaklega
á þessum hættum. Jón sá fyrir sér
einspil í tígli, hugsanlega drottning-
una fimmtu I spaða og eitthvað I
hjarta. Hann sagði þvi 4 spaða sem
fengu kaldar kveðjur, þe. dobl og -800
á skorblaðið. Sigurður átti nefnilega
líka einspil I laufi og fjóra hunda I
spaða en Forrester, sem grandaði,
átti ÁD75 í spaða. 3 grönd hefðu
unnust en Ásgeir og Aðalsteinn spil-
uðu 5 lauf og fengu 420, 9 impar til
Breta.
Og þá var komið að Ásgeiri og
Aðalsteini að taka vafasamar sagn-
ákvarðanir. Ásgeir átti í norður, á
hættu gegn utan:
S. KG72 H. 6 T. 7653 L. KG93
Flint í austur opnaði á 12-14
punkta grandi, Aðalsteinn sagði pass,
Sheehan 2 lauf, Ásgeir sagði pass og
Flint 2 hjörtu sem vom pössuð til
Ásgeirs.
Ásgeir hafði réttu skiptinguna til
að enduropna með dobli en styrkurinn
var frekar lítíll. Auk þess mátti búast
við að Aðalsteinn hefði komið inná
strax ef hann ætti eitthvað til að segja
á. Ásgeir doblaði samt og Aðalsteinn,
með:
S. D3 H. KG95 T. KD4 L. 10874
ákvað að passa doblið niður. Flint var
fljótur að renna heim 9 slögum og
10 impum því sami samningur var
spilaður ódoblaður við hitt borðið.
Sennilega hefði Aðalsteinn sloppið
ódoblaður í 3 laufum sem hefðu þó
farið tvo niður.
En íslendingar spymtu við fótum
í næsta spili. Jón og Sheehan fengu
upp á hendina, á hættunni gegn utan:
S. 74 H.ÁKDG96432 T. 6 L. 6
Kúristamir í myndinni, Busar í Paradís.
Kúristar í Paradís
Kvlkmyndir
Arnaldur Indriðason
Hefnd busanna II: Busar í
Paradís (Revenge of the Nerds
II: Nerds in Paradise). Sýnd í
Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: ★
Bandarisk. Leikstjóri: Joe
Roth. Handrit: Dan Guntzelman
og Steve Marshall. Framleið-
endur: Ted Field, Robert Cort
og Peter Bart. Kvikmyndataka:
Charles Lorrell. Helstu hlut-
verk: Robert Carradine, Curtis
Armstrong og Larry B. Scott.
Hvað er hægt að segja um
mynd eins og Busar í Paradís?
Að hún sé mestmegnis kjánaleg
endaleysa sem hægt er að hlæja
að einu sinni á hálftíma fresti?
Að hún sé ein af þessum myndum
sem blandar kjánaskapnum við
tilfinningasemi, sem ekkert erindi
á í hana? Hún kom manni sannar-
lega ekki á óvart. Hún er eins
lummuleg og maður átti von á.
Stríðinu á milli stúdentafélag-
anna Alfa Beta og Þrílembinga
er ekki lokið. Máttur kúristavis-
kunnar stendur með Þrílembing-
um, nautheimskan er á bandi Alfa
Beta. Núna er stríðið háð á þingi
Sambands stúdentafélaga í Fort
Lauderdale í Flórída þar sem kúr-
istamir streða við að fá sig
viðurkennda meðlimi.
Það gengur auðvitað á ýmsu.
Stundum er gamanið groddara-
legt, stundum hallærislegt og
oftast ófyndið en það eru andartök
á stangli í myndinni sem hægt
er að hafa gaman af og hinn ágæti
leikari Robert Carradine hefur
fullkomnað aulahátt kúristans
með leik sínum.
Busamyndimar gera út á sama
fólkið og fer á Lögregluskóla-
myndimar. Og þær eru eins og
löggumjmdimar að því leyti að
ef sömu brandaramir em endur-
teknir nógu oft verður ekkert eftir
til að hlæja að. Ef þeir halda
áfram að gera Busamyndimar
verða þær sjálfsagt eins og Lög-
regluskólamyndimar á endanum,
hrútleiðinlegar. Þær eiga ekki
langt í land með það nú þegar.
Birkir Njálsson
— Kveðjuorð
Vor hinzti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur
sem einu sinni var.
Og sólbrenndar hæðir hm'pa
við himin fölvan sem vín.
Það er ég sem kveð þig með kossi
kærasta ástin mín.
Því okkur var skapað að skilja.
Við skiljum. Og aldrei meir.
Það líf kemur aldrei aftur,
sem einu sinni deyr.
(H.K.L)
Megi algóður Guð opna honum
sinn náðarfaðm og veita honum
frið.
Badda
Gaman var að hlusta á Birki
segja frá spaugilegum atvikum, oft
viðkomandi fluginu, en hann hafði
góða frásagnargáfu. Birkir var
ókvæntur og bamlaus. Við vinnufé-
lagar á Bsp. munum sakna góðs
drengs, og megi Guð styrkja fjöl-
skyldu hans og aðstandendur.
Mín, sál, því örugg sértu,
og set á Guð þitt traust
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust
Hann mun þig miskunn krýna.
Þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.
P.G.
Vinnufélagar Bsp.
Nú þegar góður drengur er farinn
okkur frá allt of snemma, þá koma
í hugann minningar. Haustið ’83
byrjaði Birkir hér hjá okkur á tæk-
nideild Borgarspítalans.
Birkir Njálsson var rafvirki að
mennt. Hann var óþreytandi við að
afla sér þekkingar, iðulega var hann
á námskeiðum er tilheyrðu faginu,
hér heima og erlendis.
Á þessum tíma er hann starfaði
hér, var hann búinn að ávinna sér
traust og álit sem góður og vand-
virkur tæknimaður, og fékk sífellt
erfíðari og flóknari verkefni, hann
sá m.a. um tækjabúnað rannsókna-
stofanna, símstöðina, kallkerfi
hússins, laser-tækið, og fleira.
Eitt var það, sem Birkir hafði
mikla ánægju af öðru fremur en
það var flugið. Hann átti hlut í flug-
vél og flaug þegar tækifæri gafst
til.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
4