Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst í dag: Talsmenn beggja for- mannsefna signrvissir MIKIL spenna ríkir nú í herbúð- um liðsmanna beggja formanns- efnanna sem hafa gefið kost á sér til formennsku í Alþýðu- bandalaginu, en landsfundur Alþýðubandalagsins hefst í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er Sigríður Stefánsdótt- ir frá Akureyri talin hafa styrkt stöðu sina að undanfömu, sér- staklega úti á landsbyggðinni, en Ólafur Ragnar Grimsson af Sel- tjaraarnesi er talinn hafa meiri- hlutafylgi kjörinna fulltrúa úr Reykjavík og á Reykjanesi. Tals- Alþýðubandalagið í Reykjavík: Varafull- trúi sagði af sér í mót> menn beggja frambjóðendanna telja sigur vísan, þótt mjótt kunni að verða á mununum. Um 370 fulltrúar munu sitja landsfundinn, eða um 70 fleiri en gert var ráð fyrir í haust, en vegna baráttunnar um formannssætið nýta flest félög fullan rétt til þátt- töku á landsfundinum. Fram til þessa hafa formenn Alþýðubanda- lagsins verið kjörnir með 90% atkvæða að öllu jöfnu og aldrei minna en 75% atkvæða. Talið er víst að Helgi Seljan, fyrr- verandi alþingismaður, verði vara- formannsefni Sigríðar Stefánsdótt- ur, en ékkert ákveðið nafn hefur verið nefnt sem varaformannsefni með Ólafí Ragnari Grímssyni. Kosning formanns fer fram kl. 10 nk. laugardag og jafnframt kosning annarra í stjóm, en kosning í mið- stjóm fer fram nk. sunnudag. Sjá Innlendan vettvang á bls. 16 og 17. Dollarinn lækkar Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Borað á grunni nýs húss þingsins Undirbúningsvinna við nýtt skrifstofuhús Al- I grunni hins fyrirhugaða húss til að kanna jarð- þingis er hafinn. Nú er unnið við boranir á | veginn. enn 1 verði gagnvart krónunni: Ekkí kemur tíl greina að taka áhættu með Bandaríkjamarkað —segja forstjórar SH og Sambandsins Bandaríkjadollar var í gær skráður á 37 krónur og 50 aura og hefur ekki verið lægra skráður gagnvart krónunni síðan 1984, meðan gengi Evrópugjaldmiðla og japanska yensins hefur hækkað. Þær spuraingar hafa vaknað hvort ekki borgi sig fyrir útflutningsatvinnu- vegina, sérstaklega fiskvinnsluna, að draga verulega úr eða hætta framleiðslu á Bandaríkjamarkað í ljósi þessarar gengisþróunar en bæði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, segja að slíkt komi ekki til greina. mælaskyni ARNÓR Pétursson varafulltrúi Alþýðubandalagsins í umferðar- nefnd Reykjavíkur hefur sagt af sér eftir að nýr aðalfulltrúi, Magnús Skúlason, var skipaður í stað Önnu Hildar Hildibrands- dóttur. Ekkert samráð var haft við Araór og var Magnús skipað- ur án vitundar hans. „Ég tel mér ekki fært að sitja áfram sem varafulltrúi eftir þessi vinnubrögð. Þetta er ekkert nema vantraust og ég held að þetta sé angi af ákveðnum hreinsunum sem nú eiga sér stað innan flokksins," sagði Amór. Hann hefur setið sem fulltrúi Alþýðubandalagsins í um- ferðamefnd frá því í október á síðasta ári og fram til vors, eða þann tíma sem Anna gat ekki sinnt starfínu vegna skólagöngu. Reikn- aði hann með að þá tæki Anna við sem aðalfulltrúi í nefndinni, en eft- ir fund umferðamefndar í lok september, sem Amór sat, var hon- um tilkynnt að skipaður hafí verið nýr aðalfulltrúi. „Ég kynnti mér málið og komst að raun um að þetta var gert án vitneskju tveggja borg- arfulltrúa, þeirra Guðrúnar Ágústs- dóttur og Sigrjóns Péturssonar, en hann stóð í þeirri trú að þetta væri gert með mínum vilja og að búið væri að hafa samband við mig,“ sagði Amór. Arnór hefur sent borgarmálaráði Alþýðubandalagsins afrit af bréfí til borgarstjóra, þar sem hann gerir grein fyrir afsögn sinni sem vara- fulltrúi í umferðamefnd. í dag jeorfltmblnbib VIÐSKffTI AIVZNNULÍF bladB Friðrik Pálsson sagði við Morgun- blaðið að sagan sýndi að gengi dollarans hefði verið sveiflukennt. Fyrir tæpum áratug hefði gengi dollarans til dæmis farið að lækka gagnvart öðrum myntum og náð lágmarki 1979-80. Dollarinn hefði síðan farið að hækka aftur á árinu 1981 alveg til ársins 1985 þegar hann fór aftur að iækka. Meðan dollarinn var sem veikastur hefði aukist mjög framboð á frystum físki til Evrópu, auk þess sem mikil aukn- ing varð á saltfískverkun, en um leið dró verulega úr framboði til Bandaríkjanna. Síðan hefði saltfísk- markaðurinn lent í miklum þreng- ingum þegar dollarinn styrktist aftur og dregið hefði úr frystingu fyrir Sykurmolarnir: Birthday á uppleið Fyrsta lag sem Sykurmol- arair gefa út í Bretlandi, Birthday, stefnir nú upp helstu vinsældalista Bret- lands og er komið í efsta sæti hins svokallaða sjálf- stæða lista. í vinsældalista sem breska tóniistartímaritið New Musical Express, NME, birti 31. októ- ber var Birthday komið í fyrsta sæti óháða vinsældalistans og stökk beint í fertugasta sæti lista sem nefnist UK Top Fifty, sem sýnir fimmtíu vinsælustu lög Bretlandseyja samkvæmt NME. íslenskt lag hefur áður náð hærra á þessum helsta vin- sældalista Bretlands þegar lag Mezzoforte Garden Party náði sautjánda sæti. Ekki hefur íslenskt lag þó áður náð efsta sæti bresks visældalista. Evrópumarkað um leið og aukning varð á framleiðslu fyrir Bandaríkin. „Ef við hefðum ekki þessa forsögu gætum við kannski ályktað sem svo að ekki væri tjónkandi við dollara- markaðinn. En nú fínnst mér ekki heil brú í því að ætla að einskorða sig við aðra markaði. Bandaríkja- markaðurinn er svo gífurlega mikil- vægur. Frystivörumarkaðurinn í Evrópu er ekki óendanlega stór og sama er að segja um saltfiskmarkað- ina. Þeir borga því aðeins hátt verð að þeir séu ekki yfírfylltir," sagði Friðrik. Guðjón B. Ólafsson sagði að með jafn mikilvægan markað og Banda- ríkjamarkað yrði að líta til lengri tíma í skipulagningu framleiðslu- og sölumála. „Þó að Bandaríkjamark- aður sé óhagstæður til skemmri tíma getum við ekki svarað því með því að skerða framleiðslu og ætlað okk- ur svo aftur að eiga aðgang að þessum markaði. Bandaríkjamark- aður er mjög háður því að kaupendur Skattbyrði í ár er verulega lægri en áætlað var, að sögn fjár- málaráðherra, sökum þess, að laun hækkuðu milli áranna 1986-87 langt umfram það sem áætlað var. Ráðherra sagði enn- fremur, þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi á Alþingi í gær, að samkvæmt staðgreiðslu- lögum, eins og þau liggja nú. fyrir, verði tekjuskattshlutfallið 28,5%. Við það bætist útsvars- hlutfaU, sem áætlað var 6,25%, þannig að í heild yrði skatthlut- fallið 34,75%. Með hliðsjón af verðlagshorfum geti treyst á stöðugt framboð. Hitt er svo annað mál að Bandaríkja- markaður hefur verið hagstæður á þessu ári og það er ekki ástæðan fyrir að dregið hefur úr framleiðslu þangað heldur miklu fremur ástand- ið á vinnumarkaðnum á íslandi. Hættan er fólgin í því, að finni bandarískur neytandi að honum er ekki treyst eru líkur á að hann fari, og það er farið að bera á slíkum veikleikum núna," sagði Guðjón. Friðrik Pálsson sagði að eina raunhæfa leiðin, sem stjómvöld hefðu til að hjálpa fyrirtækjum yfír þá örðugleika sem gengisþróunin hefur skapað, væri að tryggja fyrir- tækjum raunhæfan rekstrargrund- LÖGREGLAN í Reykjavík stóð ungan ökumann að því að aka á 140 kflómetra hraða um Vestur- landsveg. Glanninn reyndi að komast undan en var tekinn á hlaupum um iðnaðarhverfið í Ár- túnsholti. „Þetta er i þriðja skipti sem þessi piltur gerist sekur um glannaakstur á stuttum öku- mannsferli," sagði lögregluvarð- stjóri í samtali við Morgunblaðið. má áætla, sagði Qármálaráðherra, að persónuafsláttur að óbreyttum skattalögum verði um 169.700 krónur 1988, bamabætur með fyrsta bami 15.525 krónur og aðrar bætur hækka í hlutfalli við það. Gangi þessi áætlun eftir verða skattleysismörk á árinu 1988 þessi hjá eftirgreindum skattaðilum: Einstaklingur 488.695 kr. á ári eða 40.695 kr. á mánuði að jafnði. Bamlaus hjón sem bæði afla tekna 976.690 á ári eða 81.390 á mánuði að jafnaði. Hjón með tvö böm þar sem ann- að hjóna aflar tekna 1.044.000 völl miðað við skynsamlegustu biöndu af útflutningi. Þá kynni etv. eitthvað að draga úr útflutningi til Bandarílq'anna um leið og hann ykist til Evrópu á gætilegan hátt. Stjóm- völd sjái síðan til þess að gengið sé þannig skráð að þetta væri raun- hæft og kostnaðarhækkanir innan- iands verði takmarkaðar en fyrirtækin yrðu síðan að sjá um af- ganginn. Þetta myndi þýða lægri tekjur til fyrirtækjanna en þau höfðu fyrir fáeinum missemm, en engu að síður yrðu stjómvöld að reiða sig á að fyrirtækin sýni þá framsýni að eyðileggja ekki eigin markaði með því að setja öll eggin í sömu körfuna. mætti Ford Escort bifreið á ofsaferð við Grafarholt. Talan 140 kom fram á radar lögreglubifreiðarinnar og var ökumanninum gefið stöðvunarmerki. Hann sinnti því engu og ók í loftköst- um inn í iðnaðarhverfið í Ártúnsholti. Þar hljóp hann úr bílnum og ætlaði að láta sig hverfa en vegalögreglu- menn létu sig ekki muna um að hlaupa piltinn uppi. Hann var síðan færður á lögreglustöðina og þarf líklega að sjá af ökuskírteini sínu næstu vikumar. krónur á ári eða 87.000 á mánuði að jafnaði, eftir að tekið hefur ver- ið tillit til bamabóta. Einstætt foreldri með tvö böm 819.600 kr. á ári eða 68.300 kr. á mánuði að jafnaði, að teknu tilliti til bamabóta. Þessar tölur em við það miðaðar að álagningarreglum telq'uskatts verði ekki breytt frá því sem nú er í lögum og að útsvar til sveitarfé- laga verði ekki hækkað. Sjá nánar um fjárlagaum- ræðu á þingsíðu, bls. ? í Mbl. í dag. Það var vegalögreglubifreið sem Tekjuskattshlutfall 28,5%: Skattleysishlutfall barn- lausra hjóna 976 þúsund Tekinn á 140 km hraða Reyndi að komast undan á hlaupum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.