Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 35

Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 skdAorhí Austurstræti 22 - Rauðarárstíg 16 - Glæsibæ - Strandgötu 37, Hafnarfirði. Persaflói: Bandarísk freigáta tal- in hafa skotið á fiskibát Reuter LOKSINS ERHÚN KOMIN HARMONIKUPLATAN sem allir harmonikuunnendur hafa beðið eftir! Reynir Jónasson sýnir hér sínar bestu hliðar og nýtur aðstoðar nokkurra færustu hljóðfæraleikara landsins. Dubai, Reuter. INDVERSKIR sjómenn sögðu í gser, að óþekkt herskip hefði sko- tið af vélbyssum á bát þeirra á sunnudagskvöld og drepið einn bátsveija. Atvikið sögðu þeir að hefði átt sér stað á sama stað og tíma og bandarísk freigáta skaut að skipi sem talið var vera iranskt herskip. Lögreglan í Shaijah, einu af sjö furstadæmum Sameinuðu arabísku furstadæmanna, rannsakar nú mál bátsveijanna. Ef ffamburður sjó- mannanna er réttur getur þetta atvik gert Bandarílg'unum erfitt fyrir í að- gerðum þeirra við að halda Persaflóa opnum fyrir skipaumferð. Indverski konsúllinn í Dubai sagði í viðtali við Reuter-fréttastofuna að hann ætti von á skýrslu um atburðinn, sem myndi varpa ljósi á það sem þarna hefði gerst. Báturinn, sem varð fyrir árásinni, er hraðbátur, sömu tegundar og íran- ir nota á flóanum, notaður til veiða í sunnanverðum Persaflóa þar sem ■ bandarísk herskip halda uppi vömum gegn írönskum herskipum. Báturinn, sem er í eigu Sameinuðu arabísku furstadæmanna, var að koma af veið- um og sigldi á mikilli ferð. Að sögn skipveija er ekki talstöð um borð í bátnum svo þeir gátu ekki heyrt við- varanir frá bandarísku freigátunni. Að sögn sendiráðsmanna og skipa- miðlara í Dubai beinist grunur að ákveðnu bandarísku skipi vegna þess að mennimir, sem komust af, segja að skotið hafí verið á þá af herskipi úti fyrir Abu Musa-eyju í mynni Pers- aflóa á sunnudagskvöld. Þetta er sami staður og tími og skýrsla frá freigátunni Carr greinir frá að skotið hafí verið að þrem bátum sem talið var að væm íranskir. Að sögn indversku bátsveijanna gátu þeir ekki séð hverrar þjóðar skipið var, sem skaut, vegna myrk- urs. Carr er eina skipið, sem hefur gefið skýrslu um að hafa hleypt af skotum á sunnudag. Talsmaður stjómarinnar í Wash- ington sagði, að ekki væri loku fyrir það skotið að freigátan hefði skotið að bátnum í misgripum. Þetta væri í fyrsta sinn, að því er vitað er, sem bandarískt skip gerði mistök af þessu tagi, en bandarísk herskip hafa nokkrum sinnum skotið á írönsk skip á Persaflóa. Báturinn sem varð fyrir árásinni á sunnudag. Bandaríkin: Alnæmi gerði vart við sig á sjöunda áratugnum EINS og hver sá sem vinnur við heilsuvernd almennings veit þá eru farsóttir ráðgáta með duldum vísbendingum sem oft gætu átt heima í leynilögreglusögum. Þetta virðist líka vera raunin með al- næmi. Samkvæmt hefðbundinni skoðun barst alnæmisveiran út um Bandaríkin seint á áttunda áratugnum. En í siðustu viku kom í ljós að árið 1969 lést 15 ára gamall piltur að öllum líkindum af völdum alnæmis í Missouri-fylki i Bandarikjunum. Þetta var löngu áður en veiran hafði verið uppgötvuð eða alnæmi gefið nafn. Drengurinn sem kallaður var Robert R. lagðist inn á sjúkrahús í St. Louis með bólgu í fótum og kynfærum. Læknum var ljóst að eitthvað hindraði eðlilega hringrás vessaæðavökva í líkamanum. Þeim kom á óvart að vart varð chlamy- dia. Sá sjúkdómur, sem smitast venjulega við kynmök, einkennist af bólginni slímhimnu. Sýkingin virtist hafa breiðst út frá kynfærum piltsins til annarra líkamshluta. Einnig kom á óvart að líkami pilts- ins framleiddi ekki mótefni. Slíkt hefði ekki komið alnæmissérfræð- ingum okkar daga á óvart en læknamir á St. Louis sjúkrahúsinu furðuðu sig á þessu. Uppskurður til að vinna á bólg- unni og fúkkalyf til að draga úr sýkingunni dugðu ekki til að bjarga lífi drengsins. Við krufningu kom í ljós að örvefur sem líkaminn myndaði og æxli höfðu skaðað vessaæðakerfið og þetta olli bjúgn- um. En krufningin leiddi líka í ljós að drengurinn hafði Kaposi sarcoma, tegund húðkrabba sem þá var mjög sjaldgæf í Bandaríkjun- um. Vegna þess að læknamir stóðu ráðþrota gagnvart sjúkdómi piltsins var tekið blóð- og ve§asýni úr drengnum og djúpfryst til frekari rannsókna síðar. Undanfarið hafa örvemfræðing- ar rannsakað sýnin og nú viðist augljóst að Robert R. þjáðist af alnæmi. Eftir á að hyggja mundu læknamir í St. Louis eftir því að Robert sagðist hafa átt kynmök við við stúlku á sínu reki áður en hann veiktist. Við krufninguna kom reyndar í eitt og annað í ljós sem benti til að Robert hefði átt kynmök við annan karlmann svo sem eins oggyllinæð ogþrútinn endaþarmur. Sérfræðingar leiða nú getum að því að alnæmi hafí gert vart við sig víða um Bandaríkin áður en menn gerðu sér grein fyrir því. Skýringin á því hversu snögglega alnæmi breiddist út kann að vera mikil fjölgun homma í San Francisco og New York á áttunda áratugnum. Önnur skýring er sú að veiran kynni að hafa stökkbreyst um það leyti og orðið illvígari og meira smitandi. Sú staðreynd að hægt var að ráða í dánarorsök Roberts R. mörg- um ámm eftir andlát hans hefur leitt til þess að alnæmissérfræðing- ar hafa hvatt lækna til að rannsaka öll djúpfryst sýni úr sjúklingum sem létust af ókennilegum ástæðum áður en alnæmisfaraldurinn brast á ef það mætti verða til að bregða frekara ljósi á þróun farsóttarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.