Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 39 Útgefandi mililftfrito Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Einkavæðing hjá sveitarfélögnm Umræður um 'hina svo- nefndu einkavæðingu, þ.e. sölu á atvinnufyrirtækj- um í opinberri eign til einka- aðila, hafa fyrst og fremst snúizt um hlut ríkisins í at- vinnu- og viðskiptalífí, en minna verið fjallað um þátt sveitarfélaga í rekstri fyrir- tækja. í Morgunblaðinu í gær birtist hins vegar athyglisverð frétt, þar sem skýrt var frá því, að bæjarstjóm Akraness hefði ákveðið að selja eignar- hluta sinn í nokkrum fyrir- tækjum þar. Bæjaryfírvöld hafa selt eða ákveðið að selja hlut bæjarins í þremur fyrirtækjum. Fyrr á árinu var hlutur sveitarfé- lagsins í Nótastöðinni hf. seldur, nú hefur verið ákveðið að selja hlut bæjarins í út- gerðarfyrirtækinu Krossvík hf. og loks mun bæjarfélagið selja eignarhluta sinn í Verk- fræði- og teiknistofunni á Akranesi. Jafnframt kemur það fram í frétt Morgunblaðs- ins, að forráðamenn bæjarins hyggist færa fjármuni frá rótgrónum fyrirtækjum til nýrra í gegnum nýstofnaðan atvinnuþróunarsjóð Akra- ness. Þessi ákvörðun bæjar- stjómar Akraness er til fyrirmjmdar. í áratugi hefur það tíðkazt að sveitarfélög gerist aðilar að atvinnufyrir- tækjum til þess að tryggja, að atvinnutæki komi í byggð- arlögin. Alkunna er, að Reykjavíkurborg tók slíka ákvörðun fyrir fjórum áratug- um til þess að tryggja, að allmargir svonefndra nýsköp- unartogara kæmu til Reykjavíkur. Þá var Bæjarút- gerð Reykjavíkur stofnuð. Hér á árum áður fóru mörg bæjarfélög illa út úr aðild að útgerðarfyrirtækjum og töp- uðu miklu fé á rekstri þeirra. Sennilega hafa afskipti sveit- arfélaga af atvinnurekstri aukizt á síðustu tæpum tveimur áratugum eða eftir að skuttogaraöldin gekk í garð. Atvinnulífíð hefur hins vegar eflzt og einstaklingar og samtök þeirra hafa nú meira bolmagn en áður til þess að festa kaup á atvinnu- tækjum án aðildar sveitarfé- laga. Athyglisvert dæmi um þetta er sú grózka, sem er í útgerð við Eyjafjörð, en þar munu nú saman komnir ná- lægt 20 togarar og það er fyrst og fremst vegna dugn- aðar og framtakssemi ein- staklinga, ungra manna, sem hafa látið til sín taka f út- gerð. Þess vegna, ekki sízt, er nú tímabært fyrir sveitar- félögin að huga að því að fylgja fordæmi Akumesinga og selja hluti í fyrirtækjum. Eins og eðlilegt er beinist athyglin sérstaklega að Reykjavíkurborg. Þar ríkir nú meirihlutastjóm sjálfstæðis- manna, en Sjálfstæðisflokk- urinn hefur einna helzt barizt fyrir einkavæðingu hér á landi. Fyrir nokkmm misser- um var fyrsta skrefíð 3tigið til þess að losa borgina út úr beinum atvinnurekstri með stofnun Granda hf., þegar Bæjarútgerð Reykjavíkur og ísbjöminn hf. vom sameinuð. Nú er spuming, hvort tíma- bært er orðið, að sjálfstæðis- menn í Reylgavík stígi næsta skref með því að bjóða hluta- bréf borgarinnar í Granda hf. til sölu á ftjálsum markaði. Sameining fyrirtækjanna hef- ur gengið vel, svo og rekstur hins sameinaða fyrirtækis. Að því hlýtur að koma fyrr en síðar, að borgaryfírvöld taki ákvörðun um að selja hlut borgarinnar í fyrirtæk- inu, að hluta eða öllu ieyti. Takist sú tilraun vel er ekki óeðlilegt að borgaryfírvöld íhugi sölu á hlutabréfum í öðmm fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ríkisstjómin hefur iýst því yfír, að hún muni beita sér fyrir því, að þeir sem spara fé með því að kaupa híutabréf verði ekki verr settir skatta- lega en hinir, sem spara fé með því að leggja það á bankareikninga eða kaupa skuldabréf. Þess vegna er væntanlega stutt í það, að raunvemlegur gmndvöllur skapist fyrir almennri sölu hlutabréfa hér. Sjálfstæðis- menn í borgarstjóm Reykjavíkur þurfa að vera í fremstu röð í einkavæðingu atvinnulífsins í borginni, þeg- ar að því kemur. Eitranir af koloxíði - í tilefni dauðsfalla og hættulegra eitrana eftirHelga Guðbergsson Koloxíð eða kolmónóxýð er lúmskt gas sem getur valdið lífshættulegri eitrun, þó þéttni þess í andrúmslofti sé ekki mikil. A.m.k. tvisvar á þessu ári hafa menn orðið fyrir koloxíðeitrun af grillkolum. í fyrra skiptið lést annar af tveimur piltum, sem hituðu upp tjald með útigrilli. í síðara skiptið hékk líf tveggja manna, sem notuðu útigrill inni í sæluhúsi, á bláþræði. Brýna nauðsyn ber til að hindra að þetta endurtaki sig. Besta leiðin er að setja áberandi aðvaranir á íslensku á grillkolapoka. En það er ástæða til að varast koloxíð víðar. Koloxíð eða kolmónoxið er lit- laus, lyktarlaus lofttegund sem myndast við bruna efna sem inni- halda kolefni. Þar getur verið um að ræða kol, olíu eða timbur eða önnur efni sem eiga sér lífrænan uppruna. Fullkominn bruni leiðir til myndunar koldíoxíðs, C02 sem g^ki er eitruð lofttegund. En ævinlega verður svokallaður ófullkominn bruni á hluta efnisins, einkum ef súrefni er ekki mjög aðgengilegt, og leiðir það til myndunar koloxíðs, CO, sem er mjög hættuleg loftteg- und. Koloxíð binst 200 til 300 sinnum fastara við blóðrauða en súrefni og ryður þannig súrefni frá blóðrauðanum. Þótt nóg súrefni sé í andrúmsloftinu og iungunum líða vefír líkamans þó súrefnisskort vegna þess að blóðkornin flytja ekki nóg súrefni út um líkamann við þessar aðstæður. Þar sem koloxíðið er ósýnilegt og maður fínnur ekki lykt af því er það enn hættulegra. Þeim mun stærri hluti blóðrauðans sem bundist hefur koloxíði þeim um meiri hætta er á ferðum. CO-blóðrauða er hægt að mæla og einnig koloxíð í útöndunar- lofti manna. Lítil þéttni koloxíðs í andrúmslofti getur leitt til mikillar mettunar blóðrauðans af koloxíði eins og sjá má á myndinni. Þar sést að, aðeins 0,05% af kolmónoxíði í andrúmslofti getur leitt til þess að hátt í helmingur blóðrauðans mettist. Þá er ástandið orðið lífshættulegt. Sé þéttni koloxíðs í andrúmslofti hærri getur það leitt til dauða á stuttum tíma, jafnvel svo snöggt að undanfarandi einkenni um eitrun nái ekki að koma fram. Koloxíð kemur víða fyrir og veld- ur sennilega miklu oftar vægum eitrunareinkennum hjá fólki en það gerir sér grein fyrir. Fyrst er að telja sígarettur og vindla. Við bruna tóbaks myndast koloxíð eins og við annan bruna og reykingamenn anda þessu að sér. Það fer svo eft- ir því hversu mikið menn reykja hve mikið af blóðrauðum mettast af koloxíði. Algengt er að þéttni koloxíðs í sígarettureyk sé á bilinu 2—5%. Koloxíðmettun blóðrauða er oft á bilinu 5—10% og hjá miklum reykingamönnum enn meiri. Þéttni koloxíðs í útblæstri bensínbíla er allt að 6% en minni í útblæstri dísel- bíla. Hún er mest í hægagangi. Flestir eru einkennalausir við koloxíðmettun blóðrauða undir 10% þótt sumir geti fengið einkenni, einkum þeir sem eru blóðlausir fyr- ir. Við 5% mettun blóðrauða kemur fram náttblinda eða minnkuð sjón- skerpa í rökkri. Við 6—10% mettun verða menn mæðnari við snarpa áreynslu heldur en venjulega og eftir því sem mett- unin eykst verða menn mæðnir við minni og minni áreynslu. 0,01% þéttni koloxíðs í andrúmslofti leiðir til tæplega 15% mettunar blóðrauða og þá eru margir famir að fá höfuð- verk, einkum við áreynslu. Áreynsla leiðir til aukinnar blóðrennslis- og súrefnisþarfar, en við þessar að- stæður leiðir aukin hringrás blóðs- ins til aukinnar koioxíðmettunar blóðrauðans. Flestir eru komnir með höfuðverk þegar þéttnin í and- rúmslofti er orðin 0,025% (250 ppm) og ca. 25% af blóðrauðanum er mettað koloxíði. Aukist þéttnin enn meir kemur þreyta, vanlíðan, svimi, ógleði og uppköst, hjartsiátt- ur og mæði í hvfld. Meðvitund sljóvgast hratt með aukinni koloxíð- þéttni í blóðinu upp úr þessu. Nú fara menn að vera sljóir og slappir að þeir hafa jafnvel ekki rænu á að bjarga sér. Ofskynjanir geta komið fyrir. Þegar þéttnin í and- rúmslofti er milli 0,05% og 0,1% er þéttni CO mettaðs blóðrauða 50—60% og þá byijar fólk að missa meðvitund og dauðinn er á næsta leiti. Þetta getur gerst við lægri þéttni í andrúmslofti samfara líkamlegri áreynslu. Vegna þess að koloxíð verkar þannig á æðar út um líkamann að þær slakna og taka við miklu blóði getur blóðþrýstingurinn fallið og því fýlgt yfírlið. Þetta getur gerst áður en önnur eituráhrif koma fram. Ef tekið er hjartalínurit af fólki með koloxíðeitrun geta sést breytingar eins og við kransæða- þrengsli við 30% mettun blóðrauð- ans (súrefnisskortur í hjartavöðva). Koloxíð er hættulegra fólki með kransæðasjúkdóm en hraustu fólki. Þegar og ef fólk kemst í hreint loft losnar koloxíðið úr blóðinu. Þetta getur þó tekið nokkra klukku- tíma eins og sjá má af frásögn Áma Sæberg í Morgunblaðinu 28. október og reyndar einnig af með- fylgjandi mynd. Hægt er að flýta fýrir bata með því að anda að sér hreinu súrefni. Hvar verður fólk fyrir svona mengun? Það er ótrúlega víða. Eins og áður er sagt er töluvert koimón- óxíð í útblæstri bifreiða og annarra „Koloxíð eða kol- mónóxýð er lúmskt gas sem getur valdið lífshættulegri eitrun, þó þéttni þess í and- rúmslofti sé ekki mikil. A.m.k. tvisvar á þessu ári hafa menn orðið fyrir koloxíðeitrun af grillkolum. I fyrra skiptið lést annar af tveimur piltum, sem hituðu upp tjald með útigrilli. I síðara skiptið hékk líf tveggja manna, sem notuðu útigrill inni í sæluhúsi, á bláþræði. Brýna nauðsyn ber til að hindra að þetta end- urtaki sig. Besta leiðin er að setja áberandi aðvaranir á íslensku á grillkolapoka. En það er ástæða til að varast koloxíð víðar.“ ökutækja, t.d. bensínlyftara. Bflar eiga því ekki að vera í gangi inni í húsum eða við opnar dyr, opna glugga eða önnur loftinntök, að maður tali akki um inni í húsum. Það að bflar séu í lausagangi á slíkum stöðum getur leitt til haus- verkjar og óþæginda þeirra sem þar vinna eða dvelja og ekki má gleyma því að fleiri eiturefni eru í út- blæstri bfla. Á umferðargötum getur verið töluverð koloxíðmengun sem vegfarendur verða fyrir, bæði gangandi og akandi, og áhrifín geta verið umtalsverð í stillum. Þéttni koloxíðs á götum Reykjavíkur hefur áreiðanlega aukist töluvert á þessu ári vegna gífurlega aukinnar um- ferðar ekki síst fyrst á morgnana og síðdegis þegar umferðin er oft býsna hæg. Þeir sem mikið þurfa að vera á ferli nálægt þessum um- ferðaræðum eða eftir þeim geta því búist við að töluvert koloxíð sé bundið í blóði þeirra. Sem betur fer er nú algengast að útsogsslöngur séu tengdar púströrum bifreiða á verkstæðum, en áður var algengt að koloxíðmengun væri á slíkum vinnustöðum og það kemur auðvit- að enn fýrir, þegar trassað er að nota þessi öryggistæki. Sömuleiðis má aldrei nota lyftara eða önnur ökutæki með bensín- eða díselvél inni í vöruskemmum eða öðrum byggingum, jafnvel þótt loftræsting sé góð, því þetta getur valdið hættu- legum eitrunum og hefur reyndar oft gert það hér á landi. Algengt hefur verið að nýbyggingar væru hitaðar upp með olíuofnum og áður koksofnum og hafa margir bygg- ingariðnaðarmenn fengið koloxíð- eitrun af þessu. Koksofnanotkun er reyndar alveg hliðstæð því að notað væri útigrill. Öll brennsla hveiju nafni sem nefnist er ekki hefur sérstaka loftræstingu þar sem lofttegundimar fara beina leið út getur leitt til koloxíðeitrunar. Skipt- ir þá ekki máli hvort reykur er sjáanlegur eða ekki. Ófullkominn loftræsting í alls konar framleiðslu- greinum þar sem notaðir eru brennslu- eða bræðsluofnar getur leitt til koloxíðmengunar andrúms- lofts. Það er koloxíð í kolagasi en það er ekki notað hér á landi. Ef tæki sem brenna jarðgasi eru illa stillt getur ófullkominn bruni leitt til myndunar koloxíðs. Fólk sem fær höfuðverk þar sem slík tæki eru notuð ætti að huga að þessum möguleika. Mengunarmörk koloxíðs í andrúmslofti á vinnustöð- um þar sem menn dveljast 8 stundir á dag eru 35 ppm (0,00 metylen- klórið), sem meðal annars er notað í blöndur sem leysa upp málningu og í úðabrúsa, breytist í koloxíð í líkamanum og getur því valdið svip- uðum einkennum. Koloxíðeitrun er oftast dánaror- sök þeirra sem látast í húsbrunum (reykeitrun). Oft mælist áfengi í blóði þeirra sem látist hafa úr koloxíðeitrun og er skiljanlegt að neysla þess auki hættuna vegna svæfandi áhrifa alkóhólsins. Ef maður skoðar grillkolapoka, sem seldir eru í verslununum og á bensínstöðvum, þá kemur í ljós að til eru pokar með aðvörun um að fara ekki með grill með heitum kolum inn í hús eða tjöld. Aðvaran- ir um meðferð kveikivökva og elds sjást líka. Ekki eru þó ailir framleið- endur svo samviskusamir og hvað stoðar að vera með áletranir á tungumálum sem notandinn skilur ekki? Eg bið því um áberandi viðvör- un á íslensku. Höfundur er yfirlæknir atvinnu- sjúkdómadeÚdar Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur. Hlutfall koloxiómettaðs blóðrauða 0,05 0,2% Þéttni koloxíðs í andrúmslofti Myndin sýnirsambandið milli koloxíðs í andrúmslofti og blóði, þ.e. hvernig aukin þéttni koloxíðs í andrúmslofti leiðirtil aukinnar mettunar blóðrauða. Línan sýnir jafnvægið í hverjum punkti eftir að jafnvægi er náð. Takiö eftir hve lítil þóttni getur leitt til mikillar mettunar. Hlutfall koloxíðmettaðs 100t blóðrauða % 1%CO (10.000 ppm) 0,1% CO (1.000 ppm) 234 56789 10 Klukkustundir, sem mengunarálag varir Myndin sýnir hve hratt blóðrauði mettast af koloxíði. Hver lína táknar ákveðna þéttni í andrúmslofti. Brotnu línurnar ofan við bær heilu tákna mettun blóðrauðans við sömu mengun en létta vinnu. Areynslan leiðir til aukinnar mettunar og þar með meiri eituráhrifa af koloxíði. AF ERLENDUM VETTVANGI AfvopnunartillögTir vestur-þýskra jafnaðarmanna: Herir beggja vegna járn- tjalds geti aðeins varist Wojciecz Jaruzelski, ieiðtogi Póllands, skálar við Hans-Jochen Vogel, leiðtoga vestur-þýskra jafnað- armanna, i Varsjá. Vestur-þýskir jafnaðarmenn (SPD) ræddu i þessari viku nýjar hugmyndir um afvopnun- armál við pólska ráðamenn. Hugmyndir þessar ganga út frá því að uppbygging hefðbundins herafla verði með því móti að hann verði vanhæfur til árásar og viðbúnaður miðist eingöngu við varnir. Nota jafnaðarmenn orðskripið „struktureUe Nich- tangriffsfáhigkeit" tU að lýsa þessum hugmyndum, sem nú heyrast einnig af vörum hátt- settra kristilegra demókrata (CDU) í Bonn. Ingemar nokkur Dörfer, starfsmaður rannsókn- arstofnunar sænska ríkisins um varnarmál, kallar fyrirbærið „varnir í varnarskyni“ í grein, sem birtist fyrir skömmu I Svenska Dagbladet. Wolfgang Scháuble, ráðuneyt- isstjóri kanslaraembættisins í Bonn, kom Oskar Fischer, ut- anríkisráðherra Austur-Þýska- iands, í opna skjöldu þegar honum mæltist eins og jafnaðarmanni í heimsókn til Austur-Berlínar. Sagði Scháuble að samdráttur heija beggja vegna jámtjalds í því augnamiði að gera þá van- hæfa til árásar yrði að hafa forgang eftir að risaveldin hefðu fjarlægt meðaldrægar og skamm- drægar kjamorkuflaugar úr Evrópu. Víst er að Hans-Jochen Vogel, formaður Jafnaðarmanna- flokksins, hefði glaðst ef hann hefði verið viðstaddur. Sameiginleg yf irlýs- ing Scháuble gekk þó ekki svo iangt að mæla sameiginlegri yfír- iýsingu vestur-þýskra jafnaðar- manna og austur-þýska kommúnistaflokksins (SED) frá því í sumar bót. í yfírlýsingu SPD og SED er lagt til að vopnalaus svæði verði mynduð í Mið-Evrópu. En engu að síður hafði Scháuble tileinkað sér orðalag, sem stjóm- arandstaðan í Vestur-Þýskalandi vill eigna sér. Ætlunin er að í kjölfarið sigli athafnir. í ráði er að þingmenn úr austri og vestri myndi umræðu- hóp, sem nái „út fýrir mörk vamarbandalaga" eins og Vogel orðaði það. Pólskir kommúnistar komu til Bonn á mánudag til að ræða við þingmenn jafnaðar- manna hvað „vanhæfni heija til árásar" gæti þýtt í reynd. Þessar viðræður sigla i kjölfarið á fund- um jafnaðarmanna og fulltrúa kommúnistaflokks Erichs Honecker. Drög að samkomúlagi um efnavopnalaust og kjamorku- vopnalaust svæði í Mið-Evrópu hafa þegar verið undirrituð. En stjómir aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins hafa ekki sýnt þessum samkomulagsdrögum nokkum áhuga og meðan svo er verður þeim stungið undir stól. Efasemdir herfor- ingja í viðræðum pólskra kommún- ista og vestur-þýskra jafnaðar- manna í Bonn verður ekki aðeins fjallað um samdrátt herafla. Þar verður endurskoðun hemaðar- kenninga og vamarstefnu hvorra- tveggju helsta mál á dagskrá. Sendinefnd jafnaðarmanna, sem fór til Póllands til að undirbúa fundinn í Bonn, komst að því hversu erfitt er að knýja fram slíka endurskoðun. Pólsku samn- ingamennimir vildu ekki undirrita yfírlýsingu fundarins, þar sem kveðið var á um „vanhæfni heija til árásar" fyrr en fyrirskipun um það barst frá Wojciech Jamz- elski, leiðtoga Póllands. Hans- Jochen Vogel var í för með sendinefndinni og sagði hann eft- ir fundinn að það væri ekki einfalt að gera herforingjum grein fyrir því að allur vígbúnaður þeirra mætti aðeins duga til vama. Aftur á móti eiga ekki aðeins herforingjar erfítt með að kyngja þessum hugmyndum jafnaðar- manna. Flokksmenn eiga einnig erfítt með að sætta sig við þær. Hellmuth Becker, framkvæmda- stjóri þingflokks jafnaðarmanna, var meðal þeirra sem sömdu yfír- lýsinguna í Varsjá, og kvaðst hann skilja tregðu herforingjanna fullkomlega. „Vamir í vamar- skyni. Þar hlýtur að vera átt við að herir geti aðeins hörfað, fram- vamarsveitir megj ekki byggja brýr og sprengjuflugvélar ekki koma að fullu gagni," sagði Bec- ker. „Það er þrautin þyngri að koma herforingja í skilning um þetta." Andreas von Biilow, sem var ráðuneytisstjóri í vamarmála- ráðuneytinu í Bonn á árunum 1976 til 1980, segir að segir að þessi túlkun beri keim af ill- kvittni. Biilow, sem er jafnaðar- maður, er sannfærður um að öryggi muni aukast ef skriðdrek- um fækkar og verður skýrsla frá honum undirstaða í samningavið- ræðum jafnaðarmanna. Fyrstu kröfunni i skýrslunni er beint að Varsjárbandalagsríkjum. Segir að herir handan jámtjaldsins eigi opinberlega að tryggja að ekki verði brotist inn á landsvæði and- stæðingsins til þess að veija eigið landsvæði. Það er að segja að framvamir verði felldar niður. Onnur krafa á við um heri bæði austurs og vesturs og kveður á um að 5.000 skriðdrekar verði í herbúðum hvors um sig. Þar er með öðmm orðum farið fram á að 12.825 skriðdrekar verði eyði- lagðir í Vestur-Evrópu og 27.200 skriðdrekar í Austur-Evrópu, samkvæmt vestrænum tölum. Tillögnr jafnaðarmanna Einnig er lagt til að engir skrið- drekar verði á 60 km svæði þar sem Austur-Evropa liggur að Vestur-Evrópu. Með þessu móti er ætlunin að gera heijum hvors um sig erfíðara að hefja skyndiár- ás. Samkvæmt hugmyndum jafnaðarmanna er ætlunin að til- kynna þurfí um heræfingar, sem taka til 350 skriðdreka eða fleiri, með dijúgum fyrirvara þannig að eftirlitsmenn hvorratveggju geti fylgst grannt með þeim. Herfor- ingjar hafa sagt að endumýja verði skriðdrekasveitir á næsta áratug. Aftur á móti segja jafnað- armenn að hvorki þurfí að endumýja skriðdrekasveitir aust- an né vestan tjalds ef áætlun þeirra nær fram að ganga. í þess- ari áætlanagerð um afvopnun er einnig gert ráð fyrir talsverðum niðurskurði flugheija. Ekki er kveðið á um að fækka beri loft- vamarflaugum og oirustuþotum, en boðuð er „talsverð" fækkun sprengjuflugvéla. Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, hefur viðrarð svipaðar skoðanir. Markmið afvopnunar- stefnu Genschers, sem er úr röðum frjálsra demókrata (FDP), er að koma á samvinnu í upp- bygging^u landvama. Að sögn’ Genschers ættu ríki Austur- og Vestur-Evrópu aðeins að búa yfír herafla til að veijast. Þau ættu hvorki að hafa bolmagn til árás- ar, né innrásar. Jafnaðarmaður- inn Horst Ehmke tók Genscher á orðinu og sagði að ummæli hans bæru sameiginlegum málstað jafnaðarmanna og írjálsra demó- krata vitni: „Þetta er nákvæmlega það, sem við nefnum vanhæfni til árásar í uppbyggingu heija.“ Richard von Weizsácker, forseti Vestur-Þýskalands, Iiefur einnig tileinkað sér þetta hugtak. Þegar Erich Honecker, leiðtogi Austur- Þýskalands, heimsótti Vestur- Þýskaland um miðjan neptember sagði Weizsácker: „Við ætlum og getum unnið að gagnkvæmri van- hæfni til árásar í uppbyggingu heija hvorratveggju.“ Eins og fyrr segir hafa þessar hugmyndir vestur-þýskra jafnað- armanna ekki fengið miklar undirtektir. Þess er ugglaust langt að bíða að gagnkvæmt traust milli Atlantshafsbanda- lagsríkja og Varsjárbandalagsrí- kja verði slíkt að þau reynist reiðubúin til gagnkvæmrar fækk- unar í heijum sínum. Að auki ber að líta á að jafnaðarmenn eru í stjómarandstöðu og þar til valda- hlutföll breytast í Bonn getur flokkurinn ekki fylgt hugmjmdum sínum eftir nema með ályktunum og fundahöldum. Aftur á móti verður að hafa hugfast að Helmut Kohl kanslari hefur sagt að brýnt sé að koma á jafnvægi inilli aust- urs og vesturs í hefðbundnum herafla eftir að Bandaríkjamenn og Sovétmenn ganga írá fyrir- huguðu samkomulagi um upp- rætingu meðaldrægra og skammdrægra flauga. Hans- Jochen Vogel, leiðtoga jafnaðar- manna, er alltjent skemmt. „Hægri menn hafa ætíð nafnað tillögum SPD í fyrstu, en gert þær að sinum þegar fram í sótti. Nú líður æ skemmri tími frá því að við leggjum fram tillögur þar til þeir tileinka sér þær,“ sagði Vog- el er hann var staddur í Póllandi. Heimild: Der Spiegel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.