Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 42
Hannes Arnar Gunnarsson Morgunblaðið/GSV Milljón til 14 ára Grímseyings FJÓRTÁN ára gamall Grímseyingur, Hannes Arnar með „strætó“ FARGJÖLD með strætisvögn- um Akureyrar hækkuðu þann 1. nóvember sl. Einstök fargjöld fyrir fullorðna hækkuðu úr 28 krónum í 35 krón- ur. Einstök fargjöld fyrir böm eru nú 10 krónur. 20 miða kort kostar fyrir fullorðna 550 krónur og fyrir böm 130 krónur. Kort fyrir aldr- aða með 2 miðum kostar nú 275 krónur. Gunnarsson, hreppti einn af hæstu vinningunum i lottóinu sl. laugardagskvöld, tæpa millj- ón, og er þetta í fyrsta skipti sem svo stór lottóupphæð lend- ir í Grímsey. Eins og fram hefur komið í fréttum var Grímseyingum gefinn lottó- kassi fyrir skömmu og taka eyjarskeggar virkan þátt í leiknum, að sögn kunnugra. Hannes Amar er í gmnnskóla á Dalvík en fer stundum heim í helgarfrí og vildi þannig til um síðustu helgi. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið ætla að leggja fyrir eitthvað af peningun- um, en fyrir afganginn færi fjöl- skyldan að öllum líkindum til útlanda næsta sumar. Fargjöld hækka Nauðsyn að hækka dagvistargj öldin „EF LAUN fóstra yrðu hækkuð jafnmikið og þær fara fram á, eða um 5 til 6 launaflokka, þá er ég hræddur um að aðrir starfsmenn bæjarins kæmu á eftir með sömu kröfur,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- stjórnarfulltrúi á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið, en launakjör fóstra eru mjög í brennidepli hjá bæjarfulltrúum um þessar mundir. Aðeins eru níu fóstrur eftir á Akureyri sem ekki hafa sagt störfum sínum lausum, en alls munu 37 fóstrumenntaðar konur búa í bænum. Fóstrur hafa farið fram á 33% launahækkun. Tillaga kom fram á fundi bæjar- stjómar sl. þriðjudag frá fulltrúum Framsóknarflokks um að félags- málaráði yrði falið að skipa þriggja manna nefnd til að vinna að úr- lausn fóstruvandans svokallaða á Akureyri. Meirihluti bæjarstjómar felldi tillöguna þar sem málið er til umfjöllunar í bæjarráði. Sigurð- ur sagði að það hlutfall, sem foreldrar á Akureyri greiddu í rekstur dagvistarstofnana, væri langt fyrir neðan það sem lög um dagvistir gerðu ráð fyrir. „Gert er ráð fyrir að foreldrar greiði um 40% af rekstrarkostnaði dagheim- ila, en þeir greiða ekki nema 20% og foreldrum ber að greiða 60% af rekstrargjöldum leikskóla, en greiða aðeins 43%. Ein leiðin til að bæta kjör fóstra er sú að hækka laun þeirra, en óhjákvæmilegt er þá jafnframt að auka kostnaðar- hlutdeild foreldra þannig að eðli- legt hlutfall væri á milli dagvistar- gjalda foreldra og þeirra greiðslna er koma frá bænum,“ sagði Sig- urður. Hann sagði að sú hugmynd hefði nokkrum sinnum verið rædd um að koma á fót fóstrudeild við Verkmenntaskólann, svo mæta megi þeim fóstmskorti sem oft ríkti á Akureyri. „Almennar fóstr- ur komast hæst í um 52.000 krónur. Þetta eru ef til vill ekkert of há laun og misjafnt í hvaða launaflokkum menn lenda. Ef fóstrumar fá hinsvegar þær launa- hækkanir sem þær eru að fara fram á, færu þær til dæmis fram úr deildarstjórum hjá bænum og ýmsum í sambærilegum stöðum.“ Tvær nýjar bækur RAUÐA SERIAN Óvænt gjöf og Blekkingarvefur (Andrea Davidson) (Patricia Rosemoor) Gerist áskrifendur, það borgar sig. Tvær bækur í mánuði kosta aðeins kr. 550,-. Hringið í áskriftarsíma 96-24966. Háskólinn á Akureyri: Fyrirlestraröð um íslenskar bókmenntír Morgunblaðið/GSV Gísli Jónsson cand. jnag. og Bárður HaUdórsson ,skrifstofustjóri Háskólans á Akureyri. HÁSKÓLINN á Akureyri stend- ur fyrir fyrirlestraröð um ís- lenskar bókmenntir næstu fjóra laugardaga að minnsta kosti. Gísli Jónsson cand.mag., fyrrver- andi menntaskólakennari, mun flytja röð fyrirlestra undir heit- inu „Trú, upplýsing, rómantík", en þar fjallar hann um bók- menntir íslands og nokkur höfuðskáld og fræðimenn frá því á 16. öld og fram á þá nítjándu. Fyrsti fyrirlesturinn verður hald- inn nk. laugardag kl. 14.00 í sal Verkmenntaskólans á Akureyri á Eyrarlandsholti. Aðrir fyrirlestrar fara jafnframt fram þar á sama tíma á komandi laugardögum. Á eftir fyrirlestrunum, sem standa í um 40 mínútur hver, verða frjálsar fyrirspumir. Gísli sagðist einkum ætla að fjalla um Hallgrím Péturs- son, aðra samtímamenn hans, aldarfar og menningarstrauma á 17. öld. „Ég veit ekki hversu mikið Hallgrímur höfðar til dæmis til al- mennings. Mörgum fínnst 17. öldin hafa verið heldur döpur öld í sög- unni, en þar leynast hinsvegar ýmsir ljósglampar í myrkrinu," sagði Gísli. Bárður Halldórsson, skrifstofu- stjóri Háskólans á Akureyri, sagði að skólinn vildi beita sér fyrir slíku fyrirlestrahaldi, sem höfðaði ekki aðeins til nemenda heldur almenn- ings einnig. Hann sagði að nefndir ynnu þessa dagana að því að búa til námsbrautir við háskólann fyrir matvælafræði og rekstrarhagfræði og nokkuð öruggt væri að kennsla hæfíst í matvælafræðinni næsta haust, þó rekstrarhagfræðin væri ekki komin eins langt á veg. Tónlistarskólastj órar: Framtíð skólanna í hættu hætti ríkið fjárstuðningi Bæjarráði Akureyrar hefur borist bréf frá Samtökum tón- listarskólastjóra þar sem heitið er á sveitarstjórnarmenn að íhuga afleiðingar þess ef rikið hættir beinum fjárhagsiegum stuðningi við tónlistarskólana. Rikið hefur til þessa greitt helming launakostnaðar tón- Iistarkennara, en með fyrir- huguðum breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga er ráðgert að sveitar- félögin taki alfarið við rekstri tónlistarskólanna frá og með 1. september 1988. Jón Hlöðver Áskelsson skóla- stjóri Tónlistarskóla Akureyrar sagði í samtali við Morgunblaðið að verði breytingamar að veru- ieika, muni tónlistarskólarnir slitna úr tengslum við hið almenna menntakerfi. „Minna má á það að samvinna tónlistarskóla og fram- haldsskóla hefur aukist á liðnum árum með því að tónlistarskólamir hafa tekið að sér tónlistarkennslu nema á tónlistarbrautum fram- haldsskólanna og meta árangur annarra sem kjósa tónlist sem valgrein." Tónlistarskólastjórar telja að fara þurfí 25 ár aftur í tímann til að finna sambærilegt ástand í tónlistaruppeldi þjóðar- innar með gildistöku nýrra laga um tónlistarskóla. Þá hafa tónlist- arskólastjórar að því áhyggjur að tónlistarkennsla muni leggjast nið- ur í fámennum sveitarfélögum og þar sem jafnvel lítil sveitarfélög hafa sameinast um rekstur tónlist- arskóla og á öðrum stöðum verði ekki hægt að standa að tónlistar- kennslu af þeim myndarskap sem tíðkast hefur. Óhjákvæmilegt yrði að hækka skólagjöld nái breyting- amar fram að ganga og þá muni jafnrétti til náms stórlega skerð- ast, en í stefnu núverandi mennta- málaráðherra segir að grundvöllur stefnu sjálfstæðisflokksins varð- andi skóla- og menntamál sé að allir einstaklingar hafi jafnan rétt til náms, óháð búsetu, uppruna, stétt eða stöðu. Jón Hlöðver sagði að engin til- laga hefði ennþá litið dagsins ljós um það hvemig námseftirliti í tón- listarskólum skuli hagað né hvaða aðili skuli hafa það með höndum miðað við þessi breyttu skil. „Hvergi er talað um að mennta- málaráðuneytið eigi að gegna samræmingarskyldu, útgáfu námsefnis eða annað í þeim dúr.“ Tekið er fram í tillögunum, sem unnar hafa verið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, að breytingarnar ættu ekki að rýra starfsemi tónlistarskólanna, en fullyrðingar liggja frá einstök- um sveitarfélögum þess efnis að þau hafi bókstaflega ekki bolmagn til að standa undir tónlistar- kennslu, hætti ríkið þátttöku í launakostnaðinum til jafns við þau. Jón Hlöðver sagði að Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga væri ætlað að koma til móts við hin fámenn- ari sveitarfélög í þessu efni, en einhvern veginn væri nú málum þannig háttað að menn hefðu ótrú á að þær fullyrðingar stæðust þeg- ar á reyndi. Tónlistarskólakennarar um land allt ætla að funda um málið nk. laugardag í Reykjavík. Gluggínn gallerí: Síðasta sýn- ingarhelgi SAMSÝNING átta listamanna á Akureyri stendur nú yfir í Glugganum gaUeríi, en sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld. Nýstofnað fyrirtæki, Norður- glugginn hf., heldur sýninguna og eru listamennirnir allir hlut- hafar í fyrirtækinu. Þau sem sýpa eru: Helgi Vilberg, Guðmundur Ármann, Jón Laxdal, Margrét Jónsdóttir, Rósa Júlíus- dóttir, Kristinn G. Jóhannsson, Jónas Viðar og Haraldur Ingi. Glugginn, sem er til húsa á Glerár- götu 34, er opinn daglega frá kl. 14.00 til 20.00. Sunmihlíð 15 breytt í dagvist AKUREYRARBÆR hefur keypt íbúðarhúsnæði í Sunnuhlíð 15 undir dagvist barna. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela bæjarlögmanni að ganga frá kaupunum, sem eru upp á 6,3 milljónir króna. Kaupverð greiðist á einu ári, þar af 3,5 milljónir fyrir áramót. Fyrir dyrum standa breytingar á húsnæðinu og er ráðgert að dagheimili taki þar til starfa eigi síðar en um áramót, að sögn Sig- urðar J. Sigurðssonar, bæjar- stjómarfulltrúa. Á nýja dagheimil- inu verður hægt að vista allt að 25 böm á aldrinum 2 til 6 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.