Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 7 Jákvæð viðbrögð lífeyrissjóða við tilboði Byggðasjóðs Hefur engin áhrif á fjármögnun húsnæð- iskerfisins, segir Sigurður E. Guðmundsson ÚTLIT er fyrir að lífeyrissjóðir á landsbyggðinni muni nýta sér tilboð Byggðasjóðs um skulda- bréfakaup í einhverju mæli. í samtölum við forsvarsmenn nok- kurra lífeyrissjóða kom fram að sú ákvörðun stjórnar Byggða- stofnunar að geyma peningana sem þannig aflast í sparisjóðum og bönkum úti á landi verður til að gera skuldabréf Byggðastofn- ununar áhugaverðari fyrir lífeyrissjóðina. Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða segir að lífeyrissjóðimir úti á landi séu stöðugt í vanda staddir. Þeir þurfi annars vegar að hugsa um að ávaxta sjóðina sem best og hins vegar að halda peningunum sem mest heima til eflingar atvinnu þar. Þetta útspil Byggðastofnunar gæti því verkað vel á lífeyrissjóðina. Jón Helgason framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Sameiningar á Ak- ureyri segir að stjóm sjóðsins hafi á síðasta fundi sínum frestað því að taka afstöðu til skuldabréfa- kaupa hjá Byggðastofnun. Hann taldi þó líklegt að eitthvað yrði keypt hjá stofnuninni, enda virtust kjör hennar ekki vera verri en á ýmsum öðrum skuldabréfum sem þeir væru að kaupa. Jón segir að lífeyrissjóðimir á landsbyggðinni hefðu áhuga á að hafa hönd í bagga með hvert peningar þeirra rynnu og væm menn jákvæðari þegar þeir vissu að þeir fæm til að efla atvinnu á lífeyrissjóðasvæðunum. Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins segist ekki geta séð að til- boð Byggðastofnunar til lífeyris- sjóðanna hefði áhrif á fjármögnun húsnæðiskerfisins, enda séu samn- ingar lífeyrissjóðanna og Húsnæðis- stofnunar bundnir mörg ár fram í tímann. Ekki sé ástæða til að ætla annað en sjóðimir standi við samn- inga sína. Dómsmálaraðherra: Frumvarp um fangelsi endurflutt JÓN Sigurðsson dómsmálaráð- herra mun endurflytja frumvarp til laga um fangelsi og fangavist sem lagt var fyrir Alþingi á síðasta vetri. Jón segir að'þetta frumvarp verði flutt nokkuð breytt og hann hafi í hyggju að hafa samband við Sigurgeir Jónsson fyrrverandi hæstarétt- ardómara og kynna sér nánar hans sjónarmið áður. Sigurgeir ritaði grein í Morgunblaðið sl. fimmtudag þar sem hann gagn- rýndi harðlega framkomið frumvarp. Gagnrýni Sigurgeirs beindist að- allega að því að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að munur verði á fangavist og varðhaldi eins og nú er. Samkvæmt núgildandi lögum er varðhald mun vægara en fanga- vist. Sigurgeir segist í greininni ekki telja að frumvarpið sé nothæft í sinni núverandi mynd og þurfi að endurskoða það, annaðhvort af þeim sem fást við endurskipun refsilega eða a.m.k. í nánu sam- starfi við þá. breytt Jón Sigurðsson sagði að við end- urflutning frumvarpsins verði það ekki flutt óbreytt en vildi ekki tjá sig nánar um í hveiju þær breyting- ar væru fólgnar. Frumvarpið með breytingum hefur verið kynnt í þingflokkunum og Jón sagðist nú vera að fara yfir það með sam- verkamönnum sínum til prentunar. Broddur og kökur í Aust- urstræti VEGFARENDUR um Austur- stræti geta í dag keypt brodd og kökur af Samkór Selfoss sem ætlar að bjóða borgarbúum þennan varaing. Þetta gera kórfélagar í fjáröflun- arskyni. Broddurinn er úr Flóanum og kökumar úr bökunarofnum kór- félaga. MAZDA E 2000/2200 1968 komnir!! BÍLABORG HF FOSSHÁLSI 1.SÍMI 68 12 99 Þessir sívinsælu sendibílar eru nú fyrirliggjandi í fjölmörgum gerðum með eða án aldrifs, bensín- eða dieselvélum, vökvastýri og með eða án glugga og sæta. Sérlega hag- stætt verð. Opið laugardaga fró kl. 1-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.