Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 46
" 46 Yí>$r H3fiTM?íVÖM r! ÍTUOArn(TTQ A TRT^TTOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Ráðstöfun aflans er ekki bara mál útgerðar og sjómanna heldur líka fiskvinnslufólk í landi ___ 0 & Ræða Þrastar Olafssonar á þingi VMSI Hér fer á eftir ræða sú, sem Þröstur Ólafsson, framkvæmda stjóri Dagsbrúnar, flutti á þingi Verkamannasambands íslands fyrir skömmu. Það hefur löngum verið haft á orði að ísland sé fátækt land á hefðbundinn mælikvarða — land- kostir rýrir, engir málmar í jörðu, óblíð veðrátta og langt úr alfara- leið. Eina auðlind eigum við þó sem hefur gert okkur bjargálna og breytt lúsugu fátækrabæli í bjart og reisulegt slot. Fiskimiðin kring- um landið er dýrmætasta auðlind okkar. Ég segi alltaf OKKAR því ég tel mér trú um að VIÐ — þjóðin öll — eigum miðin í kringum landið. Þjóðin barðist sameiginlega fýrir sjálfsforræði sínu. Hún barðist öll í mögrum landhelgisdeilum um yfirráð yfir miðunum. Hún hefur sameiginlega skapað þann auð og þá tækni sem gerir okkur kleyft að hagnýi-a þessa auðlind. Hvað sem líður öllum umræðum um verðbólgu, fjárlagahalla eða sláturhúsaleyfí, þá er varðveisla fískimiðanna og skynsamleg nýting þeirra viðamesta og afdrifaríkasta mál stjómmála nú. Málið er líka óvenju viðkvæmt eins og gefur að skilja og það sem hér er sagt er ekki til að vega að r.einum, hvorki einstaklingum eða stéttum. Frá árinu 1984 hafa verið í gildi lög um stjómun fískveiða. Þau lög höfðu það að meginmarkmiði í FYRSTA LAGI að vemda físki- stofnana og í ÖÐRU LAGI að draga úr sóknarkostnaði og stuðla að sem skynsamlegastri nýtingu fískistofn- anna. Til þess að ná þeim takmörk- unum var settur svokallaður kvóti á skipin. Kvótinn sagði til um það hve mikið af botnfíski hvert skip mætti veiða á hveiju ári. En lögin sögðu líka að þeir sem öfluðu fiskj- arins fengju einkarétt til að ráðstafa honum. Miðin vom þar.nig afhent útgerðaraðilum til einkaráðstöfun- ar. Þeir ráða mestu um það HVORT siglt er með aflann EÐA hann er seldur til fískvinnslu í landi. Þeir ráða sínum KVÓTA — selja hann á milli landshluta og fiskinn úr Iandi, ef þeim svo býður við að horfa. Eina takmörkunin á þessu er þar sem eignarhald útgerðar er á hendi fiskvinnslunnar. Með þessu vil ég alls ekki hvítþvo vinnslumenn sjálfa, þeir selja einnig hráefni til vinnslu erlendis — því miður. Allt er þetta gert vegna stundarhags- muna og skjótfengins gróða. Fiskurinn ' veitir þúsundum manna um allt land atvinnu. Lífsbjörg þess er undir því komin hvort fískur berst á land eða ekki. Ráðstöfun aflans er því ekki bara mál útgerðar og sjómanna heldur líka fiskvinnslufólks í landi. Því höfum við hreyft við hugmyndinni um að skipta ráðstöfunarréttinum milli þeirra sem afla þ.e. útgerðar og sjómanna og hinna sem vinna hann þ.e. fískvinnslu og verkafólks í landi. Meginrökin fyrir því eru, að þannig fínni báðir að þeir eru hvor öðrum háðir. An atorku og dugnaðar sjómanna okkar bærist lítill fískur á land, án iðni og verk- kunnáttu landverkafólks yrði íslenskur fískur ekki að dýrmæt- ustu fískiafurð í heimi. Én það breytir því ekki að binding kvóta og ráðstöfunarréttur hans við skipið hefur leitt til afskræmingar á mörg- um sviðum. Við lásum í blöðunum um söluna á Dagstjömunni hingað til Akur- eyrar. Hún kostaði litlar 180 m.kr. Skipið sjálft er talið vera 40—60 m.kr. virði — vátryggingarverð þess er um 80 m.kr. Kvótinn um 2700 tonn er því seldur á 120—140 m.kr. Hvert kvótatonn er því selt á um 50 þús. kr. eða hvert kíló í kvóta á 50 kr. Hér er því verið að breyta úthlut- uðum kvóta í mikla peninga útá veiðiréttindi á mið sem eru í sam- eign þjóðarinnar. En hveijir hirða þennan auð? Getum við sungið svona kerfí lof og dýrð. En sagann er ekki öll með þessu. Um leið og skipið er selt er atvinnan færð til, rétturinn til að veiða og verka físk flyst frá einum stað til annars. Við lifum í heimi sem er í örri tæknilegri þróun. Tækniþróun við veiðar fleygir fram og fískvinnslan stendur á þröskuldi nýrra tíma. Það verður okkar kjmslóð sem nú lifír sem ákveður hvort við ætlum að halda áfram að vera fískvinnsluþjóð eða útgerðarþjóð. Hvort við viljum vinna fískinn sjálf eða selja hann sem hráefni í evrópskar vinnslu- stöðvar. Um það snýst málið. Ég fullyrði, að það sé sjómönnum ekki minna hagsmunamál en landverka- fólki að hér dafni öflug og sterk fiskvinnsla. Hvað er það annað en verð unninna fiskafurða sem ákveð- ur til lengri tíma séð — hráefnisverð fískjar erlendis. Hátt verð á unnum físki í Ameríku leiddi til sama háa verðsins í Evrópu, sem svo aftur dró hráefnisverð upp. Fiskvinnslan hefur unnið mikið starf í markaðsöflun erlendis og þeir markaðir tryggja okkur hátt verð fyrir fískinn. Ef íslensk físk- vinnsla drabbast niður og erlendir fiskverkendur ná undirtökunum á mörkuðunum þá lækkar hráefnis- verð erlendis og tekjur sjómanna lækka. Ef fiskvinnslan stendur sig og heldur háu verði á mörkuðunum framvegis þá mun hráefnisverð haldast hátt eða hækka. Undanfama mánuði hafa söluað- ilar fundið að markaðir okkar hafa látið undan síga og styrkur okkar þar fer dvínandi — einkum í Banda- ríkjunum. Stórir kaupendur hafa kvatt og þakkað góð viðskipti — nýir hafa ekki komið í staðinn. Og það er ekki vegna þess að gæðin séu slæm eða verðið of hátt heldur vegna þess að það er engan físk að selja — hann fer óunninn til Grimsby eða Bremerhaven. Þar eru menn í óða önn að endurreisa físk- vinnslu sína eftir hrun hennar þegar norður-evrópsk ríki lokuðu fískimið- um sínum fýrir úthafsverksmiðjum Þjóðveija og togaraflota Englend- inga. Með ótæpilegri sölu á vinnslu- hráefni erlendis erum við að hleypa útlendingum aftur inn í landhelgina — en spörum þeim útgerðarkostnað. Efnahagsbandalagið er staðráðið „Efnahagsbandalagið er staðráðið í að stjórna fiskveiðum okkar — ekki af góðsemi við okkur heidur til hags- bóta fyrir evrópskan fiskiðnað. Til þess þurfa þeir ekki endi- lega viðskiptasamninga heldur þurfa þeir nægi- legt hráefni til að byggja upp sterkan fiskiðnað hjá sér. Þegar svo er komið eru þeir orðnir meðstjórnendur í fiskveiðum okkar.“ Þröstur Ólafsson í að stjóma fískveiðum okkar — ekki af góðsemi við okkur heldur til hagsbóta fyrir evrópskan fiskiðn- að. Til þess þurfa þeir ekki endilega viðskiptasamninga heldur þurfa þeir nægilegt hráefni til að byggja upp sterkan fískiðnað hjá sér. Þeg- ar svo er komið eru þeir orðnir meðstjómendur í fískveiðum okkar. Fiskvinnslan — sagði ég áðan — stendur á þröskuldi nýrra tíma. Hún þarf svo sannarlega að bæta sig. Stjómunin þarf að verða markviss- ari og einingamar þurfa að stækka. Til að geta keppt um hráefnið og borgað hærri vinnulaun þarf að tæknivæða frystihúsin og auka sjálfvirkni; stuðla þarf að samruna frystihúsa og sérhæfingu þar eins og í öðmm iðnaði. Auka þarf hrá- efnisaðstreymið í húsin og lengja vinnslutímann. Þetta kostar mikla peninga, en ef ekkert verður að gert dalar þessi iðnaður og verður þriðja flokks fyrr en varir. Það er þessi útsýn sem leitt hef- ur huga okkar að fískveiðistefn- unni. Og þótt hún geti ekki leyst öll vandkvæði íslensks fískiðnaðar þá er hún þó sá grundvöllur sem fískvinnslan stendur á. Ég vil nú fara nokkmm orðum um það kerfi sem notað er við stjómun fiskveiða án þess að lýsa því ítarlega. Við skulum skoða fjögur atriði til að athuga áhrif kvótakerfísins — eða núverandi útfærslu þess. 1. Eitt af meginmarkmiðum þess var að stuðla að minni sókn — draga úr heildarafla. Þetta hefur ekki gengið eftir sem skyldi bæði vegna sveigjanleika í kerfínu (sóknarmark, smábát- ar) en einnig að ráðuneytið hefur með rýmkunarákvörðunum opn- að fyrir meiri veiðar. Sl. þijú ár hefur verið veitt u.þ.b. 200 þús. tonn umfram tillögur fískifræð- inga. Nú er svo komið að flestir fiskistofnar em ofveiddir og 70% af þeim þorski sem landað er er ókynþroska og þetta hlutfall hefur farið vaxandi Þið vitið hvað það þýðir! Það verður að gera þá kröfu til nýrra fiskveiði- stefnu að hún fari í einu og öllu að tillögum fískifræðinga um heildarafla. 2. Annað aðalmarkmið fiskveiði- stefnunnar er að draga úr sókn, lækka sóknarkostnað, smækka flotann. Vissulega hefur núver- andi fískveiðistefna leitt til þess að dregið hefur úr sóknarkostn- aði. Utgerðin er rekin hag- kvæmar nú en fyrir kvótakerfið. Þetta breytir því þó ekki að flot- in hefur stækkað þrátt fyrir innflutningsbann. Hér em göt í kerfínu sem stoppa verður í. Nýtt kerfí verður að hafa inn- byggða hvata til að smækka flotann. 3. Megin ágalli núverandi kerfis er þó sá aukni útflutningur sem ójafn ráðstöfunarréttur á aflan- um hefur leitt af sér. Útflutning- ur á þorski hefur t.d. tvöfaldast bæði árin 1985 og 1986 og á þessu ári er enn um að ræða vemlega aukningu. Þar sem þessu máli hefur þegar verið gerð nokkur skil hér að framan læt ég þetta nægja. Ný fiskveiði- stefna má ekki líta dagsins ljós án þess að á þessu máli verði tekið á þann hátt að vemlega verði dregið úr útflutningi óunn- ins fiskjar. Þetta er meginmál. 4. Hér mætti einnig ræða um þá byggðaröskun sem orðið getur vegna tilflutnings á kvóta milli héraða. Þá flyst ekki bara skip — veiðitæki — heldur veiðirétt- indi. En þá er að lokum spurt. Hvað vill Verkamannasambandið? Vill það óbreytta fískveiðistefnu eða nýja og þá hvemig? Ég hef í nefnd þeirri um mótun fískveiðistefnu sem ég sit í fyrir- hönd VMSÍ sett fram þau sjónar- mið að óeðlilegt sé að binda veiði- heimildir eingöngu við báta og skip. Ég hef talið að eðlilegra sé að jafna aðstöðuna milli þeirra sem í útgerð standa og hinna sem í landi vinna. Það fínnst mér sanngirnismál. Auk þess tel ég að með því sé auðveld- ast að ná fram þeim markmiðum sem ég setti fram hér að framan. En mörgum þykja það of róttækar tillögur og vilja fara með meiri var- úð. Auðvitað er hægt að ná sumum af fyrrgreindum markmiðum með öðrum leiðum. Förum þá yfír mögu- leikana. 1. Ný stefna. Uppskipting kvóta milli vinnslu og veiða. (Gera munnlega grein fyrir kostum og göllum.) 2. Kvótinn fari á lögaðila, þ.e. eig- endur skipanna. Myndi leiða til samdráttar í flotanum án þess að raska ráðstöfunarrétti út- gerðaraðila. Styrkja eilítið stöðu vinnslu þar sem vinnslan er eig- andi bátanna. 3. Kvótasjóður, kvótasala eða auð- lindaskattur. Stofnaður verði e.d. sjóður sem selji veiðiheimild- ir á markaði með eða án hindr- ana. Hætt er við að veiðiheimild- ir myndu fljótlega lenda hjá fjársterkustu aðilunum, jafnvel útlendingum sem hefðu fyrir sig leppa hér. Ekki fysilegur kostur. 4. Lagfæra núverandi kerfi. (Fara munnlega í gegnum eftirtalda þætti.) a. Setja kvóta á úthafsrækju. b. Setja kvóta á smábáta undir 10 tonn. c. Setja kvótaskerðingu á út- flutning óunnins fiskjar. d. Takmarka heildarafla enn frekar. e. Afnema eða takmarka sókn- armark. f. Frekari lagfæringar. Við skulum að lokum vera þess minnug að fiskimiðin eru sameign okkar allra. Afkoma þjóðarinnar er undir því komin að okkur takist að nýta þau sem hagkvæmast og okk- ur takist að byggja upp sterka fiskistofna. Verkamannasambandið verður að móta heilstæða stefnu í málefn- um fískvinnslu og fiskveiðistofna. Afkoma fólks er ekki eingöngu háð kauptöxtum HELDUR ekki síður stöðu og möguleikum þeirrar at- vinnugreinar sem fólk starfar við. Nýtt leifturljós til varnar slysum Nýtt leifturljós sem ætlað er þeim sem gera vilja vart við sig í myrkri er komið á markaðinn. Leifturljósið er létt og með- færilegt, hægt er að spenna það á upphandlegg, og það sést í þriggja kílómetra fjarlægð við góðar aðstæður. Ljósið fær orku frá rafhlöðu sem á að endast í minnst 28 klukkustundir, en fyrstu 18 tímana leiftrar ljósið á sekúndufresti. Ljósið er vatnsþétt, þolir að fara á 40 metra dýpi, og ætti að henta sjómönnum og köfurum. Einnig gæti tækið verið gagnlegt fyrir ferðamenn í óbyggðum, björgunar- og hjálparsveitir, öku- menn við hjólbarðaskiptingu og þess háttar á vegum, trimmara, hjólreiðafólk og aðra þá sem at- hafna sig í myrkri. Ólafur Magnússon sf. hefur umboð fyrir leifturljósið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.