Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 '* V Með morgunkaffínu Hann hæddist að mér vegna þess að ég hafði gleymt að setja tölu á treyjuna sem ég pijónaði handa honum! HÖGNI HREKKVÍSI ,,KETTIR. ELTA 6KK.I BÍLA! " „ þSTTA EK TÓNLlSTAfíKBNNARIHN {VUNN." Afsökun og skýringar Til Velvakanda. Föstudaginn 30. október sl. ritaði Magnús Þorbjömsson grein í Vel- vakanda undir yfirskriftinni Lítt skiljanleg móttaka á slysadeildinni. Rakti hann þar sögu konu sinnar, er kom kl. 05 að morgni á slysa- deild til eftirlits á broti, sem gert hafði verið að tveimur dögum áður á Sj)áni. Eg hef nú kannað mál þetta nið- ur í kjölinn og fundið, að frásögn Magnúsar er í höfuðatriðum rétt. Hér var um sjúkling að ræða, sem fluttur var á slysadeild í sjúkrabíl og hafði meðferðis gögn og rönt- genmyndir frá öðrum spítala. Slíkir sjúklingar eiga undantekningar- laust að fá læknisskoðun og taka skal ákvörðun um áframhaldandi meðferð að henni lokinni. Ber að harma, að slíkt var ekki gert í þessu tilviki og vil ég biðjast afsökunar á því, fyrir hönd deildarinnar. Hins vegar voru aðstæður í þessu tilviki um margt óvenjulegar og frásögn Magnúsar af samskiptum Til Velvakanda Sagt var frá því í fjölmiðlum fyrir skömmu að Þingvallanefnd hefði nú tvo skrúðgarðaarkitekta eða skóg- fræðinga á sínum vegum og ynnu þeir að skipulagstillögum um Þing- velli, sameign allrar þjóðarinnar. Upp í hug minn kom endurminning um samkeppni sem þessi sama Þing- vallanefnd efndi til fyrir svo sem 12 til 15 árum um framtíðarskipulag Þingvalla. Ef minnið svíkur mig ekki var haldin sýning á tillögum þeim sem fram komu á Selfossi. Verðlaun voru veitt í þessari sam- keppni og sú tillaga sem best þótti var rómuð fyrir framsýni og heildar- konu sinnar við hjúkrunarfræðinga deildarinnar ekki í samræmi við það, sem starfsfólki segist frá, í nokkrum mikilvægum atriðum. Önnur þeirra „hvítklæddu vera“, sem Magnús lýsir í grein sinni, var hjúkrunarfræðingur með áralanga reynslu á slysadeild, sem getið hef- ur sér gott orð fýrir dugnað og áreiðanleik í starfi auk kurteislegr- ar framkomu. Hjúkrunarfræðingurinn upplýsti konu Magnúsar réttilega um það, að til þess að taka ákvörðun um framhaldsmeðferð öklabrotsins þyrfti að taka nýja röntgenmynd, en þær sem sjúklingurinn hafði með sér voru teknar af brotinu fyrir aðgerð. A röntgendeild Borgarspítalans eru útkallsvaktir lækna og röntgen- lækna allan sólarhringinn, en vakthafandi röntgenlæknar starfa venjulega óslitið á deildinni vel fram yfír miðnætti, fara síðan heim og eru kallaðir út, þegar bráðar rönt- sýn yfir allt svæðið umhverfis Þingvallavatn. Nú þegar skipulag Þingvalla er tekið til umfjöllunar á ný er ekki eitt einasta dagblað, útvarp eða sjón- varpsstöð sem minnist á þessa fijálsu samkeppni. Hún virðist gleymd. Er ekki ráð að riQa upp hvað það var sem þótti lofsvert og nýmæli þegar samkeppnin fór fram? Nota núver- andi starfsmenn Þingvallanefndar sér ef til vill eitthvað úr þessum gömlu tillögum? Og þá hvað frá hverjum? Gaman væri ef Morgun- blaðið sæi sér fært að fræða lesendur sína um þetta efni. 9207-7160 genrannsóknir eru nauðsynlegar. Læknar og hjúkrunarfólk slysa- deildar verða því oft að meta hvort röntgenrannsóknir séu nauðsynleg- ar eða megi bíða í einhvem tíma að næturlagi, til að spara aukaút- köll á röntgendeild. Hjúkrunarfræðingur útskýrði fyrir sjúklingi að í hennar tilviki væri tæplega ástæða fyrir útkalli til röntgenrannsóknar kl. 05 að morgni og eðlilegast væri að bíða með umrædda röntgenmyndatöku þar til röntgendeildin væri opnuð. I stöðunni væri tvennt að gera, að sjúklingur biði á slysadeild, eins og henni var boðið upp á, eða að hún færi til síns heima og kæmi eftir að röntgendeildin væri opnuð. Sjúklingur tók greinilega illa þess- um útskýringum hjúkrunarfræð- ingsins og óskaði eftir því að fá leigubíl og fara heim til sín. Að sögn hjúkrunarfræðings var hún spurð að því, hvort hún hefði lykla að húsi sínu, sem hún játti, en fór síðan frá slysadeildinni í leigubílnum. Eins og í upphafi sagði átti sjúkl- ingur þessi rétt á að fá skoðun og ákvarðanatöku læknis varðandi meðferð öklabrotsins, en sú ákvörð- un hefði þó fyrst verið tekin eftir nýja röntgenmyndatöku, sem senni- lega hefði verið látin bíða morguns. Á slysadeildinni er kappkostað að veita slösuðum og bráðasjúkum skjóta og góða þjónustu og tel ég að það takist í aðalatriðum. Ef í umræddu tilviki er einungis horft á „rétt“ sjúklingsins er engin spuming, að hann er hans megin. Hins vegar má í flestum málum komast að skynsamlegu samkomu- lagi, eins og var mögulegt í þessu tilviki. Sjaldan veldur einn, þá tveir deila. Gunnar Þór Jónsson yfirlæknir Skipulag Þingvalla: Gleymd samkeppni Yíkverji skrifar Innan skamms hefjast viðræður um kaup og kjör. Víkveiji hlakkar ekki til þess tíma. Það er eins og þjóðfélagið fari allt á annan endann þegar samningalotur standa yfir og mörg þung orð eru látin falla í hita baráttunnar. Verkamannasambandið hefur gefið tóninn eftir sögulegt þing á Akureyri. Þar er lögð áherzla á að þeir sem lægst launin hafa verði látn- ir fá mest í komandi samningum. Þetta hefur heyrzt áður og menn verið fullir vilja en oftast hefur farið svo að þeir sem hærri launin hafa hljóta stærri sneið af kökunni en hin- ir. xxx eir sem starfa við framleiðsluat- vinnuvegi þjóðarinnar telja sig ekki bera það úr býtum sem eðlilegt megi telja miðað við mikilvægi þeirra starfa sem þeir vinna. Ekki er óeðli- legt að þessar raddir heyrist því óumdeilt er að útflutningurinn stend- ur undir velmegun í landinu. Hins vegar eiga útflutningsatvinnuvegim- ir við mikinn vanda að etja vegna gengisþróunar dollarans, sem tak- markar tekjumar og gerir þeim óhægt um vik að gera eins vel við sitt fólk og stjómendumir vilja. XXX Eitt þeirra atriða, sem geta gert störf við útflutningsatvinnuveg- ina meira aðlaðandi, er bættur aðbúnaður starfsfólksins. Eins og menn vita er aðstaðan ekki upp á marga fiska í frystihúsum víða um landið. Undantekningar em til og vill Víkveiji sérstaklega geta frysti- húss Haraldar Böðvarssonar og Co. á Akranesi í því sambandi, en hann átti þess kost að skoða frystihúsið á dögunum. Haraldur Sturlaugsson forstjóri og bræður hans, sem reka frystihúsið með honum, réðust í miklar endur- bætur á frystihúsinu fyrir nokkmm ámm. Húsið hefur verið endumýjað stig af stigi og er breytingunum að ljúka. Strax og fiskinum er landað er hann settur kassaður í yfirbyggða fiskmóttöku þar sem réttu hitastigi er haldið með tölvustýrðum búnaði þar til vinnslan hefst. Vinnslan sjálf er mjög tæknivædd og nýtízkuleg. Afurðimar em settar í frystiklefa en úrgangurinn fer í lokaðar. tankbfl sem ekur með hann f fiskimjölsverksmiéju í grenndinni. Þegar menn virða fyrir sér frystihús HB og Co geta þeir ekki með góðu móti séð að þarna fari fram vinnsla á fiski. Þegar frystihúsið er skoðað geta menn ekki annað en dáðst að nýtízku- legum vinnslusölunum. En aðstaða starfsmanna vekur enn meiri athygli og aðdáun þegar hún er skoðuð. Ekkert hefur verið sparað til að gera hana sem glæsilegasta. Hver einasti starfsmaður hefur sérstakan klæða- skáp. Snyrtiaðstaða er til fyrirmynd- ar og gufuböð til afnota fyrir starfsmenn. Matsalur gefur ekkert eftir sölum betri hótela og hann er sérstaklega þéttur svo fisklyktin fræga finnist þar ekki. Enda sagði Haraldur Sturlaugsson forstjóri þeg- ar hann sýndi Víkveija húsakynnin að honum dytti ekki annað í hug en bjóða sínu fólki upp á jafn góða eða betri aðstöðu en önnur fyrirtæki í bænum. „Ef ég get ekki boðið fólkinu upp á jafn góða aðstöðu og bankam- ir get ég ekki ætlast til að fá fólk til starfa,“ segir Haraldur. Víkveiji hafði mikla ánægju af heimsókn sinni í frystihús HB og Co. Þeir sem vilja kynna sér 1. flokks ftystihús og fyrirmyndar aðstöðu fyr- ir starfsfólk ættu að leggja leið sína á þennan vinnustað. XXX Víkveiji vill að lokum lýsa yfir ánægju sinni með frammistöðu íslenzkra handknattleiksliða gegn erlendum liðum á undanförnum dög- um. Landslið karla og pilta stóðu sig með miklum ágætum á erlendri grund um fyrri helgi og um síðustu helgi lögðu Víkingur og Stjaman andstæð- inga sína að velli í Evrópukeppninni. Víkveiji var á leik Víkings og Kolding í Laugardalshöll og þar ríkti geysi- lega mikil stemmning. Víkveiji hefur heyrt að hún hafi komizt vel til skila í beinni útsendingu sjónvarpsins. Enginn vafi leikur á því að beinar útsendingar frá leikjum íslenzkra liða gegn erlendum er eitthvert vinsæl- asta sjónvarpsefni sem boðið er uppá. Víkveiji mun fylgjast spenntur með fréttum af seinni leikjum Stjömunnar og Víkings í Evrópukeppninni um næstu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.