Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 45 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í gömlu orðtaki íslensku segir: — Hvör sem lítið hefur, hann þó hefur, hvör sem mikið hefur, mikils stundum krefur. — — sígilt sannmæli — Eðli manna hefur lítið breyst í aldanna rás, en það hefur smekkur þeirra fyrir mat aftur á móti gert. Því læt ég fylgja hér uppskrift af fiskrétti í sérflokki. Hann er ekki síður fyrir þá sem mikils krefjast. Bakaður karfi m/kryddtoppi í paprikusósu 800 g karfi, 1 matsk. Dijon sinnep, 25 g smjörlíki, V2 rauð paprika, V2 gul paprika, 1 tsk. parsley eða 1 grein fersk, söxuð steinselja, 2 tsk. chives eða saxaður graslaukur, 4 matsk. brauðmylsna. Sósan: V2 rauð paprika, V2 gul paprika, 1 meðalstór púrra, 1 lítill laukur, 1 lárviðarlauf, 1 bolli vatn, 1 ten. fiskikraftur, 1 tsk. kartöflumjöl, salt og malaður pipar. 1. Best er að undirbúa sósuna fyrst. Hálfar paprikumar eru hreins-. aðar, skomar í strimla og saxaðar smátt. Aðeins ljósi hluti púirunnar er notaður. Hann er skorinn sundur eftir endilöngu, þveginn vel og skor- inn smátt. Laukurinn er einnig saxaður smátt. 2. Vatn er sett í pott ásamt niður- skomu grænmetinu, fiskikrafti, lárviðarlaufí og lítið eitt af salti. Suðan er látin koma upp og er græn- metið látið krauma í fiskisoðinu í 15 mínútur. Lokið er haft á pottinum á suðutíma. Á meðan sósuefnið er að sjóða er fiskurinn undirbúinn. 1. Karfaflökin em roðflett og öll bein fjarlægð. Ef flökin em lítil þá er þau höfð heil annars em þau skorin í tvennt. Eldfastur diskur er smurður með feiti og er fiskstykkj- unum raðað þar á hann með roð- hliðina niður. Dijon sinnepi er síðan smurt á fiskstykkin. 2. Hálfar paprikumar em skomar í strimla og saxaðar smátt. Smjörlík- ið (eða matarolía) er hitað á pönnu og em saxaðar paprikumar látnar mýkjast upp í heitri feitinni smá stund. Kryddinu og brauðmylsnunni er síðan bætt út í og blandað vel. 3. Kryddblöndunni er því næst komið fyrir ofan á fiskstykkjunum. Þau em síðan bökuð í 200° í ofni í 15 mínútur. Sósan er fullgerð á meðan fiskur- inn er að bakast. Sósuefnið; grænmetið og vökvinn er sett í mix- ara, (eða í food prossor), eða unnið í gegnum sigti. Kartöflumjöli er bætt út í og þeytt vel. Salti er bætt við ef þarf. Suðan er látin koma upp á meðan sósan er að þykkna. Sósan er sett á fat og er fisk- stykkjunum raðað þar á. Fiskréttur- inn er borinn fram með soðnum kartöflum. Verð á hráefni: 800gkarfaflök 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 púrra Kr. 160.00 69.00 39.00 13.00 Kr. 281.00 Þetta sigurstranglega lið sem á heima í Dúfnahólum, efndi þar til hlutaveltu og söfnuðu til Blindrafélagsins 1350 kr. Krakkamir heita: Ásta Björasdóttir, Kristveig Björasdóttir, Ásgeir Björnsson, Svava Ottarsdóttir, Þorsteinn Araórsson og Guðrún Ósk Amórsdóttir. Ekki gátu verið við myndatökuna: Elín Hartmannsdóttir, Svanhvít Elva Einarsdóttir og Guðrún Ósk en þær höfðu tekið þátt í hlutavel- tunni. Suður í Garðabæ, i Hauksnesi, efndu þessar vinstúlkur til hlutaveltu til ágóða fyrir Krabbameinsfélag íslands og söfnuðu þær 3.000 krón- um. Þær heita Sólveig Alda Halldórsdóttir og Hulda Guðný Kjartans- dóttir. Upplýsingar og innritun i síma 10004/21655/11109 w m ■ÁNANAUSTUM 151 MAlAákOM áWÁftASKtkí í erfiðleikum með tungumál eða stærðfræði? 5 vikna námskeið hjá Mími gefa þér tækifæri til að bæta árangurinn. Skólinn verður skemmtilegri og prófin engin hindrun. 9. nóv. — 10. des. tvisvar í viku. Megas í Utopiu MEGAS verður með tónleika í veitingahúsinu Utopia að Suður- landsbraut 26 föstudagskvöidið 6. nóvember. Á tónleikunum kynnir Megas lög af væntalegri hljómplötu sem kem- ur út í næstu viku. Platan ber nafnið Leyndarmálið. Auk Megasar kynnir Gaui lög af hljómplötu sinni. Tónleikamir hefjast kl. 23.00. Háskólabíó: Riddari götunnar SÝNINGAR eru hafnar í Há- skólabíói á kvikmyndinni Riddari götunnar(Robocop). Með aðalhlutverk í myndinni fara Peter Weller, Nancy Allen, Ronny Cox og Daniel OHerlihy. Myndin fjallar um lögreglumann sem slas- ast alvarlega, en er lífgaður og er eftir það líkari vélmenni en manni. Leikstjóri Riddara götunnar er Hollendingurinn Paul Verhoeven sem á að baki myndimar „Hitcher" og „Flesh and Blood". Verhoeven þykir umdeildur vegna þess hve mikið ofbeldi hann sýnir í myndum sínum. Myndin er bönnuð bömum innan 16 ára og verður krafist skilríkja við innganginn ef þörf krefur, segir í fréttatilkynningu frá Háskólabíói. II I LAUGAVEGUR 26, 4. hæð O 621313, 621301 f/ i J I I FALKON rfa&hionfycmen. Dönsku fötin komin Verð aðeins kr. 8*750 GElSiB H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.