Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 13 Flækjurnar hjá Fo Lelklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélagið Allt milli himins og jarðar sýndi f Verzlunarskólan- um: Næturbrölt á Kóngsbakka, tveir skopleikir eftir Dario Fo Lýsing: Éinar Helgason Hljóð: Birgir Birgisson Aðstoðarleikstjórar: Hrafnhild- ur Arnarsdóttir og María S. Baldursdóttir Leikstjóri: Einar Jón Briem DARIO Fo er vinsæll hjá íslenzkum leikhúsgestum og all- mörg verka hans hafa verið sýnd í aðskiljanlegum leikhúsum okkar. Minnisstæður er mörgum fyrsti flutningur á verki eftir hann hjá Leikfélagi Reykjavíkur á „Þjófum, líkum og fölum konum." Sú sýn- ing þótti um margt nýstárleg. Dario Fo hefur sannarlega ver- ið litríkur persónuleiki í leikhús- bókmenntunum síðan hann kom fyrst fram fyrir röskum þrjátíu árum. Hann hefur beint háðskeyt- um sínum í ýmsar áttir og engum hlíft. Ádeila hans á spillingu er þó jafnan krydduð undursamlegri kímni, svo að verk hans hafa náð til fjöldans og að verðleikum, að mínu viti. Þættimir tveir sem leikfélag Verzlunarskólans færir upp á listahátíð skólans eru komnir nokkuð til ára sinna.„ Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði" og„ Þegar þú verður fátækur, skaltu verða kóngur." Þættimir hafa yfir sér einkenni og svipmót fyrri leikverka Dario Fos, hraði, grín og læti, en handan orðanna dýpri skilaboð. Sem við ráðum hvort við meðtökum hvert og eitt, eða skemmtum okkur bara yfir gríninu. Skólasýningar hafa jafnan í sér glaðan og hressan tón. Það er kannski ósköp þreytandi fyrir nemendur að heyra sýknt og heil- agt talað um leikgleðina, sem sé alls ráðandi. En hjá þeim skólum, sem ekki eiga því lengri leiklistar- hefð að baki er leikgleðin auðvitað meginmálið. Að leikendur og áhorfendur skemmti sér. Þáð er ekki ástæða til að gera lítið úr kátínunni. Margir leikendur koma fram í þáttunum. Vert er að minnast á nokkuð snjalla sviðsframkomu Þórhildar Pétursdóttur í hlutverki Konunnar í fyrri þættinum. Björg- vin Már Kristinsson átti líka góða kafla sem þjófurinn. í „Þegar þú verður fátækur skaltu verða kóngur" ríkti mikið flör og förðun- in í þeim þætti hjálpaði lítt þjálf- uðum leikendum heilmikið. Athygli mína þar vakti Guðrún Jónsdóttir, Trommuleikari fyrir ágæta mfmík. Ingimundur Guð- mundsson var snöfurlegur sold- ánn og Hilmar Þórðarson ljómandi góður Trompetleikari. Sigurbjöm Einarsson í hlutverki Kóngsa hafði raunar ekki förðun til að hjálpa sér, en það sakaði ekki vit- und og Sigurbjöm gerði hlutverk- inu vemlega góð skil. Leikstjóri hefði þurft að vanda betur staðsetningar sérstaklega í fyrri hluta og framsögnin var gloppótt hjá leikendum. En hvað um það. Allir skemmtu sér. Einkavæðing og markaðskerfið Erlendar baakur Guðmundur Heiðar Frímannsson David Howell: The New Capit- alism, Center for Policy Studies, 1986. Það mun flestum kunnugt að brezka ríkisstjómin hefur á umliðn- um árum ráðizt í umfangsmikla einkavæðingu. Hún felst í sem allra styztu máli í því að ríkið hefur selt töluvert af eigum sínum til einkaað- ila. Þetta hefur gerzt með margvís- legum hætti. Þegar orðið einkavæðing er notað er verið að vísa til margbrotins fyrirbæris, sem þó á þennan þátt sameiginlegan að einstaklingar eignast hluti, sem áður vom í eigu hins opinbera. Ég held að ekki sé ofsagt að einkavæðing sé áhrifamesta að- gerð, sem ríkisstjórn Margaret Thatcher hefur gripið til á vald- atíma sínum sl. átta ár. Er þó af mörgu að taka. Með einkavæðingu hefur hún breytt pólitísku landslagi í Bretlandi, ef svo má að orði kom- ast. Fyrsta atriðið, sem ber að nefna í einkavæðingunni, er sala á íbúðum í eigu bæjarfélaga. Annað atriði er aukin kvöð á sveitarfélög að bjóða út þjónustu sína. Þriðja atriðið er sala á ríkisfyrirtækjum. Fyrr á ár- inu vom flugvellimir seldir og nú stendur yfir auglýsingaherferð á hlutabréfum í BP, sem verður stærsta sala á hlutabréfum, sem nokkm sinni hefur farið fram. Cec- il Parkinson, núverandi orkumála- ráðherra, er þegar farinn að undirbúa sölu á raforkufyrirtækjum í landinu. En hvers vegna er verið að fram- kvæma einkavæðingu? Hvaða rök hniga til þess að losa ríkið við eigur sínar með þessum hætti? Þessu má svara með ýmsum hætti. Það er verið að þessu til að styrkja ríkis- sjóð og draga úr lánsfjárþörf hans og þar með úr þenslu á fjármála- mörkuðum. Það væri hægt að segja að fyrirtæki í einkaeigu séu að öllu jöfnu betur rekin en fyrirtæki í ríkiseign. En þótt þetta séu mikil- vægar ástæður, sem eiga við ýmis rök að styðjast, þá er þetta samt ekki mikilvægast. Denis Howell, höfundur þessa bæklings, rekur hugmyndimar að baki einkavæðingunni, hvemig þær áttu undir högg að sælqa vegna andsnúins almenningsálits og sér- fræðinga. En smám saman náðu þær fótfestu og í leiðtogatíð Thatc- her hafa þær orðið mikilvægur liður í efnahagsstefnu stjómvalda. How- ell starfaði að stefnumótun fyrir íhaldsflokkinn á valdaárum Heath og Thatcher og hefur verið áhrifa- mikill talsmaður einkavæðingar. Mikilvægustu rökin fyrir einka- væðingunni að mati Howell og ýmissa annarra forystumanna Ihaldsflokksins em þau að útbreidd hlutafjáreign gefur almenningi kost á því að hafa aðrar tekjur en ein- vörðungu laun af vinnu sinni og skapar honum þar með meira ör- yggi. Ef fjármagnseign verður almenn, eins og stjómvöld stefna að leynt og ljóst, má líka búast við auknum sveigjanleika á launamark- aðinum. Einkavæðingin er hluti af efna- hagsstefnu stjómvalda. Stefna ríkisins í Qármálum miðar að því að halda verðbólgu niðri og skapa almenn skilyrði til hagvaxtar. Én stefnan í fjármálum ríkisins ein saman skapar ekki hagvöxt. Einka- væðingin og ýmsar aðgerðir aðrar til að ýta undir það að einstaklingar stofni fyrirtæki sjálfir, til að laða fram fmmkvöðla og framkvæmda- menn, hafa átt þátt í því að hagvöxtur heur verið meiri í Bret- landi en víðast annars staðar á Vesturlöndum. Fjármálaráðherrann spáir að hann verði um 3% á næsta ári, sem yrði þá sjöunda árið í röð, sem hagvöxtur yrði um 3%. Minni fyrirtækjum hefiir fjölgað og ein- staklingum, sem vinna hjá sjálfum sér, hefur fjölgað vemlega. Jafnvel í verst leiknu hlutum stórborganna hefur tekizt að ýta undir smáfyrir- tæki, þótt þar þurfi meira til. Ef stjóminni tekst ætlunarverk sitt að Ijármagnseign verði almenn, þá má búast við að því fylgi breyt- ingar á öðmm hlutum í stjóm- málum. Aðalbreytingin yrði að líkindum sú að verkaskipting ríkis og einstáklinga, sem felst í því að ríkið sér um viðamikið velferðar- kerfi á meðan atvinnulífið stjómast af hagnaðarvoninni einni, verði önnur. Fjármagnseign skapar ör- yggi og ábyrgð. Hver einstaklingur mun að líkindum bera meiri ábyi’gð á eigin velferð en verið hefur og velferð annarra honum nákominna. Þessi breyting er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að æ færri em fé- lagsbundnir í verkalýðsfélögum og verða sjáifir að bera ábyrgð á að tryggja sig gegn áföllum. Upplýs- ingaiðnaðurinn, sem í nánustu framtíð mun hafa víðtækari breyt- ingar en nokkum óraði fyrir, ýtir undir þessar breytingar, því að hann gerir mögulega einstaklingsbundna vinnu í mun ríkara mæli en áður. Aukin einkaeign húsnæðis og út- breiddari eign á hlutabréfum skapa ömggara og ábyrgðarmeira sam- félag, því svo undarlega sem það kann að hljóma, þá er einkaeign ágæt leið til að efla samfélags- kennd. Einkavæðing er raunvemleg valddreifing og framkvæmd eins og hún er hér í Bretlandi, gefur hún almenningi kost á að njóta þess að láta fjármagn vinna fyrir sig að hluta. En það krefst þess að þróað- ur fjármálamarkaður sé fyrir hendi. Rúna Gísladóttir sýnir á Kjarvalsstöðum RÚNA Gísladóttir opnar einka- sýningu á Kjarvalsstöðum laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Þetta er fyrsta einkasýning Rúnu, en hún hefur tekið þátt í nokkmm samsýningum á undan- fömum ámm, m.a. FÍM sýningum árin 1981 og 1983, Reykjavík í myndlist sumarið 1986 á Kjarvals- stöðum og kirkjulistasýningu á Kjarvalsstöðum um páska 1983. Rúna Gísiadóttir er fædd í Kaup- mannahöfn 3. september 1940. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1962 og stundaði almenna kennslu í Reykjavík og á Vatns- leysuströnd um tíu ára skeið. Hún nam síðan málun og myndvefnað í Noregi og var við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands á ámnum 1978 til 1982 þaðan sem hún út- skrifaðist úr málaradeild. Rúna starfar nú sem listmálari á vinnustofu á Selbraut 11 á Seltjam- amesi þar sem hún stundar einnig myndlistarkennslu. Á sýningu Rúnu á Kjarvalsstöð- um verða málverk og collage- myndir sem hún hefur unnið á undanfömum ámm. Sýningin stendur til 22. nóvem- ber og er opin daglega kl. 14.00- 22.00. HANDVERKFÆRI alls konar SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL SKRÚFÞVINGUR KLEMMUR KLEMMUÞVINGUR HORNAÞVINGUR ÞJALIR TRÉSPAÐAR MIKIÐ ÚRVAL MÚRARAVERKFÆRI MÁLBÖND alls konar • KÓKÓS DYRAMOTTUR margar stærðir • STAMUR NETDÚKUR Á SKIPSBORÐ KOMIN AFTUR Rúna Gísladóttir við eitt af verkum sínum. STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA NÆRFÖT ÚR KANÍNU- ULL SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI ULLARLEISTAR • LOÐFÓÐRAÐIR SAMFESTINGAR KAPPKLÆÐNAÐUR ULLARPEYSUR SKYRTUR KLOSSAR ÖRYGGISSKÓR GÚMMÍSTÍGVÉL • KLUKKUR LOFTVOGIR ÁTTAVITAR SJÓNAUKAR ÁLPOKAR MERKJABYSSUR VASAUÓSOG LUKTIR SKIPASKOÐUNAR- VÖRUR njuMtn Ánanaustum Grandagarði 2 Opið laugardag 9—12 Sími28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.