Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 72
72
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987
.4-
*
Slgurjón Krlstjánsson
Siguijón tii
Keflavíkur?
Miklar líkur eru á því að
Siguijón Kristjáiisson,
miðvallarspilarinn sterki úr Val,
sé á fðrum til Keflavíkur. „Eg
er að hugsa málin. Hef mikinn
áhuga á að leika aftur við hlið-
ina á Ragnari Margeirssyni. Við
náðum mjög vel saman með
Keflavíkurliðinu fyrir tveimur
árum. Þá vorum við miklir mát-
ar utan vallar," sagði Siguijón
í gærkvöldi.
„Eg mun þó ekki taka ákvörðun
hvað ég geri fyrr en um ára-
mót. Eg hef kunnað mjög vel
við mig hjá Val þau tvö ár sem
ég hef verið hjá félaginu.
• » «----
Farrell áfram
í Keflavík
Enski knattspymumaðurinn
Peter Farrell verður áfram
f herbúðum Keflvíkinga næsta
keppnistímabil. Farrel) kunni vel
við sig í Keflavík í sumar.
Aðalfundur knatf-
spymudeildar
Breiðabliks
Aðalfundur knattspymu-
deildar Breiðabliks verður
haldinn í kvöld, fímmtudags-
kvöld, kl. 20.30, í Alþýðuflokks-
heimilinu, Hamraborg 14 A.
KNATTSPYRNA / MALTA
Óskabyijun hjá
Guðmundi með Hibs
- skoraði á fyrstu mínútu ífyrsta leiknum
Guðmundur Baidursson fyrr-
um í Breiðabliki og Fylki, er nú
kominn í eldlínuna í 1. deildinni
á Möltu á nýjan leik, að þessu
sinni með Hibernians og hann
gerði sér lítið fyrir og skoraði
á fyrstu mínútu fyrsta leiks sfns
og það var jafn framt fyrsti sig-
urleikur Hibs á keppnistímabil-
inu, óskabyrjunin sem
Guðmundurfærði liðinu fleytti
þvítil 2-1 sigurs gegn Zurrieg,
sem aftur tapaði þar með
sfnum fyrsta leik.
Guðmundur skoraði að sögn
blaðsins The Times með sér-
lega smekklegu einstaklingsfram-
taki, hann náði knettinum eftir
aukaspymu og náði að snúa sér við
og skora glæsilega úr þröngu færi.
Þetta var þriðja umferðin í deildar-
keppninni á Möltu og Hibs hafði
tapað tveimur fyrstu leikjunum án
þess að skora mark.
Markið hleypti nýju blóði í leikmenn
Hibs sem voru betri aðilinn það sem
eftir lifði leiks og sigurinn var því
sanngjam. Framheijar Zurrieg áttu
þó sín augnablik og er einn þeirra
hafði betur gegn markverði Hibs
rétt fyrir leikhlé, þá var það enginn
annar en Guðmundur Baldursson
sem var mættur á réttum stað á
réttu augnabliki til að bjarga á
marklínu. í Möltublaðinu The Times
er farið lofsamlegum orðum um
Guðmund og sagt að koma hans
til Hibs kunni að breyta hlutum til
betri vegar fyrir liðið, „hann skap-
aði mikla ólgu í vöm Zurrieg," segir
orðrétt í blaðinu.
Þess má geta, að þijú síðustu árin
hefur Guðmundur leikið hvíldar-
Iaust knattspymu, á summm á
Fróni með Breiðabliki og á vetmm
á Möltu, tvo vetur með Senglea,
nú með Hibs eins og fram hefur
komið.
GuAmundur Baldursson
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA / EVRóPUKEPPNI LANDSLIÐA
Strachan, Miller
og Johnstone
ekki með Skotum
ANDY Roxborough, landsliðs-
þjálfari Skota í knattspyrnu
hefur tilkynnt landsliðshópinn
sinn sem mætir Búlgaríu 11.
nóvember f Evrópukeppni
landsliða. Mesta athygli vakti,
að Roxborugh valdi ekki þá
Willie Miller frá Aberdeen,
Gordon Strachan frá Manc-
hester Utd og Mo Johnstone
frá Nantes. Um þá tvo fyrr-
nefndu sagði Roxborough, að
hann vildi gefa yngri mönnum
tækifæri. Aftur átti Johnstone
erfitt með að fá sig lausan frá
hinu franska félagi sínu þar
sem allir framherjar þess að
honum undanskildum eru á
sjúkralista. Það er ekki óeðli-
legt að þjálfarinn noti leikinn
til að gefa nýjum mönnum
tækifæri, Skotar eiga enga sig-
urvon í riðlinum, aftur dugar
Búlgörum jafntefli til að vinna
riðilinn.
Roxboragh valdi annars eftir-
talda leikmenn til leiksins:
Markverðir: Jim Leighton.
Aberdeen og Henry Smith, Hearts.
Varnarmenn: Steve Clarke,
Chelsea, Derek Whyte, Celtic, Steve
Nicol, Liverpool, Morris Malpas,
Dundee Utd, Alex McLeish,
Aberdeen, Gary Gillespie, Liverpool
og Richard Gough, Rangers.
Miðvallarleikmenn: Roy Aitken,
Celtic, Jim Bett, Aberdeen, Brian
Durrant, Rangers, Paul McStay,
Celtic, Ian Wilson, Everton.
Framheijar: Ally McCoist, Ran-
gers, Brian McClair, Man. Utd,
Graeme Sharp, Everton, Gordon
Durie og Pat Nevin frá Chelsea.
Landsliðshópur Wales
Þá hefur Mike England, þjálfari
Wales, valið hópinn sem hann ætlar
með til Prag fyrir leikinn gegn
Tékkum þann ellefta. Sá leikur er
í ö.riðli. Vinni Wales óvæntan sigur
McColst er í landsllAshóp
Skota.
í Prag, þá blasir sigur í riðlinum
við. England valdi eftirtalda leik-
menn:
Markverðir: Neville Southall,
Everton, Eddie Niedzwiecki,
Chelsea. Varnarmenn: Neil Slatt-
er, Oxford, Clayton Blackmore,
Man. Utd, Kevin Ratcliffe, Everton,
Pat Van Der Howe, Everton.
Miðvallarleikmenn: Gereint Will-
iams, Derby, Dave Phillips, Co-
ventry, Peter Nicholas, Aberdeen,
Barry Home, Portsmouth, Dave
Williams, Norwich.
Framheijar: Andy Jones, Charl-
ton, Glyn Hodges, Watford, Ian
Rush, Juventus, Mark Hughes,
Barcelona og Kenny Jackett Wat-
ford.
Þrír aftur
uppá
Skaga
„ÞAÐ er blóðtaka fyrir okkur
ef bæði Sveinbjörn Hákon-
arson og Olafur Þórðarson
fara frá okkur. Þeir hafa
verið lykilmenn í Skagalið-
inu undanfarin ár,u sagði
Sigurður Lárusson, þjálfari
Skagamanna. „Það þýðir
ekkert að örvænta. Við höf-
um fengið þrjá leikmenn
aftur."
Sigurður Már Harðarson,
sem lék með KA sl. sumar
og Gunnar Jónsson, sem lék með
Skallagn'mi, hafa snúið aftur í
herbúðir Skagamanna. Einnig
Smári Guðjónsson, sem hefur
verið við nám í Danmörku und-
anfarin ár.
Sigurður Lámsson, sem hefur
hug á að leika áfram með
Skagaliðinu, hefur fengið góðan
aðstoðarmann. Hörður Jóhann-
esson, fyrmm leikmaður
Skagaliðsins, verður hægri hönd
Sigurðar.
KEILA / REYKJAVÍKURMÓTIÐ 1987
Halldór og Asdís meistarar
HALLDÓR Sigurðsson og
Ásdís Steingrímsdóttir urðu
Reykjavíkurmeistarar í keilu.
Keppt var í karla- og kvenna-
flokki og tóku 73 keppendur
þátt.
Ikarlaflokki kepptu 60 og 13 í
kvennaflokki. Fyrst vom leiknir
9 leikir í undankeppni. Tíu efstu í
hvomm flokki komust í milliriðil. í
milliriðli var nýtt fyrirkomulag þar
sem allir kepptu við alla. Þá vom
gefln 20 aukastig fyrir að vinna
leik og 5 aukastig fyrir leiki sem
vom yflr 200. í lok mótsins afhenti
Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ verð-
launin ásamt Sigríði Guðlaugsdótt-
_ ur fegurðarmær. í undankeppninni
urðu úrslit eftirfarandi:
Karlaflokkur:
stig:
Sigurður V. Sverriss. 1724
Alois Raschhofer 1694
Halldór R. Halldórss. 1620
Vaigeir Guðbjartsson 1600
Halldór Sigurðsson 1585
Bjöm Baldursson 1582
DavíðLöve 1579
Hjálmtýr Ingason 1579
Gunnlaugur Gunnlaugss. 1569
Höskuldur Höskuldss. 1568
Kvennaflokkur: stig:
Dóra Sigurðardóttir 1480
Sólveig Guðmundsdóttir 1465
Ásdís Steingrímsdóttir 1457
Heiðrún Þorbjömsdóttir 1437
Elín Óskarsdóttir 1420
Þorbjörg Hafsteinsdóttir 1383
Björg Hafsteinsdóttir 1301
Hrafnhildur Ólafsdóttir 1297
Ragna Matthíasdóttir 1294
Bima Þórðardóttir 1286
Fimm efstu í milliriðlum:
stig:
Halldór Sigurðsson 1897
Halldór R. Halldórsson 1877
Alois Raschhofer 1816
Davíð Löve 1789
Sigurður V. Sverriss. 1771
Kvennaflokkur: 8tig:
Ásdís Steingrímsdóttir 1744
Dóra Sigurðardóttir 1602
Sólveig Guðmundsdóttir 1537
Björg Hafsteinsdóttir 1523
Heiðrún Þorbjömsdóttir 1460
Úrslit í kvennaflokki:
1. leikur:
Heiðrún Þorbjömsdóttir 160
Björg Hafsteinsdóttir 144
2. leikur:
Heiðrún Þorbjömsdóttir 142
Sólveig Guðmundsdóttir 134
3. leikur:
Heiðrún Þorbjömsdóttir 184
Dóra Sigurðardóttir 138
Úrslit:
Heiðrún Þorbjömsdóttir 116
Ásdís Steingrímsdóttir 192
Úrslit í karlaflokki:
1. leikur:
Sigurður V. Sverrisson 162
DavíðLöve 186
2. leikur:
DavíðLöve 187
Alois Raschhofer 179
3. leikur:
Davíð Löve 182
Halldór R. Halldórsson 202
Úrslit:
Halldór R. Halldórsson 168
Halldór Sigurðsson 182
Svelnn BjAmsson, forsotl ISI og SlgrlAur QuAlaugsdóttir, fogurA-
ardrottnlng, sjást hér ésamt slgurvogurum. DavíA LSvo, Halldórl
SlgurAssynl, Asdisl Stslngrfmsdóttur. Fromrl röA: Halldór R.
Halldórsson, Dóra SlgurAardóttlr, HelArún Þorbjörnsdóttlr og
Valgelr Quðbjartsson.