Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur:
47
/ \ jjr ’
■■ WmTú
Fóik söng hástöfum og naut stundarinnar.
Vík í Mýrdal:
Grín og gaman
í lok sögulegr-
ar sláturtíðar
Selfossi.
STARFSFÓLK Sláturhússins í
Vík hf gerði sér glaðan dag
föstudaginn 30. október í tilefni
þess að slátrun var lokið. Létt
var yfir mannskapnum og ós-
part gert grín að aðdraganda
sláturleyfisins sem gerði slátr-
un mögulega.
Þrátt fyrir það að gamanmál
væru á dagskrá til að létta lund-
ina og fólk syngi hástöfum þá spá
menn í valkosti sláturhússins og
velta fyrir sér möguleikum á leið-
um til að styrkja stöðu þess og
efla atvinnulífið.
Bergur Pálsson sláturhússtjóri
sagði slátrun hafa gengið vel og
auðfundið að starfsfólk lagði sig
sérlega fram um að vanda til
verka á allan hátt. Tafímar við
að fá leyfi til slátrunar gerðu að
verkum að ekki var unnt að slátra
nema rúmlega helmingi þess sem
var í fyrra.
Það var hlegið hátt og dátt
þegar skemmtinefndin fór með
gamanmál í tilkynningastíl. Nei-
ráðherra, dýralæknar og þing-
menn fengu þar góðlátlegan
skammt og hlátrarsköll á sinn
kostnað.
— Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Góöar veitingar voru á borðum. Hér skófla menn girnilegnm
búðingi á diskana.
Skemmtinefndin sem sá um gamanmálin og alla framkvæmd.
Mótmælir só-
un matvæla og
matarskatti
„FUNDUR haldinn í Húsmæðra-
félagi Reykjavíkur i október,
leyfir sér að mótmæla harðlega
þeirri sóun matvæla, sem átti sér
stað í haust, þegar matvælum var
hent á haugana i stórum stO, i
stað þess að leyfa fólki að kaupa
þau á vægara verði,“ segir i
fréttatilkynningu frá stjórn fé-
lagsins.
I fréttatilkynningunni er bent á,
að fjöldi líknarfélaga beijist nú í
bökkum við rekstur stuðnings-
heimila og því væri það mannúðar-
verk að styrkja þau með matvælum,
sem offramleiðsla er á. Pjöldi fólks
hafí þörf fyrir slíkt, þrátt fyrir góð-
æri hjá þorra fólks.
Þá segir að Húsmæðrafélag
Reykjavíkur mótmæli kröftuglega
álögðum matarskatti og skori á
stjómvöld að fella hann niður hið
bráðasta. Hann komi að sjálfsögðu
harðast niður á þeim sem minnst
megi sín í þjóðfélaginu.
Rangt höf-
undarnafn
Rangt höfundamafn birtist með
Innlendum vettvangi í blaðinu í
gær. Höfundur hans er Benedikt
Stefánsson en ekki Stefán Bene-
diktsson. Eru þeir feðgar svo og
lesendur beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
Margt muna verður á basarnum
sem KvennadeUd Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra gengst fyrir
á sunnudaginn.
Basar og
kaffisala á
sunnudaginn
BASAR og kaffisala Kvenna-
deildar Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra verður á Háaleitis-
braut 11-13 sunnudaginn 8.
nóvember og hefst kl. 14.00.
Kvennadeild Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra hefur unnið að
fjáröflun til styrktar sumardvalar-
heimili fatlaðra bama í Reykjadal
í Mosfellsbæ.
r vel staðsett, góðar 'verslanir og áhugaverðir staðir í næsta nágrenni.
FERÐASKRIFSTOFAN
POLAFUS v 'v/
Kirkjutorgi4 Sími622 011
Gildir frá 15. nóv. 1. okt.-14. nóv. er verðið 22.500.-*
S