Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 55 Tónlistarfélag Akureyrar SINFÓNÍUDJASS HJ ÓNASKILNAÐUR - SAMBÚÐARSLIT FYRSTU tónleikar Tónlistarfé- lags Akureyrar á þessu starfs- ári voru haldnir í Alþýðuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 25. október. Þetta voru kaffihúsa- tónleikar og flytjendur nefnast Sinfóníujazzquintettinn. Eins og nafnið ber með sér voru þeir fimm saman, allir munu þeir vera i Sinfóníuhljómsveit Islands og á efnisskránni var djass, sem sumir kjósa enn að skrifa á framandi hátt með joði og setum tveim. Enda þótt það komi ekki tónleikunum við befði verið notalegra að sjá nafn flokksins skrifað Sin- fóníudjasskvintettinn, en það er önnur saga. Sumum þykir ganga guðlasti næst að nefna sinfóníu og djass í sama orðinu. Þeir eru til sem ekki geta með nokkru móti fellt sig við þá hugsun að fólk sem lif- ir og hrærist í svokallaðri alvar- legri tónlist, hefur jafnvel atvinnu af henni, geti lagst svo lágt að spila djass, hvað þá að djassleikar- ar geti verið færir um að leika klassík. Þannig hefur straumum og stefnum í tónlist verið skipað í einhvers konar þrep ímyndaðs virðingarstiga, stiga sem er svo stórkarlalega smíðaður að jafnvel klofstærstu menn eiga ekki greið- fært um hann. Sköpunarverkið er einfaldlega ekki svona einfalt. Mörg dæmi hafa sannað að stutt getur verið á milli stefna sem taldar eru lítt skyldar og það er ekkert lögmál að listamenn eigi að fijósa fastir í aðskildum vökum þess mikla íss sem veraldartónlistin er. Má vera að einhveijum þyki kaldranalegt að draga upp þessa líkingu af tónlistinni, en undirrituðum þykir það handhægt nú í vetrarbyijun. Sé athyglinni beint að djassi og klassík sérstaklega má minna á að þar á milli er ef til vill ekki staðfest það regindjúp sem marg- ir telja. Nægir þar að nefna fá dæmi. Sjálfur Ellington gekk nokkuð nærri klassík, meðal ann- ars í svítum sínum stórum og frægum. Meistari djassklarinett- unnar, Benny Goodman, reyndist hinn liðtækasti í sinfónískum verkum. André Previn var harð- svíraður djassisti áður en hann tók að stjóma sinfóníuhljómsveitum. John Lewis er jafnvígur á hrein- raéktaðan Bach og sveiflu Modem Jazz Quartet. Fiðlusnillingurinn Itzak Perlman fékk áðumefndan Andrés til að kenna sér svolítið í djassfræðum og semja fyrir sig tónlist til að leika á a.m.k. tvær plötur. Nærtækari dæmi eru fjöl- mörg, en án þess að aðrir séu lastaðir nægir hér að nefna Björn R. Einarsson, Áma Elfar og Jón bassa Sigurðsson, sem hafa með- fram alvarlegum sinfónfuleik lifað sig inn í sveiflu djassins auk þess að hafa aukastarf af dægur- flugnaleik um árabil. Og nú er meira að segja svo langt komið í þeirri viðleitni að þétta rimamar í stiganum að djass er ekki lengur bannorð í (öllum) tónlistarskólum. Þessum hugleiðingum skaut upp þegar salur Alþýðuhússins var nokkuð þétt setinn á tónleik- um Tónlistarfélagsins, þar sem fram komu sinfóníumennimir Reynir Sigurðsson sem lék á víbrafón, Szymon Kuran fiðluleik- ari, Martial Nardeau flautuleikari, Ámi Áskelsson trommuleikari og Þórður Högnason sem lék á bassa. Þeir hófu tónleikana á upphitun- arblús, sem var nokkuð hressileg- ur framan af en leystist nokkuð upp í skipulagsleysi undir lokin. Það var að vísu oft svo að síðasti hluti laga og lok þeirra virtust liðast í sundur. Að loknum þessum inngangi rak hvert lagið annað, lengst af með samleik, einleik á fiðlu, svo flautu, svo víbrafón og stundum einnig bassa og loks samleik til loka. Víða var leitað fanga: Jada, Tmbbel eftir Olle Adolfsson, Bett- er Get It In Your Soul eftir Mingus og How High The Moon úr hönd- um Parkers. Þama var líka kaffihúsaleg útsetning á Georgia On My Mind og I Will Wait For You og ljúfur samleikur flautu og víbrafóns á Cavatinunni frægu sem kennd er við kvikmyndina um Hjartarbanann. Víða lék kvintettinn vel, en misvel virtist dagskráin æfð. Verst fór í rúsín- unni í pylsuendanum, Take Five Páls Desmond. Þar virtust ekki allir kunna laglínuna svo leikurinn leystist upp í fíngraleikfimi ein- hvers staðar fyrir sunnan og ofan eðlilegt tilefni. Þá tókst ekki nógu vel til með Vikivaka Jóns Múla, einkum vegna þess hve harður og hávær fiðluleikur gnæfði yfir ann- að og flautan, sem er hefðbundið einleikshljóðfæri þess lags, mátti sín ekki af þeim sökum. Hljóðfæraleikaramir sýndu hver um sig mikla leikni, enda menntaðir og langskólaðir menn. Oft brá fyrir ósköp góðum djassi. Hitt má og nefna að það fer ekk- ert endilega saman að vera afburðagóður hljóðfæraleikari og góður djassleikari. Þannig var oft leikið á fiðlu og flautu af leikni og kunnáttu fremur en tilfinn- ingu. Víbrafónleikurinn bar af hvað djass áhrærir, trommur og bassi áttu þar einnig mjög góða kafla. Hitt má vera ljóst að meiri samleikur þessara hljóðfæraleik- ara gæti orðið hljómsveitinni greið leið til góðs á þessu sviði tónlist- ar. Svo virtist a.m.k. vera þar sem var best leikna lag dagskrárinnar, Footsteps eftir Wayne Shorter. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur verður að vera ljóst að síðdegis- stund fyrstu tónleika Tónlistarfé- lagsins á starfsárinu var í heild skemmtileg og ærin ástæða til að þakka Sinfóníudjasskvintettinum fyrir komuna. - Sverrir Páll ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ? Upplysinqabæklinqar oq ráðqjöf á skrifstofu okkar. Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir n Lögfræöiþjónustan hf Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91)-689940 HEILSADU UPP A HAMBORG Odýr lúxushelgi í einni skemmtilegustu borg Evrópu Brottför: 26. nóvember - 4 dagar 10 góðar ástæður fýrir að koma með: 1. Flug, Keflavík-Hamborg-Keflavík með Arnarflugi 2. Meira rými milli saeta í vól en áður 3. Akstur til og frá flugvelli erlendis 4. Gisting á góðu 4ra stjörnu hóteli í miðbænum 5. Morgunverður af hlaðborði 6. Skoðunarferð um Hamborg 7. Sigling um höfnina með kvöldverði 8. Kvöldverður á veitingahúsi 9. Aðstoö við að versla 10. íslenskur fararstjóri Með allt þetta innifalið fvrir aðeins kr. 22.590, FERÐASKRIFSTOFAN Takmarkaðsæta- magníferðáþessu verði. Tökumniðurpantan- irídagmiiiikl. 13:00-1’ iuðurgötu 7. 5ími 624040. ALLRA VAL Flugfélag meó ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.