Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987
17
steinn Jónsson styddi sig. Eysteinn
hafði hins vegar látið þá skoðun
uppi nokkrum árum áður að Ólafur
Ragnar væri efnilegur framsóknar-
maður.
Ráðherragengið týndi
pólitískum áttum
Alþýðubandalagið hefur ekki
verið neinn pólitískur eða sósíalísk-
ur flokkur í mörg ár og ég er á
leið út úr honum, sagði verkalýðs-
leiðtogi úti á landi sem er kjörinn
fulltrúi á landsfund. Hann sagðist
telja að þegar Alþýðubandalags-
menn hefðu komist í ráðherrastóla
á sínum tíma hefðu þeir misst allar
pólitískar áttir og þeir hefðu festst
í þá gildru að ala með sér þann
draum að komast aftur í stólana
stólanna vegna. Þessi viðmælandi
kvaðst ekki hrifínn af lýðræðiskyn-
slóðinni, því hann kvaðst ekki sjá
að þau vissu hvert þau væru að
fara, þetta væri fólk sem teldi sig
hafa öll svörin, það hefði einangrað
verkalýðsþáttinn og breikkað gjána
í flokknum. En þó að hann hafi
ekki getað fellt sig við Ólaf Ragnar
gæti hann hugsanlega orðið til þess
að flokkurinn fengi aftur pólitískt
markmið og það vildu gamlir sósíal-
istar eins og hann. Þessi flokkur
er ekki neitt neitt í dag og menn
veðja á hvort Ólafur Ragnar spjarar
sig, sagði viðmælandinn og kvaðst
telja að Ólafur Ragnar hefði meiri-
hluta. Hann kvaðst telja að ráð-
herragengið skemmdi fyrir Sigríði
með miklum látum og hávaða í
áróðri. Það væri ekki undarlegt að
flokkseigendafélagið liti tortryggn-
um augum á framsóknarmanninn
Ólaf Ragnar Grímsson, en hveiju
hefði Alþýðubandalagið svo sem að
tapa. Stefna flokksins í verkalýðs-
málum væri týnd, Alþýðubandalag-
ið hefði kokgleypt stefnu ASÍ og
það ætti ekki að vera neitt sjálfgef-
ið enda hefði stefna Ásmundar
reynst slæm fyrir Alþýðubandalagið
með öllum sínum þjóðarsáttum.
Ágreiningsefnin hefðu verið kveðin
niður til þess að hafa allt slétt og
fellt á yfírborðinu , en það þýddi
aðeins að það væri látið fljóta á
meðan ekki sykki.
Ólafur Ragnar á
í vök að verjast
Sigríður Stefánsdóttir er ekki
mjög þekkt utan Alþýðubandalags-
ins, en menn eru sammála um að
hún hafí staðið sig vel í þeim verk-
efnum sem hún hafí tekið að sér
fyrir flokkinn. Hún á^ enga harða
andstæðinga eins og Ólafur Ragn-
ar. Slíkur formannsslagur sem nú
stendur yfír er nýr af nálinni hjá
Alþýðubandalaginu, því venjan hef-
ur verið sú að einn sé í framboði
og hljóti um 90% atkvæða. Þannig
var með Lúðvík og Svavar. Formað-
ur hefur verið kjörinn með minnst
75% atkvæða hingað til. Gamla
'gengið segir ljóst að ef Ólafur
Ragnar ynni formannskjörið með
liðlega 50% fylgi þá yrði hann býsna
einangraður, því andstæðingar
hans væru í harðri andstöðu við
hann. Sumir þessir andstæðingar
eru grónir hugsjónamenn í komm-
únisma og sósíalisma, en það orð
hefur verið látið falla að Ólafur
Ragnar sé kynlaus pólitíkus að þvi
leyti að hann eigi aðeins eina hug-
sjón í stjómmálum og hún heiti
Ólafur Ragnar Grímsson. Þeir segja
einnig í gamla genginu að það setji
hroll að þeim við tilhugsunina um
það hvert ólafur Ragnar myndi
fara með flokkinn, því þótt menn
væru ef til vill til í einhverjar æfíng-
ar þá vildu þeir hafa kjölfestu í
flokknum sínum.
Nafn Sigríðar er nefnt mun
sjaldnar í samtölum manna um
þessi mál vegna þess að hún er í
sjálfu sér ekki ágreiningsefni, en
Alþýðubandalagið rambar nú á
barmi þess að vera eða vera ekki
með mismunandi formerkjum þó.
Sveigjan til samkomulags virðist í
algjöru lágmarki og langt undir
frostmarki á köflum, því það er
hatur í rótinni og allt bendir til
þess að kosning formanns klukkan
10 næstkomandi laugardag verði
meira spennandi en báðir liðshópar
gerðu ráð fyrir.
BESTI VINUR LJOÐSINS
MEÐ SKÁLDAKVÖLD
BESTI vinur ljóðsins stendur
fyrir skáldakvöldi á Hótel Borg
í kvöld kl. 21.00. Þar verður les-
ið úr nýjum og væntanlegum
skáldsögum en sjaldan hafa jafn
margar sögur komið út og í ár.
Eftirtaldir rithöfundar lesa úr
verkum sínum: Gyrðir Elíasson,
Svava Jakobsdóttir, Nína Björk
Ámadóttir, Sjón og Einar Kárason.
Kaupmannahöf n:
Sex íslenskar
Ustsýningar opn-
ar á sama tíma
Jónshúsi, Kaupmannahftfn.
SEX íslenskar listsýningar voru
opnar á sama tíma í Kaupmanna-
höfn. Hafa þrem þeirra verið
gerð nokkur skil í Morgunblað-
inu, þ.e. sýningu Tolla í Ballerup
og Frederikssund, Guðmundar
Thoroddsen í Galleri Magstræde
18 og tólf listakvenna hjá Lynby
Kunstforening. Eru þá ótaldar
sýningar Bergljótar Kjartans-
dóttur á Overgaden, Hauks Dór
í Jónshúsi og Hjálmars Þorsteins-
sonar hjá Tannhauser.
Bergljót Kjartansdóttir sýndi
ásamt Elmer the Dane í sýningar-
húsi fyrir nútímalist, sem menning-
armálaráðuneytið rekur í
nýuppgerðu húsi á Christianshavn.
Sýndu þau svokallaðar „postpaint-
ing“-myndir sínar, sem listamenn-
imir tveir hófu að nota sem
tjáningarform 1981. Verk þeirra
eru þó hrópandi andstæður, sem
gerðu sýninguna sterka, sléttir flet-
ir og beinar línur Elmers og
skrautlegar myndir Bergljótar af
austurlenskum teppamunstrum og
flúri. Umhverfíð hafði líka sitt að
segja og sýningarskráin afar mynd-
arlega úr garði gerð. Þau hafa oft
áður sýnt saman hér í Höfn, í
Reykjavík 1983 og í Helsinki, Berg-
en, Osló og Quebec 1984—85.
Haukur Dór Sturluson listmál-
ari hefur verið búsettur í Danmörku
undanfarin ár. Sagt hefur verið frá
sýningum hans í Gallerí Maríus og
Gallerí Tíro hér í blaðinu. Þá fékk
málverkasýningin á Kjarvalsstöðum
sl. vor mikla umfjöllun í blöðum.
Nú sýnir listamaðurinn myndit
sínar í félagsheimilinu í Jónshúsi.
Takmarkast stærð þeirra að nokkru
af veggflötum þar, þannig að stóru
kraftmiklu málverkin komast ekki
fyrir, en alls 16 falleg akryl-mál-
verk gefa heilsteypta mynd af
listtúlkun Hauks Dór. Mjög margir
sjá sýninguna, því að fjölmenni
hefur verið hér í Jónshúsi að und-
anfömu vegna Vetrargleði íslend-
ingafélagsins, sem hófst laugardag-
inn 24. okt. og lauk 1. nóv.
Á næstunni mun Haukur Dór
sýna í Frederiksværk og á næsta
ári eru fyrirhugaðar sýningar á ís-
landi, í Danmörku og Bandaríkjun-
um.
Hjálmar Þorsteinsson hefur oft
verið nefndur í fréttapistlunum héð-
an, en hann heldur sýningar með
skömmu millibili, nú á sérkennileg-
um veitingastað nálægt Nýhöfn-
inni, hjá Tannháuser. Sýnir hann
bæði sterklituð olíumálverk og
fínlegar vatnslitamyndir og hefur
hlotið lof gagnrýnenda fyrir hvoru
tveggja. Hjálmar hefur búið í Dan-
mörku síðan 1981 og á nú heima
í Tjömegaarden á Dragör.
— G.L. Ásg.
„í kjarasamningunum í desem-
ber 1986 tókst verkalýðshreyfing-
unni að ná til baka verulegum
hluta af kaupmáttartapi undan-
farinna ára með hóflegum
kauphækkunum og sérstakri
hækkun lægstu kauptaxta. Þó
dregið hafi úr verðbólgu á tíma-
bilinu og tekist hafi í Jólaföstu-
samningunum að tryggja
kaupmátt launa til 1. okt. s.l. og
verkalýðshreyfingin hafi staðið
að fullu við sinn hluta samnings-
ins verður ekki það sama sagt um
ríkisvaldið og atvinnurekendur, “
segir í upphafi kjaramálaályktun-
ar 9. þings Rafiðnaðarsambands
íslands, sem haldið var i fyrri
viku.
Þingið var haldið dagana 30. og
31. október. Það sátu 78 þingfulltrú-
ar níu aðildarfélaga sambandsins,
sem eru: Félag íslenskra rafvirkja,
Rafvirkjafélag Norðurlands, Sveina-
félag rafeindavirlqa, Rafíðnaðarfé-
lag Suðumesja, Félag íslenskra
línumanna, Félag rafiðnaðarmanna
á Suðurlandi, Félag íslenskra skrift-
vélavirkja og Félag sýningarmanna
við kvikmyndahús. Félagsmenn sam-
bandsins eru nú tæplega 1.600 og
hefur þeim flölgað um 220 á síðustu
tveimur árum. Gestir þingsins voru
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ,
sem flutti erindi um kjaramál, Jó-
hannes Siggeirsson, hagfræðingur,
sem flutti erindi um lífeyrissjóðsmál,
og Bjöm Bjömsson, hagfræðingur,
sem flutti erindi um staðgreiðslu-
kerfí skatta.
Lesið verður úr bókum Álfrúnar
Gunnlaugsdóttur, Auðar Haralds,
Vigdísari,Grímsdóttur og Tómasar
Davíðssonar.
Skáldakvöld Besta vinar ljóðsins
hafa jafnan verið vel sótt og fólk
er þess vegna hvatt til að koma
tímanlega. Veitingasala Hótel.
Borgar verður opin í kvöld af þessu
tilefni.
Kynnir á skáldakvöldinu verður
Viðar Eggertsson.
Miðaverð er krónur 300.
(Fréttatilkynning)
9. þing Rafiðnaðarsambands íslands:
Höfuðáhersla lögð á
tryggingn kaupmáttar
Vigdís Grímsdóttir.
Nína Björk Ámadóttir.
Gyrðir Eliasson.
Verzlunarskóli
íslands
Starfsnám -
öldungadeild
Innritun á vorönn starfsnáms öld-
ungadeildar Verzlunarskóla íslands
fer fram dagana 17.-20. nóvember
kl. 08.00-19.00.
Á vorönn verða kenndir eftirfarandi
áfangar til verslunar- og stúdents-
prófs:
í kjaramálaályktuninni segir enn-
fremun „Hækkun tolla, söluskatts,
þjónustugjalda opinberra starfs-
manna og hækkun vöruverðs o. fl.,
hefur sett verðbólguskriðuna á fulla
ferð að nýju og fer nú kaupmáttur
þverrandi. Ljóst er að hann verður á
næstu mánuðum mun lakari en hann
var fyrstu níu mánuði ársins. Þingið
mótmælir öllum áformum ríkisvalds-
ins um aukna skattheimtu á lífsnauð-
synjar.
I ljósi þess óvissuástands sem nú
ríkir í efnahagsmálum verður verka-
lýðshreyfingin sameinuð að leggja
höfuðáherslu á örugga tryggingu
kaupmáttar þannig að kaupmáttur
verði ekki skertur".
Þingið samþykkti að sambandið
færi með samningagerð í samstarfi
við aðildarfélögin og að sérstök
áhersla verði lögð á að kauptaxtar
verði í samræmi við greitt kaup, þar
sem meðal annars verði tekið tillit
til sérhæfíngar, starfsaldurs og
ábyrgðar. Þá samþykkti þingið einn-
ig ályktanir um menntamál og
atvinnumál.
Magnús Geirsson var endurkjörinn
formaður Rafíðnaðarsambandsins.
Aðrir sem hlutu kjör í miðstjóm,
eru: Guðmundur Gunnarsson, vara-
formaður, Sigurbergur Hávarðsson,
ritari, Sigurður Hallvarðsson, gjald-
keri og meðstjómendur Þórir
Hermannsson, Hrafn Haraldsson,
Kristján Valtýsson, Sigurður Bjöms-
son, Rúnar Bachmann, Haraldur
Jónsson, Þröstur Ámason, Valberg
Krístjánsson og Þorsteinn Þorsteins-
son.
Bókfærsla
Danska
Enska
Franska
Hagfræði
íslenska
Líffræði
Markaðsfræði
Ritvinnsla
Saga
Stjórnun
Stærðfræði
Tölvufræði
Vélritun
Þýska
Starfsnámið miðar að því, að búa
nemendur undir að auka hæfni þeirra
til skrifstofustarfa og fer fram á
tveimur brautum þar sem kenndar
eru eftirtaldar greinar:
Bókhaldsbraut: Skrifstofubraut:
Bókfærsla Bókfærsla
Kostnaðarbókhald Enska
Rekstrarhagfræði
Stærðfræði
Tölvubókhald
Tölvunotkun
Islenska
Stærðfræði
Verslunarréttur
Vélritun/
ritvinnsla
Umsækjendur skulu koma á
skrifstofu skólans, Ofanleiti 1,
og fá afhent umsóknareyðublöð
þar og allar upplýsingar um
námið og tilhögun þess.