Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 59 Kynvilla og barnaskírn eftirSigurð Arngrímsson Ég hef fylgst með deilum manna á síðum Mbl. um kynvillu og sam- þykkt kirkjuþings og einnig deilum sem blossað hafa upp enn á ný um bamaskím. Að sjálfsögðu eru hug- myndir skiptar, en grein Raymonds Johns Cooper, sem birtist i Mbl. 21.10. sl., ásamt greinum Gunnars Þorsteinssonar, frá 14.10. sl. og öðmm greinum hans, gefa fullt til- efni til að við gætum að og skoðum þessi mál. Barnaskírn Bamaskím er ekkert annað en blessun og fóm. Foreldrar og ást- vinir bera bamið fram fyrir altari Drottins og gefa honum bamið til varðveislu. Hann í kærleika sínum til okkar tekur við baminu og helg- ar það, því allt sem hann snertir, helgast. Og hann gefur síðan for- eldranum bamið aftur til varðveislu og uppeldis. Jafnframt heita for- eldrar og söfnuður að veita baminu kristilegt uppeldi og fræðslu. En það er tómt bull, að prestur eða einhver annar framkvæmi þetta verk, því þetta er verk heilags anda og annað ekki. Presturinn er aðeins verkfæri Guðs, sem helgast af altar- inu og athöfninni sem hann er að framkvæma. Og þannig séð getur sérhver kristinn maður eða kona helgast af altari Guðs og fram- kvæmt allar þær athafnir sem prestar gera, einnig eyðnisjúklingar og hommar, svo dæmi séu tekin, ef löggjafinn lejrfði það. En laga- setningar ríkja era og verða aldrei kristin trú. En flest lög byggja þó á henni. Blessun og nafngiftir sértrúar- safnaða á bömum er táknræn og sama athöfn og skímin. Þeir hafa þó undanskilið vatnið til að geta verið öðravísi en aðrir. Og deilt hefur verið um ritningarstaði og heimildir fyrir skíminni. Þeir era þó skýrir og augljósir öllum, sem vilja sjá og lesa, samanber Mark. 10:13-16, Matt. 28:18-20 og einnig Jóh. 3:5—8. En það er alltaf hægt að beija hausnum við stein- inn. Fermingin er siðan staðfesting skímarinnar. Þar er það ungmennið sem ákveður að fylgja Guði og við- halda blessun og náð Guðs. Synd En vitanlega gengur okkur misjafnlega á þeirri braut. Og öll hrösum við og fremjum margvísleg- ar syndir. Einn stelur, annar drýgir hór o.s.frv. Og til era þeir sem rang- túlka biblíuna vísvitandi. En sumir einnig óafvitandi og telja að ef það standi í Biblíunni, þá sé hægt að draga út hvaða vers sem er og rífa það úr eðlilegu samhengi sínu og túlka út frá því sem í versinu stend- ur. En þannig er það nú víst ekki, sem betur fer. Til að geta túlkað orð Guðs, þarf mikið nám og mikla sjálfsögun, því allt sem við túlkum og segjum á að byggjast á boði Guðs: „Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og náunga þinn eins og sjálfan þig“. Ef við tökum síðan samkynhneigt fólk út frá þessum boðum Guðs og reynum að túlka, þá er það ljóst að flest þeirra era þannig sköpuð frá fæðingu og geta ekkert ráðið við eðli sem er þeim eiginlegt og sköpun. Höfum við þá leyfí til að breyta þessari sköpun Guðs? Nei! Það höfíim við ekki. Og við höfum heldur ekkert leyfi til að útiloka þetta fólk frá söftiuði Guðs og það eigum við alls ekki að gera, því söfnuður Guðs er ekkert annað en hópur syndara sem skortir Guðs dýrð. Enda er Páll í bréfum sínum ekki að ræða um þetta fólk, heldur Sigurður Arngrímsson „Og- við höfum heldur ekkert leyfi til að úti- loka þetta fólk frá söfnuði Guðs og það eigum við alls ekki að gera, því söfnuður Guðs er ekkert annað en hóp- ur syndara sem skortir Guðs dýrð.“ þá sem nýta sér veikleika annarra og breyta þeim í kynvillinga eða þá sem gera kynvillu að féþúfu. Og það er synd alveg eins og það er synd að afvegaleiða fólk á hvaða sviði sem er, einnig á sviði trúar. Lokaorð Prestar era langt frá því að vera heilagar kýr. Þeir era allir syndar- ar. Og sumir miklir syndarar og þar á meðal ég. Og ég vona svo innilega að Gunnar Þorsteinsson og Raymond John Cooper telji sig einn- ig í þessum hópi. En þeir vilja að við greinum synd stig frá stigi inn- an kirkjunnar. Bannfæram suma og blesum aðra. En það era ekki skyldur presta, sem betur fer. Lög- gjafínn hefur aftur á móti tekið að sér þetta hlutverk, samkvæmt boði Guðs og túlkar vægi syndar. Hann refsar sumum og áminnir aðra. Og ég vona að þannig verði það áfram. Ég vona að hlutverk presta og forsvarsmanna sértrúarsafnaða verði hér eftir sem hingað til að brýna fyrir söfnuðum sínum, að öll eram við syndug og öll skortir okk- ur Guðs dýrð. Og það lengsta sem við getum vænst að ná í að nálgast dýrð Guðs hér á jörðu sé að elska Guð og náungann eins og okkur sjálf. Og að boðun okkar sé: Guð er kærleikur. Og að allt sé skapað fýrir hann og vegna hans. Og allt á tilvera sína í honum. Einnig þeir sem fæddir eru öðra vísi en við. Höfundur er prestur. Kíló en ekki tonn Þau mistök urðu við frásögn Morgunblaðsins af sorpsýningu Landvemdar að þar var sagt að eftir hvern íslending lægju að meðaltali 380 tonn af sorpi. Þama átti að sjálfsögðu að standa 380 kíló af sorpi og þykir víst flestum nóg. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. MEGRUN ÁN MÆÐU Þúsundir íslendinga og milljónir um allan heim hafa nú sannreynt gildi FIRMALOSS grenningar- duftsins í baráttunni við aukakílóin. FIRMALOSS GRENNINGARDUFTIÐ - eðlileg leið til megrunar - Með FIRMALOSS getur þú haldið þér grannri/ grönnum án gremju. Spyrjir þú þá sem reynt hafa, færðu staðfestingu. Og haldgóða sögu gefur FIRMA- LOSS grenningarfæðið sjálft þegar þú reynir það. FÆSTIAPÓTEKINU 0G BETRISTÓRMÖRKUÐUM ^íhimÉ^íln Nóatúni 17 -Sími 19900 Póstverslun - Sími 30001 i sjomwjn Sjónvarpið hefur hafið sýningar á öðrum áfanga spænskukennslunnar vinsælu, Habla- mos Espanol, sem fjölmargir (slendingar nýttu sér með góðum árangri fyrr á þessu ári. Ný kennslubók fyrir þennan áfanga, Hablamos Espanol 2, er komin út hjá Vöku-Helgafelli. Sjónvarpsþættirnir og bókin mynda órjúfanlega heild og gera námið einkar áhugavert. Hver kafli í bókinni næryfireinn þátt í myndefninu og þareru nákvæm orðaskipti leikaranna rakin, bæði á spænsku og í íslenskri þýðingu. Hverjum kafla fylgja orðskýringar og í bók- inni er orðalisti. Æfingar eru við lok hvers kafla. Nú gefst þér nýtt tækifæri til að læra spænsku á einfaldan og þægilegan hátt. HABLAMOS ESPANOL hefur hvarvetna hlotið miklar vinsældir og er eitt kunnasta sjón- varpskennsluefni í spænsku sem fram hefur komið. Tengja menn vinsældirnar því að kennslan er sniðin við hæfi ferðamanna sem koma til Spánar og spænskumælandi landa. LÆRÐU SPÆNSKU Á EINFALDAN OG ÞÆGILEGAN HÁTT, -NÁÐU ÞÉR í EINTAK AF NÝJU BÓKINNI í NÆSTU BÓKABÚÐ! VAKA HELCAFELL -á^aKcíiúí^a, SÍÐUMÚLA 29, SÍMI6-88-300 Cffi AUOtýSlNGAPJÓNUSTAN / élA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.