Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 29 ákvæði þess efnis að lágmarksverð Verðlagsráðs gildi ekki á þeim, og ræðst því verð af framboði og eftir- spurn. Eftir harðar deilur um fiskverð í Verðlagsráði um sl. áramót, þar sem fulltrúar fískvinnslunnar tðldu sig ekki geta samþykkt hærra verð, varð sú raunin á, að fískverð var almennt yfirborgað. Meðal annars af þessum ástæðum varð að sam- komulagi að gefa fískverð fíjálst frá 15. júní sl. til 30. september og aftur til 15. nóvember. Var þetta gert til þess, að hver og einn gæti aðlagað sig breyttum aðstæðum. Með réttu er hægt að segja, að með þessari ákvörðun hafi valdið og ábyrgðin verið færð til hvers og eins, og þeim gert að leysa eigin vandamál. Málið er hinsvegar ekki svona einfalt. Sjómenn hafa víða bundist samtökum um að knýja fram verð með ólöglegum verkfoll- um. í kjarasamningum útvegs- manna og sjómanna eru ákvæði um, að útgerðarmaður hafi ráðstöfunar- rétt á aflanum. Líki sjómönnum ekki ákvarðanir útgerðarmanns, geta þeir sagt upp störfum með löglegum fyrirvara og vikið úr skiprúmi að þeim tíma liðnum. Eft- ir þessum ákvæðum hefur í mörgum tilfellum ekki verið farið. Ég hef orðið þess var, að útvegs- menn, sem jafnframt eru fískverk- endur, fella sig illa við það návígi milli þeirra og sjómanna, sem felst í því, að þeir eigi að koma sér sam- an um fískverð. Það eru því almenn tilmæli til okkar, sem í Verðlags- ráði sitjum, að fískverð verði ákveðið að nýju 1 þeim vettvangi. Ég vil láta ósagt, hvort það leysir einhvem vanda við þær aðstæður sem við búum nú við. Fiskmarkað- imir eru gréinilega komnir til þess að vera, þótt lagaákvæði um þá gildi ekki nema út næsta ár. Fisk- verð á þeim mun áfram verða hlutfallslega hátt vegna meiri eftir- spumar en framboðs á svæðinu við Faxaflóa og vegna möguleika til sérhæfingar, sem felast í góðum samgöngum innan svæðisins og til útlanda. Það er því óskhyggja að reikna með, að fiskverkandi úti á landsbyggðinni, sem tekur við heil- um förmum, geti greitt sama verð fyrir fískinn og greitt er á fískmörk- uðunum á SV-homi landsins. Merk tilraun var gerð með fijálst loðnuverð á síðustu vertíð, sem þótti takast vel, enda eignaraðild loðnu- skipa óháðari fískkaupendum en t.d. útgerð togara. Eigendur loðnu- verksmiðja komu í veg fyrir, að loðnuverð yrði gefíð fijálst í haust, og knúðu fram verðákvörðun. Loðnuverð var ákveðið með at- kvæðum þeirra, kr. 1.600 fyrir hveija lest. Ekki var dagur liðinn að kvöldi, þegar þeir aðilar, sem knúðu fram verðákvörðun, buðu allt að 2.200 krónum fyrir lestina. Hvaða tilgangi eiga svona verð- ákvarðanir að þjóna? Samningar við sjómenn Til mikilla verkfallsátaka kom við samtök sjómanna í upphafí þessa árs. og stóð verkfall til miðs Skátafélag- ið Garðbúar með skemmt- un í kvöld í TILEFNI 75 ára afmælis skátastarfs á íslandi efnir Skátafélagið Garðbúar í Reykjavík til kvöldvöku við skátaheimilið í Hólmgarði 34 í dag, 5. nóvember. Skemmtunin hefst kl. 18.00 og lýkur með flugeldasýningu kl. 20.00. Skátafélagið Garðbúar, sem staðsett er í Bústaða- og Smáí- búðahverfi, býður upp á skátastarf í hverfínu fyrir böm og unglinga frá 7 ára aldri. janúar. í þessum samningum var samið um verulegar launahækkanir til sjómanna vegna bættrar afkomu útgerðar. Sú mikla spenna, sem ríkt hefur á vinnumarkaðnum á þessu ári, hefur ekki komið að sök varð- andi sjómenn, því auðveldara hefur verið að manna fiskiskipaflotann en oft áður. í þessum samningum samdist einnig um mikilvæg atriði fyrir út- gerðina. Vil ég þar nefna ákvæði um hlut sjómanna, þegar afli er seldur erlendis úr gámum. Hags- munir útgerðar og sjómanna fara nú saman, því samið var um að draga kostnað frá söluverði. Einnig var samið um, að breyting á olíu- verði hafí áhrif á hlutaskipti. Þann 1. ágúst í sumar lækkuðu hluta- skipti um 1% vegna þess að olía hafði hækkað í verði. Þetta ákvæði skiptir miklu máli fyrir báða aðila, því ekki á að þurfa að koma til árekstra, ef olía hækkar eða lækkar í verði, eins og svo oft hefur gerst. Bankamál Ekki hefur farið fram hjá neinum sú mikla umræða, sem verið hefur um sölu hlutabréfa ríkisins í Ut- vegsbanka íslands hf. Viðræður höfðu farið fram við samtök okkar og fleiri aðila í sjávarútvegi, að beiðni ráðherra í fyrri ríkisstjóm um kaup þessara aðila á meirihluta hlutabréfa í bankanum. Stjóm LÍU hafði rætt þetta á fundum sínum sl. vor og samþykkt að leggja fram nokkurt fé og hafa forgöngu um að safna saman aðilum í sjávarút- vegi og þjónustuaðilum hans í þessu skyni. Tilgangurinn var að freista þess að sameina banka og taka undir þau áform, að ríkið minnki afskipti sín af bankamálum, og bankamir verði seldir einkaaðilum. Ekki stóð til að starfrækja sér- hæfðan sjávarútvegsbanka, heldur að koma á fót öflugum einkabanka, með sammna þriggja banka, er gæti veitt atvinnulífínu eðlilega þjónustu í samkeppni við ríkis- banka. Ekki verður um það deilt, að bankastarfsemi hér á landi er mjög vanþróuð, og talið er að hér mætti fækka verulega starfsfólki banka, sem er um 3000 talsins, án skertrar þjónustu. Þessu framtaki var ekki stefnt gegn einum né nein- um og óþarft að ræða frekar það, sem síðar gerðist. Málið er þó enn jafn brýnt, og ekki er að sjá, að lausn sé í sjónmáli. Evrópubandalagið Purðulegt er að heyra forystu- mann iðnrekenda lýsa því yfir, að við ættum að ganga í Evrópubanda- lagið, án þess að gera grein fyrir á hvem hátt komist verði hjá þeim ákvæðum bandalagsins að físk- veiðilögsaga okkar standi opin fyrir erlendum aðilum. Ekkert hefur breyst, er geri fulla aðild okkar mögulega. Þeim mikilvæga árangri verður ekki fómað, að hafa full jrfírráð yfír fiskimiðunum við landið og ekki kemur til greina frjáls fíár- magnsflutningur, þar sem erlendir aðilar geta keypt sjávarútvegsfyrir- tæki. Þótt einhveijum geti þótt það álitlegur kostur í byijun myndi fljótt koma í ljós, að við væmm orðin hjáleiga hjá erlendum stórfyrirtækj- um með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Verulega virðist skorta á upplýsingar um hve hagstæðan samning við höfum nú við banda- lagið, sem m.a. kemur fram í þvf, að enginn tollur er lagður á frystan físk, þótt nokkur tollur sé á ferskum físki. Eftir að Spánn og Portúgal hafa bæst í hóp aðildarríkja banda- lagsins, hafa skapast vandamál vegna tolla á saltfíski. Sjálfsagt er að taka þessi mál upp við bandalag- ið og fylgja þeim eftir með fullri festu. Sala okkar á ferskum físki til bandalagslandanna á að auð- velda þá samninga. Sala á saltsíld Ástæða er til þess að fagna ný- gerðum samningum um sölu á saltsfld. Þessi viðskipti tengjast því að sjálfsögðu, að við kaupum nær alla olíu af Rússum á heimsmark- aðsverði. Þeir greiða okkur líka heimsmarkaðsverð fyrir sfldina, eða hliðstætt verð og við fáum í Svíþjóð og Finnlandi. Hætti Rússar að kaua sfld af okkur, hljótum við að endur- skoða oliukaupin, og eru þá við- skipti landanna fallin niður, en það er ekki í þágu þjóðanna. Eins og fram hefur komið í máli mínu, ríkir nokkur bjartsýni um áframhald góðrar afkomu fískveið- anna. Ýmsar blikur eru þó á lofti. Rætt er um minnkaðan afla. Mikil spenna ríkir á vinnumarkaði, og innlent verðlag hækkar óeðlilega mikið. Ekki eru horfur á frekari erlendum verðhækkunum og haldi fram sem horfír mun gengið láta undan, sem magnar verðbólgu. Veruleg verðlækkun hejfur orðið á rækju og hörpudiski. Óvissa ríkir um gerð kjarasamninga. Óvíst er, að við fáum að veiða nema helming þess, sem veitt var af loðnu á þessu ári. Verð á mjöli og lýsi er lágt, þótt það hafí aðeins hækkað undan- famar vikur. Verð á dollar heldur áfram að lækka. Á sama tíma og þrengir að er skilningur stjómvalda lítill á mikil- vægi þess, að sjávarútvegurinn sé rekstrarlega ömggur. Rætt er um að skila ekki nema 40% þess sölu- skatts, sem sjávarútvegurinn greiðir, i stað þess að endurgreiða hann að fullu, eins og gert var á síðasta ári. Rætt er um að leggja 1% launaskatt á sjávarútveginn, en hann var felldur niður af fískvinnsl- unni í tengslum við kjarasamninga á sl. ári, og hann var felldur niður af útgerðini 1972. Sveitarstjómir vilja leggja nýjan 100 milljóna króna skatt á útgerðina í formi hækkaðra hafnargjalda, þótt þær hafí í fullu notið aukins afla og hækkaðs afurðaverðs til jafns við útgerðina. Það skortir því víða á skilninginn og ástæða til þess að vera á varðbergi. Ég leyfí mér að þakka samstarfs- mönnum mínum í stjóm LIÚ fyrir ánægjulegt samstarf og starfsfólki LÍÚ fyrir vel unnin störf og segi þennan 48. aðalfund LÍÚ settan. Hressir skátar úr Garðbúum á kvöldvöku. Vilja niðurfellingu aðflutningsgjalda SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG íslands hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem lýst er ánægju yfir þvi að fjármálaráðuneytið hafi ákveðið að falla frá álagningu 25% söluskatts á hugbúnað. Frá 1. sept- ember er söluskattur á hufirbúnað 10%. í tilkynningunni segir að ástæða sé til að minna á að tölvur og jað- artæki beri nú 25% söluskatt er lagður var á 1. ágúst siðastliðinn og að eðlilegt sé að hugbúnaða- riðnaður njóti niðurf ellingar aðflutningsgjalda af framleiðslu-' tækjum sínum og sitji þannig við sama borð og aðrar samkeppnis- greinar. Þá segir í tilkjmningu Skýrslu- tæknifélagsins að söluskattur á hugbúnað og tölvuþjónustu hafi margfeldis- og uppsöfnunaráhrif og neytendur greiði hann að lokum. Þá lýsir félagið þeirri skoðun sinni að leið til að komast framhjá óæskileg- um áhrifum söluskatts sé að taka upp virðisaukaskatt svo fljótt sem auðið er. N íræðisafmæli 90 ÁRA er I dag, 5. nóvember, Ingibjörg Árnadóttir, Miðhúsum í Reykhólahreppi. Eiginmaður Ingibjargar var Jón Daðason bóndi í Miðhúsum, en þar hófu þau búskap árið 1939 og hef- ur hún átt þar heima æ síðan. Jón lést árið 1977. Frú Ingibjörg, sem er vel em, ætlar að taka á móti gestum í dag á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, sem nú búa ásamt henni í Miðhúsum. Ingibjörg Ámadóttir FLÍSAR ÓDÝRAR OGDYRAR / VAADAÐAR FLISAR VEGG OG GÓLF FLISAR UTJOGINNI FLISAR Rartek Höganas FYRIRMYND ANNARRA FLÍSA HEÐINN SEUAVEGI 2.SÍMI 624260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.