Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Hluti ráðstefnugesta á matvælaíðnaðarráðstefnu SASS Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Atvinnumálaráðstefna um matvælaiðnað: Utflutningsmöguleik- ar í fiskréttaiðnaði Selfossi. HELSTI vaxtarbroddurinn í matvælaiðnaði er í framleiðslu tilbúinna fiskrétta sem fljótlegt er að matreiða. Réttina má framleiða til innanlandsneyslu og ekki síður til útflutnings. Þetta kom fram í máli Árna Árnasonar frá Sölustofnun lag- metis á atvinnumálaráðstefnu um matvælaiðnað sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gengust fyrir á Selfossi 31. október. Þar var Arni meðal f ramsögumanna. Árni sagði meðal annars að hægt væri að skapa eftirspum í Bretlandi eftir skyndiréttum úr fiski. Markhópurinn í þessu efni væri minni fjölskyldur,_ þar sem hjónin ynnu bæði úti. Ámi benti á að gámaútflutningurinn færði hráefni í tilbúna rétti út úr landinu. Steinþór Skúlason hjá Sláturfé- lagi Suðurlands sagði að félagið beitti verkaskiptingu milli vinnslu- stöðva til að ná því markmiði að bændur fengju fullt verð fyrir sínar afurðir. Hann sagði að sútun og söltun gæra yrði flutt austur fyrir fyall en ekki væri ákveðið með staðsetningu. Hann lagði áherslu á að staðsetning vinnslu- stöðva yrði að vera á markaðs- svæðinu. Vinnsluvélar væm dýrar Gísli Hendriksson og þyrftu að nýtast vel í margar vinnslugreinar og á markaðs- svæðinu væri sérmenntað vinnu- afl. Hins vegar væri betra og stöðugra ófaglært vinnuafl á hrá- efnissvæðinu. Jón Bragi Bjamason frá Raun- vísindastofnun Háskólans fjallaði um ensím, notkun þeirra og fram- leiðslu fyrir fiskiðnað og sagði að á næstunni yrði sett á stofn mark- aðsfyrirtæki þar sem þróun á notkun ensíma færi fram. Þorvaldur Garðarsson frá fisk- eldisfyrirtækinu Smára hf. í Þorlákshöfn sagði möguleika til strandeldis góða á Suðurlandi. Hann skýrði frá tilraun með eldi á bleikju og sjóbirtingi og sagði hana sýna að þar væri kominn möguleiki fyrir bændur í fiskeldi. Það þyrfti ekki eingöngu að bind- ast við seiðaeldi. Varðandi út- flutning á matfiski sagði hann góða möguleika á því að nota ensím til að auðvelda flutningana og varðveita gæði laxins. Gísli Hendriksson hjá Fjallalaxi í Grímsnesi sagði að brýnasta mál seiðaeldisstöðva væri að matfisk- stöðvum ijölgaði. Hann sagði markaði fyrir seiði í Færeyjum, Skotlandi, Frakklandi og fyrir- spumir hefðu komið frá Kanada. Hann lýsti fyrirtækinu Fjallalaxi hf. og sagði að ef fyrirtæki af svipaðri stærð, í hlutfalli við íbúa- fjölda, yrði reist á Selfossi, væri um að ræða fyrirtæki með 250 starfsmenn. Hjá Fjallalaxi er gert ráð fyrir 12-14 manns í fastri vinnu en í Grímsneshreppi búa um 200 manns. Ráðstefnuna á Selfossi sóttu sveitarstjómamenn og fólk í at- vinnumálanefndum sveitarfélaga auk annarra. — Sig. Jóns. Jón Bragi Bjamason Steinþór Skúlason Árni Árnason Þorvaldur Garðarsson Ungir sjálfstæðismenn í Norðurlandi vestra: Fyrsta þing kjördæmis- samtakanna nýafstaðið KJÖRDÆMISÞING ungra sjálf- stæðismanna i Norðurlandskjör- dæmi vestra var haldið helgina 30. og 31. október. Þingið var haldið í framhaldi af stofnun kjördæmissamtaka ungra sjálf- stæðismanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra i Borgarvirki í Víðidal, 15. ágúst síðastliðinn. Á þingið voru mættir rúmlega 30 fulltrúar úr öllu kjördæminu. Á þinginu voru samþykktar ályktanir um atvinnu-, byggða- og samgöngumál. Var í þessum álykt- unum krafíst aukins frjálsræðis í atvinnumálum og jafnréttis byggð- arlaga til sóknar í eigin uppbygg- ingu, með því aflafé, sem til verður heima í héraði. í fréttatilkynningu frá kjördæm- issamtökunum segir að í vetur sé fyrirhugað að efna til ráðstefnu- halds um þau mál sem mikilvægust eru í kjördæminu, auka samskipti ungs fólks í kjördæminu, þannig að kjördæmissamtökin verði verði vettvangur félagsstarfs ungra sjálf- stæðismanna í Norðurlandi vestra. Auk þess er áformuð útgáfa frétta- bréfs sjálfstæðismanna í kjördæm- inu og ársskýrslu félaganna á svæðinu. „Það er trú þeirra og von, sem að stofnun þessara samtaka standa að þau megi verða öflugur vettvangur ungra sjálfstæðismanna í kjördæminu." Gestir kjördæmisþingsins á Siglufirði voru Geir H. Haarde og Pálmi Jónsson alþingismenn og Vil- hjálmur Egilsson, varaþingmaður. Lýstu þeir yfir ánægju sinni með störf þingsins og hvöttu til öflugrar starfsemi. Formaður kjördæmissamtak- anna er Þorgrímur Daníelsson úr Vestur-Húnavatnssýslu og vara- formaður Ari Jóhann Sigurðsson úr Skagafirði. Aðrir í stjóm eru: Ingibjörg Halldórsdóttir og Páll Fanndal á Siglufirði, Sigurður Ingi- marsson, Sauðárkróki, Steindór Jónsson og Hildur Þöll Ágústsdóttir úr Austur-Húnavatnssýslu og Ingi Tryggvason og Júlíus Guðni Ant- onsson úr Vestur-Húnavatnssýslu. Gler í Bergvík: Afmælissýning í Is- lenskum heimilisiðnaði AFMÆLISSÝNING í tilefni 5 ára afmælis glerblástursverkstæðis- ins Gler í Bergvík á Kjalarnesi var opnuð i versluninni Islenskur Heimilisiðnaður laugardaginn 31. október síðastliðinn. Á sýningunni eru m.a. sýnd nokkur af fyrstu glösunum sem blásin voru í Bergvík, ýmis sérverk- efni sem unnin hafa verið sam- kvæmt beiðni, svo og ný verk, svo sem föt, skálar, myndvasar og skúlptúrar. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma verslunar- innar og lýkur henni 14. nóvember n.k. Eigendur Glers í Bergvík eru Sigrún Einarsdóttir og Sören Lars- en og hafa þau tekið þátt í fjölda sýninga innanlands og utan. Um þessar mundir eru þau með einka- sýningu, sem nefnist „Glas aus Feuer und Eis“, sem mun fara á milli nokkurra borga á meginlandi Evrópu. (Úr fréttatilkynningu.) Hittast á 50 ára f ermingarafmælinu ÁRIÐ 1937 fermdust rúmlega 400 börn í Reykjavík. Þau ætla að minnast 50 ára fermingaraf- mælisins með því að hittast i Domus Medica.við Egilsgötu, laugardaginn 7. nóvember klukkan 15-18. í fréttatilkynningu frá undirbún- ingsnefnd segir að fyrir 50 árum hafi fjórir prestar fermt í 3 kirkjum í Reykjavík. Það voru þeir séra Bjami Jónsson og séra Friðrik Hallgrímsson í Dómkirkjunni, séra Ámi Sigurðsson í Fríkirkjunni og Meulenberg biskup í Kaþólsku kirkjunni við Landakot. Ennfremur segir að þessi ár- gangur Reykvíkinga sé einn sá sfðasti sem hafi alist upp í Reykjavík sem bæ, þar sem böm hafi þekkt flesta jafnaldra sína með nafni. Stríðsárin og fólksflutning- amir sem þeim fylgdu hafi breytt bænum í borg og menn hafi hætt að hittast á fömum vegi. Þess vegna sé vonast til að sem flestir grípi nú tækifærið til að hitta aftur gamla kunningja, sem menn hafi kannski ekki séð f hálfa öld. Leiðrétting í grein Margrétar Þorvaldsdóttur í blaðinu í gær misritaðist orð sem gerði viðkomandi setningu meining- arlausa. Þar átti að standa: „Hinir fullorðnu telja sig ekki hafa úthald til starfa nema þeir fái nær- ingu á matmálstímum. Ungir nemendur, illa nærðir og svangir, hafa sennilega enn minna úthald til náms, því vill námsathygli þeirra og hegðun oft fara úr skorðum." Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.