Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 d Electrolux BW 200 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! Á kröfuharðasta neytendamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði 34.557,: Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- „KÝLDU” Á ELECTROLUX ! 1 IKRINGLUNNI SlMI 685440 choc~o~je( KUtOVEIÁR Amerísk úrvalstæki sem fyrir löngu hafa skapaö sér viröingarsess á veitingastöðum, kaffihúsum og söluskálum - Kakóvélar eins og þær gerast bestar. • Þú ýtir á hnapp og þaö tekur aðeins 10 sek. aö renna í bollann af ylmandi heitu kakói sem vélin blandar sérstaklega. Eigum vélar á lager, til afgreiðslu strax, Choc-o-jet kakóvélar auðveldar í notkun, traustar og afkastamiklar. - LEITIÐ UPPLÝSINGA. _________________A KARLSSON nr.______________________ HEILDVERSLUN-SÍMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT 28-REYKJAVÍK Minning': Clara Guðrún Isebarn Fædd 26. febrúar 1914 Dáin 29. október 1987 í dag er kvödd kær vinkona mín, Clara G. Isebarn, eftir langa og erfiða baráttu við sjúkdóm, sem vann að lokum. í mínum huga var Clara ávallt hetja og betri vinkonu var varla hægt að hugsa sér. Þótt hún ætti oft erfitt kvartaði hún aldrei, tók öllu með jafnaðargeði og gaf öðrum góð ráð. Clara var mikið fyrir íþróttir og var mjög góð sundkona. Hún átti gott og fallegt heimili og fjölskyldu sinni unni hún framar öllu, bömin og bamabömin vom henni mikill styrkur og gleði í veik- indum hennar. Með þessum orðum kveð ég Clöm vinkonu mína. Guð blessi minningu hennar. Ég og Qölskylda mín sendum ykkur, bömum hennar og öðmm vandamönnum, innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Elín Sigurðardóttir Clara fæddist í Hamborg, for- eldrar hennar vom Hans Isebam, fasteignasali í Hamborg, og kona hans, Sigurveig Guðrún Sveins- dóttir, Reykjavík. Þau bjuggu stutt í Hamborg og fluttust þaðan til Noregs, en skildu þegar Clara var 4 ára. Þá fluttist móðir hennar til Danmerkur og bjó þar um tíma, en fluttist síðan til Reykjavíkur ásamt yngri systkinum Clöm, Ingólfí og Júlíönu. Þar var Clara hjá móður sinni um 3 ár, móðir hennar bjó þá í Kirkjustræti 8B og hafði þar mat- sölu og kenndi matreiðslu. Seinna giftist hún Bimi Sæmundssyni og fluttist þá Clara með þeim, ásamt systkinum sínum, til Skála á Langa- nesi, og var þar. í 3 ár, en fór svo til Reykjavíkur ásamt systkinum sínum, og urðu þau uppeldisböm afa hennar, Sveins Jónssonar, og konu hans, Elínar Magnúsdóttur. Þau kölluðu hana „töntu" og reynd- ist hún þeim sem besta móðir. Þau bjuggu þá í Kirkjustræti 8B og átti Sveinn það hús og hafði þar verslun. Clara fór einn vetur til Edin- borgar i Skotlandi og var þar hjá venslafólki. Einn vetur var hún í Kaupmannahöfn að læra mat- reiðslu. Einnig fór hún í saumatíma og gaf afí henni fljótlega sauma- vél. Allt fór hertni vel úr hendi og saumaði hún á sjálfa sig og seinna á bömin. Hún lærði að spila á píanó og spilaði ágætlega. Afi hennar hafði mikinn áhuga á að fólk fengi að menntast ef kostur var. Hún giftist Halldóri Ara Bjöms- syni múrarameistara þann 10. október 1936, þau eignuðust 3 böm, Elínu, sem er gift Skafta Bjöms- syni, Margréti Agústínu, í sambúð Birgir Grétars- son — Kveðjuorð Fæddur 31. mars 1967 Dáinn 27. október 1987 Okkur setti hljóð og við fundum til vanmáttar þegar okkur barst sú harmafregn að vinur okkar Birgir Grétarsson væri látinn. Aðeins tvítugur að aldri, tekinn burt úr þessum heimi, fullur eftirvæntingar og bjartsýni um það sem framtíðin bæri í skauti sér. Nú á þessari stundu koma minn- ingamar um Birgi upp í hugann. Við minnumst ferðar sem við fómm um meginland Evrópu vorið 1986, þegar Birgir hafði nýlokið stúdents- prófi úr Flensborgarskólanum í Hafnarfírði. í þessari ferð opin- bemðu Birgir og Hanna trúlofun sína. Þetta sama vor stofnuðu þau sitt eigið heimili. Við eigum úr þess- ari ferð margar og ógleymanlegar minningar. Nú í lok nóvember er von á fjölgun á heimilinu og biðu þau þess bæði með mikilli eftir- væntingu. Það er erfitt að kveðja svona snemma góðan félaga, en þó fínnst okkur það vera nokkur huggun að minningin um góðan dreng mun lifa í vitund þeirra sem hann þekktu. Elsku Hanna, við vonum að guð veiti þér allan þann styrk sem þú þarft nú á að halda og vottum þér, fjölskyldu hans og vandamönnum okkar dýpstu samúð. Svo er því farið: Sá er eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir er himnamir honum yfir. Jóna Þ. Gunnlaugs- dóttir — Kveðjuorð Fædd 2. október 1917 Dáin 25. október 1987 Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir, frænka, föðursystir mín, verðiir jarðsungin í dag, fimmtudag. Ég þakka henni fyrir þær samveru- stundir sem við áttum saman og færi henni mína hinstu kveðju með sálmi eftir Valdimar Briem. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilis prýðin í hinzta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Margs er að minnast, maigt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. með Pétri V. Maack Péturssjmi, og Bjöm Halldór, múrarameista, gift- an Ólöfu Birgittu Ásgeirsdóttur. Clara og Halldór skildu 31. októ- ber 1958. Eftir skilnaðinn fylgdu bömin Clöm og vann hún bæði búðarstörf og annað, til að sjá fyrir sér og sínum og tókst það með ágætum. Hún hefur unnið mikið um æfina þangað til hún var komin yfir sjötugt. Mikil var ánægjan þegar hún eignaðist sína eigin íbúð eftir að bömin vom uppkomin. Henni þótti gaman að ferðast og fór hún í fríinu sínu í ferðir bæði innanlands og utan. Seinni árin fór hún nokkmm sinnum til sólarlanda og þar undi hún sér vel í sól og hlýju loftslagi. Hún átti stóra fjölskyldu, 6 hálf- systkini, 10 bamaböm og 5 bama- bamaböm. Hún veiktist fyrir um 2 ámm af Dáinn er ég þér. En þú munt lifa undir himni mínum þar til myrkvast hann. Missa hlýt ég þá eins og þú hefur gert Ijós dagsins land, sögu, hvern mann. (Ur Ijóði eftir Hannes Pétursson.) Pétur og Dóra Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Ástvaldsdóttir Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.